Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. 17 íþróttir Spánn - IslandíSevillaanriaðkvöld: „Munum leggja allt í sölurnar“ - segir Bo Johansson, landsliðsþjálfari íslands I brjótast framhjá Matthildi Hannes- DV-mynd Brynjar Gauti íklega rráðinn 'tilValsfráKA? pyrnu hafa enn ekki gengið frá .ráðn- pnistímabil. Allar líkur er þó á því að lurráðinn en undir hans stjórn sigraði i og hafnaði í 4. sæti í 1. deild. mssonar í stjórn knattspyrnudeildar viðræður milli stjórnarinnar og Inga og vonast stjórn deildarinnar að samn- •rum leikmenn til liðs við sig á nýjan Einarsson, sem lék með Grindavík í n lék með Leiftri frá Ólafsfirði, í sum- on verið orðaður við Val en hann lék tk til liðs við KA fyrir tveimur árum. -GH Jón Kristján Sigurðsson, DV, Sevilla: íslenska landshðið í knattspyrnu mætir Spánverjum í Evrópukeppn- inni i Sevilla á morgun. Leikurinn fer fram á Benito Villamarin leik- vanginum en Spánverjar hafa ekki tapað leik á þeim leikvelli í sjö ár. Leikurinn annað kvöld hefst klukk- an 19.30 að íslenskum tíma. Það er alveg ljóst að íslenska liðsins bíður erfiður leikur enda hafa Spán- veijar sterku Uði á að skipa. Þeir léku í úrslitakeppni heimsmeistaramóts- ins á Ítalíu í sumar en voru slegnir út í 16 liða úrslitum. íslenska landsliðiö hefur dvalið í SevUla síðan á föstudagskvöld við æfmgar en á sunnudag var landsliðs- mönnunum gefið frí. I gær var þráð- urinn tekinn upp að nýju með tveim- ur æfingum, fyrst um morguninn og í gærkvöldi var æfmg á vellinum, sem leikurinn fer fram á. LandsUðs- menn sem leika með erlendu félags- liðunum komu til Sevilla seint á sunnudagskvöldið nema Ólafur Þórðarson sem kom frá Noregi í gær. Þriðji leikur íslands Leikurinn annað kvöld er þriðji leik- ur íslendinga í 1. riðli keppninnar. íslands vann fyrsta leikinn í riðlin- um á móti Albaníu í vor, 2-0, síðan fylgdi í kjölfarið ósigur gegn Frökk- um, 1-2, og nú síðast tapaði íslenska liðið fyrir Tékkum í Kosice, 1-0. Spánveijar hafa hins vegar ekki leik- ið leik í riðlinum tU þessa og af þeim sökum ríkir mikil eftirvæning hjá þeim fyrir leiknum annað kvöld. Þetta verður fyrsti alvöruleikur liðs- ins frá því í í sumar. Spánverjar léku að vísu æfingaleik gegn Brasilíu á dögunum og sigruðu, 3-0, en marga lykilmenn vantaði í baeði liðin. íslendingar hafa einu sinni áður leikið á Benito Villamarin, það árið 1985 í undankeppni heimsmeistara- mótsins og beið þá íslenska liöið ósig- ur, 2-1. Guðmundur Þorbjörnsson skoraði markið, sem gaf íslendingum forystu í leiknum. Með skynsamlegum ieik getur alit gerst „Ég geri mér fulla grein fyrir því að leikurinn gegn Spánverjum á morg- un verður gífurlega erfiður. Það er hins vegar ekkert ómögulegt þegar knattspyrnan er annars vegar og með góðum og skynsamlegum leik geur allt gerst,“ sagði Bo Johanns- son, þjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við DV að lokinni morgunæf- ingu í gærmorgun. Islenska hðið æfði í Santi Ponce sem er lítill bær skammt fyrir utan Sevilla. Æfingin var eins og hálfs tíma löng og tóku leikmenn hraust- lega á hlutunum. Landsliösmennirn- ir létu hitann ekki aftra sér en um 25 stiga hiti var og bjartviðri. • Bo Johannsson sagðist í samtalinu ekki vera búinn að ákveða byrjunar- liðið og hann myndi líklega ekki ákveða það fyrr enn sídegis á morg- un. Bo sagðist ennfremur ekki ákveöinn hvaöa leikstíll myndi henta liðinu gegn Spánverjum. Hann sagði þó að liðið myndi þó ekki pakka í vörn því það hefði sýnt sig í fyrri hálfleik gegn Tékkum á dögunum að það gæfi ekki góða raun. Bo sagði þó að síðari hálfleikurinn hefði verið skínandi góður þegar liðið færði sig framar á völhnn. Erum komnirtil að vinna sigur „í mínum huga eru við komnir hing- að til Sevilla til að vinna sigur. Við megum þó ekki gleyma því að mót- herjinn er sterkur og lítið má út af bera. Þeir eiga sterkan heimavöll, góða áhorfendur og þeir leggja allt kapp á að standa sig sem best í þess- ari keppni. Ég tel aö það hafi verið góður kostur að koma með liðið hing- að svona snemma út. Strákarnir að- lagast veðráttunni, æfa við góð skil- yrði og þetta á eftir að hjálpa okkur þegar út í leikinn er komið.