Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. Fólk í fréttum Bolli Héðinsson Bolli Héöinsson, efnahagsráðunaut- ur ríkisstjórnarinnar, hefur veriö í fréttum vegna opnunar stjómstöðv- ar Securitas á Akureyri. Bolh er fæddur 5. febrúar 1954 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi í MH1974. Hann var í námi í þýsku og fjölmiðlafræði í Westfalische Wil- helms háskólanum í Munster í Westfalen í V-Þýskalandi 1974-1975 og í fjölmiðlafræði í Ludwig-Maxim- ilians háskólanum í Munchen 1975- 1976. Bolli var blaðamaður á Dag- blaðinu 1975-1980 og lauk viðskipta- fræðiprófi í HÍ1981. Hann var stundakennari í MH1980-1981 og fréttamaöur á Sjónvarpinu 1981- 1982. Bolli var hagfræðingur Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands 1982-J986 og varð efnahags- ráðunautur ríkisstjómarinnr 1987. Hann var í framhaldsnámi í hag- fræði í háskólanum í Rochester í New Yorkríki í Bandaríkjunum 1987-1989 og hefur verið efnahags- ráðunautur ríkisstjómarinnar frá 1990. Bolli var formaður stúdenta- ráðs HÍ1978-1979 og í stjórn LÍN 1978-1979. Hann var í stjórn afla- tryggingasjóðs 1982-1987 og í miö- stjórn Framsónarflokksins 1986- 1988. Bolli hefur verið formaður tryggingaráðs ríkisins frá 1989 og í framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins frá 1989. Bolli kvæntist 15. ágúst 1980 Ástu Steinunni Thoroddsen, f. 24. apríl 1953, MSc hjúkrunarfræðingi, lekt- or í hjúkrunarfræðum í HÍ. Foreldr- ar Ástu eru: Einar Thoroddsen, yfir- hafnsögumaður í Rvík, og kona hans, Ingveldur Bjarnadóttir. Börn Bolla og Ástu eru: Einar Gunnar Guðmundsson, f. 29. mars 1972, stjúpsonur og Sverrir, f. 30. janúar 1980, Atli, f. 2. mai 1985 og Bryn- hildur, f. 12. janúar 1990. Foreldrar Bolla eru: Héðinn Finnbogason, f. 10. maí 1923, d. 23. febrúar 1985, lög- fræðingur í Rvík, og kona hans, Auður Böðvarsdóttir, f. 19. ágúst 1922, d. 9. mai 1982, bókavörður. Héöinn var sonur Finnboga, b. í Hítardal, bróður Guðríðar, ömmu Hauks Haukssonar varaflugmála- stjóra, Jóhannes L.L. Helgason, for- stjóra Happdrættis Háskólans, Úlfs Árnasonar hvalafræðings og Ólafs H. Oddssonar, læknis á Akureyri. Finnbogi var sonur Helga, b. á Kvennabrekku, bróöur Þorsteins, föður Bjarna, prests og tónskálds á Siglufirði, og skipstjóranna Hall- dórs í Háteigi, Kolbeins og Þorsteins í Þórshamri, afa Þorsteins Gunnars- sonar, arkitekts og leikara. Helgi var sonur Helga, b. á Mel í Hraun- hreppi, bróður Helga í Álftártungu, langafa Hauks Helgasonar, aðstoö- arritstjóra DV, og Steinars Bents Jakobssonar, forstjóra Vestur-nor- ræna iðnþróunarsjóðsins. Annar bróðir Helga var Ólafur, langafi Sig- ríðar, móður Rögnvaldar Sigurjóns- sonar píanóleikara. Helgi var sonur Brands, b. á Saurum í Hraun- hreppi, Helgasonar, b. á Beigalda, Gunnlaugssonar, bróður Valgerðar, langömmu Sigríðar, langömmu Megasar. Móðir Helga Helgasonar var Guðríður Þorsteinsdóttir, prests á Staðarhrauni, Einarssonar, prests á Reynivöllum, Torfasonar, prófasts á