Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Side 24
24 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. „Ég átti alls ekki von á þessari nið- urstöðu. Ég bjóst við að ráðherra myndi annað tveggja veita lengri frest tO að fjalla um máliö eða að hann myndi, í versta falh fyrir ís- flug1, veita leyfið í eitt ár. Ég er mjög vonsvikinn og reiður. Þegar ég skoð- aði gögnin sá ég að rekstraráætlun ísflugs fékk ekki neina umíjöllun. Loftferðaeftirlitið, eða flugmálayfir- völd, var búiö aö semja reglur um íjárþörf flugfélags, sem ætti að fljúga til Amsterdam og Hamborgar, áður en ísflug lagði fram sína rekstrará- ætlun. Það segir alla söguna. Reglu- gerðin kveður á um að flugfélag þurfi að hafa eigið fé sem nemur þriggja mánaða rekstrarfjárþörf og síðan stofnkostnað, sem í okkar dæmi var mjög líiill,“ segir Víglundur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár og forsvarsmaður hins nýja flugfélags, ísflugs. í fyrradag veitti Steingrímur J. Sig- fússon Flugleiöum leyfi til áætlunar- flugs á þeim leiðum sem Arnarflug flaug, Amsterdam og Hamborg, sem ísflug sótti einnig um. Víglundur var aö vonum óhress með þessa ákvörð- un ráðherra og ekki síður umsögn Flugráðs en Leifur Magnússon, for- maður ráðsins, er einnig fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða. „Þessir menn voru búnir að skil- greina rekstrarí] árþörfina áður en þeir sáu rekstraráætlunina. Þeir gáfu sér ákveðnar tölur sem er ekki nokkur leið nema að sjá rekstrará- ætlunina. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir Víglundur. Flugráð brást Hann segist hafa skilað öllum gögnum á tilskildum tíma. „Ég tel Flugráð hafa brugðist. Það á að hafa þá tæknilegu þekkingu að geta séð í hendi sér að viömiðunartölumar, sem Loftferðaeftirlitið var búið að reikna út, vom ekki í neinu sam- ræmi við það sem rekstraráætlun Ísflugs hljóðaði upp á. Við vorum að tala um mjög íhaldssaman rekstur, með umsvif í lágmarki, og eina flug- vél. Leigukostnaður flugvélarinnar var skilgreindur og lá fyrir í stað- festu tilboði frá stóm alþjóðlegu flug- vélaleigufyrirtæki. Loftferðaeftirlitið notaði hins vegar allt aðrar og hærri tölur í mati sínu. Það sýnir að það vann ekki á faglegan hátt. Það sem mér þykir athugavert og ámælisvert er að formaður Flugráðs, Leifur Magnússon, vinnur málið fyr- ir fund ráðsins. Hann leggur fram dagskrána og stjómar umræðunum. í þessu tilviki var hann gjörsamlega vanhæfur tfl að fjalla um málefnið." - Sat hann ekki hjá við atkvæða- greiðslu? „Það skiptir ekki nokkru máli hvort hann greiddi atkvæði eða ekki. Formaður 1 stjórn eða nefnd stýrir málum og undirbýr þau. Hann tekur ákvörðun um hvaða gagna er aflað til að fundarmenn geti metið stöðuna þannig að hann vinnur alla þætti málsins og þar af leiðandi getur hann meira eða minna ráöið ferðinni. í þessu máli brást hann. Leifur átti að sjá að tölur Loftferðaeftirhtsins vom ekki í samræmi við rekstraráætlun ísflugs. Þess vegna átti hann að gæta þess að ísflugsumsóknin fengi efn- islega útttekt en það gerði hann ekki.“ Ósjálfstæði ráðherra - Er ekki líka hægt að saka ráðherra - segir Víglundur Þorsteinsson, forsvarsmaður f sflugs „Við hljótum að knýja á um umræðu með þvi að sækja um leiguflug allt árið.