Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Bitlingapólitík Undanfarna daga hafa tvö mál verið efst í huga ís- lenskra stjórnmálamanna. Á ótal fundum, í baktjalda- makki og í helstu valdastofnunum flokkanna hefur ver- ið tekist á um skipan manna í æðstu stöður ríkisbank- anna. Annars vegar er um það að ræða að skipa for- mann og bankastjóra Seðlabankans og hins vegar að ráða bankastjóra í Landsbankann. Hið sérkennilega við afskipti alþingis og stjórnmála- flokkanna af þessum málum tveim er sú staðreynd að hér er enn einu sinni verið að bítast um bitlinga, gera tilkall til valdastóla og ganga til samninga um þá sam- tryggingu sem er stjórnmálanna ær og kýr. Slagurinn stendur um það hver „eigi“ stöðurnar. Hver flokkur gerir kröfu um bita af kökunni. Hér er ekki um það að ræða að velja hæfasta manninn eða mennina. Hér er ekki um það að ræða að gæta hagsmuna bankanna. Hér er verið að toga í flokkspólitíska spotta og allir vilja sinn mann inn. Slíkt valdapot er ekki nýtt. í hvert skipti sem banka- stjórastaða losnar hefst sami gauragangurinn. Ríkis- bankarnir eru notaðir sem skiptimynt í samtryggingu stjórnmálaflokkanna og molar til úthlutunar fyrir gæð- inga flokkavaldsins. Menn verða að tilheyra réttum stjórnmálaflokkum til að eiga sér einhverja framavon í bankakerfinu og flokkarnir leggja ofurkapp á ímyndað- an og meintan rétt sinn til að fá að ráðstafa bankastjóra- stöðum að eigin vild. Til hvers skyldu nú flokkarnir fá þessa köllun, nema til að hafa aðstöðu til að hygla pólitískum skjólstæðing- um og misnota það vald sem bankastjórar njóta í krafti peninganna? Flokkarnir hafa aðgang að sínum banka- stjórum, eða telja sig að minnsta kosti hafa hann, því að varla stafar þetta írafár af hugsjónaástæðum. Hvergi er það sjáanlegt í stefnuskrám stjórnmálaflokkanna að markmið þeirra sé að eiga ítök í bankarekstri! Og varla þarf umboðsmenn frá pólitískum flokkum í bankastjóra- stöður ef farið er að réttum reglum og bankasjónarmið látin ráða ákvörðunum og lánveitingum. Það er sorglegt og raunar ómerkilegt til þess að vita að harðvítug valdabarátta og togstreita fari fram dögum saman um veitingar embætta sem afdráttarlaust eiga að vera hafnar yfir pólitísk áhrif og afskipti. Banka- stjórastöður í ríkisbönkum og bankastjórastaða í Seðla- bankanum eru ekki pólitískir bitlingar heldur störf sem krefjast hlutleysis og trúnaðar allra. Sama hver á í hlut. Margir ágætir menn hafa verið nefndir sem líklegir kandidatar. Um þau nöfn snýst ekki þessi rimma, enda getur sjálfsagt hver og einn þeirra sómt sér í slíkum embættum. Hér er ekki verið að gagnrýna þá persónu- lega heldur aðferðirnar, samtrygginguna og hugsunar- háttinn sem býr að baki þeirri pólitík að einn eða annar flokkur þurfi að koma sínum mönnum að. Einstakling- arnir, sem nefndir eru til starfanna, eru leiksoppar for- kastanlegra viðhorfa. Úreltra viðhorfa sem bera keim af grímulausum tilraunum til pólitískrar misnotkunar á opinberum stofnunum. Landsbankinn og Seðlabankinn eru eign almennings. Þar eiga alhr að hafa sama rétt og skyldur bankanna eru hafnar yfir flokkapólitík. Það á að