Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. 11 Útlönd Kosið til begggja deilda Bandaríkjaþings á morgun: Repúblikanar búa sig undir ósigur George Bush hefur lagt félögum sínum í flokki repúblikana lið i kosninga- baráttunni. Ekki er þó búist við að uppskera þeirra verði mikil. Símamynd Reuter Fastlega er gert ráð fyrir að demó- kratar fari með sigur af hólmi í kosn- ingunum til beggia deilda Banda- ríkjaþings á morgun. Demókratar hafa ráðið fulltrúadeildinni allt frá árinu 1955 og hafa nú öruggan meiri- hluta þar. George Bush forseti hefur tekið mikinn þátt í kosningabaráttunni og hvatt kjósendur til að fella sem flesta demókrata. Samskipti þings og for- seta hafa verið stormasöm síðustu mánuðina, einkum vegna ósam- komulags um fjárlögin en ekkert bendir til að forsetinn nái að breyta valdahlutfollunum. Forystumenn repúblikana eru þeg- ar farnir að undirbúa landsmenn undir ósigur flokksins. Tilgangurinn er m.a. sá að koma í veg fyrir að for- setinn verði fyrir pólitísku áfalli sem óvæntur ósigur mundi leiða af sér. John Sununu, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að repúblikanar muni tapa nokkrum þingsætum en markmið flokksins í kosningabarátt- unni hafi verið að koma í veg fyrir stórtap og það ætli aö takast. Marga undanfarna áratugi hefur það verið regla í bandarískum stjórn- málum að flokkur forsetans tapar í kosningum til þingsins. Þarna virðist litlu breyta þótt forsetinn hafi verið kosinn með miklum yfirburðum sjálfur heldur virðast kjósendur trúa stjómarandstæðingum betur til að koma fram einstökum hagsmuna- málum kjördæmanna. Sununu starfsmannastjóri segir aö repúblikanar geti tapað allt aö 12 sætum í fulltrúadeildinni en hlut- follin í öldungadeildinni breytist vart mikið. Demókratar skipa nú 258 sæti í fulltrúadeildinni en repúblikanar 175. Til öldungadeildarinnar er nú aðeins kosið um 34 sæti af 100. Um leið og nýir þingmenn verða valdir á morgun verða 36 af 50 ríkis- stjórnum kosnar og 6200 þingmenn til setu á löggjafarþingum einstakra ríkja. Þar með er ekki allt talið því að nokkur þúsund embættismenn veröa einnig kjörnir. Það eru jafnt borgarstjórar sem hundaveiðimenn. Reuter mjr ~'m| « ■ |■ _ .x Keilutilboð 1" jMTl 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga kl. 12.00-17.00. Keilusalurinn Öskjuhlíð Sími 621599. NÝJUNG í SKILTAGERÐ Jón Jónsson F. 21. október 1800 - D. 9. maí 1900 Hvíl í friði Silípia GERÐINP Framleiðum skilti úr álblöndu með Ijósmyndum og skrautrituðum texta ef óskað er. Mynd og texti afar skýr og rafhúðað yfirborð sem endist óbreytt í áraraðir utanhúss. Skeifunni 6 • Pósthólf 8650_ • 128Reykjavík • Sími 687022 • Fax 687332 Grænland: Búist við læknaskorti Samkomulagiö við lækna á Grænlandi getur leitt til nýs lækna- skorts, segir formaður grænlenska læknafélagsins, Anne Birgitte Da- hl-Hansen. Samkvæmt hinu nýja samkomu- lagi eru meðallaun lækna um 350 þúsund íslenskar krónur. En ef einn læknir gegnir störfum í héraði þar sem gert er ráð fyrir tveimur læknum tvöfaldast launin og þau þrefaldast ef læknir starfar einn þar sem gert er ráð fyrir þremur læknum. Langan tíma tókst að ná samkomulagi við yfirvöld og gildir þaö frá 1. apríl 1989. Samkvæmt samkomulagiriu fá grænlenskir og danskir læknar á Grænlandi framvegis sömu laun. Ritzau Rólegt vegna áfengisbanns Lögreglustjórinn í Tasiilaq á Grænlandi er í sjöunda himni eftir helgina, fyrstu áfengislausu helg- ina á svæðinu. Þurfti lögreglan aðeins einu sinni aö fara í útkall og það var vegna manns sem varð veikur af heimabrugguðu. Þriðjudaginn síðastliðinn sam- þykkti heimastjómin á Grænlandi að stöðva sölu áfengis í Tasiilaq. Það var lögreglan á staönum sem hafði óskað eftir áfengisbanninu til að geta í ró og næði unnið að rann- sókn ýmissa alvarlegra afbrota. Auk þess var fangelsið þar orðið fullt. Bannið við sölu áfengis gildir til 30. nóvember. Ritzau STERK HANDHÆG LÉTT BOR OG BROTVERKFÆRI PK40 BROTVÉL Sterk og létt 4.9 kg. Fleygar í úrvali. K60 BOR OG BROTVÉL Sterk og handhæg. Borar í úrvali. Fleygar í úrvali. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - Isafiröi, Rafgas - Akureyri, Snarvirki hf. - Djúpavogi RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVER HF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1 -680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.