Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 13
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. 13 Helgarpopp Roy Orbison. Áður óútgefið efni með honum kemur fram í myndinni. Orbison á hvíta tjaldið Minningin um Roy Orbison lifir. Þökk sé meðal annars The Trawell- ing Wilburys sem bættu engum í hópinn er gamla kempan féll frá. En fleira er um að vera sem heldur minningu Orbisons á lofti. Nú er hafinn undirbúningur þess að gera kvikmynd um ævi hans. Tónlistarferill Orbisons hófst á sömu slóðum og Elvis Presley steig sín fyrstu spor á frægðarbrautinni, i Sun-stúdíóinu hans Sam Phihps í Memphis í Tennessee. í myndinni mun meðal annars hljóma tónlist frá Sun-árunum sem almenningur hefur ekki áður átt kost á að heyra. Sömu- leiðis má búast við áður óútgefnu efni frá því er Orbison hljóðritaði síðustu plötu sína, Mystery Girl. Orðrómur hefur verið á kreiki um að hann hafi lokið við heha plötu áður en hann féh frá. Það er Barbara Orbison, ekkja tón- hstarmannsins, og kvikmyndafram- leiðandinn Steve Tisch sem vinna að undirbúningi myndarinnar um Roy Orbison. Bruce Springsteen heldur sig um sinn við góðgerðartónleikana. Bruce í sviðs- ljósin að nýju Bruce Springsteen er kominn á kreik á ný. Hann ætlar að koma fram á sínum fyrstu hljómleikum á tíunda tug aldarinnar í Los Angeles þann 16. nóvember. EStreet sveitin verður ekki með honum heldur Bonnie Ra- itt og Jackson Browne. Hljómleikamir þann sextánda verða haldnir th styrktar félagsskap sem kahast The Christie Institute. Hann byggist upp á sjálfboðahðum sem hafa það helst á stefnuskrá sinni að beijast gegn undirróðursstarf- semi bandarískra stjórnvalda utan Bandaríkjanna. Síðast þegar Bruce Springsteen var á ferð var hann einnig að styrkja samtök: Amnesty Intemational. Brace, Bonnie og Browne ætla ein- göngu að leika á órafmögnuð hljóö- færi á tónleikunum. Nýja Paul Simon-platan The Rhythm of Saints: Afrísk- brasilískir dýrlingataktar Biðin er á enda. Fjögurra ára bið eft- ir þvi hvað Paul Simon býður fólki upp á næst á eftir meistarastykkinu Graceland. Á þriðjudaginn kom hún svo loksins út, nýja platan. Nafnið er The Rhythm of Saints. Það var reyndar snemma á þessu ári sem útgefandinn tilkynnti að nú færi að styttast verulega í næstu plötu Simons. En útgáfan dróst og dróst. Ástæðan var sú að hstamann- inum þótti platan aldrei alveg nógu góð. Því var haldið áfram að fága, shpa og betrambæta. Og svo virðist sem Simon hafi að einhverju leyti skotið yfir markið með því að vinna lögin sín of mikið. Að minnsta kosti segir gagnrýnandi USA Today í dómi sínum að fullkomnunin úr hljóðver- inu geri mann þyrstan eftir ein- hverju sem orðið hafi th í hita augna- bliksins. Boðið til Brasilíu Á plötunni Graceland var Paul Simon ekki einasta undir áhrifum frá suðurafrískri tónhst. Margir þeir sem komu fram á plöttmni eru það- an. Og enn era framandi taktar og hljóðfæri hstamanninum hugleikin. Strax í upphafi fyrsta lags á The Rhythm of Saints kemur í ljós að enn er stefnan sett á Afríku. Það er þó aðeins hálfur sannleikur- inn. Þótt Graceland hafi selst í þrem- ur mihjónum eintaka, hlotið Grammyverðlaunin og orðið plata ársins viða um lönd og þar á meðal á íslandi dettur Paul Simon ekki í hug að endurtaka sjálfan sig. Afrísku áhrifin sækir hann að þessu sinni th Brasihu. Þar hafa fornar hefðir í af- rískri tónlist numið land og þrifist ágætlega í nokkur árhundruð. Hann tók því þess vegna fegins hendi að vera.boðið th Brasihu eftir að hafa verið búinn að sitja yfir Bro- adwaysöngleik sem reyndar er ólok- ið enn. Það voru trommurnar og taktamir frá Afríku sem toguðu í hann eina ferðina enn. Fjórum sinn- um fór Paul Simon th Brasihu áður en hann lauk gerð nýju plötunnar. Þar hljóðritaði hann trommuslög innfæddra. Upphafstónhst plöttmnar era th dæmis