Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Qupperneq 26
34 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Sérstæð sakamál Þar til dauðinn skilur ykkur að Eva Zwickl. Eva Zwickl hafði orðið að þola niðurlægingu og illa meðferð í tíu ár en vildi engu að síður lifa í sam- ræmi við boðið sem presturinn las yfir þeim hjónum við giftingarat- höfnina. Skilnaður kom því ekki til greina að hennar mati. Misþyrmingar Allir þorpsbúar vissu vel að Josef Zwickl fór illa með konu sína. Það duldist engum. Það heyrðist hka oft til þeirra þegar þau rifust há- stöfum og sjaldan -leið langur tími mtili þess að einhvers konar óhljóö heyrðust frá einbýlishúsinu fallega í Paura í austurhluta Austurríkis. Þannig hafði þetta nú gengið tti árum saman og engu var líkara en stöðugt styrjaldarástand ríkti mtili Josefs, sem var fimmtíu og sjö ára er hér var komið, og konu hans, Evu. Nágrannamir virtu hins veg- ar rétt þeirra hjóna til einkalífs og blönduðu sér ekki í detiur þeirra. Það var aftur á móti ekki fyrr en allt fór í óefni hjá Zwicklhjónunum að fólki varð ljóst hve alvarlegt ástandið á heimtiinu hafði verið. En þá var um seinan að reyna að skakka leikinn. í æðiskasti hafði Josef Zwickl bariö til dauða kon- una sem hann hafði verið kvæntur í tuttugu og átta ár. Þögn og ást Hvers vegna hafði Eva ekki yfir- gefið mann sinn eftir allt það sem á hafði gengið? Við réttarhöldin var fullyrt að hún hefði orðið að þola atia þá niðurlægingu, þjáningar, barsmíðar og misþyrmingu sem hægt væri að ímynda sér. Astæðan tti þess að hún hafði ekki yfirgefið mann sinn var hins vegar sögð sú sém að ofan greinir og að hún hefði elskað hann. Þessari fullyrðingu var í fyrstu tekið með nokkurri vantrú en ekkert kom þó fram sem benti til að hún væri ekki rétt. Eva og Josef Zwickl höfðu gengið í hjónaband árið 1961 og áttu þrjú börn, Heidemarie, Edith og Josef, og voru þau nú á aldrinum 15 til 28 ára. Þá nær þrjá áratugi, sem hjónabandið hafði staðið, hafði Eva verið staðráöin í að uppfylla það boð að standa við hlið mannsins sín „þar tti dauðinn skilur ykkur að“. Sálfræðingar reyndu að gefa skýringu á ofbeldiskenndri hegðan Josefs. Hann kom frá fátæku heim- tii og tveir bræðra hans dóu ungir. Hann var duglegur í skóla og sýndi brátt mikinn áhuga á hestarækt. Það leiddi til þess að hann fékk starf hjá ttiraunabúi ríkisins í Paura. Árið 1958 kynntist Josef Evu. Þau giftu sig þremur árum síðar og árið 1967 reistu þau sér fallegt einbýlis- hús. En innan hvítu veggjanna hlóðust upp óveðursský. Rifrtidi hjónanna urðu æ tíðari og sam- kvæmt því sem Josef segir var ástæðan sú að kona hans hélt þvi alltaf fram að hún hefði rétt fyrir sér. „Hún reifst og skammaðist stöð- ugt og etiíflega,“ sagði hann í rétt- inum. Þessi orð hans urðu þó ekki tti að vekja neina samúð með hon- um, hvorki með dómaranum né áheyrendum. Einbýlishús Zwicklhjónanna. Aðgerð Aðeins einu sinni höfðu yfirvöld orðið að taka afstöðu tti átaka á heimilinu enda var það í eina skipt- ið fram tti þessa sem tti þeirra hafði verið leitað. í janúar 1985 fékk Josef 5.400 skildinga sekt fyrir að hafa ráðist á konu sína og nefbrotið hana. Það hafði gerst eftir rifrtidi sem endað hafði í handalögmálum. Með nokkrum hnefahöggum hafði Josef þá brotið nef konu sinnar og á eftir varð hún að gangast undir langa og sársaukafulla aðgerö. Læknun- um, sem hana gerðu, oíhauð og til- kynntu þeir lögreglunni hvað gerst hafði. En jafnvel í þetta sinn kom Eva manni sínum tti varnar! Hún hélt því fram að hann hefði ekki slegið hana viljandi, aöeins danglað tti hennar af því hún hefði verið dálít- ið hávaðasöm. Hún hefði alveg get- að látið það vera. Josef var engu að síður dæmdur fyrir að hafa misþyrmt henni. Dómurinn virðist hins vegar hafa orðið tti þess að ástandið á heimil- inu versnaði enn meira. Eitt af vandamálum þeirra hjóna var að Eva var andlegur ofjarl manns síns. Hann var aftur á móti mun sterkari en húri og þegar hon- um fannst hann verða undir í deil- um þeirra hjóna var sem hann sæi aðeins eina leiö til að rétta hlut sinn. Þá lét hann hnefana tala. Oft höfðu þorpsbúar þá heyrt neyð- arópin í Evu en aldrei höfðu þeir látið verða af