Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. LífsstOl ~ i • ■„« ■ •■ ■ Allt útlit er nú fyrir að enginn súr hvalur verði í trogum landsmanna á komandi þorra. Enginn súr hvalur í þorrabakkanum? Þó enn sé nokkuð langt til Þorra hefur nú þegar gert vart við sig nokk- ur órói hjá einlægum aödáendum rammíslensks fæðuvals sem þeim tíma tilheyrir. Súpandi hveljur upp- götvuðu þeir þá uggvænlegu stað- reynd að í þorrabakkann kæmi að líkindum til með að vanta súra hval- inn sem hefur þótt jafnsjálfsagður og eðlilegur og kertaljós á jólum. Mörgum finnst nægilega erfitt að þreyja þorrann þó ekki bætist við skortur á jafnþjóðlegum rétti og hvalnum. Engar birgðir til í landinu íslendingar eru hættir að veiða hval, svo hvað er til ráða? Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf„ sagði að allar birgðir þeirra heföu klárast á síðasta þorra og hæpið væri að ökkur tækist aö finna ein- hverja sem gætu selt okkur þennan eftirsótta mat. Engar hrefnuveiðar hafa verið hér á landi síðan 1985. „Allar talningar sýna að hrefnu- stofninn hér við land er stór og þolir vel veiðar á a.m.k. 300 dýrum en þaö hefur staðið slagur um þetta. Um- ræður um hrefnuveiðar voru eitt af stærstu málunum á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í sumar. Það kemur að mínu viti aldrei til með að sam- þykkja neina kvóta þannig að þessu er þar með kastað út af borðinu. Það lítur því ekki vel út með súra rengið í þorrabakkanum," sagði Kristján Loftsson. Neytendasíðan spurði Kjartan S. Júlíusson, deildarstjóra í sjávarút- vegsráöuneytinu, hvort til greina kæmi að heimila innflutning á rengi. Engar hvalveiðar í atvinnu- skyni... „Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekkert með innflutning að gera. Ann- ars veit ég ekki hvaðan ætti að vera hægt að fá hvalkjöt í dag nema ef vera skyldi frá einhverjum frum- byggjasamfélögum. Hvalveiðar í at- vinnuskyni eru allar aflagðar. Það eina sem er í gangi eru veiöar frum- byggja en það er bara til neyslu á staðnum. Þeir hafa ekki heimild til að flytja neitt út þannig að ég er smeykur um að hvalkjöt sé torfengið í dag,“ sagði Kjartan. ... en Grænlendingar stunda frumbyggjaveiði Hermann Sveinbjörnsson, aðstoö- armaður sjávarútvegsráðherra, taldi að mögulegt væri að fá hvalkjöt frá Grænlandi en Grænlendingar stunda frumbyggjaveiðar á hval. Grænlendingar veiða stórhveli eins og langreyði, hrefnu og stærri hvali sem heyra undir Hvalveiöiráö- iö. Jón Ögmundur Þormóösson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, kvaðst ekki geta séð neinar lagcdegar hömlur á því að flytja inn hvalkjöt ef það væri á annað borð fáanlegt einhvers staðar. Ef einhver vildi til dæmis flytja inn grindkjöt eða spik frá Færeyjum þá sagðist hann ekki sjá að neitt væri þar í veginum. Hængurinn er hins vegar sá að ekk- ert rengi er að fá af grindhvölum. „Þó að hvalveiðar séu bannaðar í atvinnuskyni eru þær enn stundaðar í vísindaskyni í Japan. Sovétmenn stunda hins vegar svonefndar frum- byggjaveiðar. Við veiddum til skamms tíma hvai í vísindaskyni og eitthvað af því kjöti var selt utan,“ sagði Jón Ögmundur. Hvalkjöt er fríverslunarvara „Samkvæmt fríverslunarsamningi íslands og Evrópubandalagsins er þetta fríverslunarvara og það kemur ekki til mála að viö séum með þetta á einhverjum bannlista hjá okkur,“ sagði viðmælandi DV sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Við getum ekki verið þekktir fyrir að heimila ekki innflutning á því sem flokkast undir fríverslunarvöru hjá Evrópubanda- laginu, það myndi þá koma í heims- pressunni. Þetta er í bókun 6 í samn- ingi okkar við Evrópubandalagið og telst í sama flokki og selkjöt, froska- læri og fleira. Málið er að hvalur er orðinn torfenginn," sagði viömæl- andi DV. Af ofansögðu má sjá að illa horfir um að súr hvalur verði meöal rétta í þorratrogum landsmanna í ár. -hge Staðgreiðsla og greiðslukort Þeim sem staðgreiða vöru eða þeim sem greiða með greiöslukort- sem greiða með korti betri kjör og þjónustu og þeim sem greiða með um 5% afslátt en þeir sem greiða á hafa jafnframt skorað á stjórnend- greiðslukortum er í sumum tilfell- annan hátt fá engan afslátt. ur Stöðvar 2 að gefa þeim áskrif- um mismunað á þann hátt að þeir Neytendasamtökin hafa bent á endum sem staðgreiða áskriftar- sem greiða með greiðslukortum fá að í þeim löndum sem sett hefur gjaldið sama afslátt. afslátt eða hagstæðari kjör. verið löggjöf um greiðslukort er -hge Nýlegt dæmi er að Stöð 2 býður með öllu óheimilt að veita þeim KYNNINGARFUNDUR Siguröur Helgason, fram- bjóöandi í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi, heldurrabb- fund í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnar- firði, í kvöld kl. 20.30. Vilt þú að rikið yfirtaki heil- brigðisþjónustuna? Telur þú að hækkun skatta auki og bæti velferðarrikið? Á að leggja lífeyrissjóð þinn niður? Þetta og fleira verður til um- fjöllunar á fundinum. Stuðningsmenn Sigurðar Helgasonar mmmriM m MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR ÚLL MICHELIN ERU RADÍAL. LAUSNAR0RÐIÐ S-200. FLESTAR FYRIRLIGGJANDI. HUÚÐLÁT 0G RÁSFÚST. HALLANDI GRIPSKURDIR. VEL STAÐSETTIR SNJÚ- NAGLAR. MJÚKAR HLIDAR. MEIRI SVEIGJA. ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT. 0PNARA GRIP. MERKID TRYGGIR GÆÐIN. MICHELIN. STÚRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING D^TOPPURINN í DAG, MICHELIN. *^Q MICHEUN /7 vlSA * ASKOASEA Mögnuð þvottavél með maraþonendingu Nýju ASKO-ASEA þvottavélarnar nota 50% minna vatn, 25% minni sápu og spara orku. ASKO-ASEA býður einnig upp á nýtt og betra skolkerfi sem tryggir bestu hugsanlegu skolun og 1300 snúninga vinding á mínútu skilar sumu af tauinu nánast strauþurru. ASKO-ASEA er líka sú hljóðlátasta, aðeins 44 dB (A) meðan hún þvær. Þú velur um framhlaðnar eða topphlaðnar vélar. Gæðin eru þau sömu. ASKO-ASEA tiajhið er tryggingfyrirfyrsta flokks vöru og sannkallaðri maraþonendingu. /?an\x Hátúni 6a • Sími 91-24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.