tekin upp á aðaltorgi bæjarins Salvador þar sem hljóð- nemamir vora hengdir upp í síma- staura. Samið ofan á taktana Eftir að Paul Simon kom með upp- tökumar frá Brasihu heim th New York byijaði hann að semja lög ofan á trommuslögin. Útkoman varð að sögn þeirra sem heyrt hafa dular- fyhsta og mest spennandi tónhst listamannsins th þessa. Nafn plötunnar, The Rhythm of Saints, á sér sína skýringu. Tromm- umar, sem notaðar era á plötunni, vora látnar hljóma við trúarathafnir fyrir mörgum öldum. Er Afríku- Paul Simon fór fjórum sinnum til Brasilíu i efnisleit meðan á vinnslu nýju plötunnar stóð. Umsjón: Asgeir Tómasson menn komu til Suður-Ameríku var þeim bannað að tilbiðja guði sína og spha þeim th dýrðar. Þeir léku því á yfirvöld með því að theinka ákveðna takta ákveðnum dýrhngum í ka- þólskri trú. Þannig var þessum af- rísku trommutöktum bjargað frá gleymsku og hafa þeir varðveist í Brasihu allt th þessa dags. Fjölbreytturferill Paul Simon er nýorðinn 49 ára gamall. Hann hefur verið í eldlínunni aht síðan upp úr 1960. Fyrstu árin söng hann með Art Garfunkel mörg lög sem lifa góðu lífi enn þann dag í dag. Bridge Over Troubled Water, The Boxer, Mrs. Robinson og Sound of Shence eru dæmi um það skeið. En frá þeim kafla í sögu Pauls Simon kemur einnig tónhst sem hljómar öðravísi en popp þess tíma. E1 Cond- or Pasa er dæmi um það. Eftir að leiðir Simons og Garfun- kels skhdu hófst sólóferhlinn. Og hann er orðinn býsna fjölbreyttur. Að minnsta kosti hvað varðar th- raunastarfsemi hstamannsins. Hann hefur fengist við blues, djass, salsa, reggae og afrísk stílbrigði. Flest hef- ur gengið upp. Þó hitti hann ekki í mark fyrir áratug er hann sendi frá sér kvikmyndina One Trick Pony. Paul Simon ætlar að fylgja The Rhythm of Saints eftir með hljóm- leikaferð. Sautján manna hljómsveit verður með í förinni. Áformað er að blanda saman nýrri tónhst og ijóm- anum af því gamla. Enn er ekki búið að ákveða hve lengi hljómleikaferðin stendur. En er henni lýkur biður listamannsins verkefni heima í stúdíói. Enn er ólokið Broadway- söngleiknum sem Paul Simon var að vinna við er kunningi hans bauð honum í heimsókn th Brasihu. HAUSTTILBOÐ AHLJOMTÆKJUM KENWOOD /R Wharfedale Skrifstofa stuðningsmaima GUÐMUNDAR HALLVARÐSSONAR er að Síðumúla 22 Opið virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 13-19 Símar 38560 og 38561 Próíkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 26. og'27. okt. nk. vegna Alþingiskosninga FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39- 108 Reykjavík - sími 678500 TILSJÓNARMAÐUR Tilsjónarmaður óskast til starfa. Um er að ræða sam- starf og stuðning við 16 ára pilt, allt að 40 stundirá mánuði Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða sé í námi á uppeldis- eða félagssviði. Æskilegur aldur 20 - 30 ár. Nánari upplýsingar veitir Þóra Kempfélagsráðgjafi í síma 74544. INNANHUSS- »3 ARKITEKTÚR í frítíma yöar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist tii þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ............................. Heimilisfang ..................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark ÁRMÚLA 17 - SÍMI 685149 - 688840 MALMHUS MOGULEIKARNIR ERU MARGIR í MÁLMHÚSUM FRÁ MÁLMIÐJUNNI H.F. Málmhús eru létt stálgrindarhús boltuð saman á bygglngarstað. Allir stálbltar eru sérmótaðir og galvaníseraðir. Þessir völdu Málmhús: Hjúpur hff., Flúðum, 12 x 36 metra. Bllkksm. Funi, Kópavogi, 12 x 20 metra. Baldur Jónsson, Kópavogi, 12 x 20 metra. f byggingu: Nýja Bílasmiðjan hff., Mosfellsbæ, 16 x 30 metra. Flugskýli, Brelðdal, 13 x 12 metra. Upplýsingar hjá söluaðlla og framleiðanda: Málmlðjan hff., sfml 680640. Málmiðjan hf., Skeifunni 7,108 Reykjavik, sími 680640 - telefax 680575.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.