Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. 7 Skagaflörður: Fréttir Aukið þrek Feikistór rækja í miklu magni Líkamsræktarstöðin hf. Þórhallur Ásmundsson, DV, Sanðárkróki; „Þetta er feikilega stór rækja og mikið af henni. Sjálfsagt ekkert síðra hér en í ísafjarðardjúpinu, svæðið bara minna. Við erum búnir að fara einu sinni, tókum þrjú holl og feng- um sjö tonn,“ sagði Steingrímur Garðarsson, skipstjóri á Jökli. Fjórir bátar byijuðu rækjuveiðar í Skaga- firði í síðustu viku og langt er síðan veiðihorfur hafa verið jafngóðar og nú. Menn frá Hafrannsóknastofnun hafa farið út með einum bátnum. Að áhti fiskifræðinga er það ár- gangurinn 1987 sem er að koma svona geysilega sterkur núna. Mikið var af rækju á síðustu vertíð en hún var frekar smá. Vaxtarskilyrði virð- ast hafa verið góð í sumar og er reiknað með að leyft verði að veiða nú í fyrstu lotu 300 tonn á Skaga- firði. í fyrra var fyrst leyfð veiði á 200 tonnum, síðan bætt við jafnmiklu magni. Borgartúni 29 - sími 28449 Stórskemmtileg, spenncmdi og ódýr TV-GAME sjónvarps-leikja-tölva fyrir alla fjölskylduna Stórskemmtileg og spennandi leikjatölva sem tengd er við sjónvarpstæki. 160 leikir, sumir hverjir í cillt að 24 leikafbrigðum, innbyggðir í tölvuna. Ánægjuleg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Sjón er sögu ríkari, komdu og skoðaðu þessa frábæru leikjatölvu hjá okkur í Bláfelli hf., Faxafeni 12. VerÖ aÖeins kr. 18.900,- Rækju úr Þóri landað á Sauðárkróki. DV-mynd Þórhallur Blaðastyrkur til stjómmálaflokka: Hækkun undanfar- inna ára staðfest Blaðastyrkur til stjómmálaflokk- anna hefur þrefaldast á síðasta ára- tug og engin breyting er sjáanleg á því í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Á næsta ári er ætlunin að veija til þess 102,4 milljónum króna og í raun má einnig tengja við það 23 milljóna króna upphæð sem reyndar er merkt sérfræðiaðstoð við þingflokka. Styrkur til blaðaútgáfu samkvæmt tillögum stjómskipaðrar nefndar er áætlaður 66.020.000 krónur. Til út- gáfumála samkvæmt ákvörðun þing- flokka á síðan að veija 27.380.000 krónum. Þá eru meðfylgjandi heim- ildarákvæði til að kaupa 750 áskriftir að dagblöðunum. Það kostar um 9 miiljónir króna miðað við núverandi áskriftaverð. Samtals gerir þetta 102,4 milljónir króna en eins og áður sagði hefur oft verið tengd við þetta upphæðin sem á að fara í sérfræðiaðstoð við þing- flokka. Þá er blaðastyrkurinn kom- inn upp í rúmar 125 milljónir. Mikil hækkun varð á blaðastyrkn- um á síðasta ári og þá hafði hann þrefaldast að raungildi á 10 árum. Þá er rétt að taka fram aö rík til- hneiging er til þess hjá þingmönnum að hækka styrkinn á síðustu stundu við fjárlagaafgreiðsluna og má nefna að í fyrra var bætt við 500 áskriftum á síðustu stundu. Ekki virtist heldur hafa verið tekin afstaða til þeirrar óskar bæjar- og héraðsfréttablaða að ríkið kaupi áskrift að þeim. Síðasta vor var gerð samþykkt þar um hjá samtökunum og var þá mat þeirra að það myndi kosta um 5 til 6 milljónir að full- nægja óskum þeirra. Rétt er að taka fram að DV þiggur ekki blaðastyrk. -SMJ Innbrot í pósthús og verslun við Laugaveg - tværtöskurmeðþýfifundust Reynt var að bijótast inn í Póstúti- búið við Rauðarárstíg í fyrrinótt. Þjófavamakerfi fór í gang þegar rúða var brotin og fór lögreglan á vett- vang. Þegar að var komið voru þeir sem í hlut áttu hlaupnir í burtu. Ekki var talið að farið hefði verið inn. Við nánari athugun lögreglu fund- ust tvær töskur í nálægri nýbygg- ingu. í þeim var töluvert mikið af fatnaði. í ljós kom að þar var um að ræða þýfi úr versluninni Últíma við Laugaveg en þar hafði einnig verið brotist inn sömu nótt. Þar hafði verið farið inn um glugga og greipar látnar sópa. -ÓTT Ó blAfell Faxafeni 12, sfmi 670420 E l »u»oo**o. J KOSNINGA- SKRIFSTOFA EyjólfsKonráðs Jónssonar er í Sigtúni 7,sími 29600 Höfum opið frá kl. 10-22 alla daga Fjölmennum til starfa um helgina! Eyjólfur Konráð Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.