Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 15
I MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. 15 Skólagjöld - góð hugmynd Frá því hefur veriö skýrt opin- berlega, að Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráöherra og embætt- ismenn hans hafi um hríð velt því fyrir sér, hvort kreQast eigi skóla- gjalda í Háskóla íslands í líkingu við það, sem tíðkast í erlendum háskólum og í Verslunarskólanum í Reykjavík. Svo sem við var að búast, hafa fulltrúar stúdenta rekið upp rama- kvein, enda er það beinlínis hlut- verk þeirra að standa vörð um sér- hagsmuni stúdenta. Háskólarektor og aðrir talsmenn Háskólans hafa einnig látið í ljós efasemdir um hugmyndina. Nú skal ég ekkert segja um út- færslu hennar í fjármálaráðuneyt- inu, og vel getur verið, að Ólafi Ragnari gangi illt eitt til. En sterk rök hníga þó að skólagjöldum, og hyggst ég hér reifa þau stuttlega. Réttlætisrökin: Menn greiði fyrir það, sem þeir fá Fyrir sex árum tók Ólafur Ragn- ar þátt í sjónvarpsumræðum með Milton gamla Friedman, sem þá var staddur hér á landi. Þar hneykslaðist Ólafur mjög á því, að innheimtur hefði verið aðgangs- eyrir að fyrirlestri, sem Friedman hélt á vegum viðskiptadeildar Há- skóla íslands. (Aðgangseyririnn nam meðaleyðslu meðalstúdents eina helgi.) Þetta hefði ekki verið venja. Friedman varð ekki svarafátt fremur en fyrri daginn. Hann benti á það, að eitthvað hlyti að hafa kostað áður fyrr að haida fyrir- lestra án aðgangseyris. Munurinn á þeim og fyrirlestri sínum væri því sá einn, að þeir, sem ekki sóttu slíka fyrirlestra áður fyrr, hefðu Kjallarmn Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði orðið að greiða fyrir þá. En í tilviki sínu yrðu þeir einir að greiða fyrir hann, sem kæmu til að hlýða á hann. Er þetta ekki sjálfsögð regla? Eiga ekki þeir einir að greiða fyrir þjón- ustu, sem njóta hennar? Hvers vegna ber að smeygja reikningnum í vasa annarra? Ég fæ ekki séð, hvers vegna saumakonan í Breið- holti og sjómaðurinnn í Bolungar- vík eiga að greiða fyrir frönskunám og rauðvínsdrykkju læknisdóttur- innar í París eða tannlæknanám, sem ungur og fégjam maður ræðst í til þess að hækka ævitekjur sínar. Hagkvæmnisrökin: Menn fara sparlegar með það, sem þeir fá Jafnframt því sem réttlætisrök má leiða að skólagjöldum, hníga auðvitað sterk hagkvæmnisrök að þeim. Það er gömul og ný lífsregla og kennd í öllum byrjendanám- skeiðum í hagfræðideildum há- skóla, að menn fara sparlegar með það, sem þeir fá, ef þeir greiða rétt verð fyrir það, - ef þeir bera með öðrum orðum sjálfir fulla fjár- hagslega ábyrgð á ákvörðunum sínum. Ég er sannfærður um, að stúdent- ar myndu haga námi sínu á annan hátt, þyrftu þeir sjálfir að greiða fyrir það, að minnsta kosti að ein- hveiju leyti. Færri myndu innrit- ast í Háskólann og aðeins þeir, sem ætluðu sér raimverulega í nám. Stúdentar myndu líka leggja harð- ar að sér, ljúka náminu á tilsettum tíma, hætta að slæpast (eins og sumir þeirra gera nú). Afköst myndu í sem fæstum orðum aukast í Háskólanum, og er ekki vanþörf á því. Háskólinn myndi líklega skila færri einstaklingum við hið nýja fyrirkomulag, en betur menntuð- um og á ódýrari hátt. Hann myndi líka öðlast miklu meira fjárhags- legt og akademískt sjálfstæði. Há- skólinn getur ekki ætlast til þess, eins og hann gerir nú, að skatt- greiðendur borgi reksturinn, en fulltrúar þeirra (menntamálaráð- herra og Alþingi) fái engu að ráða um stjórn eða stefnumörkun. Hugsanleg gagnrök: Hvað um fátækt fólk? Þegar sjónarmið sem þessi eru viðruð, er viðkvæðið ætíð hið sama: Á að loka Háskólanum fyrir efnilegu, fátæku fólki? Holur hljómur er í þessari röksemd, á meðan háskólakennarar komast varla á hjólum sínum að húsum Háskólans fyrir glæsibílum nem- enda! Þá má benda á það, að hvergi er líklega auðveldara fyrir ungt fólk að fá atvinnu en á íslandi: Getur sá htli minnihluti, sem ekki kemst af eigin rammleik í nám, ekki unnið hörðum höndum í eitt eða tvö ár og safnað fyrir náminu? Enn fremur ber að hafa í huga, að skattar lækka, ef námsmenn greiða sjálfir fyrir nám sitt í staö þess að senda skattgreiðendum reikninginn. (Blessaðir