Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórrí - Auglýsingar - Ás *krift - Dreifing: Simi 27022 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. Líkamsmeiðlngar: Fannst illa út- leikinn og með> vitundarlaus » Fjögur líkamsmeiöingamál voru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykja- vík í fyrrinótt. Um klukkan hálfþrjú í fyrrinótt fundu vegfarendur 45 ára gamlan mann liggjandi meðvitundarlausan á jörðinni fyrir utan húsið að Lágmúla 9. Maðurinn var illa útleikinn og var taliö líklegt að hann hefði orðið fyrir líkamsárás. Farið var með manninn . á slysadeild í sjúkrabíl. Ekki er vitað um hver veitti manninum áverka. Um klukkan hálfíjögur var ráðist á mann fyrir utan Gauk á Stöng og honum veittir áverkar í andliti. Mað- urinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en lögreglan handtók einn árásarmann. Hálftíma síðar var ráð- ist á mann fyrir utan Hótel Borg. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur í fangageymslur. Um svipað leyti hlaut maður meiðsl vegna átaka viö pylsuvagn í Lækjargötu. Hann var fluttur á slysadeild. -ÓTT Hækka aðrir líka vexti? Farmennfelldu Félagar í Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands (FFSÍ) felldu nýgerðan kjarasamning sam- bandsins og Landssambands ís- lenskra útvegsmanna í atkvæða- greiðslu um helgina. Níu félög af fimmtán aðildarfélögum FFSÍ greiddu atkvæði um samninginn. Á kjörskrá voru 2557, af þeim greiddu 939 atkvæði. 526 sögðu nei viö samn- ingnum en 413 já. FFSÍ hafði boðað tilverkfalls20.nóvember. -J.Mar -Sjáeinnigbls.2. LOKI Nú hljóta Dagsbrúnar- menn að loka öllum símaklefunum! Bandaríkjamenn, Bretar og Islendingar kanna Reykjaneshrygg: á skjálftasvæðinu? Bandarísk flugvél mældi 30 gráða hita í sjónum um helgina á þvi svæði sem mikil jaröskjálfta- hrina stóð yfir i síðustu viku - um 150 kílómetra suðvestur af Reykja-, nestá. „Þaö mældist þarna ótrúlega hár hiti. Hins vegar eigum við eftir að fara á staðinn og athuga þetta,“ sagði Jón Ólafsson, leiðangurs- stjóri frá Hafrannsóknastofnun, við DV. Hann sagði að allt benti til þess að á þessum slóðum sé jarð- hitasvæði. Hins vegar hafi engar traustar vísbendingar komið fram ennþá sem bendi til að um neðan- sjávareldgos sé að ræða. Leiðangursmenn voru að kanna ástandið um 50 kílómetra suðvest- ur af Reykjanesi í gær. Þar kom fram öflug jaröskjálftahrina síð- degis á laugardag - sterkustu kipp- irnir mældust 4,3 á Richter. Draga fór úr kippunum í fyrrinótt. Gert var ráð fyrir að skipið yrði komið i dag á þann stað sem banda- riska flugvélin kastaði niður dufli og mældi hinn háa sjávarhita um helgina. Um mundssyni borð i Bjarna Sæ- eru bandarískir og breskir sérfræðingar. í maí í fyrra mældist fyrsta kröft- uga jarðskjálftahrinan á svæðinu - um 500 kílómetra frá Reykjanestá. Sú næsta stóð yfir dagana 8.-9. september, 1000 kílómetra frá landi. Á þriðjudag mældust skjálft- arnir í 150 kílómetra fjarlægð og nú síðast um helgina, 50 kilómetra frá landi. Hér er um að ræða skjálfta sem hafa mælst á rösklega 900 kílómetra belti í beinni linu á hryggnum í suðvestur frá Reykja- nesskaga. „Þetta er það mesta sem við höf- um séð í áratugi,“ Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur við DV. -ÓTT Fengu tæpar 14 miUjónir í lottói: - > „Þetta er eitthvað w svo óraunverulegt" j 4 m „Það verður bankaráðsfundur á morgun í Búnaðarbankanum og þar veröa vaxtamál á dagskrá. Við bankastjórar leggjum þar fram okk- ar tillögur en bankaráðið tekur síöan ákvörðun,“ sagði Sólon R. Sigurðs- son, bankastjóri Búnaðarbankans, í samtali við