Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Page 15
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990.
15
í viöjum vanans
Ég sat fyrir framan sjónvarpiö á
sunnudagskvöldiö síðasta þegar
þeir kynntu nýja þáttinn. Ófriður
og örlög heitir hann og nafnið gefur
góö fyrirheit. Maður er allur fyrir
örlög og ófrið, sér í lagi ef ein-
hverjir aðrir verða fyrir barðinu á
örlögunum. En svo kom rúsínan í
pylsuendanum: Þættirnir verða
þijátíd samtals og verða jafnan
sýndir á sunnudagskvöldum.
Mér féll allur ketill í eld. Sat
máttvana fyrir framan sjónvarps-
skerminn og hugsaöi með hryllingi
til framhaldsins. Þijátíu þættir
þýða rúmlega sjö mánuðir. Það
verður komið vor þegar þessum
ósköpum lýkur! Og ég sá fyrir mér
sunnudagskvöldin í vetur, límdur
fyrir framan sjónvarpið, gagntek-
inn af ástum, örlögum og ófriði,
ofurseldur söguþræði ómerkilegs
reyfara.
En hvað er þetta, maður! Hver
biður þig um að sitja öll kvöld fyrir
framan sjónvarpið? Það neyðir þig
enginn til að sitja þrjátíu sunnu-
dagskvöld í röð yfir einum sjón-
varpsþætti.
En ég spyr á móti: Hver neyðir
þig að fara alltaf sömu leið í vinn-
una? Það segir þér enginn að hvíl-
ast á nóttunni eða fara í bað eða
hlusta á fréttirnar. Það segir þér
enginn að falla inn í iúð daglega
munstur rútínunnar, fara á fætur
á sama tíma, mæta í vinnunni á
réttum tíma, borða í hádeginu,
hvíla þig á kvöldin, tala um hvers-
dagslega hluti, hitta sömu kunn-
ingjana, lifa og hrærast í innilokuð-
um heimi íjölskyldunnar og næsta
nágrennis. Það neyðir þig enginn
til að ganga vananum á hönd. En
ef þú endurtekur sömu hlutina og
sömu viðbrögðin nógu oft ertu ekki
lengur sjálfs þíns herra. Eða
kannski er betra að orða það þann-
ig að þú sért þjónn þinnar eigin
hegðunar. Án þess að þú vitir af
því.
í gamla daga kom heilt fótboltalið
inn í búningsklefann og hver og
einn gekk að sínum stað og sínum
sama snaga leik eftir leik og mót
eftir mót. Þó voru engir snagar
merktir og engin fyrirmæh gefin.
Menn gengu einfaldlega og ósjálf-
rátt á sinn gamla stað, líkt og kým-
ar rata á básana sína. Það er enginn
sem segir þeim að gera það og það
er enginn sem segir manni að end-
urtaka hegðan sína aftur og aftur.
Tímaskekkja
En svona er nú þetta samt og þó
ég neiti því ekki að tilbreytingin sé
nauðsynleg og uppákomurnar
skemmtilegar þá sogast maður allt-
af inn í sömu hringrásina, sömu
venjurnar, sömu ósjálfráöu og
ómeðvituöu viðbrögðin. Og það
verður sífellt þægilegra eftir því
sem árin líða. Maður sigUr hrað-
byri inn í vanabindandi lífshætti
hvunndagsins og streitist Utið sem
ekki á móti. Þetta er víst það sem
kallað er að verða miðaldra og búið
að vara mann við. Ég þekki raunar
suma sem ekki gefast upp og eru
enn á fullri ferð í skemmtanalífinu
og framhjáhlaupunum og láta ekki
deigan síga þrátt fyrir eUimörk og
axlasig. Eg kalla þá skallapoppara
og dáist að þreki þeirra og úthaldi
og læt þá stundum ylja mér með
sögum af ævintýrum næturlífsins.
Maður er sosum ekki alveg synd-
laus heldur og lætur sig hafa vöku-
nætur ef mikiö liggur við eftir
herrakvöld óg árshátíðir, en þeir
gerast verri, timburmennirnir,
með hveiju árinu og þreytulegri
morgunsporin þegar svefntíminn
raskast og maöur sér hvorki dag-
inn né veginn.
í sjálfu sér er þetta synd og
skömm hvað aldurinn segir tíl sín
og þrekiö bregst þegar síst skyldi.
