Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Oreifing; Stmi 27022
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
Álviðræður 1 London:
Enn mjög
langt í land
Gunnar R. Svembjömsson, DV, London;
„Að þeirra mati er enn mjög langt
i land að þessir samningar klárist og
við tökum auðvitað undir það. Þegar
maður les samningsdrögin betur sést
mjög vel hvað lausu endarnir eru
margir. Atlantal-menn telja sig vera
komna mun skemur í samningsstarf-
inu en tilfinning var fyrir heima á
íslandi. Þeir eru með fyrirvara á öll-
um hlutum og þurfa einnig mikinn
tíma til að komast að endanlegri nið-
urstöðu innan síns hóps,“ sagði Páll
Pétursson þar sem hann var staddur
í London í gærkvöld.
Undirnefnd Landsvirkjunar, ásamt
forstjórum og stjórnarformanni, sat
langa fundi með fulltrúum Atlantal-
fyrirtækjanna í London í gær. Lýkur
fundinum í dag. Að sögn Páls Péturs-
sonar eru þetta eins konar opðnun-
arviðræður nefndarinnar við Atlan-
tal-menn og því ekki að vænta veru-
legs árangurs. Viðræðurnar væru
hins vegar mjög gagnlegar.
-GRS/hlh
Féll af þriðju
hæðá
Mallorca
19 ára íslenskur piltur féll niður
af svölum á þriðju hæð af hóteh á
Mallorca nýlega. Hann lá meðvit-
undarlaus á sjúkrahúsi í nokkurn
tíma á eftir. Pilturinn höfuðkúpu-
brotnaði, hlaut meiösl á mjöðm, fæti
og handlegg auk þess sem hann rif-
beinsbrotnaði með þeim afleiðingum
að annað lungað féll saman.
Þegar pilturinn komst til meðvit-
undar átti hann erfitt með að átta sig
á hvað hafði gerst. Pilturinn vann í,
byggingavinnu á Mallorka. Hann er
nú að ná sér og er væntanlegur heim
til íslands á mánudag. -ÓTT
Háttaði sig
í bílnum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Honum brá nokkuð í brún, mann-
inum sem brá sér í Borgarbíó á Akur-
eyri í gærkvöldi, þegar hann kom að
bifreið sinni að myndinni lokinni og
hugðist halda heim á leið.
Drukkinn maður hafði farið inn í
ólæsta bifreiðina, háttað sig og lagst
til svefns í aftursæti bifreiðarinnar.
Eigandi fékk aöstoð lögreglu við að
koma hinum óboðna á fætur aftur.
LOKI
Varla hefði Akureyring-
urinnfúlsaðvið
kvenkynsgesti?
Olíufélögin vilja
frjálsan innflutning
Forráðamenn islensku olíufélag-
anna þriggja, þeir Vilhjálmur Jóns-
son, Kristinn Björnsson og Óli Kr.
Sigurðsson, sögðu allir í morgun
að þeir væru sammála því að oliu-
innflutningur yrði geiinn frjáls og
olíufélögin gætu sjálf ráðið því
hvar þau kaupi olíu.
Um 60 prósent olíuinnkaupa ís-
lendinga koma frá Sovétríkjunum.
Sfjórnvöld hafiö samið um olíu-
kaupin af Sovétmönnum í sérstök-
um viðskiptasamningum á milli
þjóðanna, sem byggst hafa á vöru-
skiptum. Við höfum keypt af þeim
olíu og fleira en þeir sjávarafurðir
og ullarvörur af okkur.
„Ég tel eðlilegt að olíufélögunum
verði gefið frjálst að kaupa ohu
hvar sem er,“ sagði Vilhjálmur
Jónsson, forstjóri Olíufélagsins, í
morgun.
„Að vísu er ótryggt ástand vegna
stöðu mála við Persaflóa þannig að
um stundarsakir er nauðsynlegt að
fara gætilega í breytingar. Grund-
vallarhugsunin er hins vegar sú að
olíufélögin ráði sjálf hvar þau
kaupi olíuna.“
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs: „Sjónarmið okkar er
það að ohuviðskipti veröi gefin
frjáls eins og önnur viðskipti og
félögin ráði hvar þau kaupa ohuna
og þá líka af Sovétmönnum. Svart-
olían frá þeim er mjög góö og þau
gæði fáum við ekki annars staöar
sem stendur,"
Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís,
sagði í morgun: „Staðreyndin er sú
að þessi olíuviðskipti okkar við
Sovét hafa verið okkar mjög hag-
stæð. Gæðih eru mikil, sérstaklega
í svartolíunni. Annars staðar fáum
við ekki jafngóða svartolíu á því
verði sem er i gildi við Sovétmenn.