Reynivöllum, Halldórssonar, bróður Jóns, vígslubiskups og fræðimanns í Hítardal, fóöur Finns, biskups í Skálholti, fóður Hannesar, biskups í Skálholti, ættföður Fins- enættarinnar, langafa Níelsar Fins- en, nóbelsverðlaunahafa í læknis- fræði. Móðir Finnboga var Guðný Hannesdóttir, b. á Ytri-Hrafnabjörg- um, Illugasonar, og konu hans, Halldóru Vilhjálmsdóttur. Móöir Héðins var Sigríður, ljós- móðir Teitsdóttir, hafnsögumanns í Rvík, Péturssonar og konu hans, Kristínar Bergþórsdóttur, hafn- sögumanns í Straumsfirði, Berg- þórssonar. Móðir Kristínar var Kristín Árnadóttir, systir Arndísar, langömmu Ingiríðar, ömmu Ingu Jónu Þóröardóttir, formanns Út- varpsráðs. Auöur var dóttir Böðvars, kaup- félagsstjóra á Bíldudal, bróður Guð- rúnar, móður Þórðar Þ. Þorbjarnar- sonborgarverkfræðings. Böðvar sonur Páls, alþingismanns og próf- asts í Vatnsfirði, Olafssonar, al- þingismanns og prófasts á Melstað, Pálssonar, prests í Guttormshaga, Ólafssonar, prests í Eyvindarhól- um, Pálssonar, bróður Páls á Hörgs- landi, langafa Guðrúnar, móður Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Páls var Helga Jónsdóttir „eldprests" Steingrímssonar. Móðir Ólafs á Melstað var Kristín Þor- valdsdóttir, prófasts og skálds á Bolli Héðinsson. Holti undir Eyjafiöllum, Böðvars- sonar, langafa Finnboga, föður Vig- dísar forseta. Móðir Páls í Vatnsfirði var Guðrún Ólafsdóttir, Stephen- sens, dómsmálaritara í Viðey, og konu hans, Sigríðar Stefánsdóttur Stephensens, systur Stefáns, lang- afa Þóris Stephensens, staðarhald- araíViðey. Móðir Böövars var Arndís, systir Ragnhildar, móður Kristjáns Thorlaciusar, formanns BSRB. Arndís var dóttir Péturs Eggerz, verslunarstjóra á Borðeyri, og konu hans, Jakobínu Pálsdóttur Mel- steðs, systur Ragnheiðar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar. Afmæli Hreiðar Pálmason Hreiðar Pálmason, sölumaöur hjá Ásbirni Ólafssyni heildverslun, Laugarásvegi 65, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Hreiðar er fæddur á Helgastöðum í Reykjadal í Suöur-Þingeyjarsýslu og ólst upp í foreldrahúsum þar og í Pálmholti í sömu sveit. Hreiðar var tvö ár til sjós á fiskibát, starfaði síð- an hjá SÍS á Akureyri og hjá Akur- eyrarbæ. Hann ílutti til Reykjavíkur 1971 og hóf þar starf hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hann hefur starf- að síðan. Hreiðar hefur sungið mikið með karlakórum. Hann hóf að syngja með Karlakór Reykdæla 1956, söng síðan með Karlakór Akureyrar í tólf ár og hefur sungið meö Karlakór Reykjavíkur frá því hann flutti suð- ur. Hann hefur verið einsöngvari með karlakórum í áraraðir og þess utan sungið einsöng við ýmis tæki- færi. Hann stundaði söngnám við Söngskóla Reykjavíkur í tvo vetur, hjá Kristni Hallssyni. Fjölskylda Hreiðar kvæntist 30.12.1961 Evu Elsu Siguröardóttur, f. 10.2.1939, húsmóður sem jafnframt starfar við aöhlynningu á dvalarheimilinu Skjóli. Foreldrar Evu: Sigurður Þóröarson, bifreiðastjóri í Reykja- vík, og Svava Einarsdóttir frá Brekkuvöllum á