Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta á eftirtalinni fasteign verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Ytri-Sólheimar II, Mýrdalshreppi. þingl. eigandi Þorsteinn Einarsson Uppboðsbeiðendur eru Lögmenn, Borgartúni 33, Byggðastofnun, Skúli J. Pálmarsson hrl., Búnaðabanki ís- lands og innheimtumaður ríkissjóðs. SÝSLUMAÐUR VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU r nn ffwal Þú sparar með = HEÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER |{ JAPAN VIDEOTOKUVÉLAR 3 LUX ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING Dagsetning Klukka - Titiltextun 3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRl FJARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT, MEÐ ALLRA BESTU MYNDGÆÐUM. — 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK- AÐNUM I DAG. ÞAD ER EKKI BARA NÓG AÐ TALA UM UNSUOPSTÆRÐ, HF.LDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. - MACRO UNSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR FOCUS - MYNDLEITUN [ BÁDAR ÁTTJR - SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI - FADER — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILU- STYKKI o.n. - VEGUR AÐEINS l.l KG. SÉRTILBOÐKR. 79.950.- stgr Rétt verð KR. 90.400.- stgr. QB Afborgunarskilmálar (jj[) VÖNDUÐ VERSLUN HLJÖMCO FÁKAFEN 11 — SIMI 688005 I Utlönd írösk yfirvöld: Við munum aldrei fara frá Kúvæt Á meðan sýrlenskum skriðdrekum var ekið á land í Saudi-Arabíu og Bandaríkin hófu viðræður við bandamenn um hvenær mögulegt væri að gera árás á íraka tilkynntu þeir að menn skyldu gleyma því að Kúvæt hefði nokkurn tíma verið tíl. Upplýsingaráðherra íraks, Nassif al-Jassem, tjáði fréttamönnum í gær að írakar færu aldrei frá Kúvæt. Arabískir andstæðingar íraka í Persaflóadeilunni virtust heldur ekki vera samvinnuþýðir. Sam- kvæmt frásögn bandarísks embætt- ismanns sögðu ráðamenn í Bahrain við James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir væru ekki mótfallnir vopnavaldi ef þess þyrfti með til að reka íraka frá Kúvæt. Baker, sem nú er á ferð um Miðaust- urlönd, ætlar að biðja bandamenn Bandaríkjanna þar um að kynna skilyrði þeirra fyrir stuðningi við beitingu vopnavalds. Yfirvöld í Ba- hrain eru sögð vilja atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna áður en fjölþjóðaherinn í Saudi- Arabíu og öðrum arabaríkjum blæs í herlúðra. Upplýsingaráðherra Ba- hrains, Tariq Álmoayyed, sagði hins vegar að líklega yrðu bandarísku hermönnunum gefnar frjálsar hend- ur ef átök brytust út. Sýrlensk yfirvöld sýndu það í gær að þau ætluðu að styðja andstæðinga íraka og tilkynntu að herdeild væri á leið til Saudi-Arabíu. í gær óku þar á land hundrað sýrlenskir skriðdrek- ar. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að kalla út fjölda bar- dagasveita úr varaliðinu og senda þær til Persaflóa. Bandaríska dag- blaðið The New York Times greindi frá þessu í morgun. Gert er ráð fyrir að bardagasveitirnir verði í hundrað þúsund manna liðinu sem varnar- málaráðuneytið hefur sagst ætla að senda til Persaflóa næstu vikurnar. Vikuritið Newsweek greindi frá því í gær að Bandaríkjaher hefði í upp- hafi sent ranga skriðdreka til Saudi- Arabíu, skriðdreka sem ekki voru búnir til efnavopnahernaðar. Er nú verið að senda aðra í staöinn. Gert er ráð fyrir að þeir verði komnir á áfangastað 1. desember. Fyrrum forsætisráðherra Japans, Yasuhiro Nakasone, einn margra aldraðra stjómmálamanna sem farið hafa í friðarfór til Bagdad, hitti Sadd- am Hussein íraksforseta í gær. Sadd- am tjáði honum að hann vildi frið en Nakasone voru ekki gefin nein loforð um frelsun japanskra gísla. Á laugardaginn tilkynnti Saddam að allir vestrænir og japanskir gislar fengju frelsi gegn samkomulagi um að ekki yrði gerð árás á íraka. Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, heldur til Bagdad í dag. Kveðst hann vongóður um að fá marga Þjóðverja látna lausa. Anker Jörgensen, fyrrum forsætis- ráðherra Danmerkur, kom til Amm- an í Jórdaníu í gær en þar beið hans engin vegabréfsáritun til íraks. Hann vissi því ekki hvort hann fengi leyfi til að hitta Saddam. írösk yfirvöld hafa tilkynnt að út- lendingar í haldi í írak megi hefja bréfaskriftir við ættingja og vini frá og með 15. nóvember. írakar hafa einnig boðið ættingjum gísla að koma til íraks um jólin og í gær hringdu um fimmtíu breskir gíslar í eiginkon- ur sínar. Báðu sumir þeirra konur sínar um að koma og dvelja hjá þeim um jólin. Reuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á tali við bandaríska hermenn í Saudi-Arabíu. Símamynd Reuter Þing Japans hikar við að senda herlið til Persaflóans: Forsætisráðherrann fékk stuðning í aukakosningum - ekki er þó búist við að þingið láti að vilja Toshiki Kaifu Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, tókst að leiða flokk sinn til sigurs i aukakosningum. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að ætla að senda her- menn til Persaflóans. Símamynd Reuter Flokkur Toshiki Kaifu, forsætis- ráðherra Japans, vann mikilvægan sigur í aukakosningum í landinu í gær. Forsætisráðherrann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir aö ætla sér að senda hermenn til Persaílóasvæðis- ins en úrslit kosninganna þykja sýna ótvirætt að almenningur í landinu er sáttari vjð áætlun ráðherrans en gagnrýnendur hans á þingi. Kosið var um eitt sæti í efri deild japanska þingsins í kjördæminu Aic- hi í Mið-Japan. Frambjóðandi Frjáls- lynda flokkins, sem Kaifu leiðir, bar örugglega sigurorð af frambjóðanda sósíalista. Kaifu er ættaður úr kjör- dæminu. Stjómmálaskýrendur litu svo á að í aukakosningunum væri í raun ver- ið «ð kjósa um hvort almenningur teldi rétt aö senda um 2000 hermenn til Persflóasvæðisins. Kaifu hefur lagt ríka áherslu á að Japanar legðu sitt af mörkum í baráttunni gegn írökum og Saddam Hussein. Japanskur her hefur ekki farið út fyrir landsteinana allt frá lokum síö- ari heimsstyrjaldarinnar og í Japan er það skoðun margra að Japanar eigi aldrei að nota her til annars en landvarna. Kaifu leggur þó áherslu á að liðs- sveit Japana verði ekki vopnuð held- ur sé henni ætlaö að vera hersveitum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra til aðstoðar við Persaflóann. För Japana á svæðið verður því fyrst og fremst táknræn en stjóm Japans hefur sætt gagnrýni á alþjóðavett- vangi fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til baráttunnar fyr- ir frelsun Kúvæts. Stjómarandstaðan hefur hafnað þeirri túlkun að kjósendur í Aichi hafi með vali sínu lagt blessun sína yflr áætlun Kaifus að senda hermenn til Persaflóans. Andstaðan segir að flokkur Kaifus hafi ekki fengið hreinan meirihluta í kjördæminu og því megi allt eins túlka niðurstöðuna sem svo að meirihluti kjósenda hafi hafnað stefnu Kaifus þótt frambjóð- andi flokks hans hafl fengið fleiri atkvæði en andstæðingar hans hver um sig. Búist er við að Kaifu láti reyna á það á þingi hvort hermenn verða sendir til Persaflóans. Flokkur hans hefur hreinan meirihiuta í neðri deild þingsins en stjónarandstaðan er með meirihluta í efri deildinni. Búist er við aö efri deildin felli frum- varp forsætisráðherrans en hann getur þó eftir sem áður bent Banda- ríkjamönnum á að hann hafi þó reynt að fá heimild til að senda her- menn til Persaflóans. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.