Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. Meiming Frábær kórsöngur Kór Langholtskirkju hélt tónleika í Langholtskirkju í gær undir stjóm Jóns Stefánssonar. Flutt vom ein- göngu íslensk verk eftir ýmsa höfunda. Tónleikamir hófust á útsetningum Dr. Róberts A. Ottóssonar á „Geföu aö móðurmáhö mitt“, „Guö helg- ur andi heyr oss nú“ og „Mín sál þinn söngur hljómi". Þessar útsetningar eru einfaldar, skýrar og tÚ þess sniönar aö lögin njóti sín sem best. „Víst ert þú Jesús kóngur klár“ eftir Pál ísólfsson er klassík á íslandi og runniö þjóðinni í merg og blóö. Þá vora flutt tvö lög eftir Þorkel Sigurbjömsson „Til þín Drottinn" og „Heyr þú himnasmiöur“ og era bæði gullfagrar tón- smíðar. Þaö síðara er af því tagi sem freistandi er aö kalla fullkonúð. Frábær raddfærsla veitir laginu dýpt sem skapar fullkomið samræmi viö trúareinlægni ljóðsins. Meditation eftir Atla Heimi Sveinsson er einfalt í formi og hugþekkt. Gloría eftir Gunnar Reyni Sveins- son er verk sem töluvert er í lagt og ágætlega heppnað. Eftir Jón Leifs var flutt Requiem sem ber greinileg sérkenni þessa merkilega íslenska tónskálds. í Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson vora ýmis skemmtileg hljómræn tilþrif. Oröskviðir Salómons Tónlist Finnur Torfi Stefánsson efdr Jón Ásgeirsson era töluvert mikil tónsmíö og margvíslegri tækni beitt sem gerir það einkar htríkt. Tónleikunumlauk á þrem verkum eftir Þorkel Sigur- bjömsson „Stæhö“, „Davíð 92“ og „Hósíanna“. Heyr- ist vel á þeim hvert vald tónskáldið hefur á miðhnum. í því fyrsta er merking textans htuð í tónunum. í því næsta er textinn látinn mynda flókið samsph mismun- andi hljóðfahs. Síðasta lagið virðist samið með það fyrir augum að vera sungið meðan kórinn gengur úr salnum og skapaði það mjög sérstaka stemmningu. Kór Langholtskirkju hefur fahegum röddum á að skipa. Kórinn virðist vera í mjög góðri þjálfun og syng- ur hreint og skýrt auk þess sem texti heyrist yfirleitt mjög vel. Ofan á þetta bætist að túlkun bæði texta og tóna var oftast góður og stundum framúrskarandi. Hljóðlátir tónleikar Símon H. ívarsson gítarleikari og dr. Ortulf Prann- er, sem leikur á klavikord, héldu tónleika í Listasafni Sigurjóns í gærkvöldi. Á efnisskránni vora verk eftir John Dowland, J.S. Bach, Ludwig van Beethoven, Luigi Boccherini og Manuel de Falla. Hinn klassíski gítar er eins og kunnugt er hljóðlátt hljóðfæri en á tónleikunum í gærkvöldi var einnig leikið á hljóðfæri sem er svo hljóðlátt að þaö þarf að magna upp með raftækni til að það kafni ekki í háv- aða gítarsins. Þetta hljóðfæri er auðvitað klavikordiö, sem er það fíngerðasta af öhu fíngerðu, og hélt dr. Orthulf stutta tölu um hljóðfærið því til kynningar. Klavikordið býr yfir furðumiklum túlkunarmöguleik- um en uppmögnunin í gærkvöldi hefði mátt vera betri. Djúpu tónamir vora ekki nógu hreinir. Efnisskrá þeirra félaganna var fjölbreytt og verkin vel valin saman. Sum þeirra vora af léttara taginu en önnur viðameiri og var þar fremst Sónata III eftir Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Bach sem er hrein perla. Naut hún sín ágætlega í þess- ari hljóðfæraskipan þótt flestum sé hún trúlega kunnugust sem fiðlusónata. Flutningur þeirra félaga var yfirleitt ágætur þótt stundum gætti nokkurrar ónákvæmni. Tónleikarnir vora auglýstir sem kaffikonsert og fólst breytingin í því að hléið var haft sem löng kaffipása og var í stað- inn ekki drukkið kaffi eftir tónleikana, eins og venju- lega er gert í Siguijónssafni. Er vafasamt að þessi breyting sé til bóta. Pétur Östlund í Heita pottinum Ég man þegar ég var hðlega þrettán ára gamall og heyrði fyrst í Hljómum þar sem þeir