Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 15
íf 15 ÞRIÐÍÖMÖIÍR 9. OKTÓfeTÉff 1990. Hagvöxtur og orkulindir: Hægur vöxtur framundan Slakar horfur eru að öllu óbreyttu í íslenskum efnahagsmál- um næsta áratuginn eða svo en búist er við að hagvöxtur á mann verði í námunda við 'A % að jafn- aði. Hagvöxtur undanfarinn áratug hefur verið hægur og hefur sú stað- reynd öðru fremur vakið fólk til umhugsunar um það sem fram- undan er. Þannig var hagvöxtur á mann árin 1980-1989 rúmt 1% sam- anborið við rúm 5% árin 1970-1979 og nærri 3% á árunum 1960-1969. Áratuginn 1960-1969 var það fyrst og fremst fráhvarf frá haftastefnu til frjálsræðis í utanríkisviðskipt- um sem léði drifkraftinn ásamt byggingu nýrra orkuvera og ál- bræðslu. Þá var og tekin upp raun- hæfari gengisskráning krónunnar. Áratuginn þar á eftir kom útfærsla landhelginnar til sögunnar, fyrst í 50 mílur og síðan í 200 mílur. Ál- bræðsla ísal hafði tekið til starfa 1969 og síðar var hún stækkuð og afkastagetan aukin. Fiskistofnar ful Inýttir Á nýliðnum áratug, 1980-1989, hafa íslendingar hins vegar þurft að horfast i augu við að hafa nærri fullnýtt fiskistofnana við landið. Sá uppgangur, sem var á árunum 1986 og 1987 og niðursveiflan í kjölfarið, er áminning um takmörkun þess- arar auðlindar. - Við höfum áður fengið slíka áminningu, þá eftir- minnilegustu á árunum 1967 og 1968, og í kjölfar hennar var brugð- ist við með afgerandi hætti. Ekki er útlit fyrir frekari mögu- leika á útfærslu landhelginnar frekar en á nýliðnum áratug. Þess KjaUarinn Yngvi Harðarson þjóðhagfræðingur vegna eru þær vonir, sem bundnar eru við aukinn afrakstur af fiski- stofnum á næstu 10 árum eða svo, tengdar bættri fiskveiðistjómun og minni sóun í sjávarútvegi. Þetta kallar m.a. á minni sókn og jafnvel aflasamdrátt um nokkurra ára skeið. Af þessum sökum er ekki óeðlilegt að þjóðin hugi að frekari nýtingu annarra auðlinda og er þá helst að líta til orkuhnda landsins. Þessu eru flestir sammála. Eini vel kannaði kosturinn Fyrirsjáanleg tækifæri til nýting- ar orkulinda landsins í miklum mæh eru því miður fá næsta ára- tuginn. Mest hefur borið á hug- myndum um byggingu orkuvera í tengslum við áformaða álbræðslu Atiantsáls en einnig hafa verið viðraðar hugmyndir um fram- leiðslu vetnis og um að flytja út raforku í gegnum sæstreng. Af þessum kostum fullnægir ein- ungis einn því skilyrði að vera full- kannaður og væntanlega hag- kvæmur bæði rekstrarlega og þjóð- hagslega, nefnilega bygging orku- vera í tengslum við áformaða ál- bræðslu Atlantsáls. Könnun hinna tveggja kostanna ásamt frekari þróunarvinnu gæti í raun tekið all- an næsta áratug. Því er ljóst að hér er tæpast um kosti að ræða sem útiloka hver annan. Aukinn kaupmáttur Þjóðarbúið stendur annars vegar frammi fyrir valinu um frekari uppbyggingu orkuvera í tengslum „Þjóðarbúið stendur annars vegar frammi fyrir valinu um frekari upp- byggingu orkuvera í tengslum við nýja álbræðslu Atlantsáls og hins vegar at- hafnaleysi og stöðnun.“ Frekari nýting orkulinda gæti aukið ráðstöfunartekjur heimilanna - jafn- vel þrefaldað brúttótekjur Landsvirkjunar af orkusölu tii Atlantsáls, seg- ir m.a. í greininni. við nýja álbræðslu Atlantsáls og hins vegar athafnaleysi og stöðnun. Ef athafnaleysi og stöðnun verður ofan á getum við talið okkur meðal fátækustu iðnríkja þegar nær dreg- ur aldamótum. Verði hins vegar ráðist í athafnir og frekari nýtingu orkulinda, gætu ráðstöfunartekjur heimilanna í heild orðið rúmum 9 milljörðum hærri á núverandi verðlagi og er það hækkun