Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990. Viðskipti______________________________________________________________ dv Með sölu hlutabréfa Sigurðar Helgasonar, stjómarformanns í Flugleiðum: Flugleiðabréf fyrir tæpan 1 milljarð seld í vikunni - Sigurður stj ómarformaður fram að næsta aðalfundi Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða. Gunnar J. Friðriksson, formaður stjórnar Sambands almennra líf- eyrissjóða sem keyptu af Sigurði. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, er varaformaður stjórnar Flugleiða og líklegasti arftaki Sigurðar sem næsti stjórnarformaður. Með sölu Siguröar Helgasonar, stjómarformanns Flugleiða, á hluta- bréfum sínum í félaginu fyrir um 210 milljónir króna til Sambands al- mennra lífeyrissjóða, svo og kaup núverandi hluthafa, sem nýttu for- kaupsrétt sinn í hlutafjárútboðinu, fyrir um 730 milljónir króna er búið að selja hlutabréf í Flugleiðum fyrir um 940 milljónir króna á aðeins nokkrum dögum. Svo mikil eftir- spurn eftir hlutabréfum í Flugleiöum hefur ekki veriö á markaðnum lengi. Það var fyrir rúmum mánuði sem fréttir bárust um að Sigurður Helga- son, stjórnarformaður Flugleiða, væri ásamt Jóhannesi Markússyni, stjórnarmanni í Flugleiðum og fyrr- um flugstjóra hjá félaginu, að kanna hlutabréfamarkaðinn meö hugsan- lega sölu hlutabréfa sinna í huga. Sigurður var næststærsti hluthafinn í Flugleiðum Hlutur Sigurðar hefur verið skráð- ur undir nafni sameignarfélagsins Klaks sf. og var hann um 6 prósent í félaginu. Siguröur var næststærsti hluthafinn í Flugleiðum á eftir Eim- skip. DV náði ekki í Jóhannes Mark- ússon í gær til að fá fréttir um það hvort hann væri búinn að selja sinn hlut. Vegna þeirrar miklu eftirspurnar, sem fram hefur komið að undan- fornu eftir hlutabréfum í Flugleið- um, mun stjórn félagsins næsta ör- ugglega leggja það til á næsta aðal- fundi að heimild verði veitt til að auka hlutafé í félaginu enn frekar. Þegar hefur Sigurður Helgason, for- stjóri félagsins, lýst því yfir að mark- miö félagsins sé að vera með eiginfj- árhlutfall upp á um 25 prósent, fjórð- ung. Hverfur úrstjórn á næsta aðalfundi félagsins Sigúrður Helgason, stjórnarfor- maður Flugleiða, mun með sölu hlutabréfa sinna í fyrradag væntan- lega hverfa úr stjórn Flugléiða frá og með næsta aðalfundi. Stjórnar- menn eru kjörnir til tveggja ára og rennur timabil Sigurðar út á aðal- fundinum. Eimskiþ er stærsti hluthafinn í Flugleiðum, með 34 prósenta hlut. Forstjóri Eimskips, Hörður Sigur- gestsson, er varaformaður stjórnar Flugleiða og langlíklegastur til að taka við formennsku í stjórn Flug- leiða þegar Sigurður hættir þar næsta vor. Samband almennra lífeyrissjóða og 14 aðildarsjóðir keyptu hlut Sigurðar Helgasonar stjórnarformanns að andvirði um 210 milljónir króna. Bréfin eru að nafnvirði um 78 millj- ónir króna. Auk þess munu sjóðirnir nýta sér forkaupsrétt Sigurðar að bréfum að nafnvirði 16,9 milljörðum króna, samtals að nafnvirði um 94,9 milljónir. Eign sjóðanna í Flugleið- um er 6 prósent við þessi kaup. Jafnframt munu sjóðimir hafa for- kaupsrétt að viðbótarhlutabréfum frá Sigurði að nafnvirði 7 milljónir króna og gildir sá réttur til 16. nóv- ember. „Erum að dreifa áhættunni“ „Ástæðan fyrir kaupunum er sú að við teljum hlutabréf í Flugleiðum góðan og arðbæran kost. Jafnframt erum við með kaupunum að taka þátt í uppbyggingu hlutabréfamark- aðarins og atvinnulífsins hérlendis, sem og að dreifa áhættimni á okkar fjárfestingum," sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður stjórnar Sam- bands almennra lífeyrissjóða, SAL, við DV í gær. Samband almennra lífcyrissjóða hefur gert mjög stóra samninga á verðbréfamarkaðnum á þessu ári og ber hæst þegar það keypti ríkis- skuldabréf af ríkissjóði fyrir um 800 milljónir króna fyrr á árinu. Helstu hluthafar í Flugleiðum eru nú þessir: 1. Eimskip....................34% 2.SAL..........................6% 3. Lífeyrissjóður versl......5,9% 4. Sjóvá-Almennar............4,3% 5. Jóhannes Markússon........2,8% -JGH Sambandið selur hlut í ESSO til að lækka skuldir Stjórn Sambandsins hefur ákveðiö að selja um þriðjung af hlutafé sínu í ESSO til að greiða niöur skuldir Sambandsins. Hluturinn, sem verð- ur seldur, er að nafnvirði um 67,7 milljónir króna og má gera ráð fyrir að hann seljist á yfir 400 milljónir króna. Sölugengi hlutabréfa í ESSO er nú um 6,05 stig. „Sambandiö selur þennan hlut sinn til aö lækka skuidir félagsins. Þessi sala er liður í endurskipulagn- Guðjón