DV í morgun. Hann vildi ekki segja til um hverjar tillögur bankastjóranna yrðu en benti á að verðbólgan væri á uppleið og því yrði að svara. „Við munum nota næstu daga til að spá í verðbólguspilin og afla okkur gagna. Síðan verður bankaráðsfund- ur á fimmtudaginn þar sem ákvörð- un um vaxtamálin verður tekin í lj ósi þeirra upplýsinga,“ sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- * bankans, í samtali við DV í mórgun. -S.dór Guðmundur J.Guðmundsson í ræðustóli á Dagsbrúnarfundinum i gær. DV-mynd Hanna Formaður Dagsbrúnar: Semjum viðaðra „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig manni líður, maður er ekki búinn að átta sig á þessu ennþá,“ sagði Jón G. Þorsteinsson, húsasmið- ur á Sauðárkróki, en hann og fjöl- skylda hans urðu tæpum 14 milljón- um ríkari á laugardagskvöldiö eftir að hafa veriö ein með allar tölur rétt- ar í lottóinu. „Konan mín keypti einn miða á fóstudaginn og lét kassann velja töl- urnar. Við vorum ekki yfir sjón- varpinu þegar drátturinn fór fram og það var ekki fyrr en seinna um kvöldið að við sáum að við vorum með allar tölur réttar. Við urðum öll mjög hissa og erum varla farin að trúa þessu ennþá, þetta er eitthvað svo óraunverulegt allt saman. Maður hefur aldrei haft neitt svona úr að spila áður,“ sagði Jón Jón sagðist ekki spila oft í lottóinu, það væri helst ef potturinn væri tvö- eða þrefaldur að keypur væri miði og það hefði komið fyrir að hann hefði haft þrjá rétta. Nú voru þau hins vegar ein með allar tölur réttar í þreföldum potti. Vinningsupphæð- in sem kemur í þeirra hlut er 13.689.011 krónur. - En hvernig hyggist þið verja aur- unum? „Það er nú ekkert fariö að ákveða það neitt, ég er að brasa í húsbygg- ingu og sjálfsagt fer eitthvað af þessu í að borga skuldirnar af því. Þetta snýr dæminu alveg við eins og gefur að skilja," sagði hinn nýbakaði millj- ónamæringur. -hge „Við ætlum okkur að semja við aðra banka og mér sýnast Lands- bankinn og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis einna helst inni í mynd- inni eins og staðan er nú,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar. Almennur félagsfundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún samþykkti í gær aö félagiö myndi hætta öllum viðskiptum sínum viö íslandsbanka á morgun vegna vaxtahækkunar á bilinu 0,5-2,0 prósent er bankinn til- kynnti nú um mánaðamótin. „Við eigum töluvert á annað hundrað milljónir króna inni hjá bankanum. Auk þess renna geysileg- ar upphæðir um íslandsbanka úr sjúkrasjóði og atvinnuleysisbóta- sjóði og bankinn verður einnig af þeim viðskiptum. Jafnframt munum við leggja til að lífeyrisbætur úr líf- eyrissjóði hætti að fara í gegnum bankann,“ sagði Guðmundur. -J.Mar Dýrara að hringja úr símaklefum: um ,c,(l/ Ein er sú verðhækkun hjá Pósti og síma sera ekki hefur áður veriö sagt frá opinberlega og er þó um 762%. Það er afgreiöslugiald ef liringt er úr símaklefa á pósthúsum. Áður var þetta gjald 3,92 krónur sem greiddist fyrir hvert simtal en fyrsta september hækkaði það upp í 33,80 krónur. „Viö gátum ekki afgreitt simatal, gefiö kvittun og skráð það hjá okk- ur fyrir 3,92. Alls staðar þar sem þessi gjöld eru tekin er hægt að komast í sjálfsala", sagði Guð- mundur Björnsson, aðstoðar póst- og simamálastjóri. -hge Veðriðámorgun: Rigning sunnan-og vestanlands Á morgun verður sunnanátt, sums staðar allhvöss suðvestan- og vestanlands en hægari í öðrum landshlutum. Sunnan- og vestan- lands verður rigning en að mestu þurrt annars staðar. Hiti verður allt að sjö stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.