Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 24
££ 32 .oeei flaaMavÓM .0 huoaoumám MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. Smáauglýsingar ■ Þjónusta______ M Líkamsrækt Leigjum út veislusal fyrir alls konar mannfagnað, afmælisveislur, árs- hátíðir, erfidrykkju, brúðkaup, ferm- ingar, fundi, jólaböll o.fl. Mannþing, Borgartúni 18, símar 672020 og 613115. Fótbolti, körfubolti, blak, skallatennis, badminton o.fl. Eigum nokkra tíma lausa í íþróttasalina um helgar og fyr- ir kl. 17 virka daga. Tilvalið fyrir vaktavinnu- og skólafólk. Ath. mán- aðarkort í tækjasal á aðeins 1900 kr. Góður leiðbeinandi. Námskeið í leik- fimi byrjar 1. nóvember og 1. desemb- er, verð 3500 kr. Góður kennari. Gullsport, Stórhöfða 15, s. 672270. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! ||UWERDAR Wt' BR0SUM / í nmfkríHnnl í umferðinni og allt gengur betor! TAEKWONDO Nýjung á íslandi. Lærið kór- eska sjálfsvarnaríþrótt. Byrj- endanámskeið hefst 6. nóv. 2 færir kennarar sjá um kennslu, Steven Hall, 3. dan, og Ægir Sverrisson, 1. dan. Innritun í síma 38521 milli kl. 16 og 18 alla virka daga. . ■ ■ 1 3V SE Á t UPF ENDLAR ÓSKA AFGREIÐSLU DV STRi •LÝSINGAR í SÍMA 271 ST &X. 922. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að und- angengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án 'frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum. Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 7.-9. greiðslutímabil með eindögum 15. hvers mánaðar frá ágúst til október 1990. Reykjavík 1. nóvember 1990 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Merming Sálarstríð Medeu Hvaða erindi á ævaforn harmleikur byggður á ennþá eldri goðsögnum til okkar sem lifum á öld hraða og tæknidýrkunar? Er það svo að texti, sem ritaður var fyrir hartnær 2400 árum, geti enn í dag hrifið okkur og varpað ljósi skilnings á mannlegt eðli? Vissulega eru svörin við báðum þessum spurningum augljós. Leikrit Evrípídesar, Medea, fjallar um eitur afbrýðisseminnar og það hyldýpi hefndarþorstans sem heltekur Medeu þegar hún kemst að því að bóndi henn- ar ætlar að taka sér nýja konu. Verkið er snilldarlega skrifað, skírskotun þess altæk og áhorfendur geta les- ið.út úr textanum ýmislegt, sem höfðar beint til nútím- ans. Medea harmar til dæmis sárlega hlutskipti sitt sem konu. Ræða hennar hittir beint í mark í jafnréttisum- ræðu dagsins í dag og orð bónda hennar, sem blindað- ur af hagsmunahyggju réttlætir gjörðir sínar, láta kunnuglega í eyrum. Höfundurinn gerir Medeu stórbrotin skil í yerkinu en hetjan Jason er hins vegar lltill karl og hentistefnu- maður. Varla er hægt að bera saman ræðu Medeu þegar hún rökstyður gjörðir sínar og þau voðaverk er hún hyggst vinna og hins vegar smámannlega rétt- lætingu Jasonar á þeim vendingum sem hann tekur í hjónabandsmálum. Þó að höfundur sé að færa gamla goðsögn í leikræn- an búning er hann einnig að koma á framfæri algildum mannlegum sannindum og harmleikurinn um Medeu er fyrst og fremst hádramatískur og skáldlegur. Þýðing Helga Hálfdánarsonar er eins og við er að búast úr smiðju þess listasmiðs íslenskrar tungu. Fín- leg blæbrigði hrynjandi og inntak skila sér- fullkom- lega svo að hvergi er hnökra að finna. í textanum fara saman snilli frumtextans og ljóst, skýrt og lifandi ís- lenskt mál. í þessari uppsetningu Alþýðuleikhússins er túlkun textans þríein. Að sjálfsögðu er hið talaða orð þunga- miðjan en textinn er líka túlkaður í tónlist/söng og dansi. Vægi þessara þátta er mikið og sérstök tónlist samin fyrir sýninguna. Tónskáld sýningarinnar er Leifur Þórarinsson og dansaskáld Hlíf Svavarsdóttir. Jóhanna V. Þórhallsdóttir syngur hluta textans og þrír hljóðfæraleikarar leika með í sýningunni. Laglín- ur eru einfaldar og mikil áhersla lögð á að höndla inntak textans sem sunginn er. Allur flutningur tón- hstar var mjög góður. Á sama hátt er danstúlkun notuð til þess að brjóta upp einhliða flutning textans og tjá tilfinningar, kvíða og sorg kórs Korintukvenna sem sér hvað verða vill án þess að geta aðhafst neitt. Dansarnir féllu misvel inn í ferlið. Oftast styðja þeir og dýpka merkingu text- ans en á stöku stað fannst mér þeir trufla og dreifa athyglinni. Dansarar eru þær Lára Stefánsdóttir, Lilja ívars- dóttir og Bryndís Petra Bragadóttir og var túlkun þeirra falleg þó að stundum skorti á samhæfingu. Uppsetningin er