Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Page 14
14 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Afsögn Magnúsar Eðlilega hefur það vakið mikla athygli, að Magnús Gunnarsson skyldi segja af sér stöðu framkvæmdastjóra Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda. Hafm er söfnun undirskrifta, þar sem skorað er á Magnús að hætta við uppsögnina. Magnús Gunnarsson sagði upp í kjölfar félagsfundar, þar sem meirihlutinn vildi leyfa útflutning á flöttum ferskfiski á saltfiskmarkaði. Magn- úsi mun hafa þótt, að um grundvallaratriði væri að ræða og stefnu hans væri hafnað. Það var rétt mat. Löngum hefur hlutverk hinna stóru sölusamtaka 1 fiskútflutningnum verið umdeilt. Kostir núverandi kerf- is og gallar eru æ meira til umræðu. Um þessar mund- ir ber mikið á straumum í átt til aukins markaðsbúskap- ar, hvort sem fólk vill kalla það frjálshyggju eða eitt- hvað annað. Flest okkar munu viðurkenna, að íslenzkt þjóðfélag er þó bundið á klafa einokunar. Slíkt eru leif- ar gamalla tíma, þegar færa mátti gild rök fyrir, að við þörfnuðumst slíks kerfis. En tímarnir hafa breytzt. Mönnum þykir ekki lengur jafnsjálfsagt, að til dæmis fiskútflutningur sé bundinn við sölusamtök. Mönnum þykir ekkert gefið, að einstök fyrirtæki megi ekki flytja út flattan ferskfisk á erlenda saltfiskmarkaði. Þetta gild- ir greinilega um sjálfa félagsmenn í SÍF. Á móti gætir enn sjónarmiða þess efnis, að hætt sé við, að gróðavonin beri fyrirhyggjuna ofurliði. Tals- menn slíkra skoðana eru yfirleitt þeir, sem almennt aðhyflast forsjárhyggjuna. Þeir trúa því, að hvarvetna skuli einhverjir toppar hugsa fyrir aðra. Ella munum við glata úármunum. Þvert gegn þessum kenningum ber að ætla um þessar mundir, að frjálsræðið muni skila okkur mestum hagnaði. Það gildi um einstök fyrir- tæki, og það eigi við um þjóðarbúið allt. Því séu hin stóru sölusamtök að verða sem risaeðlur. Magnús Gunnarsson er tvímælalaust meðal hæfustu manna í þjóðfélagi okkar. Hann hefur hvarvetna komið sér vel. Undir hans stjórn nýtur SÍF mikils trausts er- lendis, og viðskiptamönnum finnst nú þegar mikifl sjón- arsviptir að Magnúsi Gunnarssyni. Vissulega skiptir það þessi samtök miklu, að Magnús hætti við uppsögn. En það breytir ekki þeirri skoðun, sem örugglega nýtur vaxandi fylgis, að við búum enn við úrelt sölukerfi og töpum á því. Umræður um sölusamtökin leiða hugann að stöðu mála á öðrum sviðum, þar sem gætir einokunar. Þar má nefna vaxandi veldi Flugleiða og Eimskipafélagsins. Þetta er auðvitað ekki alveg sambærilegt, en samanlagt ætti öllum glöggum íslendingum að skiljast, að þjóð- félagið er í ríkum mæli neglt í kerfi einokunar. Það verður að afleggja þetta fyrirkomulag. Þvert gegn vilja landsmanna hefur einokunin eflzt á ýmsum svið- um, meðan verið er að vinda ofan ,af henni á öðrum. Hið rétta væri að afleggja kerfi hinna voldugu sölusam- taka, enda eru félagar þeirra samtaka margir hverjir farnir að þekkja sinn vitjunartíma. Mál Magnúsar Gunnarssonar snýst því um grund- vaflaratriði. Skoðun utanríkisráðherra, að gefa eigi salt- fisksöluna fijálsa, er rökrétt, þótt óttast verði, að sú breyting verði ekki um sinn. Tímarnir breytast. Afstaða SÍF-félaga til þessa máls er eitt tákn tímanna. Frjáls markaður er það, sem koma skal. Á því græða menn, en gróðavonin, eða hagnaðarvonin öðrum orðum, er