Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 14
.Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF‘„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Athyglisverð könnun í gær voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar á vegum DV um fylgi flokka og ríkisstjórnar. Slíkar kann- anir eru gerðar með reglulegu millibili og segja auðvitað ekki nákvæmlega til um það hvernig úrslit kosninga verða. Þær mæla hins vegar breytingar á fylgi flokk- anna frá einum tíma til annars og eru mælistika á þeim sveiflum sem verða hjá kjósendum frá einum flokki til annars. Að því leyti er forvitnilegt að fylgjast með skoð- anakönnunum að í þeim endurspeglast þau áhrif sem stjórnmálaumræður og málatilbúnaður hafa á afstöðu almennings. Það er til að mynda enginn vafi á því að það mál, sem efst hefur verið á baugi að undanfórnu, álversmálið, hefur umtalsverð áhrif á hug fólks þegar það tekur afstöðu til einstakra flokka í þeirri skoðana- könnun sem framkvæmd var um helgina. í ljósi þess er nærtækast að draga þá ályktun að fram- ganga Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra í álmálinu hafi mikið að segja í þeirri fylgissveiflu sem Alþýðu- flokkurinn fær í könnuninni. í fyrsta skiptið síðan í kosningunum 1987 mælist fylgi Alþýðuflokksins nær 15%, eftir að flokkurinn hefur haft á brattann að sækja í öllum fyrri skoðanakönnunum. Alþýðuflokkurinn mældist jafnvel með tæp 6% um tíma, þannig að hann er heldur betur að ná sér á strik. Allavega hefur sú ákvörðun Jóns Sigurðssonar að skrifa undir áfangasam- komulag við Atlantal-hópinn í síðustu viku ekki skaðað flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu frá síðustu skoð- anakönnun. Hann fer úr 54% niðúr í 47,5% fylgi. Áfram er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur flokkanna og virðist öruggur um góðan kosningasigur miðað við þau 27% atkvæða sem hann hlaut í síðustu kosningum. En mikið vill meira og sá afturkippur, sem kemur í ljós í nýjustu könnuninni, hlýtur að valda sjálfstæðismönn- um einhverjum vonbrigðum. Getur verið að hik í álmál- inu og undarlegt bræðralag með Alþýðubandalaginu í því máli hafi sín áhrif? Hitt er annað að framboð Davíðs Oddssonar í Reykjavík mun styrkja flokkinn í sessi í stærsta kjördæminu og flokkur, sem nýtur nær helm- ings fylgis, þarf litlu að kvíða. Framsóknarflokkurinn heldur sinni fyrri stöðu, með tæplega 20% fylgi, og bætir jafnvel við sig frá því síð- ast. Þótt mörgum kunni að koma það undarlega fyrir sjónir, er ekki hægt annað en þakka Steingrími Her- mannssyni þann stöðugleika. Enda sækir ríkisstjórnin í sig veðrið þar sem Steingrímur situr sömuleiðis við stýrið. Alþýðubandalagið nær sér ekki á strik. í síðustu könnun hækkaði bandalagið úr 8% í rúmlega 10% fylgi en það gengur nú til baka og skyldi engan undra. Deil- urnar í flokknum hafa magnast og hér verður einnig að draga þá ályktun að andstaða alþýðubandalags- manna gegn álsamningunum eigi sinn þátt í fylgisleys- inu. Ef Alþýðubandalagið telur sig geta grætt á því að vera á móti álverinu og orkusölunni þá kemur það að minnsta kosti ekki fram í þessari skoðanakönnun. Kvennahstinn stendur í stað, sem undirstrikar þá staðreynd að listinn hefur misst flugið og verður erfitt fyrir þær kvennalistakonur að snúa þeirri þróun við. Borgaraflokkurinn er ekki á blaði og kjósendur eru greinilega búnir að afskrifa þann flokk, þótt forystu- menn hans lemji ennþá höfðinu við steininn. Skoðanakönnun DV er fróðleg fyrir þær sakir að nú er að hefjast nýtt þing og flokkarnir vita hvar þeir standa. Ellert B. Schram ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. „Svo vildi til að byggður var fiugvöllur í Keflavík af varnaliðinu vegna þess að þar þóttu skilyrðin best,“ segir m.a. í grein Sveins. Suðvesturlandið: Hinn sameig- inlegi óvinur í umræðu um byggðamál er Suð- vesturland oftast sett undir einn hatt þegar rætt er um byggðaþróun í landinu. Það er eftirtektarvert að sjaldnast er talað um að Reykjavík út af fyrir sig sé aðalóvinur lands- byggðarinnar, heldur er alltaf „Reykjavíkursvæðið" eða „suð- vesturhornið“ nefnt sem það að- dráttarafl sem dragi allan mátt úr uppbyggingu landsbyggðarinnar. Reykjavík Þetta er merkilegt í Ijósi þeirrar augljósu sérstöðu sem Reykjavík nýtur umfram önnur byggðarlög á Suövesturlandi m.t.t. þeirra fjöl- mörgu þjónustustarfa sem þar eru í boði. Fjölmörg þessara þjónustu- starfa eru tilkomin vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem fram fer úti á landsbyggðinni og spurning hvort ekki sé ástæöa til þess að flytja þau út á land. Stórstígar framfarir í upplýsingatækni með tilkomu tölva og hjálpartækja til þess að senda upplýsingar milli staða hafa skapað aðstæður til að endurskoða staðsetningu ýmissa þjónustuaðila sem nú eru í Reykja- vík. Bæjarfélögin í kringum Reykja- vík hafa ekki nálægt því jafngóða aðstöðu og Reykjavík hefur í krafti þess að hún er höfuðborg og aðset- ur stjórnsýslu og þjónustu. Hvað þá sveitarfélögin fjær borginni á Suðumesjum sem stjórnvöld hafa í engu sinnt á undanförnum árum. í ljósi þessa hljómar það furðulega í eyrum okkar, sem búum í nálægð borgarinnar, þegar við erum sett undir sama hatt þrátt fyrir mjög misjafna aðstöðu bæjanna. Reykjaneskjördæmi Reykjanesið hefur ekki byggst vegna þess að stjórnmálamenn hafi dregið taum kjördæmisins, nema síður sé. Sjávarútvegurinn dafnaði þar um tíma vegna þess að það var hagvæmt að gera út báta á vetrar- vertíð frá Suðumesjum þótt nú eigi sá útvegur um margt í vök að veij- ast. Svo vildi til að byggður var flug- völlur í Keflavík af vamarliðinu vegna þess að þar þóttu skilyrðin best. Eðlilga fór svo að vaxandi ís- Kjallariim Sveinn H. Hjartarson hagfræðingur lenskt millilandaflug væri best staðsett í Keflavík með þeirri að- stöðu og aðstoð sem fyrir hendi var. Þá þurfti fljótt góðan veg til borgarinnar og þeir sem starfa í tengslum við flugiö settust margir að í Garðabæ. Þessi þróun var ein- faldlega hagkvæmasta leiðin og sú skynsamlegasta. Það var einnig af hagkvæmnisá- stæðum og skynsemi að fyrsta stór- iðjan var byggð í Straumsvík. Þetta hefur eflt Hafnarfjörð til muna en það verður ekki þakkað þingmönn- um kjördæmisins né var á nokkurn hátt reynt að koma í veg fyrir að aðrir landshlutar fengju álverið. Tökum svo uppbyggingu Kópa- vogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnar- ness. Þessi sveitarfélög byggðust upp vegna þess að höfuðborgin gat ekki tekið viö þeim straumi fólks sem vildi flytja þangað vegna breyttra atvinnuhátta á lands- byggðinni. Það hefur verið mikið verk að byggja upp þessi bæjarfélög og þau hafa í dag vissulega aðdráttarafl og teljast eitt atvinnusvæði en að- stöðumunur þessara bæjarfélaga gagnvart höfuðborginni er samt sem áður mikill og fráleitt að tala um höfuðborgina og bæjarfélögin í Reykjaneskjördæmi eins og þau séu undir sama hatti og borgin. Nýtt álver Það sem vekur ofangreindar hug- renningar er sú umræða sem und- anfarna mánuði hefur farið fram í fjölmiðlum um staðsetningu nýs álvers. Sumir vilja að álverið risi í Eyjafirði og aðrir að það verði á Reyðarfirði. Ráðherrar hafa gefið í skyn að báðir þessir staðir kæmu sterklega til greina. Eyfirðingar og Austflrðingar voru famir að búa sig undir að bítast um staðsetning- una, þegar því er loksins stunið upp að í raun hafi aldrei annar staður en Reykjanesið komið til greina. Þessi ákvörðun hefur skapað ill- mælgi og öfund í garð Reyknes- inga. En ákvörðunin er ekki fyrir nein verk stjómmálamanna heldur ráða hagkvæmnissjónarmið þeirra sem ætla að byggja verksmiðjuna. Það er því ekki fyrir tilstilli þrýst- ings frá fólki í Reykjaneskjördæmi að verksmiðjan verður væntanlega reist þar. Ef við einhvern er að sakast vegna þessarar staðsetningar þá voru það ráðherrar ríkistjómar- innar sem drógu menn á asnaeyr- unum mánuðum eða misserum saman og létu í veðri vaka að verk- smiðjan yrði reist fyrir austan eða norðan. Sveinn Hjörtur Hjartarson „Bæjarfélögin í kringum Reykjavík hafa ekki nálægt því jafngóða aðstöðu og Reykjavík hefur í krafti þess að hún er höfuðborg og aðsetur stjórnsýslu og þjónustu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.