oft mjög myndræn en þessi skipting á það til að veikja textann í stað þess að þjappa honum saman og dregur þar með úr dramatísku inritaki hans. í heild fannst mér sýningin fullköld og fjarræn og vanta meiri blóðhita. Hins vegar er hún vel unnin og heildstæð á þeim forsendum sem byggt er á og leikstjórinn, Inga Bjarna- son, hefur lagt mikla rækt við uppsetninguna. Sviðsmyndin ér byggð upp á sterkum, hreinum og skýrum formum og litaskali flestra búninganna er dempaður. En svo koma sterkir litir inn í myndina, eins og búningur Medeu. í baksýn á sviðinu eru tveir íhvolfir veggir, hvor til sinnar handar, og þríhyrndur stöpull á milli þeirra. Skáhallandi gólfflötur gengur fram og endar í hvössu horni fram á salargólfið. Þessi umgjörð er nýtt fyrir formsterka en dálítið kyrrstæða uppsetningu, þegar frá er talinn dansinn. Leikritið er talið skrifað árið 431 f.Kr. og byggir eins og fyrr er sagt á sögninni um Jason og konu hans, konungsdótturina Medeu. Jason hafði eins og fleiri fornkappar verið sendur í mikla háskafór þar sem hann lenti í erfiðum mannraunum. Þá kom fjölkynngi Medeu að góðum notum en engu að síður þurfti hún bæði að fórna bróður sínum og einnig að brjóta allar brýr að baki sér hjá ættmennum sínum fyrir ást sína á Jasoni. Frásögn Evrípídesar hefst alllöngu síðar þegar Medea hefur komist að því að Jason ætlar að taka sér nýja konu, dóttur Kreons konungs í Korintu. Medea tekur þetta óstinnt upp og strax í upphafi verksins kemur fram váboði þegar fóstra hennar orðar illan grun um að vöðaverk liggl í loftinu. Og hefnd Medeu er grimmileg. Hún hyggst fyrst fyr- irkoma brúði Jasonar og síðan tveimur ungum sonum sínum og Jasonar. Þá fyrst telur hún fullhefnt fyrir svik hans. Eintal Medeu, þegar hún lýsir ætlan sinni' og tilfinn- ingum, er einstakt. Hjá henni togast á annars vegar móðurástin og hins vegar botnlaus afbrýðisemi og hefndarþorsti. Jórunn Sigurðardóttir leikur hlutverk Medeu sem hlýtur að teljast meðal stórbrotnustu kvenhlutverka leikbókmenntanna. Eins og gilti um sýninguna alla fannst mér túlkun Jórunnar fullslétt og felld, rétt eins og vantaði herslumuninn á að sýna ólguna sem inni fyrir býr. Þó brá fyrir neistum af þeirri glóð sem er að brenna Medeu upp til agna, einkum í svip og fasi, Jórunn Sigurðardóttir leikur titilhlutverkið i uppfærslu Alþýðuleikhússins á Medeu. Leildist Auður Eydal þegar líður á verkið. Og gervið var mjög gott, kjóllinn rauður sem blóð og hárið tinnusvart. Anna Sigríður Einarsdóttir var traust í hlutverki fóstrunnar og „opnaði" sýninguna mjög vel. Jónína Ólafsdóttir gerði mynd barnavarðarins sterka og börn- in tvö, sem léku syni Medeu og Jasonar, skiluðu sínum hlutverkum vel. Harald G. Haraldsson mátti varla vera lítilmótlegrí í hlutverki Jasonar. Hann sýndi vel smámennið og túlkaði sannfærandi ræðu hans um það að þegar allt kæmi til alls væri hann einungis að tryggja hag Medeu og barnanna með hinu nýja kvonfangi. Hins vegar var ekki gott að ímynda sér hetjuna prúðu og kappann Jason, sem goðsögnin segir frá, enda fer Evrípídes ómjiikum höndum um hann, eins og áður var sagt, og gerir hann að algjörri andstæðu hinnar stórbrotnu og goðumbornu Medeu. Eyvindur Erlendsson var fullþvingaður í hlutverki Kreons, konungs í Korintu, og sama mátti segja um Stefán Sturlu Sigurjónsson í hlutverki Eigefs, konungs í Aþenu. Hann sýndi hins vegar ágæt tilþrif í hlut- verki sendiboðans, sem segir frá láti brúðar Jasonar, þegar banvænar gjafir Medeu hafa náð tilgangi sínum. Kór Korintukvenna samanstendur af söngkonunni Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, dönsurunum þremur, sem áður var getið og Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem er formælandi þeirra. Þórunn ijáði kórréttum tóni í framsögninni sem bar vott um kvíðablandinn trega og vitneskjuna um óumflýjanleg órlög. Þó að mér hafl fundist vanta skarpari áherslur og meiri blóðhita í uppsetninguna er þessi sýning Al- þýðuleikhússins sannarlega þess eðlis aö enginn leik- húsunnandi ætti að láta hana fram hjá sér fara. Alþýöuleikhúsið sýnir i Iðnó: MEDEA Höfundur: Evrípídes Þýðing: Helgi Hálfdanarson Leikstjóri: Inga Bjarnason Tónskáld: Leifur Þórarinsson Dansskáld: Hlíf Svavarsdóttir Leikmynd: Sigriður Guöjónsdóttir Búningar: Ásdís Guðjónsdóttir Lýsing: Björn Guömundsson Förðun: Kristín Thors -AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.