Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 29
. 1.AUGARDAGUR áO, OKTÖBEK 1990- '___________^7 Handbolti ungliiiga ÍR og Fylkir með fullt hús stiga - í Reykjavíkurmóti 5. flokks karla Hörð keppni var í 5. flokki karla í Breiðholtsskóla þar sem fyrri umferð Reykjavíkurmótsins fór fram. Liðin virkuðu flest jöfn að getu og er ljóst að ekki ræðst fyrr en á síðustu leikj- um 2. umferðar hvaða lið tryggja sér sæti í undandúrslitum en athygli vekur glæsileg frammistaða ÍR og Fylkis sem unnu alla leiki sína. Fylkir öruggt í undanúrslit Lið Fylkis í 5. flokki karla kom skemmtilega á óvart með stórgóðum leikjum og áttu þeir ekki í teljandi erfiðleikum með andstæðinga sína að þessu sinni. Fylkir vann Val, 12-7, Víking, 13-7, Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson og Fiölni, 22-5, og verða að teljast öruggir í undanúrslit þessa flokks þrátt fyrir að seinni umferðin sé eftir. Baráttan um 2. sætið stóð á milli Vals og Víkings, sem bæði unnu Fjölni en töpuðu fyrir Fylki. Leikur þessara liða var mjög skemmtilegur á að horfa og ráða strákamir í þess- um hðum yfir mikilli boltatækni. Leikurinn var jafn allan tímann en Sterkt lið Fylkis í 5. flokki karla vann alla leiki sína í fyrri umferð Reykjavík- urmótins og ætti að vera öruggt í undanúrslitin. Framarar skora eitt marka sinna gegn KR en þessi lið skildu jöfn, 7-7, i hörkuleik um 2. sæti B-riðils. Valsmenn þó fyrri til að skora. í seinni hálfleik tryggðu þeir sér síðan sigurinn og skildu tvö mörk liðin í leikslok, 6-4. Hörð keppni í B-riðli í B-riðli komu ÍR-ingar sterkir tfl leiks á heimavelli sínum, unnu alla andstæðinga sína og ættu að vera nokkuð öruggir í undanúrslitin. ÍR vann Fram í fyrsta leik sínum, 10-6, eftir að jafnræði hafði verið með hðunum framan af leiknum. En ÍR reyndist sterkari aðilinn á loka- sprettinum tryggði sér öruggan sig- ur. ÍR vann síðan KR, 9-5 og Leikni, 18-14. Fram og KR unnu bæði lið Leiknis stórt og reyndist því viðureign þess- ara hða úrslitaleikurinn um 2. sætið. í fyrri hálfleik hafði KR undirtökin og var alltaf fyrr til að skora en á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks náðu Framarar að jafna, 4-4. í seinni hálf- leik náðu Framarar fyrst forustunni og er stutt var til leiksloka fengu þeir nokkur tækifæri til að gera út um leikinn en KR-ingar vörðust vel og jöfnuðu leíkinn, 7-7, stuttu fyrir leikslok. Þessi hð eru þvi jöfn að stigum í 2.-3. sæti og veröur ekki ljóst fyrr en í seinni leik þessara liða hvaða lið tryggi sér sæti í undanúrshtum 5. flokks. Reykjavíkurmótið í 4. flokki karla: Jöfn og spennandi keppni Þrátt fyrir að Vikingar hafi oft á tíðum sýnt stórgóðan varnarleik dugði það ekki til gegn sterku Valsliði sem trónir á toppi B-riðils. Helgina 6. og 7. október var leikin fyrri umferð Reykjavíkurmóts 4. flokks karla og var leikið í Breið- holtsskóla. Leikið var í tveim riðlum. Framarar efstir í A-riðli. í A riðli léku lið IR, KR, Fjölnis og Fram. Úrshtaleikurinn í þessum riðh var milli Fram og KR og má segja að það sé ekki í fyrsta skipti sem þessi tvö hð leiða saman hesta sína 1 þessum aldursflokki. Leikurinn var jafn og spennandi í byrjun en um miðjan fyrri hálfleik fóru Framarar að skríða fram úr og endaði leikurinn meö sigri þeirra, 16-12, eftir að stað- an í hálfleik hafði verið, 9-6. Flest mörk Framara í leiknum skoraði Guðgeir Kristmundsson, 7, og Guðjón Guðjónsson, 5. Marka- hæstir KR-inga í leiknum voru þeir Anton Pálsson, Óli B. Jónsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson, alhr með 3 mörk. Það er ljóst að þessi tvö hð verða í efri kanti í keppni 4. flokks karla á íslandsmótinu í vetur og má búast við fleiri skemmtilegum viðureign- um þessara höa. Fram lenti því í fyrsta sæti A-riðils meö fullt hús stiga, KR lenti í öðru sæti með því að sigra bæði IR og Fjölni og ÍR er í þriðja sæti eftir sigur á Fjölni. Valur vann Víking í leik um efsta sætið. í B-riðh léku lið Víkings, Vals, Leiknis og Fylkis. Úrslitaleikur þessa riðils var á mihi hinna Reykjavíkurrisanna Vals og Víkings. I byijun var jafnræði með liðunum, en síðan komu Valsarar með mjög góðan leikkafla þar sem þeir hreinlega „völtuðu“ yfir Víkinga og var staðan í hálfleik þannig að Víkingar höfðu gert 3 mörk á móti 7 mörkum Valsmanna. Þegar á seinni hálfleikinn leið var eins og Víkingar næðu sér upp en Valsmenn unnu engu að síöur leikinn meö tveimur mörkum, 15-13. Flest mörk Valsmanna í leiknum skoruðu þeir Hjálmar Guðjónsson, Halldór Oddsson og Kári Guðmunds- son, allir 4. mörk. Flest mörk Víkinga skoruðu Hjörtur Amarsson og Sig- urður E. Sigurðsson 4. mörk hvor. Það má segja það sama um þessi hð og lið Fram og KR að þau eiga örugglega eftir að kljást í vetur og það er ómögulegt að spá hvernig þeirri orrustu lýkur. Valsmenn eru efstir í þessum riðli, en Víkingar koma á hæla þeim eftir sigra á Leikni og Fylki. Leiknir sigraði síðan Fylki í leik um 3. sætið. Seinni umferð í Reykjavíkurmóti 4. flokks karla fer fram helgina 27. og 28. október í Réttarholtsskóla. 2. flokkur kvenna: Fyrsti leikur í Reykjavíkurmóti 2. flokks kvenna var leikinn sunnudaginn 8 oktöber. Það voru lið Fram og V íkings sem mættust. Skemmt er frá því að segja að ekki var um mikla keppni að ræða. Víkingamir tóku leikinn strax í sínar hendur og voru loka- tölur leiksins 17-8 eftir að staðan í hálfleik hafði veriö 11-2. Næsti leikur í 2. flökki kvenna verður þriðjudaginn 23. októtier en þámætir hð Fram hinu sterka hði KR. Síðasti leikur mótsins verður síðan þegar KR mætir Reykjavíkurmeisturum Víkings 2. nóvember og ef að likum lætur verður það úrshtaleikur þessa flokks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.