Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
31
Merming
„Tvær leiðir,
önnur f arin“
Vort skarða líf er önnur ljóðabók Áma R)sen
en áður hefur hann sent frá sér ljóðabókina
Kom (1975) auk leikrita og fjölda þýöinga. í
þessari nýjustu bók sinni fer Árni ekki
ótroðnar slóðir. Þau yrkisefni sem eru hon-
um hvað hugleiknust hafa löngum verið
skáldum óþrjótandi uppspretta sagna og
ljóða, gamlar en þó að eilífu nýjar hugmynd-
ir. Efasemdir um gildi lífsins, ótti, depurð
og skelfing ræður for og sterk áhersla er lögð
á að þó maður sé manns gaman þá er hann
eftir sem áður oftast einn, „staðinn að ein-
semd á ári samkenndar" (bls. 29).
Bókin er vönduö og vel unnin. Orðanotkun
er markviss og hnitmiðuð og höfundur kem-
ur hugmyndum sínum skýrt og skilmerki-.
lega til skila. Ljóðin snerta viðkvæma strengi
í djúpum sálarlífsins og draga fram margsl-
ungnar og oft á tíðum sárar tilfinningar sem
lesandi myndi kannski helst vilja aö lægju
um kyrrt. En það er einmitt einkenni góðra
ljóða aö þó þau láti litið yfir sér fá þau le-
sanda oft til að endurmeta afstöðu sína til
alls sem er og um það er ekkert nema gott
eitt að segja. Veruieiki þessara ljóða er
drungalegur og stundum ógnþrunginn og
minnir óþyrmilega á ábyrgð mannsins gagn-
vart sjáifum sér og öðrum. Ábyrgð sem alltof
oft vill gleymast í hita og þunga dagsins.
Bókin skiptist í fjóra hluta og eru áherslu-
atriðin í öÚum hlutum af svipuðum toga.
Ekki er hægt að merkja neitt sérstakt ein-
kenni á hveijum hluta fyrir sig nema helst
í fyrsta lúuta en meginþemað þar skýtur upp
kollinum í einstaka ljóði í seinni hlutum,
Bókmenntir
Sigríður Aibertsdóttir
þ.e. eftirsjá í glötuðum tíma.
Spurhingin um hvort tímanum hafi verið
vel og rétt varið er áleitin og engin einhlít
svör að fá. Það er ómögulegt að snúa aftur
til fortíðar, til þess tíma þar sem allir vegir
virtust færir:
í gættinni
veit
til tveggja átta
fyrirheit
einhver bíður
á báðum áttum
vonin
andar um gættina
tvær leiðir
önnur farin (bls. 14).
Stundum verða lýsingar skáldsins svo nöt-
urlegar að þegar upp er staðið stendur ekki
steinn yfir steini. Frelsi einstakíingsins er
einungis tímabundin blekking, á bak við só-
hna glittir í rimla og bak við rimlana er
maður. Eina tiltæka ráðið er að hætta að
hugsa, leggja frá sér blýantinn áður en allt
verður svart... Raunsæi (bls. 54-55).
En þó efasemdir knýi dyra og þótt lífið sé
ef til vill uggvænlegra en dauöinn (bls. 28),
er svo sem lítið annað hægt að gera en reyna
af fremsta megni að lifa með því. Við eigum
eftir allt saman a.m.k. eina sameiginlega eign
eins og segir í samnefndu ljóði sem jafnframt
er upphafsljóð bókarinnar:
Eign
við eigum áhættu
ugglaust (bls. 13).
Með þessum orðum opnar höfundur bók
sína og í hverju ljóðinu á fætur öðru er les-
andi minntur á að það er hans að velja og
hafna og að kannski séu efasemdirnar ávallt
óhjákvæmilegur fylgifiskur sérhverrar
ákvarðanatöku:
Vafalaust
og þegar loks
allt var
ljóst var
efinn þar
líka (bls. 77)
Þannig er það, vort skarða lif, í öðru aug-
anu undrun, i hinu ótti (bls. 38) og kannski
stundum dálítil gleði og alltaf eitthvað sem
fær trén til að laufgast á ný (bls. 41).
Ef til vill er dregin upp dálítið bölsýn og
kuldaleg lífssýn á köflum en þrátt fyrir það
nær sólin stundum að gægjast gegnum skýin
Árni Ibsen.
og lesendur minntir á að til eru smyrsl sem
sefa sárasta sviðann eins og t.a.m. í Ljóð
handa Gerry (bls. 25):
vitund vor er grár
órofa flötur
áþekkur mynd eftir fellini
vinátta
er brunabílsrauður títuprjónn
sem stungið er í ílötinn
ógnvekjandi en græðandi
líkt og nálarstungu-
aðferðin kínverska
Árni Ibsen,
Vort skarða líf,
Handafl 1990.
Leitin að samhengi hlutanna
Friða Á. Sigurðardóttir.
Nútíminn sættir sig ekki við að segja
hveija sögu blátt áfram eins og hún er en
kýs heldur að miða hana við upplifun hvers
og eins. Og sú upphfun er ekki bein og milh-
hðalaus heldur til okkar komin í gegnum
frásagnir annarra og háð ástandi okkar og
umhverfl á hverjum tíma. Þessar frásagnir
geta síðan orðið hiuti af endurminningum
okkar um sögu sem var sögð við tilteknar
aðstæður af atburðum sem gerðust enn ann-
ars staöar. Þannig er sá raunheimur sem
einu sinni var marginnpakkaður í frásögn,
endursögn, reynslu og tilfinningar þeirra
sem miðla hðinni tíð og hugsa um hana; jafn-
vel svo að skynjun okkar á fortíðinni verður
aðalatriðið en hið eiginlega söguefni víkur
til hhðar. Og fortíðin getur rifjast upp fyrir
okkur í einum graut ef við þurfum að horf-
ast í augu við hlutskipti okkar vegna stórtíð-
inda í tilverunni eins og persónan Nína gerir
í nýrri skáldsögu Fríðu Á. Sigurðardóttur,
Meðan nóttin líður.
