Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 9
.oeer HaaMavóM .sfluoAdiMÁM MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. Utlönd Einn hinna mörgu Palestínumanna á Gazasvæðinu sem særðust í átökum við ísraelska hermenn um helgina. Simamynd Reuter Særðu þrjú hundruð Palestínumenn 8 9 rm HUJ Þi jóla JFÉLÖG | tfta er * tilboð Billermann 0 Olénesse. County Cord teppi fyrir STIGAGANGA ~1995 á komið# S. y Pantið tímanlega . /éfÁf Byggingamarkaður Vestu Hringbraut 120, Opið laugardaga kl. 10-14 teppadeild, símar 28605 og 286Í 5 ára bletta- og slitábyrgð rbæjar in Æ ísraelskir hermenn skutu á og særðu nær þrjú hundruð Palestínu- menn á Gazasvæðinu um helgina, að því er starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna og sjúkrahúsa sögðu. Skutu hermennirnir með plastkúlum, gúmmíhúðuðum stálkúlum og tára- gasi til að dreifa mótmælendum, þar á meðal nokkrum skólastúlkum. Að sögn sjónarvotta var einnig táragas- hylkjum og grjóti varpað úr þyrlu á mannfjöldann. Óeirðirnar brutust út eftir að ísra- elsk yfirvöld tilkynntu að Palestínu- maður í ísraelsku fangelsi hefði hengt sig. Ættingjar hans sögðust ekki trúa því og sökuðu ísraelsk yfir- völd um að hafa misþyrmt honum. Var þess krafist að krufning yrði gerð af hlutlausum aðila. Palestínumenn á Gazasvæðinu eru einnig sagðir óánægðir með refsiað- gerðir ísraelskra stjórnvalda í kjölfar morðanna á átján Palestínumönnum á Musterishæðinni í Jerúsalem 8. október síðastliðinn. Arabar hafa hefnt morðanna með árásum á gyð- inga og hafa þrír verið stungnir til bana. Síðan hafa ísraelskir hermenn sett á útgöngubann á herteknu svæð- unum öðru hverju og þar með komið í veg fyrir að þúsundir araba geti farið til vinnu sinnar í ísrael. ísraelsk yfirvöld höfnuðu í gær til- lögu um alþjóðlega ráðstefnu um málefni Palestínumanna. Heilbrigð- ismálaráðherra ísraels, Ehud 01- mert, sagði við fréttamenn í gær að slík ráðstefna yrði fundur „mestu morðingja" heimsins. í yfirlýsingu ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði að tillagan um ráðstefnuna væri hættuleg. Það var framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, sem hvatti til ráðstefnunnar í skýrslu um morðin á Musteris- hæðinni í Jerúsalem. Reuter Indland: Búist við falli Singhs Flokksfélagar Pratap Singhs, for- sætisráðherra Indlands, komu sam- an í morgun til að ræða hvort hann ætti að halda starfl sínu, að minnsta kosti nokkra daga í viðbót. Þó svo að hann standi af sér baráttuna í dag, sem reyndar fáir búast við, þyk- ir næsta víst að hann falli á van- trauststillögu á þinginu á miðviku- daginn. Pólitískt öngþveiti ríkir nú í Ind- landi. Singh telur að óhjákvæmilegt sé að boða til kosninga en margir þingmenn hika við að kasta sér út í kosningabaráttu á meðan hindúar og múhameðstrúarmenn heyja blóð- uga baráttu. Um tvö hundruð manns létu lífið í síðustu viku í óeirðum vegna baráttu herskárra hindúa fyrir því að reisa hof á þeim stað þar sem nú stendur nokkurra alda gömul moska múha- meðstrúarmanna í borginni Ayod- hyua. Hefur komið til átaka í sex af tuttugu og fimm fylkjum Indlands og ríkir mikil spenna milli hindúa og múhameðstrúarmanna. Áður en þessar deilur blossuðu upp hafði fjöldi manna látist í mótmæla- aðgerðum gegn áætlun forsætisráð- herrans um að veita fleiri hindúum úr lægri stéttum opinber störf. Rajiv Gandhi, fyrrum forsætisráð- herra Indlands og leiðtogi Kongress- flokksins, hefur látið að því hggja að hann muni styðja Chandra Shekhar, Singh, forsætisráðherra Indlands. Teikning Lurie leiðtoga byltingárarmsins í Janata Dal flokknum, flokki forsætisráð- herrans. í Kongressflokknum sjálf- um eru hins vegar öfl sem hvetja Gandhi til að grípa tækifærið og krefjast umboðs til stjórnarmynd- una. Aðrir segja þó að réttast sé fyr- ir hann að bíða. Reuter „í byrjun nýrrar aldar verða hvergi eins miklir vaxtarmöguleikar og á Reykjanesi“ - Kjósum ungan mann á þing - Tryggjum Árna M. Mathiesen 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi Árni Grétar Finnsson hrl., HafnarFirði Björn Jónsson bóndi, Brautarholti, Kjalarnesi Guðmundur Gíslason bókbindari, Kópavogi Ingibjörg Bergsveinsdóttir framkvstj., Seltjarnarnesi Sigurður Bjarnason hafnarstjóri, Sandgerði Kosningaskrifstofan er að Bœjarhrauni 12, HafnarfirÖi. Opin frá kl. 16-22. Simar 51727 - 52088 - 650211.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.