Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. 5 Fréttir Útreikningar landbúnaðarráðuneytisins á heildarstuðningi við landbúnaðinn: Enn vantar milljarða í útreikninga þeirra - segja hagfræðingar Heildarstuðningur ríkisins viö landbúnaöinn á íslandi Samtals: 13027 milljónir króna Markaðs- stuöningur Jöfnunar- gjaid 2388,6 Almenn þjónusta Hér sjást útreikningar iandbúnaöarráðuneytisins á heildarstuðningi við landbúnaðinn á íslandi. Ráðuneytið notaði aöferðir GATT við útreikningana en margt bendir hins vegar til þess að niðurstaðan sé mörgum milljörðum of lág. Landbúnaðarráðuneytíð hefur sent frá sér útreikninga á heildar- stuðningi við landbúnað hér á landi. Þetta er unnið samkvæmt skipun frá GATT (samkomulag um tolla og við- skipti). Útreikningar ráðuneytisins miðast við árið 1988 og framreiknað til dags- ins í dag, samkvæmt framfærsluvísi- tölu, sína þeir stuðning upp á rúma 13 milljaröa króna. Samkvæmt því sem DV kemst næst, og styðja um- mæh ýmissa hagfræðinga það, eru þessir útreikningar of lágir. Mönn- um finnst þó heyra til tíðinda að ráðuneytið skuh á einhvern hátt ljá máls á þessu. Það er að sjálfsögðu GATT sem á heiðurinn af þessu breytta viðhorfi ráðuneytísins, enda ljóst að þær við- ræður sem fara nú fram á vegum samtakanna neyða stjómvöld til breytinga á landbúnaðarstefnunni. Er stefnt að því með endurskoðun- inni að afnema útflutningsbætur, niðurgreiðslur og innflutningstak- markanir sem studdar eru með heil- brigðiskröfum. B.E. Zeeuw, formaður landbúnað- arnefndar GATT, hefur sett fram samkomulagsgrundvöll varðandi umræður aðhdaríkja GATT um auk- in viðskipti með landbúnaðarvörur. Er stefnt að þessu samkomulagi í desember næstkomandi. Vantar niðurgreiðslur upp á 1,5 milljarð Samkvæmt þessari aðferð við að reikna hehdarstuðning við land- búnaðinn þá er honum skipt í fjóra liði. Er þannig fenginn út svokallað- ur AMS (Aggregate Measure of Support) mælikvaröi. Ef htið er á einstaka hði sést að fyrsti hðurinn samanstendur af markaðsstuðningi. í dag nemur hann 6.245 mhljónum króna en tíl að finna hann út er reiknað heimsmarkaðs- verð á tiltekinni vöru aö frádregnu vérði hennar í því landi sem hún býðst ódýrust. Þarna er því reynt að spá í aukinn kostnað neytandans vegna þess að hann fær ekki að kaupa ódýrustu vöruna. Þessi tala er síst of há og bendir tíl dæmis Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur á að þarna vanti inn áhrif á verðmyndun annarra vara, eins og til dæmis smjörlíkis. Annar hðurinn sýnir niðurgreiðsl-. ur og er hann upp á 4.409 milljónir. Þessi tala er aht of lág því að strax árið 1989 var forsendum niður- greiðslna breytt. Þarna vantar þvi líklega um 1,5 milljarð króna. Sú tala gæti þess vegna verið töluvert hærri og bendir tíl dæmis Guðmundur á að niöurgreiðslur á þessu ári stefni hátt á sjötta milljarö króna. Liður sem felur í sér jöfnunargjald sýnir neikvæða stöðu, það er að segja að landbúnaðurinn greiði með sér í þessum lið. Þar eð DV hefur ekki fengið að sjá nákvæmar forsendur Að undanförnu hefur mikið verið um innbrot og þjófnaði úr bílum í Reykjavík. Oftast er brotíst inn i bíl- ana um hábjartan dag. Á sunnudag var brotín afturrúða í bíl sem stóð við sundlaugarnar í Laugardal. Skjalatösku var stolið úr bílnum. Einnig var stohð skjalatösku úr ólæstri bifreið við Melabraut á útreikninganna er erfitt að sjá hvað