léku á krakk- abahi í gamla samkomuhúsinu í Ólafsvík. Það var ht- ið dansað. Ég og félagi minn sátum nær hreyfingar- lausir allan tímann og hlustuðum dolfallnir. Stuttu seinna kom Kinks tíl landsins og var með hljómleika í Austurbæjarbíói. Þeir þóttu aldeihs fínir. En Kinks trommarinn hafði ekki roð við Pétri Östlund. Svo mikið var á hreinu. Og Pétur varð betri og betri og dagaði loks uppi í Svíþjóð þar sem meiri og betri mögu- leikar bjóðast úrvalshljómlistarmönnum. Öðra hvora heimsækir hann ísland og stöku sinnum hefur mátt finna hér í vprslunum hljóðritanir með kappanum þar sem hann leikur með ýmsum ágætismönnum, s.s. Ame Domnerus og Steve Dobrogosz, en á hljómplötu þess síðamefnda, „Songs“ (1980), má t.d. heyra hve vel Pétur nýtur sín meö píanótríói. Á tónleikum Heita pottsins í Púlsinum síðastliðið föstudagskvöld lék Pétur með íslenskum djassmönn- um og flugu þar fyrir velþekktar djassflugur. Þrískipt- ur taktur heyrðist vart né bræðingur. Tómas R. bassa- leikari lék með allan tímann og gerði oft vel, t.a.m. í- „Steha by Starlight“, svo eitt lag sé nefnt umfram aimað. Annars var þetta eiginlega píanókvöld og reið Kristján Magnússon á vaðið í góðu formi með Þorleif Gíslason sér við hlið á saxófón. Þeir léku m.a. „The- re’U Never be Another You“ og „Yardbird Suite“ með- an staðurinn var smátt og smátt að fyllast. Næsti píanisti á svið var svo Þórarinn Ólafsson sem ég veit ekki th að hafi komið fram og leikiö djass árum saman. En Þórarinn komst vel frá sínu svo að ekki er fráleitt að halda að hann hafi eitthvað haldið sér Djass Ingvi Þór Kormáksson við þótt ekki hafi það verið opinberlega. Síðan settist Kjartan Valdimarsson við flygUinn í feiknastuði og lék tvö lög án hlés á miUi og nú mátti greina að spUurum var fariö að hitna eilítið í hamsi. - Þórir Baldursson var snöggur í píanóstólinn á eftir Kjartani þannig að „SteUa“ tók umsvifalaust við af Prinsinum sem ein- hvem tíma kemur. Hún beið hans í tunglsljósinu full af lífi og fjöri. „Georgia on My Mind" var leikin með tilheyrandi fínum blæbrigðum og HausUaufin féUu létt og þétt. Gaman að heyra hvemig Pétur „bakkaði upp“ píanóleikarana og eins og náði því besta frá meðspiluram sínum, svo að heUdin svingaði heit. Svo var flygUUnn hvUdur í smátíma. Ari Einarsson hengdi á sig gítarinn og minnti í leik sínum dálítið á John McLaughlin fyrir tuttugu áram er sá var að byrja að feta frægðarbrautina og lék með John Sur- man, Brian Odges og Tony Oxley inn á plötuna „Extrapolation“. Sem sagt gott. Síðastur píanóleikara á sviðið var svo Guðmundur Ingólfsson, sem eftir ró- legtt intró sendi „Just the Way You Are“ eftir Billy Joel inn á mikla hraðbraut. Nokkuð óvænt en gekk nokkum veginn upp. Er pistlahöfundur yfirgaf staðinn hljómaði „Yesterday" frá þremenningunum og þessi dagur var orðinn að deginum í gær. Þannig gengur það. Andlát Gunnar Guðmundsson lést á Borgar- spítalanum þann 1. nóvember. Njáll Þórðarson skipstjóri, Móabarði 34, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala 2. nóvember. Lárus Ágúst Gíslason, fyrrverandi hreppstjóri, Miðhúsum, lést 2. nóv- ember sl. Drögum úr hraða 62- -ökum af skynsemi! yujJEBOAB Jarðarfarir Margrét H. Steindórsdóttir, Hóla- vaUagötu 5, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 6. nóvember nk. kl. 13.30. Erlendur Jóhannsson, Kleppsvegi 6, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15. Utfor Guðfinnu Jónsdóttur frá DeUd, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður gerð ffá Víðistaðakirkju þriðjudagi 6. nóv- ember kl. 13.30. Birgir Sigmundur Bogason, Hraun- bæ 55, Reykjavík, verður jarðsung- inn þriðjudaginn 6. nóvember nk. kl. 