Sársaukafullt að líta við
Nínu er kippt út úr sínum dægilega nútíma
þar sem hún gerir það gott í auglýsinga-
bransanum eftir misskhdar tilraunir til
skáldsagnaritunar (sem virðast hafa verið
nokkuð líkar þeirri sögu sem fyrir liggur!)
og sársaukalíth sambandsslit við bamsföður.
Henni er kippt út úr heimi yfirborðsmenns-
kunnar til að horfast í augu við sjálfa sig og
sögu formæðranna sem börðust við ytri og
innri náttúruöfl sín í lítilli vík norður við
ysta haf þar sem suðrænir sjómenn áttu th
að vitja kvenna um sumur og hvítabirnir
gáturofiðþekjunaá vetriní leit aöæti. Nína
þarf að sitja við dánarbeð Þórdísar, móður
sinnar, sem henni þykir í fyrstu fáránleg og
löngu úrelt siðvenja. Hún hugsar sér því að
taka þessu létt og nota tímann á meðan hún
situr yfir móðurinni til að sinna ýmsum
mikhvægum verkefnum nútimans: Hönnun
á bæklingi fyrir hótel hér í hæ og drög að
auglýsingaherferð fyrir ódrekkandi gos-
drykki. (15) í þessari mynd af nútímakon-
unni við hhð deyjandi fornkonu mætast and-
stæður bókarinnar: fortíð sem einkennist af
raunverulegu lífi í tengslum við náttúruna
þar sem fólk deyr og hefur heitar tilfinning-
ar, andspænis nútímanum þar sem umbúðir, ■
vörumerki og yfirborðsmennska ríkja yfir
daglegu lífi og menn láta eins og dauðinn
komi sér ekki við. Nína er þó nógu mikil
manneskja th þess að henm sækist hægt að
hanna bæklinginn. Að henni sækja hugsan-
ir, sögur og minningar um löngu sagðar sög-
ur úr fortíðinni, sem knýja Nínu loks th að
gangast við því að hún er aðeins hlekkur í
keðju kynslóðanna, sem heldur áfram í dótt-
urinni Söru. Hennar persóna er því ef til
vill ekki eins mikils virði og hún hefði getað
ímyndað sér. Þessi upprifjun Nínu hefur þau
áhrif að hún situr í lokin eins og saltstólpi
Bókmeruitir
Gísli Sigurðsson
við hliðina á líki móður sinnar: Og horfi á
hkamann í rúminu, horfi á lík móður
minnar. Horfi í kertaljósin. Loginn svo skín-
andi bjartur. Sit hér, Nína, Katrín Sunneva.
Saltstólpi. (193) Og þannig minnir hún á frá-
sögn Fyrstu Mósebókar af konu Lots sem
varð að saltstólpa við það að líta aftur til
borganna Sódómu og Gómorru - og ættmóð-
ir sögunnar nefnist Sunneva, kölluð Eva líkt
og kona úr nefndri bók og dóttirin Sara kall-
ast á við nöfnu sína, konu Abrahams.
Von í nýrri kynslóð
í dótturinni Söru býr von um að þrátt fyr-
ir þrengingar móðurinnar verði hægt að taka
upp þráðinn aftur og tengja sig við lífið, taka
fram sjalið sem hefur verið ættargripur
kvennanna frá leynifundi Sunnevu með
dökkum skútusjómanni, og leyfa hjásvæf-
unni Andrési að eignast hlutdehd í tilfinn-
ingalífi Nínu - eins og hann býðst til að gera
í skilboðum á símsvara hennar. Líkt og aðr-
ar karlpersónur bókarinnar er Andrés tölu-
vert utangarðs í þessari sögu. Hann er ekki
nefndur nema í tengslum við það að Nína
hafi notað hann til að sofa hjá honum. Helstu
karlar aðrir eru tveir hommar, vinir Nínu
og Þórdísar móður hennar, og barnsfaðir
Nínu, myndlistarmaður sem skilur ekki kon-
ur, fer sína leið án þess að hirða um hana
og ferst loks í slysi án þess aö það komi mik-
ið við taugar hennar. Til gamans má jafnvel
snúa við formerkjum á þvældum frasa úr
kvennabókmenntaumræðunni og segja sem
svo að Nína geti ekki myndað tilfmninga-
samband við karla því að í bókinni er körlum
fyrst og fremst lýst sem kynverum. Meðan
nóttin líður glímir við stórar spurningar um
rótslitið hlutskipti okkar andspænis gengn-
um kynslóðum. Enda þótt nútíminn hafi náð
langt í að rjúfa tengsl okkar við náttúruna
er að vísu enn nokkur von í dótturinni Söru
sem virðist sjá og finna manneskjuna á ba-
kvið umbúðirnar. Að þvi er virðist sundur-
laust form sögunnar er vandlega saman sett
og vinnur með efni hennar: dregur fram og
skýrir merkinguna í stað þess að benda ein-
vörðungu á sjálft sig sem eins konar lesenda-
þraut handa þeim sem hafa gaman af kross-
gátum. Hér er á ferð saga sem knýr lesand-
ann til að horfast í augu við þann eilífðar-
vanda sem fylgir okkur jafnan: Hvernig er
ég hingað komin/n og hvað get ég gert í
málinu?
Frlða Á. Sigurðardóttir
Meðan nóttin liður, skáldsaga (193 bls.)
Forlagið 1990