veldur. Þeir hagfræðingar, sem rætt var við, töldu þó að þetta mættí rekja til virðisaukaskattsins sem væntan- Seltjarnamesi. Síðdegis á laugardag var læknatösku stolið úr bíl sem skh- inn var eftír ólæstur. í töskunni voru töluvert verðmæt læknaáhöld. Inn- brot var einnig framiö í bíl sem stóð á bílastæði við Eskihlíð. Þar var rúða í vinstri framhurð brotin og radar- vara síðan stolið úr bílnum. -ÓTT lega væri settur á þennan lið. Þannig eru raunveruleg áhrif jöfnunar- gjaldsins þurrkuö út. Síðasti höurinn felur í sér „al- menna þjónustu". Til hennar teljast fiárfestingalánasjóðir, rannsóknir, ráðgjöf og kennsla. Einnig er í þess- um lið kostnaður við dýralækningar og sjúkdómavarnir. Það er sérstaklega hðurinn „fiár- festingalánasjóðir“ sem vekur upp spurningar og sérstaklega vegna þess að miðað er viö árið 1988. Má gera ráð fyrir aö hörmuleg staða Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sé ekki þar inni en síðan 1988 hefur hún versnað um einn milljarð. 17,2 milljarðar DV standa DV hefur birt sína útreikninga á •því hvað landbúnaðurinn kostar skattborgara og neytendur. 17,2 mhljarðar reyndist sú tala vera á miöju ári. Þar var meðal annars gert ráð fyrir kostnaðinum við að hafa fólk í óarðbærum störfum eins og bændur óneitanlega eru. DV hefur reyndar veriö gagnrýnt fyrir að vera of lágt í áætlunum sínum. Nú er sí- feht að koma skýrar í ljós að þeir voru byggðir á þeim aðferðum sem ÖECD viðurkennir og GATT Thefur nú knúið aðildarþjóðir sínar til að taka upp. ' -SMJ Guðmundur Ólafsson: Ennalltof lágtreiknað „Niöurstaðan virðist vera sú sama og ég var með. í janúar sagði ég að fyrir árið 1989 væri stuðningur við landbúnaöinn 12,5 milljaröur og það hefur ekki orð- ið mikh breyting siðan af því að verðbólgan er orðin litil. Síðan vhdi ég hækka þessa tölu og slumpaði á tvo og hálfan milljarð í viðbót vegna annarra áhrifa sem koma ekki fram í þessum út- reikningum. Mér sýnist því að aht það sem ég og Þórólfur Matt- hiasson höfum sagt um þetta mál reynist nákvæmlega rétt. Þessi tala er enn of lág,“ sagði Guð- mundur Ólafsson, hagfræðingur og stærðfræðingur, en fyrr á ár- inu vöktu útreíkningar hans á kostnaöinum vegna landbúnað- arkerfisins athygh og áköf mót- mæh frá hagsmunaaðhum í land- búnaöinum. „Þaö er ýmislegt hægt aö tína tíl sem ættí í reynd að hækka þessa tölu sem eru önnur áhrif en koma þarna fram. Þaö eru lík- ur á að verð á öðrum vörum fái aukiö svigrrúm og skulum við th dæmis nefna smjörlíki. Ef verð er mjög hátt á smjöri og það er takmarkaður innflutningur á smjörlíki eða bannaður gefur augaleið að smjörlíki er i sama rekka. Síðan má halda áfram að tína til vörur sem almennar inn- fiuttar matvörur sem hugsanlega eru dýrari vegna þess að áhrifa frá samkeppnisvörum í innlendri vöru gætír.“ - En er þetta ekki ósigur fyrir hagfræðinga landbúnaðarins? „Mig minnir að Iiagfræðingur Stéttarsambandsins, Gumhaug- ur Júliusson, hafi verið að neíha tölur upp á um sjö milljarða sem er náttúrlega fiarri lagi,“ sagði Guðmundur. -SMJ Fólk dæmt án vitundar þess Dómar vegna vangoldinna skulda, árangurslaus fiárnám, nauðungar- uppboð og gjaldþrot eru helstu ástæður þess að fólk lendir á „svörtu vanskilaskránni" sem Reiknistofan hf. gefur út. Ahs eru um 10 þúsund manns á skrármi. Margir hafa haft samband við DV vegna þessa máls og lýst yfir furðu sinni á því að