15 frá Fossvogskirkju. Utför Gunnhildar Árnadóttur frá Grenivík verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag, 5. nóvember, kl. 15. Kjartan S. Bjarnason, fv. lögreglu- varöstjóri, er látinn. Hann fæddist 9. nóvember árið 1906 á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann var sonur hjón- anna Bjama Kjartanssonar og Þó- runnar Þorsteinsdóttur. Kjartan var um árabU lögregluvarðstjóri í Reykjavík. Árið 1955 varð hann vagt- maður í Stjómarráði íslands. Kjart- an var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Magdalena Sigurmundsdóttir. Þau áttu saman þrjá syni. Þau shtu samvistum. Síðari kona hans var Þóra Jónsdóttir en hún lést árið 1973. Þau eignuðust tvo syni. Útfór Kjart- ans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Eigendaskipti á Skeifunni Skeifan, Tryggvagötu 1, hefur haft eig- endaskipti og í kjölfar þess hafa orðið töluverðar breytingar. Komið hefur verið upp borðum og stólum á ný, og tekur nú 25 manns í sæti. Áhersla verður lögð á ódýran heimilismat í hádeginu auk þess sem boðið verður upp á sérrétti, kaffi, brauð og kökur sem bakaðar eru á staðn- um. Skeifan er opin frá kl. 7.30 til 18 alla daga nema sunnudaga. Svæöameóferóar- félag íslands verður með opið hús í kvöld kl. 20 að Síðumúla 8. Ólafur Bjamason taiar um steina og heilun. Allir velkomnir. Fundir Afmælis- og kynningarfundur Al-Anon samtakanna Opinn afmælis- og kynningarfundur Al- Anon samtakanna verður haldinn sunnudaginn 18. nóvember 1990, í Lang- holtskirkju kl. 16. Al-Anon samtökin voru stofnuð á íslandi 1972 og eru félags- skapur ættingja og vina alkóhólista. Al- Anon samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkóhólista. Á fundinum munu koma fram og segja sína sögu, 3 Al-Anon félagar, einn félagi frá AA samtökunum, sem eru samtök alkó- hólista og einn frá Alateen, sem eru fé- lagsskapur aðstandenda alkóhólista 12-20 ára. kaffiveitingar. Nánari upplýs- ingar um samtökin er hægt að fá á Al- Anon skrifstofú í síma 19282 frá kl. 9-12 virka daga. JC Reykjavík heldur félagsfund þriðjudaginn 6. nóv- ember kl. 20 í Holiday Inn 4. hæð. Gestur fundarins verður Bjöm Bjarnason að- stoðarritstjóri. Neytendafélag Borgar- fjarðar og Verkalýðs- félag Borgarness halda borgarafúnd fimmtudaginn 8. nóv- ember 1990 kl. 20.30 á Hótel Borgamesi. Fundarefni að þessu sinni: Á að leyfa innflutning á landbúnaðarvörum? Fmm- mælendur: Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra, Jón Magnússon, formaður Neytendafélags-höfuðborgar- svæðisins, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. Að loknum framsöguerindum verða fijálsar umræð- ur og fyrirspumir. Gert er ráð fyrir að hver framsögumaður hafi 10-15 mínútur til umráða í upphafi, í frjálsum umræð- um 5-7 mínútum á mann. Lýsteftir38ára gömlum Reykvíkingi Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnlaugi Pálmasyni, 38 ára göml- um Reykvíkingi, sem ekkert hefur spurst til frá því síðdegis á þriðju- dag. Gunnlaugur hafði símasamband við kunningja sinn um klukkan þrjú þann dag. Hann var þá á leið út á land til að skoöa fasteign. Síðan hefur ekkert spurst til hans. Gunnlaugur er ein- hleypur. Hann er þéttvaxinn, meðal- maður á hæð, skolhæröur og með há koll vik. Þegar hann sást síðast var hann klæddur í dökkbláar gallabux- ur, hvíta skyrtu, peysu og grænan rúskinnsjakka. Leitað hefur verið á þeim stöðum sem líklegt er talið að Gunnlaugur hafi komið við á. Eins og að framan greinir hefur ekkert annað spurst til hans en að hann hringdi til kunn- ingja síns á þriöjudag. Þeir sem telja sig hafa séð til Gunnlaugs síðustu daga era beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.