Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Side 10
10
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990.
Myndbönd
Al Pacino og John Goodman leika tvo lögreglumenn sem reyna að
komast á slóð fjöldamorðingja í Sea of Love sem er í efsta sæti DV-
listans.
Meginbreytingin, sem verður á list-
anum þessa vikuna, er sú að Sea
of Love fer í fyrsta sætið og leysir
þar af hólmi Tango & Cash. Sea of
Love er sálfræðiþriller með AI Pac-
ino í aðalhlutverki. Önnur kvik-
mynd, sem reynir á stillingu aðal-
persónanna, er svarta kómedían
War of the Roses þar sem þau Mic-
hael Douglas og Kathleen Tumer
heyja skilnaðareinvígi sem seint
gleymist. Sú kvikmynd fer strax í
fyrstu viku á lista í annað sætið.
Þá kemur aftur inn á listann Week-
end at Bernies en vera hennar
verður samt varla löng þar.
1. (4) Sea of Love
2. (-) War of the Roses
3. (1) Tango & Cash
4. (2) Black Rain
5. (3) Uncle Buck
6. (10) Major League
7. (5) Next of Kin
8. (-) Weekend at Bernies
9. (9) Driving Miss Daisy
10. (6) Turner & Hooch
i
Þreyttur spæjari
MIKE HAMMER: MURDER TAKES ALL
Útgefandl: Arnarborg
Leikstjóri: John Nicolella. Handrit: Mark
Edwards Edens. Aóalhlutverk: Stacy
Keach, Lynda Carter og Lindsay Bloom.
Bandarisk 1989. 91 min. Bönnuö yngri
en 16 ára.
Mark Hammer eina ferðina enn!
Hann gerði nú enga lukku í sjón-
varpi og óvíst að hann geri það á
myndbandamarkaðinum. Hvað er
líka svona film nor spæjari að gera
í nútímanum? Af hverju heldur
han sig ekki í fortíðinni og spjallar
við Bogart og Marlow?
Það er greinilegt að sjónvarps-
myndaframleiðendum nútímans er
ekkert heilagt og því er þessi
þreytti spæjari vakinn upp og Ke-
ach ræfillinn fenginn til að leika.
Keach er svo sem enginn stórleik-
ari en hann hefur oft gert fram-
bærilega hluti. Einhvem veginn rís
hann ekki almennilega undir
þreytu spæjarans sem er jafnvel
enn þreyttari en Marlow.
Plottiö vekur smáathygli og ligg-
ur ekki ljóst fyrir en er síðan klúðr-
að í lokin því það gengur illa upp.
Þessi mynd er ekki fyrir unnend-
ur spæjaramynda en það er reynd-
ar furðulegt hve lítið kvikmynda-
framleiðendur nútímans sinna því
vinsæla og skemmtilega efni.
-SMJ
Laumunasistar
SO PROUDLY WE HAIL
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Lionel Chetwind.
Aðalleikarar: David Soul, Edward Herr-
man og Chad Lowe.
Bandarísk, 1989-sýningartimi 91 min.
Bönnuö börnum innan 12 ára.
Það gengur erfiðlega að grafa
nasismann. Honum skýtur alltaf
upp á yfirborðið af og til. Þegar það
gerist ekki í raunveruleikanum
gerist það í kvikmyndum á borð
við So Proudly We Hail sem fjallar
um uppgang samtaka sem sníða sér
stakk eftir kenningum nasismans.
Aðalpersónan er háskólaprófess-
orinn Alden Ernst sem fmnst hann
vera sniðgenginn og er orðinn
hræddur við að missa stöðu sína.
Hann verður því auðveld bráð sam-
taka sem sækja visku sína í grein
sem hann skrifaði mörgum árum
áður. Hann gerir sér samt ekki
grein fyrir því hvað er að gerast
og heldur að hann ráði ferðinni.
Hann verður samt sár þegar viðtöl
við hann eru rangtúlkuð á þann
veg að fljótlega verður hann áhtinn
talsmaöur þeirra sem vilja aðskiln-
að hvíta kynstofnsins frá öðrum.