vera á þessari skrá. Það veit ekki tíl þess að það hafi brot- ið af sér eða fengiö dóm. Telja marg- ir að um misskilning hljótí að vera að ræða. í flestum tilfehum hafa menn þó fengið þá dóma sem tilgreindir eru í bréfi Reiknistofunnar. Svo virðist þvi vera að fólk sé dæmt hér á landi án vitundar þess. Eftir því sem DV kemst næst geta margar ástæður verið fyrir því að fólk fái á sig dóm án vitneskju um það. Oftast mun þó vera um það að ræöa að fólki berist ekki stefna, eða það taki ekki næghegt mark á henni. T.d. er algengt að fólk, sem hefur skrifaö upp á víxla eða skuldabréf fyrir vini eða ættingja, taki ekki mark á stefnum eftir að skuldareig- andi hefur tahð ábyrgðarmanni trú um að allt sé í lagi, skuldin verði greidd áður en til dóms kemur. Engu að siður hefur stefna verið gefin út og berist ekki greiðsla fer máhð fyrir dóm. Einn þeirra sem hafði samband við DV hafði þá sögu að segja að vegna misskhnings hafi lán lent í vanskil- um og því hafi það verið sent th inn- heimtu hjá lögmannsstofu. Er hann hafði spurnir af þessu gerði hann skuldina þegar upp. Vegna misskiln- ings á lögmánnsstofunni fékk hann hins vegar á sig dóm vegna þessa máls því stefna sem honum hafði verið „birt“ var ekki dregin th baka. Athyghsvert í þessu sambandi er að maðurinn, sem rekur umsvifa- mikla hehdsölu, vissi ekki til þess að sér hefði verið birt stefna og var því undrandi er honum var tílkynnt að , nafn hans væri á „svörtu skránni". Er hann kannaði málið kom í ljós að dóttur hans á barnsaldri haföi verið birt stefnan og hún aldrei borist hon- um. Dóminn getur hann ekki fengið útmáðan og fyrir vikið á hann nú á hættu að missa af stórum viðskipta- samningi. í samtali við DV kvaðst hann vera að íhuga skaðabótamál gagnvart lögmannsstofunni en það breytti því þó ekki að framtíð fyrir- tækis hans væri stefnt í hættu næstu þrjú árin eða þar til dómurinn yrði tekinn út af „svörtu skránni". Hjá borgardómaraembættinu í Reykjavík fengust þær upplýsingar að stefnur ættu oftast nær að berast réttum aöhum. Samkvæmt lögunum á að afhenda viðkomandi stefnuna á heimih hans eða vinnustað en sé hann ekki tíl staðar er stefnuvottum heimht að afhenda hana vinnufélaga eða íbúa í sama húsi. Því getur það átt sér stað að stefna berist ekki rétt- um aðha, einkum ef um stór fiölbýlis- hús er að ræða eða fiölmenna vinnu- staði. Og á sama hátt er hugsanlegt að viðkomandi fái á sig dóm án þess að hann fái vitneskju um það. Að sögn þeirra sem leitað hafa til DV vegna þessa máls eru misbrestir í stefnubirtíngu ekki eina ástæðan fyrir því að fólk er á „svörtu skránni" án vitneskju um dóm sem það hefur fengið. Hafa sumir bent á að hjá borg- arfógetaembættinu tíðkist að gera árangurslaus fiárnám án vitundar viðkomandi. Þar fengust hinsvegar þær upplýsingar að það tíðkaðist ekki að gera árangurslaus fiárnám án þess að gerðarþoli eða einhver mjög nákominn honum væri við- staddur. -kaa W&ar.. Það ler víst ekki (ramhjá neinum að haustið er komið og veturinn ekki langt undan. Hann er orðinn frekar andkaldur og langir skuggarnir sýna að sól- in lækkar flugið með hverjum deginum sem líður. Þegar best lætur nær hún þó að ylja mannfólkinu agnarögn svo ekki þarf að hneppa upp í háls og grafa höfuðið ofan í kragann. DV-mynd Brynjar Gauti Fjórir þjóf naðir og innbrot í bfla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.