stúdent- arnir, sem hafa hvað hæst gegn skólagjöldum, gera sér ekki grein fyrir því, að munur er á skamm- tíma- og langtímahagsmunum þeirra sjálfra. Því meiri styrki sem þeir þiggja nú, því hærri verða skattar á þá síðar.) Aðalatriðið er þó það, að vanda fátæks fólks má leysa, án þess að styrkir til efnafólks fylgi með í kaupunum. Einfaldasta ráðið er að tryggja öllum þeim námsmönnum lán, sem ekki geta kostað nám sitt sjálfir, á meðan á því stendur. En þau lán eiga vitaskuld að vera á eðlilegum vöxtum, en ekki hálf- gerðir styrkir, eins og nú er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Eiga ekki þeir einir að greiða fyrir þjónustu, sem njóta hennar? Hvers vegna ber að smeygja reikningnum í vasa annarra?“ mesta öryggið er að eiga sitt eigið húsnæði. Það hefur verið kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í hús- næðismálum að hjálpa fólki til að eignast sitt eigið húsnæði og þaö geti þar með notið þess öryggis og sjálfstæðis sem slíkt hefur í för með sér. Til þess að séreignastefnunni verði hrundið hvað best í fram- kvæmd þarf fyrst og fremst að leggja áherslu á það að auðvelda fyrstu íbúðakaup fólks. Þetta má gera á ýmsan máta, t.d. með lægri vöxtum, lengri greiðslutíma eða sérstökum skattaafslætti. Breytingar í húsnæðis- málum Það hefur stundum verið sagt að íslenska húsnæðiskerfið sé frum- skógur. Hvort sem það er rétt lýs- ing eða ekki þá er ljóst að úrbóta er þörf til að draga úr umfangi þess og fjárþörf. Hér eru settar fram nokkrar hugmyndir: KjaUariim Viktor B. Kjartanson formaður samtaka ungra sjálf- stæðismanna i Reykjaneskjör- dæmi og þátttakandi i prófkjöri Sjálfstæöísf lokksíns í kjördæminu „í dag er það ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk að byggja sér þak yfir höfuðið," segir m.a. í greininni. • Koma þarf lánaumsýslu í hend- ur bankakerfisins. Þannig yrði þjónustan skjótari og betri. Sér- stakar reglur þyrftu auðvitað að gilda um þessa þjónustu. • Lán beri markaðsvexti til þess að ekki skapist misræmi á milli framboðs og eftirspurnar eins og nú hefur orðið raunin. • Auðvelda ber kaup þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð t.a.m. með sérstökum húsnæðis- styrk, skttafrádrætti, vaxtanið- urgreiðslu eða lengri greiðslu- tíma. • Svipað tillit má taka til sérstakra undantekningatilvika s.s. ör- yrkja, einstæðra foreldra, fatl- aðra og byggingar félagslegra íbúða t.d. fyrir aldraða og náms- menn. • Húsnæðisstofnun verði ráðgjaf- ar- og eftirlitsstofnun. Veiti al- menningi ráðgjöf um fasteigna- viðskipti gegn vægu gjaldi og sinni eftirliti með lánastofnun- um. Þörf á stefnumótun Þegar í stað þarf að móta framtíð- arstefnu í húsnæðismálum. Sú óvissa sem nú ríkir er óþolandi fyrir ungt fólk. Hér hafa verið sett- ar fram hugmyndir um úrbætur í húsnæðismálum. Ljóst er að fara má ýmsar leiðir að markmiðinu sem á fyrst og fremst að vera efling á séreignastefnunni í húsnæðis- málum. Það verður best gert með því að hjálpa fólki að eignast sína fyrstu séreign. Viktor B. Kjartansson Þau mál sem brenna oft hvað heitast á ungu fólki eru húsnæðis- mál. Flestir vilja renna tryggum stoðum undir framtíð sína og koma sér þaki yfir höfuðið. Seinvirkt og fjárvana í dag er það ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk að byggja sér þak yfir höfuðið. Húsnæðiskerfið er bæði seinvirkt ogfjárvana auk þess sem veruleg óvissa ríkir um fram- tíð þess. Húsbréfakerfið er ekki góður kostur nema fólk hafi nokkurt eigið fé eða töluverðar tekjur. Það er því erfitt fyrir þorra ungs fólks að nýta sér húsbréfin fyrr en eftir einhvern tíma á vinnumarkaðinum og þol- raunir á húsaleigumarkaðinum. Séreignastefnan Ef þessu verður svo háttað mun þörfin fyrir leiguhúsnæði vara. Ungt fólk fer fyrr að heiman en áður og ef það hefur ekki bolmagn til að eignast íbúð þá leitar það í leiguhúsnæði. Það er ekki nokkr- um blöðum um það að fletta að „Til þess aö séreignastefnunni verði hrundið hvað best í framkvæmd, þarf fyrst og fremst að leggja áherslu á það að auðvelda fyrstu íbúðakaup fólks.“ Séreignastef nu í verki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.