Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. HERRA- HÁRLITANIR Er hárið farið að grána? Er það upplitað eða viltu breyta til? Notum aðeins viðurkennd efni. Leitaðu upplýsinga. HÁRSNYRTISTOFAN IHÍAIÍÓ. Laugarnesvegi 52, s. 35204. BlLASTÆÐI VIÐ DYRNAR. Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, simi 68-77-02. Meruung__________________dv Medea tekur ekki þátt í neinum málamiðlunum - segir Jórunn Sigurðardóttir sem leikur Medeu Alþýðuleikhúsið frumsýndi á föstudagskvöldið í Iðnó gríska harmleikinn Medeu eftir Evrípídes. Leikritið er sýnt í nýrri þýðingu Helga Hálfdanarsonar en mn þessar mundir er að koma út bók sem inniheldur þýð- ingar Helga á grískum harmleikjum og þar á meðal er einmitt þýðing hans á Medeu. Alþýðuleikhúsið mun sýna verkið tvisvar til þrisvar í viku fram yfir mánaða- mót. Titilhlutverkið leikur Jórunn Sigurðardóttir sem fær hér að spreyta sig á einu stærsta kvenhlutverki leik- bókmenntanna. Jórunn er ekki þekkt nafn í íslensku leikhúslífi. Leiklistarferill hennar spannar samt rúm- lega tíu ár. DV fékk hana í stutt spjall um leikritið og sjálfa sig. Var hún fyrst spurð hvort hún hefði haft langan undirbúning til að æfa hlutverkið. „I rauninni ekki. Það hefur verið ósköp venjulegur æfingartími á leikritinu. Við byrjuðum að æfa í lok september. Ég vissi að vísu svolítið fyrr að ég fengi að takast á við þetta mikla hlutverk.“ - Telur þú að grískir harmleikir nái til nútímamanns- ins: „Það fer örugglega eftir því hvemig leikritið er fram- sett. Texinn í Medeu er mjög fallegur og í rauninni mjög einfaldir. Hann er eigi að síður mikill. Það er margt sagt og hér eru miklar tilfmningar sem veriö er að fjalla um. Það sem kom mér samt mest á óvart við þennan harmleik er hvað hann er nútímalegur, hvað hugsanir okkar og tilfinningar hafa lítið breyst. Við erum alveg eins nú og við vorum á þeim tíma sem Evrípídes skrifaði Medeu.“ - Telur þú uppsetningu Alþýðuleikhússins á Medeu hefðbundna uppfærslu á leikritinu? „Nei, ég vil nú segja að uppsetningin sé að vissu leyti frábrugðin. Það er til að mynda samin sérstök tónlist viö verkið, sem Leifur Þórarinsson gerir, og er hún flutt lifandi á sýningum. Þá er þaö draumur okkar að listgreinamar, dansinn, hreyfingar, textinn og tónhst renni saman í eitt.“ „Medea er þitt stærsta hiutverk til þessa? „Það hggur í augum uppi. Hlutverk Medeu er eitt af stærstu kvenhlutverkum leikbókmenntanna og aö sjálfsögðu mitt langstærsta hlutverk hingað til. Ég lærði í Þýskalandi og útskrifaðist 1979. Þá kom ég heim og við stofnuðum nokkur saman barnaleikhús og kölluðum okkur „Pæld’íð’í hópinn”, eftir unglinga- leikriti sem við settum upp fyrst. Við héldum þessari bamaleikhússtarfsemi úti í ein fimm ár og settum upp jafnmargar sýningar. Ég lék líka eitthvað smávegis hjá leikhúsunum á þessum ámm. Leið mín lá síöan aftur út til Þýskalands, ég bjó þar í fimm ár og starfaði við leiklist í Berlin, sem þá var Vestur-Berhn, lék bæði í leikhúsum og meö óháðum leikhóp. Ég kom svo heim aftur fyrir rúmi ári og lék í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári. Var með í Heimili Vernörðu Ölbu.