“ ' DV-myndir Gunnar V. Andrésson um hlutdrægni? getað sýnt af sér meira sjálfstæði. „Ráðherra getur ekki vísað manni Ráðherra byggir sína ákvörðun ein- úr Flugráði. Menn eru kosnir eða göngu á umsögn Flugráðs í stað þess skipaðir í ráðið til fjögurra ára. En að láta á það reyna hvort hér gætu ráðherra fær umsögn og álit ráðsins starfað tvö flugfélög í áætlunarflugi. og ég get ekki ætlað honum hlut- Ég tel eðhlegt að menn hefðu gefið drægni. Hann hefur engin tök á öðm sér betri tíma til úthlutunar og dreg en taka mark á gildi þeirra umsagna enga dul á að ég sagði við ráðherrann sem lagðar em fram. Auk þess hefur að það besta sem hann gæti gert hann ekki þá sérhæfðu þekkingu til væri að lengja frestinn og stefna á að fara ofan í máhð. Hann hefði þó 1. janúar í stað nú. Það hefði verið ' mjög erfitt fyrir ísflug að hefja áætl- un 1. nóvember. Þá hefðum við þurft að gera bráðabirgðasamkomulag við erlenda aðila um að fljúga fyrir okk- ur. Einnig áttum við eftir að fá ýmis tæknileg atriði unnin, svo sem far- seðla og annað. Það hefði því verið skynsamlegast að fresta úthlutun- inni.“ - Hvernig rökstyður Flugráð að ís- flug uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru? „Ráðið rökstyður það ósköp ein- faldlega með því að Loftferðaeftirhtið segi að flugfélagið uppfylh ekki þær kröfur sem gerðar séu um eigið fé.“ úr stól sínum sem framkvæmdastjóri í flugfélagi, skipt um jakka, gengið nokkur hundruð metra og sest í dóm- arastól til að veita umsögn um sam- keppnisaðilann. Við þykjumst vera þroskuð og þróuð lýðræðisþjóð sem vhl hafa í heiðri grundvaharreglur í lýðræði en þetta eru vinnubrögð sem sæma ekki lýðræðisþjóöfélagi. Við lítum stundum niður á þriðja heims þjóðir þegar við hlustum á frétta- flutning um misbeitingu og annað shkt. í þessum efnum erum við ekki betur settir en sú vanþróaðasta." - Telur þú að Leifur Magnússon eigi að segja af sér? „Já, hann á að segja af sér í hvelli, einfaldlega vegna þess að það ráð, sem hann stjórnar, getur ekki og mun ekki njóta trúnaðar í þjóðfélag- inu svo lengi sem hann situr sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða. Það er útilokað." Flugleiðir réðu tímanum - Hefur ráðið áður verið gagnrýnt af þessum sökum? „Já, það hefur áður verið gagnrýnt en ég held að þetta sé allra skýrasta dæmið um vanhæfi Leifs. Flugleiðir, og þar með talinn Leifur Magnússon, hafa á undanfómum vikum sótt það af gífurlegu kappi að ná einokun í áætlunarfluginu. Það hefur verið yfirlýst stefna forstjóra Flugleiða og þar með stefna Leifs Magnússonar, formanns Flugráðs. Þetta hefur kom- ið skýrt fram opinberlega. Máhð snerist um það hvort Flugleiðir næðu einokun. Leifur Magnússon settist í þá stööu sem formaður Flugráðs að mæla með því. Þess vegna er athygl- isvert að skoða yfirlýsingu Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, þar sem hann segir fuhum fetum að það sé stefnumótun ráðherra að eitt flug- félag skuli vera í áætlun - sem sagt einokun. Öllu í kringum þetta mál, t.d. öllum tímasetningum, var stýrt af Flugleiðum. Tíminn var ákaflega þröngur og erfitt að vinna þetta vegna þess hversu naumur hann var. í raun og veru voru það Flugleið- ir sem skömmtuðu þennan tíma.