Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. Fréttir Heimsmeistaraeinvígið: Leynivopn Karpovs bar góðan árangur Um 80 erlendir nýnemar við HÍ skráðu sig á íslandskynningu. DV-mynd BG Erlendir námsmenn við háskólann: Fá ísland beint í æð Fimmta einvígi Karpovs og Kasp- arovs um heimsmeistaratitilinn virðist í engu ætla að verða frábrugð- ið fyrri glímum þeirra. Mikið jafn- ræði er með köppunum óg eftir jafn- tefli í tíundu skákinni hefur hvor hlotið fimm vinninga. Þeir tefla alls 24 skákir - 12 í New York og jafn- margar í Lyon í Frakklandi en leik- urinn þar hefst 23. þessa mánaðar. Kasparov nægir jafntefli til að halda heimsmeistaratitlinum. Tíunda skákin var sú stysta í ein- víginu til þessa sem kom fáum á óvart eftir það sem á undan er geng- ið. Margir spáðu því að annar hvor fengi skákinni frestað en í stað þess er eins og þeir hafi bundist samtök- um um að tefla á hálfum hraða. Tafl- ið stóð aðeins yfir í átján leiki. Þá bauð Kasparov, sem hafði hvítt, jafn- tefli og Karpov þáði, enda staðan lítt spennandi. Þó svo leikhúsgestir á Broadway hafi varla átt ánægjulega kvöldstund var skákin þó býsna athyglisverð frá fræðilegum sjónarhóli. Karpov beitti nú Petrovs-vörn í fyrsta skipti í ein- víginu en þeirri alræmdu jafnteflis-' byrjun hefur skotið upp kolhnum endrum og sinnum í fyrri einvígjum þeirra. Strax í þriðja leik breytti heimsmeistarinn út af en Karpov hafði unnið heimsvinnuna vel. Hann lumaði á leynivopni í áttunda leik - óvæntu hliðarspori riddara - sem varð til þess að Kasparov lagðist í þunga þanka. Honum tókst ekki að finna leið til aö hrekja hugmynd Karpovs og er þeir undirrituðu frið- arsamninga var staðan í hárfínu jafnvægi. Karpov sýndi í þessari skák að hann á fleira í pokahorninu en gömlu, góðu afbrigðin. Hann er eldri en tvævetur: Ætlar hann kannski að spara mikilvægustu vopnin þar til síðar í einvíginu? Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Petrovs-vörn 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 Þetta er nýjung í vopnaskiptum þeirra félaga en hinn aðalleikurinn - 3. Rf3 - hefur fram að þessu orðið fyrir vahnu. Nú leiðir 3. - Rxe4 4. Bd3 d5 5. Rxe5 til afbrigðis, sem mjög hefur veriö í sviðsljósinu síðustu misseri. Karpov dustar hins vegar rykið af „gamla leiknum". 3. - exd4 4. e5 Re4 5. Dxd4 d5 6. exd6 fr.hl. Þrátt fyrir fingurbrjóta í síðustu skákum hvarflar ekki að heims- meistaranum aö falla í byrjunar- gildruna velþekktu: 6. Rc3? Bc5! 7. Dxd5? Bxf2+ og í næsta leik drepur svartur á c3 með skák og þar á eftir fellur drottningin. 6. - Rxd6 7. Rc3 Rc6 8. Df4 Svartur á ýmsa kosti í þessari vel- þekktu stööu. í nýlegri skák Sax og Jusupov var leikið 8. - Bf5 9. Bb5! sem gaf hvítum yfirhöndina. Aðalleikur- inn er 8. - g6 með það fyrir augum að setja biskupinn á homalínuna og ljúka liðsskipan en svartur hefur ekki getað sýnt fram á algjöra tafl- Skák Jón L. Árnason jöfnun. Karpov hristir nú þriðja möguleikann fram úr erminni... 8. - Rf5!? Byrjendum er kennt að koma öll- um mönnunum fram á borðið og leika ekki sama manninum oft. Hér brýtur Karpov þessa reglu en leikur- inn er þó rökréttur. Hann rýmir d6- reitinn fyrir biskup sinn, þar sem hann stendur afar vel. 9. Bb5 Bd6 10. De4+ De711. Bg5 f6 12. Bd2 Kasparov hefði mátt reyna 12. Bxc6 bxc6 13. Bd2 og gefa svörtum tvípeð á c-línunni. En hætt er við að biskup- amir tveir séu nægilegt mótvægi. T.d. 13. - c5 14. 