Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 25
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. 33 „Þetta er í rauninni orðið stórpólitískt mál og hlýtur að fara á borð rikisstjórnarinnar í heild sinni og inn á Alþingi. Málið varðar flugmálastefnu á íslandi til frambúðar," segir Víglundur Þor- steinsson, forsvarsmaður ísflugs, m.a. um úthlutun samgönguráðherra á flugleyfi til Amsterdam og Hamborgar. í þveröfuga átt, um leið og þetta er að gerast, að hnýta á okkur höft og einokunarfjötra. Með allri virðingu fyrir þeim mönnum, sem stjórna Flugleiðum, þá segir sagan okkur að í öllum tilvikum, þar sem einokun brennur við, er um hnignun og aftur- fór að ræða. Þetta stendur skýrt skrifað á blöðum sögunnar og á því eru engar undantekningar. Og þrátt fyrir mikla hæfni stjórnenda Flug- leiða þá er það fyrirtæki ekki undan- tekning. Einokun þýðir að menn sofna á verðinum og þjónusta og kjör við- skiptavina versna. Þetta má sjá strax í dag eftir þennan stutta tíma. Ef við lítum á þróunina í fraktílugi þá hefur henni hrakað stórlega. Ég fór þess vegna af stað og reyndi yað hjálpa til við að hér yrði einhver lágmarkssamkeppni. Það er engin önnur ástæða en sá áhugi minn sem fékk mig út í þetta.“ - Sástu fyrir að Arnarflug gæti ekki lifað áfram? „Ég sá það fyrir að Arnarflug var í görsamlega vonlausri rekstrarað- stöðu. Mér voru sýnd gögn um að hægt væri að fá víðtækar niðurfell- ingar frá kröfuhöfum á hendur Arn- arflugi. Það var kannski hugsanlegur möguleiki á grundvelli nauðasamn- inga að Amarflug gæti unnið sig í gegnum endurskipulagningu á mörgum mánuðum. Sú von var þó ákaflega veik þar sem það hefði byggst á að allir kröfuhafar Amar- flugs hefðu verið samstiga um að gefa eftir megnið af kröfunum. Það var því ljóst að Arnarflug hafði geng- ið sína leið til enda.“ Sækjum um leiguflug - Hvað verður um ísflug?. „Það sem við hljótum að gera núna er aö sækja á um það að þær leigu- flugsheimildir, sem ráðherra boðar, sem verða takmarkaðar yfir sumar- tímann, verði rýmkaðar. Ég get vel séð fyrir mér að ísflug sæki um leigu- flugsréttindi á helstu flugleiðum Evrópu. Ef við fáum slíkt leyfi allt árið um kring verður kominn rekstrargrund- völlur fyrir ísflug. Við munum láta á það reyna. Þetta er í rauninni orð- ið stórpólitískt mál og hlýtur að fara á borð ríkisstjórnarinnar í heild sinni og inn á Alþingi. Málið varðar flugmálastefnu á íslandi til frambúð- ar. Það snýst um hvort hér eigi að vera einokun eða heiðarleg sam- keppni. Viö hijótum að knýja á um umræðu með því að sækja um leigu- flug allt árið. Önnur leið er sú að Alþingi gefi allt áætlunarflug frjálst. Við erum að auka frjálsræði á öllum sviðum og ég get nefnt fjármagns- markaðinn sem brunar áfram í fijálsræðisátt. Þróunin er til bóta fyrir alla og það sama hlýtur að ger- ast í flugmálum. Frelsið er ekki bara gott á sumum sviðum." Ætlum í samkeppni - Er ísflug orðið fyrirtæki eða er það einungis til á pappímum? „Við tókum við Tilutafjárloforðum með því skilyrði að ísflug fengi leyfi til áætlunarflugs. Það verður því fyrsta verk okkar nú að kalla þessa aðila saman og spyrja hvort þeir séu tilbúnir að láta hlutafjárloforðin standa ef í sflug fær leyfi til leiguflugs á heilsársgrundvelli. Fyrst þurfum við að að skoða rekstraráætlun fyrir slíka starfsemi og sjá hvernig hún gæti komið út. Ef það lítur vel út munum við halda áfram að auka hlutaféð til að byggja upp gott leigu- flugfélag sem gæti veitt samkeppni." - Attu von á að hiutafjárloforðin standi? „Ég hugsa að ef menn sjá grund- völl fyrir því í rekstraráætlun muni flestir vera áfram.