Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem .birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í OV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Árásarmál upplýst: Tveir hafa játað nauðgun- artilraun - annar rauf skllorö Tveir menn hafa játað að hafa gert tilraun til að nauðga tæplega fimm- tugri konu í húsi í vesturbænum í síðustu viku. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst máliö. Nauðgunartilraunin átti sér stað snemma á föstudagsmorgun í síðustu viku. Konan fór síðan á miðborgar- stöð lögreglunnar i Reykjavík og kærði verknaðinn. Hún var með töluverða áverka eftir átök og föt hennar voru illa útleikin. Sagði hún að annar mannanna hefði haldið sér á meðan hinn reyndi að nauðga sér. Mönnunum tókst ekki að koma fram vilja sínum. Mennimir tveir voru handteknir um síðustu helgi. Annar þeirra er 31 árs. Hafði hann áður hlotið 15 mán- aða dóm fyrir nauðgun. Maðurinn hafði afplánað 10 mánuði af dómn- um, eða tvo þriðju hluta tímans, þeg- ar hann var látinn laus gegn skilorði í tvö ár. Skilorðið hefði runnið út í byijun næsta árs. Þessi maður hefur því vegna skilorðsrofs verið sendur aftur í fangelsið á Litla-Hrauni sam- kvæmt fyrri dómi. Mun hann afplána þá flmm mánuði sem eftir voru. Hinum manninum, sem er þrítug- ur, var sleppt eftir að játning lá fyr- ir. Ríkissaksóknari mun fá mál mannanna tveggja í hendur eftir helgina. Rannsóknarlögreglan hefur einnig til meðferöar nauðgunarkæru sem ung kona lagði fram fyrir tveimur vikum. Sagði hún að tveir menn hefðu komið fram vilja sínum eftir að þeir höfðu tekið hana upp í bifreið sem þeir voru á. Það mál er í rann- sókn og er óupplýst. -ÓTT Kasparovfékk skákinnifrestað Garry Kasparov fékk fimmtu skák- inni í einvíginu við Anatoly Karpov frestað í gær eftir að hann hafði að- eins náð jafntefli á hvítt í fjórðu skák- inni. Engin skýring var gefin á frestun- inni en skákskýrendur segja að Kasparov telji að heimsmeistarinn vilji fá að jafna sig eftir að hafa lent í kröppum dansi í fjórðu skákinni. Áætlað er aö tefla fimmtu skákina á mánudaginn. GK LOKI Loksins uröu Arnar- flugsmenn flugleiöir! Virðist stef na i 800 milijona gjaldþrot Forráðamenn Arnarflugs hafa óskað þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ragnar H. Hall borgarfógeti mun kveða upp úr- skurð um gjaldþrotabeiðnina eftir helgi. í greinargerð, sem forráðamenn Arnarflugs hafa samið, kemur fram að skuldir félagsins eru rúm- ar 960 milljónir króna. Eignir fé- lagsins eru taldar vera 130 til 150 milljónir. Vonast er tii að ríkissjóð- ur geíi eftir 358 milljóna króna skuld. Ef það gengur eftir eru skuldir umfram eignir um 450 miiljónir - aimars eru skuldir um- ffam eignir rúmar 800 milljónir. Helstu eignir Amarflugs eru þijár af fimm flugvéium sem Arn- arflug innanlands notar. Þær eru aliar veðsettar fyrir hærri fjár- hæðum en söiuverð þeirra er. Arn- arflug innanlands er að mestu í eigu sömu aðila og Amarflug hf. Gjaldþrot Arnarflugs hf. bitnar ekki á innanlandsfluginu nema vegna flugvélanna þriggja. Fast- eignir fyrirtækisins við Lágmúla í Reykjavík eru mikið veðsettar. Auk flugvéla og fasteigna á Arnar- flug útistandandi skuldir, húsgögn og ýmiss konar búnað. Skrifstofur félagsins eru innsiglaðar að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Allt