aflvaki fyrir þjóðarbúið. Haukur Helgason Afleiðingar hagkukls Reag- ans lenda á Bush Tvívegis á hálfum mánuði hefur George Bush Bandaríkjaforseti hótað að beita neitunarvaldi gegn íjáraukalögum frá þinginu og stöðva þar með alla ríkisstarfsemi sem ekki telst lífsnauðsynleg vegna öryggis einstakhnga og ríkis. Um fyrri helgi gerði hann alvöru úr hótuninni, en þá var löng fríhelgi, svo lokun ríkisstofnana bitnaði fyrst og fremst á ferðafólki sem hugðist heimsækja þjóðgarða, söfn og minnismerki. Fjárlagaár Bandaríkjanna rann út um síðustu mánaðamót án þess að þingið hefði afgreitt fjárlög. Ríkiskerfið verður meðan svo stendur að reka samkvæmt greiðsluheimildum til takmarkaðs tíma. Með hótuninni um lokun vill forsetinn þrýsta á þingheim að ganga eins og honum líkar frá áætl- un til fimm ára um lækkun greiðsluhalla ríkisins sem nemur 500 milljörðum dollara á tímabil- inu, ella skuh vofa yfir þingmönn- um reiði almennings vegna ómældra óþæginda og jafnvel tjóns af lokun ríkisstofnana en þing- kosningar til allrar Fuhtrúadehdar og þriðjungs Öldungadehdar eru framundan 6. nóvember. Frá því í vor hafa staðið yfir fundahöld fulltrúa þingsins annars vegar og forsetans hins vegar um að ráðast loks af einhverri alvöru gegn fjárlagahahanum sem á kom- andi fjárhagsári er áætlaður 254 mihjarðar dollara og fer yfir 300 mhljarða sé ekki talinn með greiðsluafgangur aimaxmatrygg- ingakerfisins. Samkomulag náðist um síðustu mánaðamót en þegar th átti að taka var það fellt í Fuh- trúadehd með 254 atkvæðum gegn 179. Mestu réð um ósigur málstaðar forsetans og forustu meirihluta demókrata í báðum þingdehdum að næstráðandi í þingflokki repú- blikana í dehdinni og flokksbróðir Bush, íhaidsmaðurinn Newt Gingrich, lagðist gegn samkomu- laginu og þegar svo fór héldu engin bönd óbreyttum þingmönnum demókrata. Margar ástæður leggjast á eitt að reka á eftir Bandaríkjaforseta og þingforustunni að sýna nú loks að reynt sé að takast á af alvöru við hallarekstur ríkissjóös. Harðast knýr á yfirlýsing Alans Greenspan, formanns stjómar Federal Re- serve, seðlabanka Bandaríkjanna, að skhyrði fyrir frekari lækkun vaxta af hans hálfu sé trúverðugt átak th að lækka ríkishahann. Samdráttar er tekið að gæta í bandarísku atvinnulífi og vaxta- lækkun ætti að vinna gegn honum. Enn alvarlegra getur þó reynst að þess sjást veruleg merki að lánstraust Bandaríkjanna á alþjóð- legum fjármagnsmarkaði fer Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson þverrandi. Undanfarinn áratug, frá því Ronald Reagan, fyrirrennari Bush, tók að reka ríkissjóð með methaha, hafa Bandaríkjamenn lif- að um efni fram á kostnað um- heimsins. Viðskiptahahi og ríkis- sjóðshalh hafa verið jafnaðir með innflutningi fjármagns frá greiðsluafgangslöndum eins og Japan og Vestur-Þýskalandi, bæði í formi fjárfestingar og stórfelldra kaupa á bandarískum ríkisskulda- bréfum. Fjárfestingarfyrirtækið Salomon Brothers í Wah Street hefur reikn- að út að í fyrra hafi erlendir aðhar fjárfest beint í Bandaríkjunum fyr- ir 72,3 milljarða dollara. Eftir áætl- un, byggðri á reynslu fyrra misser- is þessa árs, verður útstreymi sem nemur 22 mihjörðum. Þá losa jap- önsk fjármálafyrirtæki fé sitt úr bandarískum ríkisskuldabréfum vegna þess að þau þurfa að efla stöðu sína heima fyrir eftir stór- feht verðfah á japönskum hluta- bréfamarkaði. Fréttamaður