“ - Færuð þið þá í harða samkeppni við Flugleiðir? „Leiguflug er allt annars eðhs en áætlunarflug. Það byggist á samn- ingum við erlendar og innlendar ferðaskrifstofur sem selja pakkaferö- ir. Leiguflug býður upp á meiri ein- faldleika og minni áhættu fyrir flug- félag vegna þess að það einskorðast við að forselja hvert flug fyrir sig. Áhættan flyst þá yfir á ferðaskrif- stofur sem selja miðana. Á móti kem- ur að hagnaðarvonin er minni. Leiguflugið byggist í eðh sínu á að bjóða hagkvæmt verð fyrir hvert flug. Ef leyfið fengist yrði ekki vand- kvæðum bundið að fljúga til allra helstu staða, svo sem Glasgow, Amsterdam, Frankfurt, Kaup- mannahafnar, Parísar og svo fram- vegis. Þetta myndi gefa ferðaskrif- stofum mikla möguleika á útfærslu á sinni sölustarfsemi. Ég sé fyrir aö leiguflug gæti aukið feröamanna- fjöldann, aukið ferðir íslendinga til útlanda og erlendra ferðamanna til íslands.“ Skoðum flugvélamál aftur - Hafið þið flugvél? „Viö höfðum vél tilbúna sem reyndar var hugsuð í áætlun til tveggja staða. Ef við fórum 'út í leigu- flug til margra staöa yrði að skoða flugvélakostinn á nýjan leik með til- hti til þess að auka flugþol shkrar vélar. Ég held að til greina kæmi Boeing 737-200 eins og áður en með margs konar útfærslu, t.d. aflmeiri hreyflum og eldsneytisrými." - Hvað kostar að taka slíka vél á leigu? „Það er mjög misjafnt eftir því um hvaða flugvélategund er að ræða. Leigukostnaöur á Boeing 737-200 er frá innan við hundrað þúsund dölum á mánuði upp í hundrað og fimmtíu þúsund dah - í einstaka tilfehum meira ef vélar eru bæði búnar fyrir frakt og farþegaflutninga." - Efísflugverðuraðveruleikahalda þá starfsmenn Arnarflugs sinni at- vinnu? „Það myndi væntanlega takast að ráða töluverðan hóp af starfsfólki Amarflugs þó félagið hafi ekki tök á aö ráða alla, að minnsta kosti ekki yfir vetrarmánuðina. Ég hugsa að ísflug heföi ráðið íjömtíu og fimm manns strax. Það voru um sjötíu stöðughdi hjá Amarflugi þegar fyrir- tækið hætti rekstri." - Ætlar þú að halda áfram að beij- ast? „Ég er í eðh mínu kappsamur mað- ur og mun halda áfram að beijast, enda hef ég aldrei kunnað neitt ann- að. Ég ætla að óska eftir að ræða við Flugráð og mæta þar á fund.“ Misbeiting valds - Telurðu að úthlutuninni verði breytt? „Ég geri mér engar grillur um það. Málið verður borið undir dómstóla, enda má leiða hkur að því að um sé að ræða misbeitingu valds.“ - Er þetta mál hneyksli að þínum dómi? „Ég ætla nú að sleppa því að nota slíkt orð sem hneyksli eða siðleysi því það er huglægt mat. Það verður hver og einn að meta stöðuna fyrir sig. Ég vh samt ítreka að hér var um að ræða vanhæfi stjórnvalds, mis- beitingu, röng vinnubrögð við undir- búning ákvarðanatöku og að því leyti er þetta mál ámælisvert.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.