B. Ólafsson. ingu félagsins sem átt hefur sér stað og má minna á sölu Samvinnubank- ans í því sambandi. Það hefur verið Ijóst lengi að skuldir Sambandsins eru of miklar og þær þarf að lækka,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins. Samvinnubankinn hafði hlutabréf Sambandsins í ESSO að handveði áður en bankinn komst í eigu Lands- bankans og verður þeim tryggingum væntanlega breytt hjá bankanum. Sambandið á 44,7 prósent í ESSO en mun eftir söluna eiga 30 prósent. Það verður þó enn stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. Annar stærsti hluthafmn í ESSO er Olíusamlag Keflavíkur með 9 prósent, KEA er þriðji stærsti hluthafinn með 7,4 pró- sent, Grandi hf. á 2,8 prósent og Hval- ur hf. 2,3 prósent. -JGH SS-húsið á borði Ólaf s Ragnars Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 2-3 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 nema Bb Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5 Ib 18mán. uppsógn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb Sértékkareikningar 2-3 ib Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir Innlán með sérkjörum 3-3,25 nema Ib Ib Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6,5-7 Ib Sterlingspund 12,25-12,5 ib.Bb Vestur-þýsk mörk 7-7,1 Sp Danskarkrónur 8,5-8,8 Sp . ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 12.25-13,75 Bb.Sp Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 12,5-14,25 Ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Utlántilframleiðslu Isl.krónur 12,25-13,75 Lb.Sb SDR 10,5-11,0 Lb.Sb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb.SB Sterlingspund 15,25-15,5 Lb.Sb Vestur-þýsk mörk 10-10.2 Allir Húsnæðislán 4.0 nema Sp Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Óverötr. nóv. 90 12.7 Verðtr. nóv. 90 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóv. 2938 stig Lánskjaravisitala okt. 2934 stig Byggingavísitala okt. 552 stig Byggingavisitala okt. 172,5 stig Framfærsluvisitala okt. 147,2 stig Húsaleiguvísitala óbreytt l.okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,145 Einingabréf 2 2,791 Einingabréf 3 3,383 Skammtimabréf 1,731 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,087 Markbréf 2,710 Tekjubréf 2.008 Skyndibréf 1,516 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2.467 Sjóðsbréf 2 1,786 Sjóðsbréf 3 1,718 Sjóðsbréf 4 1,475 Sjóðsbréf 5 1,035 Vaxtarbréf 1,7450 Valbréf 1,6375 islandsbréf 1,065 Fjórðungsbréf 1,040 Þingbréf 1.065 Öndvegisbréf 1,058 Sýslubréf 1,070 Reiðubréf 1,049 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv: Sjóvá-Almennar hf. 688 kr. Eimskip 570 kr. Flugleiðir 225 kr. Hampiðjan 176 kr. Hlutabréfasjóður 174 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 186 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendinqur hf. 420 kr. Islandsbanki hf. 179 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Oliufélagið hf. 605 kr. Grandi hf. 220 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 667 kr. Ármannsfell hf. 235 kr. 4 Útgerðarfélag Ak. 325 kr. Olis 200 kr. Bjargar menningin landbúnaðinum? Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur áhuga á SS-húsinu en Ólafur Ragnar hefur úrslitaorðið. SS-húsið í Laugarnesi, sem Slátur- félag Suðurlands hefur reynt að selja í næstum tvö ár, er nú til skoðunar og könnunar hjá Ólafi Ragnari Grímssyni íjármálaráðherra vegna hugsanlegra kaupa ríkisins á húsinu fyrirmenntamálaráðuneytið. Svavar Gestsson menntamálaráðherra hef- ur mikinn áhuga á að húsiö verði keypt. Allir sem einn hafa þingmenn Suð- urlands þrýst mjög á ríkisstjórnina að kaupa húsið. Þaö varð til þess að nefnd var skipuð í sumar til að gera úttekt á þörf ríkisins á húsinu með kaup í huga. Nefndin skilaði fyrir um mánuði áliti sínu. „Skýrsla nefndarinnar er ekki op- inber en þó er hægt að segja frá nið- urstöðu hennar en hún er sú að nefndarmenn telja að kaup á húsinu geti verið fýsilegur kostur fyrir ríkis- sjóð, svo fremi sem húsið fæst á ákveðnu kaupverði sem ég að sjálf- sögðu get ekki gefið upp,“ sagði Jón Sveinsson, formaöur nefndarinnar, í gær. Svo virðist sem húsið henti ríkinu best sem listaskóli eða þjóðminjasafn en Háskólinn myndi þá væntanlega kaupa Þjóðminjasafnið vestur á Mel- um. -JGH (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, íb= íslandsbanki Lb,= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. brosum/ í mnferfflmii ^ - og tllt gen£ur betur! ^ ||UJJERDM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.