vera löngu hðin tíð að bankastjórar séu hafðir sem flokkspólitískir um- boðsmenn innan veggja ríkisrekinna lánastofnana. Heiðarlegir menn eiga ekki að láta hafa sig í skítverk. Ellert B. Schram MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. ísland er að mestu leyti úr basísku bergi og getur því auðveldar eytt áhrifum sýru en í löndum þar sem berg er súrt, segir hér m.a. - Séð yfir landssvæðið við Keilisnes. Enn af álveri og samningum Nú þegar umræðan um vot- hreinsibúnað eða ekki vothreinsi- búnað er að komast í hámæli get ég ekki lengur orða bundist. Vot- hreinsibúnaði þessum er ætlað að skiija út brennisteinsdíoxíð (SO) sem er tilkomið vegna bruna raf- skauta við álframleiðsluna. Hollustuvernd ríkisins komst reyndar að þeirri niðurstöðu að takmarkandi þátturinn gagnvart mengun væri fluormengun, ekki brennisteinsdíoxíð. Samt er haldið áfram með sönginn vothreinsibún- aður eða ekki vothreinsibúnaður. Rétt er að brennisteinsdíoxíð hvarfast í andrúmslofti við vatns- gufu og myndar brennisteinssýru HSO sem síðan fellur til jarðar sem svokallaö „súrt regn“. Þetta súra regn hefur valdið skógardauða í Evrópu, m.a. í Skandinavíu og Þýskalandi. En þá er ekki öll sagan sögð; magn gassins skiptir veruiegu máli og einnig sú staðreynd að ísland er að mestu leyti úr basísku bergi og getur því auðveldar tekið upp og eytt áhrifum sýru en til dæmis Svíþjóð þar sem berg er almennt súrt. Hins vegar ber einnig að hafa í huga, að hér á íslandi er þegar um brennisteinsmengun að ræða, svo- kallaða náttúrulega brennisteins- mengun. Öll könnumst við við hveralykt, þar er á ferðini HS sem er í fyrsta lagi baneitruð gasteg- und, öfugt við SO sem ekki er hættuleg fólki í hóflegu magni. í öðru lagi hvarfast HS við súr- efni andrúmsloftsins og myndar SO og vatn. Brennisteinsdíoxíð er því þegar til staðar nálægt öllum jarðhitastöðum á landinu, sérstak- lega háhitasvæðum. Vothreinsibúnaður Hér er um að ræða svokallaða skrubbun en þá er gasið (útsogið frá kerunum væntanlega) látið streyma á móti vatnsúða. Þessu vatni er síöan dælt í sjó fram með tilheyrandi mengun sjávar. Eða ef notað er vatn (þá í lokaðri hringrás) sem inniheldur annað- hvort kalkstein eða kalkmjólk. Þá fellur út gifs, en gifs er bæði notað til sementsgerðar og í þilplötur, svo eitthvað sé nefnt. Notkun vot- hreinsibúnaðar með gifsgerð lítur því út fyrir að vera draumalausn svona við fyrstu sýn. Þilplötuverksmiðja Tilurð brennisteinsmengunar- innar í útblæstri álvers er vegna bruna rafskautanna. Skautin eru gerð úr kolum og er því um svipaða mengun að ræða og kolunum væri brennt. Hér fléttast því inn um- ræða umhverfisráðherra um hrein skaut eða ekki. Eftir því sem kohn eru af lægri gæðum (og þar með skautin) innihalda þau meira af KjaUarinn Lárus Elíasson viðskipta- og verkfræðingur brennisteinssamböndum og öðrum aukaefnum. Það eru þessi önnur aukaefni sem ber ekki hvað síst að varast, því þar eru efni eins og þungmálmar, kvikasilfur og ýmis geislavirk efni, þó í Utlum mæli sé. Þessi aukaefni hafa orðið til þess að gifs, sem til hefur fallið við skrubbun í kola- orkuverum í Þýskalandi sem