“ „Ég hef séð myndbandsspólu frá leik Spánverja og Brasilíumanna í síðasta mánuði og þar áttu Spán- verjar skínandi leik, þrátt fyrir að í lið þeirra vantaði ijóra fastamenn. Þetta sýnir að mikil breidd er í spænsku knattspyrnunni. Við mun- um leggja aht í sölurnar að ná fram viðunandi úrslitum á morgun og ef liðið nær að sýna góðan leik er ég óhræddur," sagði Bo Johannsson landsliðsþjálfari við DV í gær. Eins og áður sagði velur Bo Jo- hannsson ekki liðiö fyrr enn á morg- un en almennt er þó talið að sama lið hefji leikinn og gegn Tékkum. Reynum að sækja meira en gegn Tékkum „Leikurinn gegn Spánverjum leggst vel í mig og það eru allir ákveðnir að gera sitt besta. Það er þó ljóst að við verðum- að ná betri tökum á leiknum í byrjun heldur en í síðasta leik gegn Tékkum. Við bökkuðum óþarflega mikið aftur í fyrrií hálfleik og fengum á okkur mikla pressu. Við látum það ekki endurtaka sig,“ sagði Guðni Bergsson, leikmaður hjá enska félaginu Tottenham, í samtali við DV í gær. Guðni var í landsliöshópnum sem lék síðast gegn Spánverjum 1985 í Sevia, sat þá á varamannabekknum og kom ekki inn á í leiknum. „Við munum freista þess að sækja meira gegn Spánverjum en gegn Tékkum. Kapp er þó best með forsjá og við munum sjá hverning leikur- inn þróast í byrjun og sjá hvað set- ur. Við verðum að hafa það í huga að Spánverjar eru geysilega sterkir og við verðum að vera á varðbergi," sagði Guðni. reytingar ar og Jóhanns Lapas. _ Steinar Guðgeirsson og Ólafur Pét- r- ursson eiga við meiðsli að stríða og ri í dag skýrist hvort þeir geta leikið. i- „Spánverjar ætla aðSð skora mikið k- gegn okkur. Við erum ákveðnir að gera betur en gegn Tékkum. Strák- ír arnir eru nokkuð kvíðnir eftir skeh- 5- inn þá en þeir fara með öðru hugar- k- fari í þennan leik,“ sagði Marteinn í s- samtali við DV í gærkvöldi. i- ÓlafurtilLyn? Jón Kristján Sigurðsson, DV, Sevilla: „Það er mjög líklegt að ég fari með Teiti th Lyn ef hann gerir á annað borð samning við félagið,“ sagði Ólafur Þórðarson, landsliðsmaður í knattspymu, í samtali við DV í gærkvöldi. Eins og fram hefur komið í DV hefur Teitur Þórðar- son, bróðir Ólafs, fengið freistandi tilboð um aðþjálfa 1. deildar hðið Lyn frá Osló næstu þrjú árin. Olafur hefur leikið undh’ stjórn Teits í tvö ár með Brann i Noregi. Pétur úr leik Jón Kristján Sigurösson, DV, Sevilla: Pétur Pétursson meiddist á æfingu liðsins í gær- kvöldi. Æfingin hafði staðið yfir í tuttugu mínútur þegar Pétur missteig sig nokkuð illa og gekk Pétur studdur af leikvelli. Talið er nokkuð öruggt að hann verði ekki orðinn leikhæfur fyrir leikinn annað kvöld gegn Spánverjum. Bjarni Sigurðsson átti einnig í smámeiðslum en það á ekki að kom í veg fyrir að hann standi í markinu annað kvöld. keppni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu annað kvöld. Mölby á við bakmeiðsli að stríða. Richard Möller Nielsen, landshðsþjálfari Dana, hefur ekki enn ákveðið hver fyllir skarð Mölbys í leiknum gegn Færeyingum Uppselt á ieik Dana og Færeyinga Gríðarlegur áhugi er fyrir leik Dana og Færeyinga í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu sem fram fer á Idrættesparken í Kaupmannahöfn á miövikudag. Löngu uppselt er á leikinn enda búa margir Færeyingar í Danmörku og loftbrú verður á milli Þórshafnar og Kaupmannahafnar með stuðningsmenn færeyska hðs- ins. Áhuginn á leiknum er kominn vegna frábærrar frammistöðu Fær- eyinga þegar þeir sigruðu Austur- ríki, 1-0, í fyrsta leik liðanna í Evr- ópukeppninni. íslendingar verða í sviðsjósinu í Idrætsparken á mið- vikudagskvöld því þjálfari færeyska landsliðsins er Páll Guðlaugsson og Guðmundur Haraldsson dæmir leik- inn. Ystad tapaði fyrir Drott Gunnar Gunnarsson og félagar hans hjá Ystad töp- uöu fyrir Drott, 23-19, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudaginn. Önn- ur