“ Meöfram leikhstinni starfar Jórann Sigurðardóttir við Ríkisútvarpið. Er hún einn hlekkurinn í menning- armálaritstjórn sem hefur umsjón með menningarefni 'sem flutt er í Ríkisútvarpinu. Við spyrjum hana hvort það gangi ekki upp að vinna eingöngu sem lausráðin leikkona. „Nei, það gengur engan veginn upp. Einhvers staðar verður maður að fá aurana til að geta lifað. Það eru Jórunn Sigurðardóttir í hlutverki Medeu í forgrunni myndarinnar. Með henni eru Þórunn Magnea Magn- úsdóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir. alltof margar leikkonur um fá hlutverk og það eru lít- il tækifæri til að halda sér við og þroskast í listinni. Það er hæpið að eitt hlutverk á ári dugi til. Við getum að vísu verið í ýmsum þjálfunartímum til að halda okkur við en það er ekki það sama og að standa á sviðinu og miðla til áhorfenda og finna það samspil sem myndast milli leikarans og áhorfandans.” Að lokum spyrjum við Jórunni hvað henni finnist sjálfri um leikritið og konuna Medeu: „Það sem mér finnst mikilvægast við leikritið er hve nútímalegt það er í raun. Efnið er togstreita sem mjög margir ganga í gegnum einhvern tímann á lífsleið- inni. Hamingjan og metorðin togast á. Medea er full- trúi fyrir þá sem ekki eru reiðubúnir til að láta drekkja sér í einhverjum smáatriðum. Hún tekur ekki þátt í neinum málamiðlunum og hún elskar skiiyrðislaust. Hún hugsar ekkert um hvað hún fær út úr því. Medea elskar þennan mann og hefur lagt allt í söl- urnar fyrir hann og þar sem ástin hefur verið heitust þar logar hatrið sterkast. Þaö er ekki bara aö Jason svíkur hana. Hún stendur uppi algjör einstæðingur. Hún er búin að svíkja ættland sitt og er búin að fremja voðaverk í öðrum löndum. Hún á í ekkert hús að venda. Ég furðaði mig á því þegar fólk var að spyija mig að því hvort ekki væri hræðilegt að leika þessa konu sem drap börnin sín. Verknaðurinn er ekki þema leikritsins heldur þessi mikla örvænting. Medea á ekki annarra kosta völ. Það er ekkert velferðarþjóð- félag til sem hún getur snúið sér til.“ -HK Norrænt samstarf um gerð sjónvarpsþátta á Grænlandi Ámi Johnsen mun stjórna leiðangri sem siglir á nokkra afskekkta staði, meðal annars í Parísardal undir jöklinum. Danska, sænska og norska sjón- varpið hafa ákveðiö að gahga til sam- starfs við Sjónvarpið um gerð þriggja sjónvarpsþátta sem teknir verða upp á slóðum norrænna manna á Suður- Grænlandi. Árni Johnsen átti hugmyndina að þáttunum og hyggst hann stjórna fimmtán manna leiðangri sem fer á fimm gúmmí-hraðbátum um byggðir norrænna manna frá árunum 1000- 1500. Siglt verður á nokkra afskekkta staði, meöal annars Parísardal undir jökhnum. Slóðir norrænna manna á Suður- Grænlandi eru sérstæðar í sögu Norðurlanda vegna þess leyndar- dóms sem hvílir yfir hvarfi nor- rænna manna á Grænlandi um 1500. Allvíöa era þó enn sjáanlegar rústir norrænna byggöa og ummerki frá fyrri öldum. Farin verður 1000 km löng leið á tólf til tjórtán dögum. Ekki hafa áður verið gerðir samsvar- andi sjónvarpsþættir um eyðifirðina á Grænlandi sem tengjast óijúfan- lega sögu Norðurlanda. Kvikmynda- tökumaður í leiðangrinum verður Páll Reynisson og hljóömaður Gunn- ar Hermannsson. Ráðgert er aö leið- angurinn verði farinn fyrri hluta ágústmánaðar 1991. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.