Að mörgu leyti er So Proudly
We Hail hin besta skemmtim. Það
er tekið dálítið öðruvísi á efninu
en maður átti von á og hvað eftir
annað kemur myndin á óvart en
eins og svo oft um sjónvarpsmynd-
ir er endirinn frekar slakur og
kostar spennufaU.
-HK
** 'A I
Einstakur vinskapur
DRIVING MiSS DAiSY
Útgefandi: Laugarásbíó.
Lcikstjóri: Bruce Beresford.
Aðalhlutverk: Jessica Tandy, Morgan
Freeman og Dan Aykroyd.
Bandarisk, 1989 - sýningartimi 95 mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
Driving Miss Daisy var sönnun
þess í fyrra að kvikmyndir, sem
eingöngu lýsa mannlegum tUfinn-
ingum, geta einnig orðið vinsælar.
Hún skaut mörgum hasarmyndun-
um aftur fyrir sig þegar vinsælda-
Usti ársins var gerður upp. Driving
Miss Daisy varð ekki eingöngu vin-
sæl heldur féUu gagnrýnendur
vestanhafs einnig fyrir myndinni
og hún fékk fem óskarsverðlaun.
Þrátt fyrir að aUtaf sé gaman að
því þegar „Utlum“ myndum gengur
svo vel í harðri samkeppninni er
þó ekki laust við að maður hafi það
á tilfinningunni að Driving Miss
Daisy hafi verið oflofuð.
Myndin fjallar um vinskap milU
gamaUar konu með hart yfirborð,
sem fáir komast inn fyrir, og bíl-
stjóra hennar. í fyrstu er um stirt
samband að ræða en smám saman
uppgötva þau hvort annað og þegar
yfir lýkur eru þau oröin óaðskUjan-
leg.
Driving Miss Daisy er fyrst og
fremst um mannlegar tilfinningar
og til að slík mynd geti heppnast
þurfa leikaramir að sýna góðan
leik og það er einmitt það sem er
mest aðlaðandi við Driving Miss
Daisy. Jessica Tandy og Morgan
Freeman eiga hveria taug í áhorf-
andanum aUa myndina og án
þeirra hefði getað farið Ula. Samt
er þaö svo að myndin hreif mig
ekki jafnmikið og ég hafði búist
við. Atburðarásin er hæg og í raun
Utið sem skeður. Ef ekki væri fyrir
hressUegt andrúmsloft, sem Dan
Aykroyd skapar í hlutverki sonar-
ins, þá væri myndin hreint og beint
langdregin. í heUd vegur Driving
Miss Daisy ekki þungt, styrkur
hennar Uggur í hugljúfri frásögn
sem fær mann tíl að Uða vel.
-HK
iH
-—-—
Djúpsjávar-
fiskar
LEVIATHAN
Útgefandi: Arnarborg
Leikstjóri: George P. Cosmatos. Hand-
rit: David Peoples og Jeb Stuart. Fram-
leiöendur: Luigi og Aurelio De Laurent-
is. Aðalhlutverk: Peter Weller, Richard
Crenna og Amanda Pays.
Bandarisk 1989. 93 mín. Bönnuö yngri
en 16 ára.
Hér hefur áður verið rakin aukin
áhugi á djúpsjávarmyndum sem
rekja má til The Abyss eftir Camer-
on. Þessar myndir eru síðan undir
skýrum og augljósum áhrifum frá
geimskrímslamyndum eins og Ai-
len/AUens.
Myndin segir frá hópi náma-
manna sem vinna á botni sjávar í
nálægri framtíð. Þetta er svona
fremur óheflað Uð sem er þar að
auki á síðustu dögunum niðri og
taugarnar fremur spenntar. Dag
einn rekast tveir úr hópnum á
skipsflak á sjávarbotninum. Fljót-
lega eftir það fara áhafnarmeðUmir
að veikjast og eftir það er skrattinn
laus.
Eftir hverja svona skrímslamynd.
einsetur maður sér að horfa ekki á
fleiri. Það er þó ljóst að þær eru
misvel gerðar og verður þessi að
flokkast í hóp þeirra skárri hvað
það varðar. Leikmynd er ágæt og
kunnir átakaleikarar komast ágæt-
lega frá sínu með WeUer í broddi
fylkingar. Á köflum er spennan
mikU þó hún sé stundum svikin
út með ódýrum hryllingi.