Barðaströnd, lengst af húsmóðir á Patreksfirði en hún er látin. Hreiðar og Eva eiga einn son, Pálma Rafn, f. 1.2.1973, verslunar- skólanema. Systkini Hreiðars eru Snjólfur Hörður Pálmason, f. 12.2.1938, leigu- bifreiðastjóri og félagi í Ljóðakóm- um í Reykjavík, var kvæntur Helgu Haraldsdóttur sundkennara og á hann þrjú börn; Magnús Pálmason, f. 14.4.1943, b. að Syöra-Samtúni í Glæsibæjarhreppi, kvæntur Maríu Halldórsdóttur húsfreyju og eiga þau flögur börn; Brynja María Pálmadóttir, f. 31.8.1947, húsmóðir á Húsavík, gift Kára Sigurðssyni, húsasmið og myndlistarmanni, og eiga þau þrjú börn; Inga Jónasína Pálmadóttir, f. 19.7.1955, starfs- stúlka hjá tannlækni, búsett á Akur- eyri, gift Guömundi Blöndal raf- virkja viö Slippstööina á Akureyri, ogáhún þrjúbörn. Foreldrar Hreiðars eru Sigfús Pálmi Jónasson, f. 23.7.1918, b. aö Helgastöðum í Reykjadal og síðan Pálmholti, og kona hans, Kristjana Hrefna Ingólfsdóttir, f. 13.11.1914, húsmóðir en þau fluttu til Akur- eyrar fyrir u.þ.b. tuttugu árum og hafabúið þar síðan. Ætt og frændgarður Sigfús var sonur Jónasar, b. á Helgastöðum, bróður Jóns, móður- afa Jóns A. Baldvinssonar, sendi- ráðsprests í Lundúnum. Systir Jón- asar var Júlíana, móðir Stefáns Haraldssonar yfirlæknis. Jónas var sonur Friðriks, b. og landpósts á Helgastöðum, Jónssonar, b. á Kraunastöðum í Aöaldal, Jónsson- ar, b. í Máskoti, Sigurðssonar í Vindbelg. Móðir Jóns á Kraunastöö- um var Herborg Helgadóttir, b. á Skútustöðum, og ættfóður Skútu- staðaættarinnar, Ásmundssonar. Móðir Jónasar var Guðrún, systir Jónasar í Hraunkoti, íöður Egils, skálds á Húsavík, föður Herdísar rithöfundar og Þorgerðar á Gríms- stööum. Guörún var dóttir Þor- gríms, b. í Hraunkoti í Aöaldal, Hall- dórssonar, b. á Bjarnastöðum í Bárðardal, Þorgrímssonar, b. í Hraunkoti, Marteinssonar, b. í Garði og ættfóður Garðsættarinnar, Þorgrímssonar. Móðir Halldórs var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraun- koti og ættfóður Hraunkotsættar- innar, Helgasonar. Móðir Sigfúsar Pálma var Maija, systir kaupfélags- sfióranna Péturs á Borðeyri og Sig- urðar Bjarklind á Húsavík. Marja var dóttir Sigfús, b. á Halldórsstöð- um, Jónssonar, smiðs og b. á Sveins- ■ stöðum í Mývatnssveit, Jónssonar, b. á Skútustöðum, Helgasonar, b. þar og ættföður Skútustaðaættar- innar, Ásmundssonar. Móöir Sig- fúsar var Marja Gísladóttir frá Skörðum en móðir hennar var Guð- rún Jónsdóttir, prests í Reykjahlíð. Móðursystir Hreiðars er Jóhanna Kristveig, kona Matthíasar Johann- essen skálds og ritstjóra en móður- bróðir Hreiðars er Baldur mennta- skólakennari. Kristjana Hrefna er dóttir Ingólfs, b. á Víðihóli á Hóls- fiöllum, Kristjánssonar, b. á Gríms- stöðum á Fjöllum, Sigurðssonar, b. 