úrslit í deildinni urðu þannig: Skövde-Redbergslid 23-21, Guif- Söder 23-19, Lugi-Saab 24-24, Warta-Kristanstad 18-23. Eftir þrjár umferðir er Drott í efsta sæti með fullt hús stiga eða 6 stig, Söder, Guif og Skövde er með 4 stig. Ystad er þriðja neðst með 2 stig. Limpar stakk af Anders Limpar, sænski knattspyrnumaðurinn sem leikur með Arsenal, „stakk af ‘ til Svíþjóðar í gær til að leika vináttuleik með Svíum gegn Þjóð- verjum í Stokkhólmi annað kvöld. George Graham, framkvæmdastjóri Arsen- al, hafði beöið Limpar að fara ekki í leikinn þar sem hann hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða. - VS KNATTSPYRNUMENN - ÞJÁLFARAR Iþróttafélag, sólarmegin á landinu, óskar eftir þjálf- ara/leikmanni fyrir næsta keppnistímaþil. Kjörið tæki- færi fyrir reynda og góða leikmenn að sanna hæfni sína spm þjálfarar. Áhugasamir hafi samband við Hermann Níelsson, Egilsstöðum, s. 97-11902. Stúfarfrá Sevilla Jón Kristján Sigurösson, DV, Seviiia: Albert Guömundsson. sendiherra í Par- : ís.mun fyIgjast méð leik Spánverja og ís- lendinga í Sevhla annað kvöld. Albert Guðmundsson kom til Se- víha sídegis í gær í flugi frá Par- ís. Stfán Konráðsson, fram- kvæmdstjóri, KSÍ, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, tóku á móti Albert á flugvelhnum í Sevhla, sem gista raun á sama hóteli og íslenska liðið. Aliir þekkja Pétur Þar sem íslenska landsliðið hefur farið um hefur einn leikmaður fengið meiri athygli en aörir. Hér er átt við Pétur Pétursson en hann lék með spænska félaginu Herkules á árunum 1984 til vors- ins 1986, Ungir knattspymuá- hugamenn hehsa Pétri með virkt- um og enn aðrir snúa sér við á götum úti. Pétur vakti verðskuld- uga athygli á árum sinum með Herkules og ekki síst fyrir sitt síða Ijós hár. Einn viðmælandi blaðsins sagði að þeir sem myndu eftir Pétri gleymdu honum aldr- ei, hárið kænú í veg fyrir það. Framarar vekja athygli Spánverjar velta sér mikið upp úr fótbolta en það hefur komið áþreifaiúega í Ijós varðandi mót- herja Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa. Fram drógst sem kunnugt er gegn þessu spænska stórveldi í 2. umferð keppninnar. Landslíðsmenn Fram þeir Pétur Qrmslev, Birkir Kristinsson og Kristján Jónsson hafa vart frið fyrir myndatökum og öðrum ágangi spænskra fjölmiöla- manna. í gær var Kristján Jóns- son í viðtali hjá spænska sjón- varpinu þar sem hann var spurð- ur í þaula um styrklehta Fram- liðsins og annað í þeim dúr. Margir íslendingar Stór hópur íslendinga fylgdi landsliðinu til Spánar. Hópurinn dvelur á Torremoiinos en mun koma hingað til Sevilla í áætlun- arbU'reiðum á morgun. Einnig munu íslendingar annars staðar frá á Spáni koma til að hvetja ís- lenska liðið. í gær töldu menn aö það yrðu ekki færri en 150 manns, og ekki veitir af í þeim erfiða leik sem bíður íslands annað kvöld. Svipað og á HM Spænska landsliðið kom saman til æfinga síðdegis í gær. Það var ekki hægt fyrr því heil umferð var leikin í 1. deildinni um helg- ina. Liðið er við æfingar skammt fyrir utan Sevilla, og er það að stórum hluta skipað þeim leik- mönnum sem léku með Spáni í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu í sumar. Mikill áhugi i Sevilla MikUl áhugi er fyrir leiknum í SevUla annað kvöld. Tahð er full- víst að uppselt verði á hann, en leikvangurinn tekur um 40 þús- und áhorfendur. Leikurinn fer fram á heimavelh 1. deildarliðs- ins Real' Betis, en þar hefur spænska liðið veriö ósigrandi á undanfórnum árum. Leikvöllur SevUla þykir ekki eins hentugur, en hann er í slæmu ásigkomulagi um þessar mundir. Dómarinn frá Möltu Ekki vom forráðamenn KSÍ beint ánægðir þegar þeir heyrðu að dómarinn á leiknum annað kvöld væri frá Möltu, Mintoff að nafni. Hætt er við að hann verði heima- mönnum hliðhollur, enda hafa Möltubúar litið á Spánverja sem einskonar stóra bróður. Dómari á leik 21-árs landsliöa þjóðanna sem leika í Cadiz í kvöld er hins- vegar frá Portúgal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.