0-0-0 Dxe4 15. Rxe4 Bb7 16. Hhel Kf7 o.s.frv. 12. - Bd7 13. 0-0-0 Dxe4 14. Rxe4 Be7 15. g4 a6! 16. Bc4 Rd6 17. Rxd6+ Bxd6 18. Hdel + Og jafntefli samið. -JLÁ Um 80 námsmenn víðs vegar að úr heiminum skráðu sig á Island- skynningu fyrir erlenda nýnema, sem Háskóli íslands, menntamála- ráðuneytið og utanríkisráðuneytið stóðu að fyrir helgina. Á kynningunni má segja að nem- endurnir hafi fengið ísland nánast beint í æð, en haldnir voru fyrirlestr- ar um jarðsögu íslands og auðlindir, íslenska félagsgerð, efnahagslíf og stjórnmál og um sögu og menningu íslendinga. Ásta Kr. Ragnarsdóttir, deildar- stjóri Námsráðgjafar HÍ, segir að kynning sem þessi sé afar mikilvæg fyrir erlenda námsmenn. „Þótt kynningar sem þessi hafi verið við- „Auðvitað er maður glaður þegar manni vegnar vel, ég er bara mann- legur í þeim efnum. Ég gerði ráð fyr- ir að fá álíka fjölda atkvæða í fyrsta sætið og ég fékk, hins vegar hélt ég að önnur atkvæði, sem féllu á fyrsta sætið, myndu ekki dreifast jafnmikið og raun ber vitni. Ég bjóst við að þau myndu fara meira á Pétur, sagði 01- afur Þ. Þórðarson þegar úrslit í próf- kjöri framsóknarmanna á Vestfjörð- um lágu fyrir. hafðar áður er þetta í fyrsta skipti sem við erum í samvinnu við utan- ríkis- og menntamálaráðuneyti.“ íslandskynningin er tvískipt. Ann- ars vegar er farið með hópinn út fyr- ir bæinn, að Gullfossi og Geysi, og hins vegar er fræðileg umfjöllun um land og lýð. Eftir það er nemendun- um boðið upp á íslenskan mat. „Þetta á að veita þeim meiri upp- lýsingar um land og þjóð. Þeir skilja betur umhverfi sitt og hvernig þjóð- félagið er uppbyggt. Komið hefur í ljós að það hefur tekið lungann úr dvöl sumra að átta sig á flokkakerf- inu hérna og hvernig íslensk dagblöð virka. Þessi kynning ætti þess vegna að nýtast þeim vel“„ segir Asta. -ns Ólafur var ótvíræður sigurvegari í prófkjörinu, fékk alls 292 atkvæði í fyrsta sætið af 478 en alls hlaut hann 409 atkvæði í prófkjörinu. Pétur Bjarnason hafnaði í öðru sæti en hann fékk 111 atkvæði í fyrsta sætið en 371 atkvæði alls. Katrín Marísdóttir hafnaði í þriðja sæti, Magnús Bjömsson í því fiórða og Magdalena Sigurðardóttir lenti í fimmta sætinu. -J.Mar .. t Olafur Þ. efstur á VestQörðum: „Auðvitað glaður“ í dag mælir Dagfari Miskunnsömu samverjarnir íslenska sjónvarpsfélagið hélt nýlega aðalfund. Fór sá fundur fram með hefðbundnum hætti, nema það að gengið var frá svoköll- uðum starfslokasamningi við fyrr- verandi aðaleigendur Stöðvar tvö, sem útleggst þannig að Jón Óttar og félagar voru leystir út með pen- ingum, sem var bæði viðeigandi og verðskuldað. Þétta eru jú mennirn- ir sem unnu það afrek að fremja bankarán aldarinnar, með því að ræna Verslunarbankann fyrir súp- unni sem kostaði að stofnsetja Stöðina. Verslunarbankinn fór nærri því yfir um og hefði gert það, ef nokkrir miskunnsamir samverjar úr verslunarstétt hefðu ekki af góðsemi sinni hlaupiö undir bagga með bankanum og keypt hann út úr sukkinu með nokkrum hundruðum milljónum sem þeir áttu afgangs. Síðan hafa þessir miskunnsömu samveijar glímt viö það verkefni að reisa