Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. 33 Sviðsljós VARAM MÓTTEKIN í HIIIL FÖSTUPAG AFHENTí ÞRIÐJUDAG Kenny yngri með fyrrverandi og núverandi kærustu. Kenny Rogers: í fýlu yfir kvenna vali sonarins SK/PADE/LD SAMBANDS/NS SIMI 91-698300 - sá stntti hrifínn af nektarfyrirsætu Kenny Rogers er á algerum „bömmer“ þessa dagana. Ástæðan er einfold, sonur hans, Kenny yngri, er ástfanginn af nektarfyrirsætu og þykir pabba gamla hún ekki beint finn pappír. Unnusta Kennys yngri, Joanne Szmerta, vakti verðskuldaða athygli þegar hún sat fáklædd fyrir hjá hinu virta karlatímariti Penthouse fyrir tveimur árum þegar hún var 19 ára að aldri. Kenny sagði svo fbður sínum í sept- ember að hann ætlaði að giftast stúlkunni og féll Kenny eldra það afar illa. „Hvernig getur sonur minn gifst svona stúlku. Hún er viðbjóðs- leg,“ sagði sá gamli er hann heyrði fréttirnar. Kenny var svo reiður að hann til- kynnti að hann myndi ekki mæta í brúðkaupið en stuttu síðar er hann hafði aðeins náð að jafna sig sagðist hann ætla að brjóta odd af oflæti sínu og vera viðstaddur brúðkaupið. „Kenny þykir afar vænt um son sinn og hann gerði sér grein fyrir að ef hann kæmi ekki í brúðkaupið myndi það særa son hans mjög,“ sagði fjölskylduvinur. Kenny yngri á einn son sem nú er á fjórða ári. Móðir hans er Sheila Lussier en hún og Kenny voru saman um tíma. Það var lengi draumur Kenny Rogers að sonur hans myndi giftast bamsmóður sinni en það slitnaði upp úr sambandinu Kenny til mikils ama. Stuttu eftir að Sheila og Kenny voru hætt að vera saman bauð hann Joanne að heimsækja foreldra sína með sér. Þá líkaö Kenny eldra ágæt- lega við stúlkuna enda vissi hann þá ekkert um sauruga fortíð hennar. Stuttu síðar frétti hann hins vegar af myndunum af henni sem höfðu birst í Penthouse og þá brjálaðist hann. Það var eiginkona hans, Marianne, sem sagði honum frá myndunum. Hún hafði spurt einhvem vin sinn hvort hann þekkti Joanne. Sá hinn sami mundi eftir henni af síðum Penthouse og sagði Marianne að ef hún vildi vita eitthvað meira um stúlkuna ætti hún að fletta upp í febrúarhefti Penthouse frá árinu 1988. Marianne var ekki sein á sér að gera það og brá mjög í brún er hún sá myndirnar. Ástæðan fyrir því hversu þeim er illa við að Kenny sé með nektarfyrir- sætunni mun einkum vera sú að þau halda að Joanne geti haft slæm áhrif á Keaton sonarson sinn. Söngvaranum fræga, Kenny Rogers, þykir Joanne ekki beint fínn pappír. Daniela Mihalic frá Júgóslavíu sigraði i keppninni um titilinn drottning heimsins sem fram fór í Baden Baden á dögunum. Á myndinni sjást ungfrú Austur-Þýskaland og ungfrú Bólivía fagna sigurvegaranum innilega. Simamynd Reuter I baráttunni um borðplássið er Victor óumdeilanlegur sigurvegari Þegar Ásgeröur ritari Grímkells forstjóra fékk þaö vandasama verk aö velja sér tölvu til aö vinna á þurfti hún aö gera upp við sig nokkur atriði. Ætlaði hún aö slaka á kröfunum og tjalda til einnar nætur, kaupa einhverja útsölutölvu aö austan, eöa átti hún aö fara ömggari leið. Þar sem Ásgerður er bæði kröfuhörö og hagsýn manneskja sem sættir sig ekki viö neinar málamiölanir valdi hún Victor „M“. Því að eins og hún sjálf segir: „Þegar dæmið er gert upp er það þjónustan, rekstraröryggið og endursöluverðið sem skiptir máli.“ „Ekki spilla heldur atriði eins og stækkanlegt innra minni (á móðurborðið) í 8MB*, möguleiki á lausum, hörðum disk (Add pak) og fjöldinn allur af mjög stórum smáatriðum. Sölumenn veita þér fúslega allar nánari upplýsingar í verslun okkar að Grensásvegi 10 eða í síma 68-69-33. •286 & 386 • VICTORJH-LlNAN • M • Tólvur framtiðarinnar • EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 VICMR augljós 28.175

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.