Nú er loksins búið að opna fyrir
bjórinn og bjórstofurnar og maður
sér langar biðraðir fyrir utan tísku-
staðina og lítur löngunaraugum
inn í alla dýrðina og gleðina sem
maður fer á mis við. Aldurinn á
mér er eiginlega djöfulleg tíma-
skekkja og ég verð að játa að stund-
um gleymi ég þessum ellimörkum.
og geng á vit þessarar fyrirheitnu
lífsgleði en verð alltaf fyrir jafn-
miklum vonbrigðum. Sem er ekki
vegna skorts á lífsgleði né heldur
vegna þess að fólkið í kringum mig
skemmti sér ekki nógu vel. Von-
brigðin stafa af því að maður hefur
misst taktinn, fellur ekki lengur
inn í strauminn og er sennilega
vaxinn upp úr þeirri lífsnautn sem
einu sinni var.
Sumir kalla þetta þroskamerki,
aörir afturfor, en hvað sem það nú
annars heitir eru þetta auðvitað
dapurleg örlög fyrir mann á besta
aldri.
Krati eða ekki krati
Ég lít í kringum mig á bjórstof-
unni, á skemmtistaðnum, á fómum
vegi almúgans og sé engan sem ég
þekki. Ekki í bíói, ekki í leikhúsinu
og ekki einu sinni á rakarastofunni
hittir maður jafnaldra sína eða
samferðamenn. Hvað er orðið um
allt þetta fólk sem engar andláts-
fregnir hafa borist um og býr með
manni í sömu borg og nánast undir
sama þaki? Það skyldi þó ekki hafa
þroskast til annarrar iðju og gengið
á vit þeirrar sömu örlaga og eru
að heltaka mig? Inn á bak við
gluggatjöldin, inn á bak við sjón-
varpið, inn á bak við þrjátíu sjón-
varpsþætti um ófrið og örlög.
Einn er þó sá staður sem heldur
sínum hlut. Póhtíkin he'ldur sínu
fólki, hvað sem líður aldri og árum.
Fylgismennirnir standa sína plikt.
Á flokksfundum sjást gömlu, góðu
andlitin ár eftir ár og þeirri tryggð
fær hvorki sjónvarp né veraldar-
vafstur grandað. En hér er aftur
vaninn á feröinni. Af gömlum vana
Laugardags-
pistOl
Ellert B. Schram
mæta menn á skyldufundina, af
gömlum vana ganga menn að kjör-
borðinu og setja krossinn á sinn
sama stað. Af gömlum vana standa
þeir vörð um flokkinn sinn og
múrana sem hann hefur reist.
Ýmsir flokksholhr menn ráku
upp ramakvein þegar það spurðist
að undirritaður var tilkynntur sem
ræðumaður á flokksþingi krata um
sfðustu helgi. Var EUert að svíkja
ht? Ertu orðinn krati ofan í annað?
spurðu menn og Morgunblaðið fór
á vettvang og spurði hvað þetta
ætti að þýða.
Já, krati eða ekki krati. Hver er
ekki krati ef aö er gáð? Og hver er
ekki sjálfstæðismaður ef að er gáð?
Erum við ekki öh með svipuð lífs-
viðhorf og eins þenkjandi þegar
kemur að jafnrétti, frelsi og
bræðralagi? Samt neglum við okk-
ur niður hvert í sinn flokkinn og
högum okkur og tölum eins og
framtíðin sé undir því komin að
þessi eða hinn flokkurinn komist
111 valda.
Hin falska sýn
í Evrópu brutu þeir niður múrinn
mUli austurs og vesturs. Á einu
augnabhki varð umheiminum ljóst
að báðum megin múranna lifði fólk
og hrærðist sem var rétt eins og
það sjálft. Allir voru eins og samt
var þessi múr búinn að standa eins
og víggirðing eða fangelsisveggur í
áratugi og koma í veg fyrir eðlileg
samskipti. Tákn hins eilífa aðskiln-
aðar kapitahsmans og kommún-
ismans, fjötranna og frelsisins.
Með múrnum hrundi þessi heims-
mynd og sömuleiðis fordómarnir
gagnvart fólkinu hinum megin. Og
hin falska sýn.