Washington Post í fjármálamiðstöðinni London, Glenn Frankel hefur svo eftir fjár- málamönnum þar að um meira sé að ræða en skyndisveiflur í fjár- magnssteymi. Líklegra sé að fram- búðarbreytingar á grundvahar- trausti og mati á ábatahorfum séu að eiga sér stað. Annars vegar bein- ir tilkoma evrópska markaðarins 1992 augum fjármagnseigenda í vaxandi mæh til Evrópu. Hins veg- ar hafa nýjar uppákomur vakið efasemdir um styrk máttarviðanna í bandarískum fjármálum og stjórnarfari. > Þar ber hæst hrun bandaríska sparisjóðakerfisins sem kosta mun bandariska skattgreiðendur aht að 500 mhljarða dohara. Þar fékk allt að vaða á súðum á Reagansárun- um. Nú varar ríkisábyrgðastofnun við að ýmsir bandarískir bankar standi tæpt. Fasteignamarkaður og verðbréfamarkaður eru á niður- leið. Þegar svo er komið hrýs mönnum hugur við ringulreiðinni á æðstu stöðum í Washington síð- ustu vikur þar sem þó er ekki við að fást nema lítinn anga af vandan- um. Bandaríkjamenn sjálfir hafa hka óspart látið í ljós að þeir eru allt annað en ánægðir með frammi- stöðu þings og forseta við með- ferðina á fimm ára áætluninni. Um þverbak keyrði þegar Bush fór fiór- um sinnum í gegnum sjálfan sig á þrem dögum varðandi afstöðu th skattaákvæða eftir því hvernig þrýstingur stóð á hann í hvert skipti frá demókrötum og repúblik- önum á þingi. Svo svaraði hann fréttamönnum skætingi þegar þeir komust að honum á einum golf- velhnum. „Read my hips“ (lesið mjaðmir mínar) hreytti hann í þá og rímaði við „Read my hps“ (lesið varir mínar) frá því hann var að herða á fyrirheiti um engar skatta- hækkanir í kosningabaráttunni. Megintekjuöflunarhðir í upphaf- legri fimm ára áætlun þingforustu og forseta voru um neysluskatt, einkum bensínskatt, sem verið hef- ur afar lágur í Bandaríkjunum. Eftir að Fuhtrúadeild felldi thlög- una var um tíma þingaö um það milli forustu demókrata og Bush að hækka tekjuskatt hátekjufólks en lækka í staðinn skatt á gróða af eignaaukningu. Repúblikanar á þingi fengu forsetann th að snúa við blaðinu í því máh. Þegar þetta er ritað standa mál þannig að Fulltrúadehdin hefur samþykkt stefnu demókrata að hækka skatt á hátekjufólki úr 28 í 33 af hundraði. Öldungadehdin hef- ur fellt þá thlögu en horfið aftur th tekjuöflunar með þrepahækkun bensínskatts fyrst og fremst. Fram- undan er meðferð málsins í nefnd fuhtrúa beggja deilda. Verði þar ekki niðurstaða sem Bush telur sig geta fahist á blasir viö önnur lokun ríkisstofnana. Trausti Bandaríkjamanna á for- seta sínum hefur hrakað í þessum sviptingum aht að tvo tugi hundr- aðshluta, segja skoðanakannanir. Repúblikanar á þingi óttast um sinn hlut í kosningum eftir rúman hálfan mánuð. Niðurstaðan af stjómarárum Reagans er að rauntekjur þeirra fimm prósenta Bandaríkjamanna, sem efst tróna í tekjustiganum, hafa aukist um rúmlega fimmtung frá 1988 en tekjur fátæklinganna, sem skipa lægsta fimmtung tekju- stigans, hafa að meðaltah skerst um einn tuttugasta. Bush var bú- inn að skíra efnahagsstefnu Reag- ans „woodoo economics" (hagkukl) áður en hann gerðist varaforseta- efni hans. Nú fær hann að fást við afleiðingar kuklsins. Magnús Torfi Ólafsson George Bush (t.v.) á einum fundinum um fjárlagahallann með Bill Archer, fulltrúa repúblikana I fjárhags- nefnd Fulltrúadeildarinnar. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.