Stöð tvö úr rústum og feng- u skólastjórann í Versló í Uð með sér undir forystu þeirra manna sem mest og best hafa vit á pening- um í verslunarstétt. Var það fríður hópur eins og nærri má geta, þótt hann hafi mátt una því að banka- ræninginn hafi lagst í það forað að klína á þá hverskyns prettum, svikum og fiárglæfrum. Má lesa þann pistil í Pressunni en þess á milli hefur Jón óttar gefið nýju eig- endunum góð ráð um það, hvernig megi græða á Stöðinni. Hann er ekki í vandræðum með þaö, kapp- inn sá, eftir að hafa hlotið viður- kenningu ársins sem „markaðs- maður Norðurlanda", fyrir kænsku sína í bankaránunum. Fór afhending þeirrar viðurkenningar fram í Þjóðleikhúsinu að viðstödd- um öörum mikilmennum úr við- skiptaheiminum. Þetta mun hafa gerst um það leyti sem Verslunar- bankinn uppgötvaði að hann hefði verið rændur. Stjórn íslenska sjónvarpsfélags- ins er ljóst að mikilmenni á borð við Jón Óttar þarf aö leysa út með gjöfum og þar að auki er augljóst að miskunnsömu samverjarnir í íslenska sjónvarpsfélaginu hafa farið að ráðum bankaræningjans um aö það sé enginn vandi að græða á Stöð tvö. Það var nefnilega opinberað á aðalfundinum að áætl- aður hagnaður á yfirstandandi ári muni nema 22 milljónum króna. Og ekki nóg með það. Jafnframt var tilkynnt á þessum sama aðal- fundi að gróðinn á næsta ári muni nema 114 milljónum, árið 1992,162 milljónum og 1993 verður hann kominn í 218 milljónir króna. Ná- kvæmt er það. Allt upp á punkt og prik og gróðinn ákveðinn upp á krónu. Þetta eru aldeilis tíðindi, ekki síst í ljósi þess að fyrr á þessu ári, efndu þessir sömu menn til blaðamanna- fundar til að skýra fráþví að Versl- unarbankinn og nýi Islandsbank- inn hefðu platað þá. Það vantaði sem sagt nokkur hundruð milljónir upp á að endar næðu saman gagn- stætt því sem bankinn hafði gefið upp þegar selt var. Reyndar kom í ljós, að mennimir sem keyptu Stöðina, voru mennirnir sem seldu Stöðina, þannig að sömu mennirnir sátu báðum megin borðsins. Á ein- hvem óskiljanlegan hátt hafði þeim tekist að plata sjálfan sig svo rosalega, að efna þurfti til blaða- mannafundar til að segja frá gabb- inu. Bankinn hafði með öðrum orð- um rænt samverjana með líku sniði og Jón Óttar hafði rænt bank- ann. Menn læra af mistökunum. En ekki samt nóg, því þeir áttuðu sig ekki á því að þeir höfðu verið að plata sjálfa sig við samninga- borðið. Einhvern veginn hafa aumingja mennirnir komist yfir þetta áfall og eru þess í stað farnir aö reikna út gróðann á næstu árum og fram á næstu öld. Skyldi engan undra þótt slíkir menn efnist og eigi af- gang undir koddanum til að kaupa sjónvarpsstöð í gustukaskyni. Auð- vitað gleðjast allir yfir þessari vel- gengni og kannski kemur að því að hægt verður að ráða Jón Óttar aftur til starfa, því það fer enginn í föt markaðsmanns Norðurlanda, þegar menn þurfa á því að halda að eyða gróðanum. Eftir því sem gróðinn verður meiri, minnka lík- urnar á því að Stöðin tapi, en tap Stöðvarinnar er einmitt lykillinn að því að Stöðin græði. Þetta geng- ur auðvitað ekki upp nema Stöðin sé rekin af mönnum sem vita hvernig á að tapa til að geta grætt. Og svo þarf að hafa menn í stjórn sein kunna að reikna gróðann fram í tímann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.