til frambúðar. Þetta eru á að giska þrefaldar brúttótekj- ur Landsvirkjunar af orkusölu til Atlantsáls og samsvarar því að til frambúðar séu hreinar tekjur hverrar 4 manna fjölskyldu 100-200 þúsund krónum hærri en ella. Slík- ar viðbótartekjur gætu samsvarað 2 milljóna króna eingreiðslu nú þegar til hverrar fjögurra manna fjölskyldu miðað við 6% reikni- vexti. Ef enginn afvöxtun er notuð eins og Einar Júlíusson eðlisfræð- ingur mælir með í nýlegri blaða- grein næmi slík eingreiðsla um 9 milljónum króna. Hér er miðað við lífslíkur þrítugs meðalmanns í dag. Minna vægi aflasveiflna Eins og sést af ofangreindum tölum er hér um að ræöa tækifæri til verulegrar tekjuaukningar. Jafnframt þessu væri dregið úr ein- hæfni atvinnuveganna. Dregið væri úr áhrifum sveiflna í afla- brögðum á íslenskt efnahags- og atvinnulíf og myndi það efalaust efla lánstraust þjóðarinnar erlend- is. Vitanlega myndi tilkoma nýs ál- vers hérlendis ekkl minnka áhrif hagsveiflunnar í alþjóðaviðskipt- um á íslenskt .efnahagslíf, ekki frakar en önnur nánari tengsl við umheiminn. Eina trygga leiðin til að forðast þá sveiflu er hins vegar einangrunarstefna sem líkja mætti við það að útgerðarmenn legðu fiskiskipaflotanum af ótta viö sveiflur i aflabrögðum. Uppbygging á orkufrekum iðnaði er fyrst og fremst til tekjuöflunar og atvinnusköpunar og er eitt öflugasta tæki til þess sem þjóðin hefur yfir að ráða. Fyrir utan beina sköpun atvinnutækifæra vegna ál- bræðslu og orkuvera aukast líkur á hagkvæmari uppbyggingu úr- vinnsluiðnaðar og atvinnutæki- færum í þjónustugreinum fjölgar. Með því að byggja upp orkuver og orkufrekan iðnað er þjóðin að auka þýðingu þess sem hún getur leyst betur af hendi en aðrar þjóð- ir. Með því er einnig stuðlað aö auknum möguleikum á þátttöku íslendinga í orkufrekum iðnaði. Þetta eru staðreyndir sem almenn- ingur -í landinu hefur fyrir löngu gert sér grein fyrir og endurspegl- ast í nýlegri skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar. Yngvi Harðarson Álmenn íslands „Hvar eru blessaðir grænfriðungar eða græningjarnir?" spyr greinar- höfundur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur víst um fátt veriö meira rætt hér á landi en nýtt álver. - Svo æðisgenginn er sá tryllti áldans, sem iðnaðarráðherra hefur tekist að magna upp í stórstyrjöld milli landshluta, að þeir hafa staðið í slagsmálum hver við annan og boð- ið niður sína þjónustu hver sem betur getur til þess að ganga í aug- un á álfurstunum. Skyldi fyrrv. þjóðhagsstofustjóri velja þessa leið til að ná sem best- um samningum fyrir íslendinga - eða er það kannski algjört aukaat- riði? ... Nú hefur verið sagt að þetta eftirsóknaryerða álver hafi í för með sér 50% aukningu á meng- un. Hvar eru hlessaðir graenfriðung- ar eða græningjarnir? - Ég minnist þess ekki að hafa heyrt þeirra getið síðan í borgarstjórnarkosningun- um í vor.... Þeir hafa þó víst ekki hengt sig upp í einhverjum siglu- trjám? - Kannski er þeim annars alveg sama um gróður jarðar og hollustuhætti, einungis ef íslend- ingar drepa ekki hvali. Álglýja í augum Til hvers höfum við hér um- hverfisráðherra? - Er það til þess að fræða okkur á aö álver sé „slæmur nauðarkostur" en við verðum að sætta okkur við það þótt það valdi 50% aukningu á mengun andrúmslofts, þetta sé þróunin og henni verðum við að fylgja? Undarleg afstaða hjá manni sem samkvæmt embætti sínu hlýt- ur að eiga að beita sér gegn meng- unarvaldandi framkvæmdum. Ekki síst ef þær eru llka þjóðhags- KjaHarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunamaður lega óhagkvæmar, eins og ýmsir hafa bent á, sem mikla þekkingu hafa á þessu sviði. ... En þeir eru víst ekki blindaðir af álglýju, svo að þeir sjá þetta auðvitað í cdlt öðru ljósi en iðnaðar- og umhverfisráð- herra. Líklega getur ekkert afstýrt því að nýtt álver verði reist hér á landi. - Iðnaðarráðherra segist ætla að standa eða falla með þessari fyrir- ætlan. - Öll rök benda í þá átt aö besta lausnin væri sú bæði fyrir hann sjálfan og þjóðfélagið að hann félli ... ekki svo að skilja að ég væni hann um að vilja illa, heldur hitt að hann viti ekki betur. Með hliðsjón af margþættum rannsóknum frægra vísindamanna á þessu sviði er ofurkapp iönaðar- ráðherra að tengja raforkuverðið verði á áli með ólíkindum. - Ef hann hefur ekki kynnt sér þær rannsóknir getur verið gagnlegt fyrir hann að lesa fróðlega grein í Mbl. 26. sept. eftir Einar Val Ingi- mundarson umhverfisverkfræð- ing, þar tjallar hann ítarlega um þessar rannsóknir. Ekki er kyn ... Undarlegir hlutir gerast. Nú þeg- ar íslensk stjórnvöld hafa sam- þykkt norræna umhverfisáætlun um að minnka mengun láta þau sem ekkert hafi gerst og beijast með hnúum og hnefum fyrir því að skipuleggja sem mesta mengun. - Þar er umhverfisráðherra síst eftirbátur, gengur jafnvel svo langt að vilja frelsa álfurstana frá að setja upp vothreinsibúnað, minnsta kosti ef álverið verður reist í hans kjördæmi! Og iönaðarráðherra fyrirmynd- arfaðir þessarar stefnu eins og kunnugt er sér þann kost vænstan að tengja raforkuverðið verði á áli til að fá stóra vinninginn í lottóinu. Þetta minnir mig að forsætisráð- herra teldi í fyrstu ekki nógu gott, - of mikla áhættu. Skömmu síðar var áhættan orðin betri en allt ann- að. Ekki er kyn, þó keraldið leki, gis- ið og gjarðlaust. - Gísli, Eiríkur, Helgi, faðir vor kallar kútinn! ... Þeir byggðu sér hús og báru sól- skinið inn í trogum. ... Nú reisa þeir orkuver fyrir marga milljarða kr. og kaupa út á þaö lottómiða.... Skiljum viö ekki nú hvers vegna íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi með álglýju í augum? Hvað hékk á spýtunni? Hafa íslendingar áttað sig á að það hefur alltaf verið eins og samn- ingamenn þeirra hafi misst andlitið þegar þeir hafa setið andspænis álfurstum við samningaborð? Þó má nefna tvo iðnaðarráðherra sem gerðu heiðarlegar tilraunir til að berjast fyrir íslenskum hagsmun- um, þá Magnús Kjartansson og Hjörleif Guttormsson. Eftir mikla vinnu og mikinn til- kostnað tókst að sanna bókhalds- svindl á hið virðulega fyrirtæki Alusuisse!... Og útlit var fyrir að sökudólgurinn yrði að svara til saka og jafnframt tækist að leið- rétta gömul mistök. Þá var því lík- ast sem ýmsum íslenskum samn- ingamönnum væri nóg boðið og titringur næði tökum á þeim, rétt eins og einhver hrollvekja héngi á spýtunni. Því er lítillega rifjuð upp þessi gamla sorgarsaga um álmenn ís- lands að enn virðast íslensk ál- menni á kaldri braut. Enda munu mörg hin sömu og fyrrum. Hvað gerir svo Alþýöubandalagið i þessu álæði iðnaðarráðherra? Lætur það sér lynda að blásið sé á tillögur þess, eins og einn þingmaö- ur komst að orði? ... Hefur það kannski gjörbreytt stefnu sinni í stóriðjumálum? ... Óneitanlega virðist svo vera. - Þá lítur út fyrir að herstöðva- og NATO-andstaða hafi beðið varanlegt skipbrot í þessum flokki. Aðalheiður Jónsdóttir „Hafa íslendingar áttaö sig á að það hefur alltaf verið eins og samninga- menn þeirra hafi misst andlitið þegar þeir hafa setið andspænis álfurstum við samningaborð?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.