Engu að síður er meginreglan að
ohuviðskiptin eigi að vera frjáls."
-JGH
Jón Baldvin utanríkisráðherra:
dUU DcUUVitl ULculllKlaldUllclia.
Ólafur Ragnar hugsaði upphátt f
„Ólafur Ragnar Grímsson hefur
enga tillögu flutt innan ríkisstjórnar-
innar um brottflutning hersins af
Keflavíkurflugvelli. Hvorki um
nefndarskipan né annað í þeim til-
gangi,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráöherra í samtali við
DV í morgun.
„Það sem gerðist var þetta. Forsæt-
isráðherra flutti óg fékk samþykkta
tíllögu sem var um það að kanna
betur nýtingu á möguleikum Kefla-
víkurflugvallar til uppbyggingar at-
vinnulífs á Suðurnesjum. Lang-
minnuga menn rekur minni til þess
aö í almennum umræðum um tillög-
una hafi fjármálaráðherra hugsað
upphátt um það hvort ekki væri snið-
ugt að stjórnarflokkarnir settu upp
einhvern starfshóp til þess að fara
að hugsa um breytt hlutverk varnar-
stöðvarinnar í ljósi hinna miklu
breytinga í umheiminum. Við urðum
því báðir jafnhissa þegar við heyrð-
um fjármálaráðherra fara mikinn í
ræðustól í gær og tala um tillögu, það
kannast enginn við hana,“ sagði Jón
Baldvin.
En hvernig líst honum á hugmynd-
ina?
„Hún er ekki á dagskrá."
-S.dór
Aldraða konan sem var rænd veski sínu á mánudag:
i
Dagmar fékk 40 i
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, á samningafundinum í gær. Næsti
samningafundur verður á morgun DV-mynd BG
Kjaradeila sjómanna í hnút:
Ekki horf ur á lausn
- segir Guðjón A. Kristjánsson
þúsund í gær
tveir aðilar höfðu samband eftir frétt DV um ránið
„Útvegsmenn eru ekki tilbúnir að
bjóða þá lausn sem felst í Vestfjarða-
samningunum. Við bjóðum upp á
tvær leiðir; að taka Vestfjarðasam-
komulagið upp í heild eða þá að taka
upp sömu olíuverðsviðmiðun og í
Vestfjarðasamningnum samfara því
að taka það inn í okkar samninga
sem er hagstæðara í þeim samningi
en okkar," segir Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands.
„Á meðan útgerðarmenn geta ekki
boðið okkur upp á jafngóöa samn-
inga tel ég ekki horfur á að lausn á
deilunni sé í augsýn. Það verður eitt
yfir alla að ganga.“
-J.Mar.
„Ég er alveg bit á þetta. Svona ein-
stakri góðmennsku hef ég aldrei
kynnst. Ég þakkaði hjónunum kær-
lega fyrir og bauð þeim að líta til
mín aftur í heimsókn einhvern tím-
ann,“ sagði Dagmar Helgadóttir, 78
ára gömul kona í Reykjavík en henni
voru gefnar fjörutíu þúsund krónur
í gær. Maður í hettuúlpu rændi þrjá-
tíu þúsund krónum frá henni viö
Suðurlandsbraut á mánudag.
Hjónin Bogi Jónsson og Narumon
Sawangjthaim, sem reka veitinga-
staðinn Thailand við Laugaveg, af-
hentu Dagmar ávísun upp á þrjátíu
þúsund krónur. Fyrirtækið Heilsu-
lindin í Kópavogi hafði einnig sam-
band við DV í gær og sendi Dagmar
ávísun upp á tíu þúsund krónur.
Bogi og Narumon ákváðu að gefa
Dagmar peningana þegar þau lásu
frásögn DV í gær af ráninu. „Við
ákváðum þetta einfaldlega af því að
við getum það. Veitingastaðurinn
hefur gengið vel og við viljum leyfa
Dagmar að njóta þess með okkur þar
sem hún varð fýrir þessari ógæfu,“
sagði Bogi viö D V. -ÓTT
Veðriðámorgun:
Litlar
breytingar
Veðrið breytist litið og líklega
haldast sömu hlýindin fram yfir
helgi. Á morgun verður austan
og suðaustan kaldi. SkýjaQ verð-
ur um allt land og dálítil súld við
suðurströndina. Hiti verður á bil-
inu 1-7 stig.
5
HpBftHET í
m FEKT Freyja hf. ími: 91-41760
V
\