reyndar er grátt en ekki hvitt eins og náttúrulegt gifs, hefur hingað til verið urðað en ekki notaö sem byggingarefni. Ekki síst vegna umræðu þarlendra um nauðsyn þess að byggja úr efnum sem ekki eru heilsuspiUandi. Af góðum skautum og slæmum Eg tel því mun vænlegra að sækj- ast eftir hreinum skautum heldur en að heimta skrubbun. Náttúru- legt gifs kostar Uka Utið og því ekki feitan gölt að flá að búa til ljósgráar gifsplötur. Hitt er þó enn mikilvægara, það er að setja viðkomandi álveri ákveöin mörk um hámarksstyrk ákveðinna efna, eins og reyndar verður gert með starfsleyfinu, í eðlUegu samræmi við styrk slíkra efna í náttúrulegu umhverfi á ís- landi. Fyrirtækinu yrði svo látið eftir að fmna aðferðir tíl að upp- fyUa þessar kröfur. Orkuverð Ég hélt, eins og kannski margir fleiri, aUtaf að okkar hæfustu menn, fuUtrúar frá flestum Uokk- um og Landsvirkjun, væru í við- ræðunefndinni um álver. - En viti menn, upp spretta núna sjálfskip- aðir sérfræðingar í hverju horni sem tala um of lágt orkuverð. Nefndar hafa verið tölur eins og 30+ mUls á KWh. Einn af þeim gestafyrirlesurum, sem sótti okkur heim í Ohio há- skóla á sínum tíma, var forstjóri American Electric Power, sem er stór orkuseljandi í Ohio og Penn- sylvania. Hann talaði um þá sam- keppni sem þeir væru í við ýmis lönd þriðja heimsins sem byðu lágt orkuverð tU að fá til sín stóriðju. Hann sagði þá sjálfa bjóöa allt nið- ur í 25 miUs tU að halda í slík iðju- ver en að tU væru lönd sem byðu mun lægra. í DV 26.10.90 er líka sagt að með- alverð tU ávera í Bandaríkjunum sé 26 mUls. Ef höfð er í huga tregða Bandaríkjamanna til að flytja sig út fyrir landsteinana og sú staö- reynd að orkukostnaður er bara hluti kostnaðar viö álframleiðslu er fullt eins víst að 18 miUs eða hvað orkuverðið er nú, sé það sem við getum fengið. íslenskur barlómur Ég vona að sljómvöld þessa lands beri gæfu tíl að taka á þessu máli af festu og röggsemi. Einn af mikil- vægari þáttunum í vah á staðsetn- ingu dótturfyrirtækja á erlendri grund er stöðugleiki stjórnarfars eins og áður segir. Það væri því mikUl skaði ef nota ætti þetta mál sem pólitískt bitbein í þeirri kosn- ingabaráttu sem framundan er. Og vil ég biðja menn að hugleiða það fjárhagslega tjón sem slíkt gæti valdið okkur Islendingum öUum. Við höfum valið fulltrúa okkar til að fara með samningsgerðina við hina erlendu aðUa og því er það hlutverk Alþingis að samþykkja þann samning eða hafna honum, en ekki að opna hvert einstakt samningsatriöi fyrir sig til umíjöll- unar. Það er kominn tími til að við sem þjóð göngum tU viðskipta bein í baki og látum vera að ýja að því í öðru hverju oröi hvað við séum lít- .U, það einfaldlega hentar ekki í þessu tilfeUi. Við höfum flest það til að bera sem þarf fyrir öflugt atvinnulíf og hagsæld. Helsti hængur þar á hefur verið óstöðugt stjórnarfar og efna- hagslíf og því tími til kominn að taka þau mál fostum tökum. Lárus Elíasson. Það er hlutverk Alþingis að samþykkja þann samning eða hafna honum, en ekki að opna hvert einstakt samnings- atriði fyrir sig til umQöllunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.