“ - Var þetta ekki alltaf vonlaus bar- átta? Vanþróað lýðræði - Ertu búinn að leita réttar þíns? „Ég er ekki búinn að því en ætla að gera það, þó ekki væri nema th að láta reyna á grundvallarregluna. Ég mun því leita th dómstóla." - Heldurðu að það sé algengt í flug- málum og öðrum málum að menn sitji beggja vegna borðsins? „Sem betur fer er þaö ekki algengt en þetta er ekki einsdæmi. Þó tel ég þetta skýrasta og alvarlegasta dæmið um vanhæfi sem ég man eftir í lang- an tíma. Að maður geti staöið upp „Ég held að ekkert sé vonlaust. Það er ekkert vandamál að reka lítið flug- félag í íhaldssömum rekstri með tvo th þrjá áætlunarstaði. Málið snýst ekki um að stórt sé svo fallegt og gott. Það er alltaf pláss fyrir lítið fyr- irtæki við hlið þess stóra.“ Ekki Arnar- flugseigendur - En er ísflug ekki sama fyrirtækið og Arnarflug? „Nei. ísflug er byggt að hluta af starfsmönnum Arnarflugs. Það er íjöldinn allur af hæfu starfsfólki sem var að missa vinnuna hjá Arnarflugi pg hefur haft forystu um að koma ísflugi á fót. Þessir starfsmenn lögðu fram liðlega fjórðung af hlutafjárlof- orðum í ísflug. Síðan fengum við til hðs við okkur einstaklinga og fyrir- tæki. Ég hefði viljað hafa þá fleiri en tíminn var naumur og ekki auðvelt að ná til nógu margra á svo skömm- um tíma. Hluthafar í hlutafjárlof- orðaskrá ísflugs voru hátt á annað hundrað þegar umsóknin var lögð inn og af þeim var fjöldinn allur sem ekki hafði tekið þátt í Arnarflugi. Þetta voru menn sem vildu stuðla að því að hérna héldist uppi einhver lágmarkssamkeppni í flugmálum.“ - Hvað var um mikla upphæð að ræða í hlutafjárloforðum? Þegar ég lagði inn umsóknina voru komnar um hundrað og sex mhljónir í staðfestum hlutafjárloforðum. Þau héldu áfram að berast þar th í fyrra- dag að upphæðin var komin upp í hundrað og þrettán milljónir. Þar að auki höfðum við loforð um rekstr- arfjármögnun sem nam um tólf millj- ónum króna. Ég tel að ísflug hafi haft fullnægjandi fjármögnun til að standa undir rekstraráætlun fyrir veturinn. Hins vegar er ljóst að rekstraráætlunin gerði ráö fyrir auknum umsvifum með sumrinu eins og eðh máls er í flugrekstri. Það hefði kallað á að við heföum þurft að ná inn fimmtíu th sextíu mhljón- um í viðbót fyrir vorið. í ljósi þess að mér tókst, í samvinnu viö starfs- fólkið, að ná inn hundrað og þrettán mihjónum á tíu dögum er ég viss um að það hefði verið thtölulega auð- veldur leikur. Ýmsir aðhar, sem ég ræddi við, voru thbúnir að leggja til fjármagn þegar flugleyfiö væri feng- ið.“ - Eru eigendur Amarflugs með í þessari fjármögnun? „Það er að mjög óverulegu leyti. Þeir hjálpuðu mér sem einstakhngar með smáar fjárhæðir en þeir gátu ekki valdið neinu um hlutafé. Þeir voru gjörsamlega tæmdir á því að leggja hlutafé í Arnarflug og gátu ekki meira. Sumir hluthafanna eru að tapa mörgum milljónum sem þeir lögðu í Amarflug. ísflug varð þess vegna að byggjast upp á nýjum hlut- höfum.“ Einokunarfjötrar á ný - Hvers vegna fórst þú út í upp- byggingu á flugfélagi? „Eg hef ekki skipt mér af flugi áð- ur. Eins og máhn. stefndu var að- renna upp einokunarskeið í þessum þætti samgangna og það er hlutur sem ég get ekki með nokkm móti sætt mig við baráttulaust. Um allan heim er verið að afnema einokunar- kerfið, auka frjálsræði í viðskiptum og stuðla að samkeppni, bættum starfsskhyrðum atvinnuveganna og kjömm fólks. Mér fannst það ganga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.