Hér heima þurfum við líka að
bijóta niður múra, flokksmúrana,
sem hindra samganginn á milh
flokkanna og fólksins sem er af
sama meiði, með sama hugarfar,
sömu hvatir. Við þurfum að sjá tíl
mannanna sem ala með okkur úlf-
úðina á öðrum flokkum, sem
þrífast í andrúmslofti stöðnunar-
innar og vernda sig með himin-
háum flokksmúrum. Vernda sig
sjálfa en vama fólkinu því að sam-
einast í einu afli frjálslyndis og
jafnréttis.
Mitt erindi á flokksþing krata var
að boða þá skoðun að lýðræðislegt
fólk ætti samleið. Til að undirstrika
þá pólitísku nauðsyn að brjóta nið-
ur múrana á milh flokkanna; aö
brjótast út úr viðjum vanans og
þeirrar flokkshoUustu sem dregur
fólk í dUka og kemur í veg fyrir
heilbrigt og stöðugt stjórnarfar.
Vaninn er þægilegur
Vaninn er þægilegur. Einu sinni
þekkti ég mann sem gekk svo ná-
kvæmlega tíl og frá vinnu að ná-
grannarnir gátu stiUt klukkumar
sínar eftir honum. Hann gekk aUtaf
úr miðbænum til hádegismatar
heima hjá sér og gekk inn um dyrn-
ar á slaginu tólf. Það stóðst alltaf á
endum að þegar hann lét síðasta
bitann upp í sig heyrðist í útvarp-
inu: Útvarp Reykjavík, nú verða
sagðar fréttir. Ekki sekúndunni
fyrr, ekki sekúndunni síðar.
Ég skUdi það ekki fyrr en löngu,
löngu seinna að þessi nákvæmni
stafaði ekki af smámunasemi eða
tiktúrum. Maðurinn var einfald-
lega búinn að venja sig við þetta
munstur og allar breytingar vom
óþægUegar, röskuðu öðm atferh
og koUvörpuðu því öryggi sem fólst
í fostum skorðum í lífi þessa
manns. Það var vaninn sem hafði
náð tökum á honum og vaninn var
þægUegur, aðgengUegur og tryggur
forunautur. Ekkert kom á óvart,
ekkert fór úr skorðum, aUt var eins
og það átti að vera dag frá degi,
viku eftir viku, ár eftir ár.
Elskar friðinn
Þverstæðan við vanann er sú að
maður ánetjast honum vegna þess
að hann veitir öryggi en um leið
er hann tilhneiging til að ýta nýj-
ungunum frá sér. Hann er múr
gegn frelsun, viðjar á framfarir.
Vaninn er hættulegur vitnisburður
um stöðnun og hann er skjóhð sem
menn flýja í þegar krafist er upp-
stokkunar og uppreisnar gegn því
sem fyrir er. Þijátíu sjónvarps-
þættir eru gott ráð við njálg, sjón-
varpið, yfir höfuð, er helsti drag-
bíturinn á mannleg samskipti. Þá
þarf enginn að tala né hugsa og það
er óhugnanlega auðvelt aö verða
fómardýr slíks vana.
Fólk hefur áhuga á að fylgjast
með ófriði á skerminum meðan það
stendur ekki í ófriði sjálft. Áhorf-
endur vilja ganga á vit örlaganna
með sögupersónum sjónvarpsins
meðan þeir þurfa ekki að sætta sig
við hlutskipti þeirra. Hinn hver-
dagslegi, miðaldra meöaljón elskar
friðinn með því aö strjúka á sér
kviðinn. Heima í stofu, niðri í hæg-
indastólnum, framan við imba-
kassann. Svona er nú lífið í hnot-
skurn á öðru hvom heimili og ég
er óðum að komast á þetta stig. Ég
fóma höndum í uppgjöf og um-
komuleysi gagnvart þessum þrjá-
tíu framhaldsþáttum og hugsa með
hryggð til allra bókanna, sem ég á
eftir ólesnar, og allra leikritanna,
sem ég fer á mis við, og allra heim-
sóknanna sem nú munu því miður
falla niður á sunnudagskvöldum
af óviðráðanlegum orsökum. Ég
bið fólk um að trufla mig ekki með
símhringingum á þessum frátekna
tíma og ég veit að það skapar ekk-
ert nema ófrið og ófyrirsjáanleg
örlög fyrir þau félagasamtök sem
verða svo vitlaus aö efna til funda-
,halda þegar þjóðin leggst í dvala
vanans og viðjanna á þessari helgu
stundu.
Hvað skyldi guðsmaðurinn á
Nesinu segja við þessu?
Ellert B. Schram