starfsfólk Arnarflugs hefur nú misst atvinnuna, Tæplega 50 manns voru á launaskrá. Launa- skuldir Arnarflugs em um 20 millj- ónir auk launatengdra gjalda. Rík- issjóður verður að greiða vangold- in laun félagsins. Helsti lánardrottinn Amarflugs er ríkissjóður. Skuldir félagsins við r íkið eru á annað hundrað milljón- ir, ef reiknað er með niðurfellingu 358 milljóna af skuldum Amarflugs við ríkið. Ef það verður ekki gert skuldar Arnarflug rikíssjóði um 500 milljónir króna. Amarflug skuldar KLM rúmar 100 milljónir króna. Hluthafar eru ábyrgir fyrir um 50 milljónum króna af skuldum Arnarflugs. Einhverjir hluthafar munu því tapa verulegum flár- hæðum við gjaldþrot fyrirtækisins. Þá er allt hlutafé tapað. Á blaðamannafundi, sem Geir Gunnarsson stjórnarformaður og Kristinn Sígtryggsson fram- kvæmdastjóri boðuðu til i gær, kom fram að aðallega eru nefndar til tvær ástæður fyrir gjaldþroti fyrirtækisins. Önnur er sú að skuldahalinn hafl verið of mikili þegar nýir aðilar komu inn í rekst- urinn áríð 1986. Hin ástæöan er sögð vera vanefndir af hálfu ríkis- vaidsins. Áætiað tap á þessu ári er um 120 milljónir. Kristinn Sigtryggsson sagði að ef sama aðferð væri notuð og viö sölu aflakvóta ættu Flugleiðir að greiða Arnarfiugi flmm til sex hundmð milijónir fyrir flugleiðirnar til AmsterdamogHamborgar. -sme . Utför Vals Arnþórssonar, bankastjóra Landsbankans, var gerð frá Dómkirkjunni í gær, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Séra Bragi Friðriksson og séra Pálmi Matthíasson önnuðust útförina. Organisti var Hörður Áskelsson og Fóstbræður sungu. Jarðsett var að Görðum á Álftanesi. DV-mynd BGS Nýathuguní forræðismálinu í dómi Hæstaréttar frá því á fimmtudag, í máli föður gegn móður vegna umráða yfir níu ára gamalli dóttur þeirra, kemur fram að í bréfi dómsmálaráðuneytisins felist ákvörðun um að verða við ósk móð- urinnar um nýja athugun í forræðis- málinu. í dóminum kemur fram að ráðuneytið hefði tilkynnt að málið hefði verið sent til umsagnar þriggja sérfræðinga. „Meðan máhð er á því stigi sem í bréfmu greinir er ekki rétt að verða við kröfu sóknaraðila," segir í niður- lagi dómsins. Eins og fram kom í DV í gær hefur Hæstiréttur staðfest úr- skurð fógeta frá 4. október síðastliðn- um. Faðirinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. í úrskurði fógeta var kröfu fóðurins um að bamið yrði tekið úr umráðum móður og fengið honum synjað. -ÓTT Fjórir bílar í árekstri Þrír bílar skemmdust mikið þegar fjögurra bíla árekstur varð skammt vestan við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut um hálffimmleytið í gær. Tveir úr bílunum voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. -ÓTT Veðrið á sunnudag ogmánudag: Suðlæg átt oghlýtt Á morgun, sunnudag, verður suðlæg átt og hlýtt, súld við suð- urströndina en annars þurrt og víða léttskýjað um norðanvert landið. Á mánudag verður veöur svip- að - suðlæg átt og hiýtt, þokusúld við suður- og austurströndina en annars þurrt og víða léttskýjað norðvestan- og norðanlands. Hiti verður á bihnu 6-9 stig. § kOM I k l — Heildsðludreifins slmi: 91-41760 | B H lll \SXMJJ ALIMOOA LIFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. LÁGMÚIJ 5 - KF.YkJAY'lk síinl 681644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.