Þaö er hins vegar ófrumleiki
handrits sem slærá ágæti þessarar
myndar. Nú er það hins vegar svo
að fólk fer fremur í bíó til að sjá
eitthvað sem það þekkir heldur en
að eiga stefnumót við hið óvænta.
Þessum stóra hópi ætti þessi mynd
að fullnægja.
-SMJ
★★V2 ct J
Föðurímynd birtist
THE DAWNING
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri: Robert Knights.
Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Jean
Simmons, Trevor Howard og Rebecca
Pidgeon.
Bresk, 1988 - sýningartimi 91 mín.
Bönnuö börnum innan 12 ára.
írland í byrjun aldarinnar er
sögusvið The Dawning. Fyrri
heimsstyijöldinni er rétt nýlokið
og írar eru orðnir þreyttir á yfir-
ráðum Breta og eru famir að
stunda skæruhemað. Aðalsögu-
persónan er ung foreldralaus
stúika, Nancy OUver. Hún á sér
leyniaðsetur í Utlum skúr við sjó-
inn. Undrun hennar verður mikU
einn daginn þegar hún rekst á eldri
mann þar. Hún tekur honum vel
og hjálpar honum á ýmsan hátt
meðan hann er þama.
Nancy, sem ávaUt hefur langað
til að eignast föður, fer brátt að Uta
á ókunnuga manninn sem föður
sinn þótt innst inni hún viti að svo
er ekki. Erindi mannsins er samt
annað og alvarlegra en að vera
föðurímynd stúlkunnar og taka at-
burðimir stefnu sem jafnvel Nancy
gat ekki órað fyrir.
The Dawning er dramatísk kvik-
mynd. Handritið er vel skrifað og
leikarar aUir í hæsta gæðaflokki
en þetta var síðasta kvikmyndin
sem Trevor Howard lék í, hann lést
stuttu eftir að tökum lauk. The
Dawning hrífur samt sem áður
ekki nógu mikið, til þess er hún of
venjuleg og hinn dularfulU hjúpur,
sem sveipaður er um ókunna
manninn, er ekki nægjanlegur til
að gera hann dularfuUan.
The Dawning er í raun í þeim
anda breskra sjónvarpsmynda sem
svo oft koma fyrir augu íslenskra
sjónvarpsáhorfenda, gæðin mikU
en spennan í lágmarki.
_ -HK
í sænskum ævintýraheimi
ELSKU MÍÓ MINN
Útgefandi: Arnarborg
Framleiöandi: Ingemar Ejve eftir sögu
Astrid Lindgren. Aðalhlutverk: Timothy
Buttoms, Susannah York.
Bandarísk 1987. 100 min. Öllum leyfð.
Sögur Astrid Lindgrens hafa átt
tHcmuA texrt
Hugljvif myrul, byggð á
sogu eftir hinn fræga
1*a rnabókaböiu uc!
ASTRID LINDGRTN
nokkuð greiða leið á hvíta tjaldið
og hér er það amerísk/sænsk útgáfa
sem birtist af hennar sænska ævin-
týraheimi.
Þessi seinni tíma ævintýri Lin-
grens eru dáUtið hvert öðru lík:
Um baráttu góðs og Uls í fjarlægu
ævintýralandi. Sænskir alþýðu-
pUtar, sem búa við kröpp kjör, virð-
ast hafa tilhneigingu tU að sogast
til „landsins fyrir handan“ og beij-
ast þar við dreka.
Einhvem veginn finnst mér að
dáUtið sé skotið yfir markið með
þessari glamorskreyttu útgáfu og
hæpið að það höfði til þeirra sem
eiga á að horfa - það er að segja
bama og unglinga. Ævintýrið
finnst mér dáUtið klént og þar að
auki vantar drekann!
Þrátt fyrir skreytingu frá enskum
og amerískum stórleUíumm logar
dauft á ævintýrinu. í ljósi þess hve
Utið er um nothæft bama- og ungl-
ingaefni í myndbandaheiminum er
þó rétt að taka fram að margt verra
en þetta býðst.
-SMJ