því að skerast í leik- inn. Og þannig hafði þetta gengið árum saman. Aöstoóin kom of seint Er atburðurinn 26. maí í fyrra gerðist brugðu nágrannarnir þó út af vana sínum enda benti þá ýmis- legt til að ástandið á heimili Zwickl- hjónanna væri verra en nokkru sinni. Það var um hálftíuleytið um kvöldið að óvenjulega nístandi neyðaróp bárust frá hvíta einbýlis- húsinu. Þótti fólki í nærliggjandi húsum ljóst að Eva hlyti að vera í miklum vanda. Nokkrir nágrann- anna héldu því á vettvang en þegar þeir náðu loks tali af Josef var ljóst að Eva var látin. Rifrildið stóð um skellinöðru þeirra hjóna. Hún hafði staðið ónotuð í heilt ár þegar Josef fékk allt í einu þá hugmynd að fara á henni til vinnu. Hann gat hins veg- ar ekki komið vélinni í gang og varð að leita með skellinöðruna til viðgerðarmanns sem varð meðal annars áð skipta um kerti. Það hafði hins vegar gerst daginn áður en Josef ætlaði að grípa til skellinöðrunnar að Eva hafði notað hana. Josef hélt því þess vegna fram að hún hefði skemmt hana og væri það ástæðan til þess að hann hefði þurft að fara með hana á verkstæði. Viðgerðarmaðurinn var þó ekki á sama máli og benti honum á að þegar vél hefði ekki verið ræst í hetit ár mætti búast við að eitthvað þyrfti aö huga að henni. Héltfast við sína skoðun Josef lét sér þó ekki segjast við þessi orð viðgerðarmannsins. Hann bjó sig því undir að refsa konu sinni rækilega fyrir að hafa skemmt skellinöðruna þegar hann kæmi heim úr vinnu. Þá var Eva hins vegar ekki heima. En meðan hann beið bjó Josef sig rækilega undir komu hennar. Meðal annars læsti hann kjallar- ahuröinni svo rækilega að óhugs- andi væri fyrir Evu að komast út um dyrnar þar en aðeins voru tvær dyr á húsinu, aðaldyrnar og kjall- aradyrnar á bakhliö hússins. Þegar Eva hafði opnað aöaldyrn- ar og gekk inn í húsið réðst Josef á hana. Fyrstu átökin urðu því í anddyrinu og þar lagði hann til atlögu með svipu. Um leiö byrjaði hann að skamma hana fyrir „að vera alltaf að þeytast um á skelli- nöðrunni". Fletti hana klæðum Er Josef hafði látið svipuhögg dynja á konu sinni byrjaði hann að rífa utan af henni fotin og fund- ust þau síðar í anddyrinu. Var ljóst að Eva hafði ílúið þaðan og niöur í kjallarann, en það hafði einmitt verið ætlun Josefs að fá hana þang- að niður því þá væri hún gengin í gildru. Þegar niður var komið hætti Jos- ef að beita svipunni. Þess í stað tók hann þunga jámstöng og fór að berja konu sína með henni. Eftir um tíu högg féll hún andvana á tröppurnar upp úr kjallaranum. ' Nágrannarnir, sem voru nú komnir að húsinu, komust ekki inn í það. Þeir gengu á hvem gluggann á fætur öðrum eftir að hafa reynt að komast inn um báðar dyrnar en án árangurs. Framan af urðu þeir að hlusta á skerandi neyðaróp en skyndilega varð dauðaþögn. Og rétt á eftir voru öll ljós í húsinu slökkt. „Hún erdauð" Skyndilega birtist Josef Zwickl í glugga, blóðugur. Rödd hann var hvöss þegar hann kallaði reiðilega til nágrannanna sem stóðu þegj- andi og skelfingu lostnir fyrir framan húsið: „Ég er búinn að drepa kerling- una. Hún er dauð.“ Eftir nokkur augnablik hljóp ein- hver nágrannanna til næsta húss og hringdi á lögregluna. Hún kom von bráðar á vettvang og var Josef þá enn í húisnu og hafði ekki gert neina ttiraun til að flýja. Hann var nú orðinn rólegri en áður og þegar lögreglumennirnir spurðu hann hvað gerst hefði svaraði hann ró- lega: „Ég tek á mig ábyrgð á morð- inu. Og ég sé ekki eftir því sem ég gerði." Fyrir réttinum dró Josef Zwickl þó í land. Þar gaf hann ekki neina yflrlýsingu á við þessa, enda var honum þá ljóst að morð að yfir- lögðu ráði gat táknað langa fangels- isvist. Þar lagði hann aftur á móti áherslu á að hann hefði ekki orðið konu sinni að bana af ráðnum hug og því yrði að líta á verknaðinn sem manndráp af gáleysi. Það réö hins vegar litlu um dóms- niðurstöðuna hverju Josef Zwickl hélt fram í réttinum. Orð dómarans gáfu það greintiega tti kynna. „Engu máli skipti fyrir konu þína hvort þú segist hafa gengið til verksins af ráðnum hug eða ekki,“ sagði hann. Og dómurinn var í samræmi við þessi orð. Josef Zwickl fékk átta ára fangelsisdóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.