Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. 9 Útlönd íraskt skip tekið íraska flutningaskipið sem bresk- ir, bandarískir og ástralskir sjóliðar fóru um borð í á Omanflóa í gær, var hlaðið hrísgrjónum, hveiti og öðrum varningi sem braut í bága við við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna. Seint í gærkvöldi var enn veriö að rannsaka farm skipsins sem snúið hafði verið til hafnar. Skipstjórinn sinnti stöðvunarboði og var því ekki skotið að skipinu. Áður höfðu bandarísk, bresk og áströlsk herskip skotið viðvörunar- skotum að öðru írösku flutningaskipi undan höfuðborg Omans. Farmur skipsins reyndist löglegur. Útlagastjórn Kúvæts hefur hvatt andspyrnuhreyfmguna í landinu til að draga úr aðgerðum sínum gegn íröskum hermönnum vegna grimmi- legra hefndaraðgerða þeirra gegn óbreyttum borgurum. Flóttamenn sem koma frá Kúvæt greina frá því að enn megi heyra skothríð í Kúvæt- borg. Þeir hafa einnig greint frá. sprengjutilræðum. Margir Kúvæt- búar eru sagðir hafa gripiö til þess ráðs að múta íröskum hermönnum svo þeir geti flúið land. íranir hafa varað útlagastjórn Kú- væts við afhendingu lands sem lið í friðarsamkomulagi við íraka. Bubiy- an-eyja hefur einkum verið nefnd í slíku sambandi. Ef írakar fengju hana myndi aðgangur þeirra að sjó verða betri. Segjast íranir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir afhendingu eyjar- innar. Háttsettur sovéskur embættismað- ur greindi frá því í gær að um þriðj- íraskt flutningaskip á siglingu á Omanflóa. ungur þeirra fimm þúsund sovésku borgara sem eru í Irak yrði fluttur heim til Sovétríkjanna áður en samningar rynnu út. Hin óháða fréttastofa Interfax greindi hins veg- ar frá því að sovéskur sérfræðingur í írak hefði látist stuttu áður en hann átti að fara til Sovétríkjanna í síðustu viku. Sagt var að staðaryfirvöld væru að rannsaka málið. Tveir bandarískir flugmenn létu lífið er flugvél þeirra fórst í Saudi- Arabíu í gær og óttast er aö átta sjó- liðar hafi beðið bana eftir að þyrlur þeirra hurfu á æfingaflugi. írakar hafa lokað flugvellinum í Kúvæt fyrir farþegaflugvélum. Gæti þessi aðgerð haft áhrif á þá áætlun Símamynd Reuter Bandaríkjamanna að flytja banda- ríska þegna og ef til vill breska frá Kúvætborg á morgun. Bandarískum stjórnarerindreka í Bagdad hefur verið tjáð að fljúga verði frá öðrum flugvelli sem er við Basra í írak. Reuter Hlé á deilum þings og forseta 1 Bandaríkjunum: Bush tókst að beygja þingmenn til hlýðni - aukafl árveitingar gilda meðan gengið er frá fj árlagafrum varpi Landbúnaðarráðherrar EB: Ekki sammála um niðurskurðá styrkjum Landbúnaðarráðherrar Evrópubandalagsins, EB, náðu ekki samkomulagi um tillögu um niðurskurð á styrkjum til land- búnaðar á fundi sínum í Luxem- burg í gær. Ákváðu ráðherrarnir að fresta ákvarðanatöku þar til í næstu viku og kváðust vilja fá meiri upplýsingar um hvaða áhrif áætlunin myndi hafa fyrir bændur. Nú er varla gert ráö fyrir að Evrópubandalagið geti komið með tilbúna tillögu um niður- skurð - á landbúnaðarstyrkjum þegar GATT-viðræöurnar hefjast í Genf í næstu viku. GATT er lúð almenna samkomulag um tolla og viðskipti. Vonast hefur verið til að sam- komulag um niðurskurð myndi nást áður en GATT-viðræðunum lýkur í Brussel í desember. Gagnrýnaaðstæð- urígrænlensku fangelsi Fimm dönskum þingmönnum brá mjög í brún við heimsókn í fangageymslur í Maniitsoq á Grænlandi og hafa þeir farið fram á það við Hans Engell dómsmála- ráöherra að þegar í staö verði gerðar ráðstafanir til að bæta aðstæðurnar. Að því er þingmennirnir sögðu lá drukkið fólk læst inni í timb- urskúr þar sem ekki var neitt eftirlit né viðvörunarkerfi. Þetta var fangelsi bæjarins. Einn þing- mannanna sagði aðstæðurnar verri en hann haföi ímyndað sér í fangabúðum í Chile. Þaö var auk þess skoðun þingmannanna að þrír lögregíumenn bæjarins hefðu svo mikið að gera að það væri óverjanlegt. Tölvupappír iiii George Bush Bandaríkjaforseti hefur náð samkomulagi við leiðtoga flokk- anna á þingi um aukafjárveitingar sem gildi fram til 19. október. Þetta tryggir að rekstur ríkissjóðs verður með eðlilegum hætti þar til fjárlög verða samþykkt. Vonast er til að það geti orðið fyrir lok næstu viku. Þegar hefur náðst samkomulag á þingi um niðurskurð á útgjöldum ríkisins næstu fimm árin. Þá á að vera búið að vinna bug á fjárlaga- halla sem nemur um 500 milljörðum Bandaríkjadala. Enn er þó mikið starf óunnið við fjárlögin og ekki hefur náðst nema óformlegt sam- komulag um auknar skattaálögur. Eftir því sem best er vitað skrifar Bush undir lögin um aukafjárveit- ingu þegar í dag og rekstur á vegum hins opinbera verður með eðlilegum hætti eftir langa fríhelgi þar sem öll starfsemi lá niðri önnur en sú sem gat tahst nauðsynleg. Leiðtogar repúblikana segja að nið- urstaðan af deilunúm um íjárlögin hafi orðið sú sem forsetinn vildi og mestu skipti að samkomulag hafi náðst um verulega niðurskurð á rík- isútgjöldum. Öldungadeild þingsins hefur sam- þykkt bæði hugmyndirnar um niður- skurðinn og einnig nýjustu tillöguna um aukafjárveitingu. Bush hafði beitt báðar þingdeildir verulegum þrýstingi um helgina. Hann neitaði að samþykkja aukafjárveitingar nema þingið féllist á hugmyndir hans um niðurskurð og nýjar álögur. Leiötogar á þingi höfðu áður sam- þykkt hugmyndir forsetans en felldu þær sfðan við atkvæðagreiðslu. Vildu þingmenn nú fresta fjárlaga- umræðunni en samþykkja aukaijár- veitingu til að halda ríkissjóði opn- um. Bush féllst.ekki á þetta og beitti neitunarvaldi gegn öllum hugmynd- um þingmanna ef þeir féllust ekki á tillögur um niðurskurð fyrst. Á end- anum hafði forsetinn betur og er nú laus úr mesta vanda sem hann hefur komistíáheimavelli. Reuter Vinningstölur laugardaginn Hverlisgotu 78, simar 25960 25566 6. okt. 1990 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.493.316 O £• 4 af 11 52.795 3. 4af5 279 3590 4. 3af5 7446 313 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.406.269 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 George Bush getur nú snúið sér að fjárlagagerðinni af krafti því linurnar hafa þegar verið lagðar. Forsetinn þykir hafa bjargað sér vel út úr deilunum sem hann lenti í við þingmenn. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.