'á Hólum í Laxárdal, Eyjólfssonar, ' bróður Þuríðar, langafa Sigurðar, fóður Siguröar, dýralæknis á Keld- um. Móðir Kristjáns var Arnbjörg Kristjánsdóttir, systir Árna, afa Aðalgeirs Kristjánssonar skjala- varðar. Annar bróðir Arnbjargar var Kristján, langafi Jónasar Jóns- sonar búnaðarmálastjóra og Kristj- áns Árnasonar dósents. Móðir Kristjönu Hrefnu var Katr- ín Magnúsdóttir, b. í Böðvarsdal í Hreidar Pálmason. Vopnafirði, Hannessonar, b. í Böð- varsdal, Magnússonar, b. í Böðvars- dal, Hannessonar. Móðir Magnúsar eldra var Guðný Björnsdóttir stúd- ents í Böðvarsdal, Björnssonar og konu hans, Guðrúnar Skaftadóttur, systur Árna, langafa- Magðalenu, ömmu Ellerts Schram ritstjóra. Móðir Magnúsar yngra var Guðrún Jónsdóttir, b. í Syörivík, Einarsson- ar og konu hans, Guðrúnar Stefáns- dóttur, systur Svanborgar, langömmu Halldórs, föður Kristín- ar, fomanns Ferðamálaráðs. Bróðir Guðrúnar var Guðmundur, faðir Stefáns, langafa föður Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns og Gunnlaugs Snædals prófessors. Móðir Guðrúnar var Sólveig Björnsdóttir, systir Guðnýjar frá Böðvarsdal. Leiðréttingar og viðbætur Örn Gústafsson Örn Gústafsson varð fertugur 30. október. Ari, b. í Múla, var faðir Helga, föð: ur Láru, ömmu Láru V. Júlíusdótt- ur og Gunnlaugs Helgasonar dag- skrárgerðarmanns. Systir Láru Helgadóttur er Halldóra, amma Haf- liða Péturs Gíslasonar, prófessors í verkfræði. Þriðja systir Láru Helga- dóttur var Guðbjörg, móðir Rann- veigar, móður Jóns Gunnars Ottós- sonar. Fjórða systir Láru Helgadótt- ur var Anna, móðir Baldvins, föður Jóns bridgemeistara. Ari í Múla var faðir Þórðar, fóður Ólavíu, móður Ólavíu Jónsdöttur leikkonu. Anna er ekki systir Ara í Múla. Þuríður, kona Helga, var systir Jak- obs Kristinssonar en ekki systir Ara í Múla. Helgi og Þuríður voru for- eldrar Ara, föður Kristins, föður Ara kvikmyndagerðarmanns. Ari í Múla var bróöir Jóns yngra í Djúpadal, föður Björns ráðherra. Systir Ara í Múla var Guðrún, lang- amma Auðar Laxness og Baldvins Halldórssonar leikara. Önnur systir Guðrúnar var Helga, móðir Guö- mundar, fóður Steinunnar, föður Kristjáns, föður Þuríðar, móður Viðars Víkingssonar kvikmynda- gerðarmanns. Margrét Arnfinnsdóttir var systir Guðrúnar, langömmu Kristins Guð- mundssonar utanríkisráðherra. Arnfinnur var bróðir Einars í Kolls- vík og Helgu á Eyri, móður Jóns í Djúpadal. O iO HUGSUM FRAM A VEGINN Til hamingju með afmælið 5. nóvember 80 ára 50ára Guðrún Svava Guðmundsdóttir, Úthlíð 4, Reykjavík. Pétur Reynir Elisson, Reynivöllum 8, Egilsstöðum. Árni Theódór Árnason, Laugarvegi 20, Siglufiröi. 75 ára Unnur Sveinsdóttir, Bakkaseli 2, Reykjavík. 40ára Sigríður Hlíðar, Laugateigi9, Reykjavík. Hjördís BjörgHjörleifsdóttir. Gyðufelli 14, Reykjavík. 60 ára SkúliKetilsson, Akurgerði 15B, Akranesí. Vigdís Matthíasdóttir, Vallarbraut 1, Akranesi. Hrefna Þiðrandadóttir, Stokkhólmi, Akrahreppi. Svanhildur Ólafsdóttir, Hraunhólum 14, Garðabæ. Bergur Finnsson, Elliðavöllum 21, Keflavík. Kristmundur Ingþórsson, Enniskoti, Þorkelshólshreppi. Guðhjörg Ingimundardóttir, Hringbraut 128H, Keflavík. Indriði Jónsson, Jöklafold 21, Reykjavik. Daði Kolbeinsson, Hólavaílagötu 7, Reykjavík. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.