Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990. Spumingin Áttu myndbandstæki? Hvaða mynd sástu síðast? Sindri Magnússon, 11 ára: Þaö er til heima og síðast sá ég Platoon. Hjalti Þór Sverrisson, 13 ára: Þaö er ekki til heima en ég horfi oft á video annars staöar. Ómar Sverrisson, 14 ára: Það er til myndbandstæki heima. Síðast sá ég mynd sem heitir Best of the Best. Jóhann Sophusson kjötvinnslumað- ur: Já, ég á tæki. Síöast sá ég Uncle Buck sem er grínmynd. Lilja Karlsdóttir nemi: Já, þaö er til heima. Ég leigöi spólu fyrir löngu og ég man ekki einu sinni hvaö hún hét. Ingi Rafn Ólafsson nemi: Já, þaö á ég. Síðast sá ég mynd sem heitir Par- enthood og er grínmynd. Lesendur Úttekt bankainnstæðna er áhrifarík aðgerð: H vað gera spari- fjáreigendur? Guðmundur J. Guðmundsson. Hann hefur látið athöfn fylgja orðum. - Hvað gera forystumenn sparifjáreigenda? ar. Guðmundur Siguijónsson skrifar: Ákvöröun íslandsbanka aö hækka vexti hjá sér um 0,5 til 2% hefur orö- iö til þess að í fyrsta skipti hér á landi, svo ég viti til, hefur verið beitt gagnráöstöfun sem er í senn djörf og fljótvirk. Ekki svo að skilja, að ekki hafi hún komið á óvart, heldur hitt, að orðum fylgdu athafnir í þetta sinn. Félagsmönnum Samtaka sparifjár- eigenda (held ég fari rétt með nafnið) hefur oft þótt gengið á rétt sinn þegar bankar hafa lækkað innlánsvexti meira en góðu hófi gegnir í „bullandi verðbólgu“ eins og einn þeirra orðaði það í grein á sínum tíma. Þeir hafa einnig sagt, aö Samtök sparifjáreig- enda væru einmitt sá aðihnn 9em ætti að hefja upp merkið með fóstum aðgerðum, að undangengnum þrýst- ingi frá félagsmönnum sínum. Samtök sparifjáreigenda eða stjórn þeirra hefur hins vegar aldrei látið frá sér fara opinber, hvað þá afger- andi mótmæli, þegar sparifjáreig- endum hefur ofboðiö og innlánsvext- ir hafa verið langt undir því sem boðlegt er. Nú kynni þó að verða breyting á. Fyrir tilstilli formanns Dagsbrúnar hefur verið brotið blað í samskiptum banka og viðskipta- manna þeirra. . - Nú er hins vegar komið að spari- íjáreigendum. Eg og margir aðrir sparifjáreigendur erum í hæsta máta sammála bankastjóra íslandsbanka þegar hann segir, að hann verði ekki síður að hugsa um sparifiáreigendur, sem standa undir meginhluta þess fiár sem bankinn hefur til ráðstöfun- Eg legg til og skora á sparifiáreig- endur að taka á sig rögg og færa fiár- muni sína frá þeim innlánsstofnun- um, sem ekki fara að dæmi íslands- banka til þess sama banka eða ann- arra sem taka sömu ákvörðun um hækkun vaxta. Guðmundur J. hefur riðið á vaðið. Varla láta sparifiáreig- endur það spyrjast aö þeir séu deig- ari en Guðmundur. Vanda sig eða hætta 6345-3927 skrifar: Ég hefi lengi ætlað að skrifa um hremmingar okkar sem ennþá opn- um sjónvarpið okkar. Er nú ekki at- hugandi að sjónvarpsfólk stofni hreinlega sinn eigin videoklúbb og horfi þar á sitt innlenda efni, eftir sig sjálft, um sig sjálft, á skjánum? Ég legg til að DV, með allar sínar kann- anir, geri nú könnun á því hve marg- ir horfa á umrætt efni, ef þá nokkr- ir. Þetta efni slítur dagskrána í sund- ur fólk hreinlega sofnar áður en þaö efni sem það vill sjá byijar. Ekki þar fyrir, þetta á víst við um fleiri fiölmiðla en sjónvarpið (held þó að hinir miðlarnir séu skárri). Taka ber fram að það eru góðar, hörkugóðar, undantekningar en þaö eru líka bara undantekningar. Hvers vegna er íslenskt efni svona kauðskt, lágkúrulegt og illa unnið? Undan- tekningar eru þó, afbragðs undan- tekningar innan um ruslið. Allt sjónvarpsefni þar sem kvik- myndavélin er límd viö karl- eða kvenandlit endalaust er vonlaust. Þaö er útvarpsefni, ekki sjónvarps, myndefnið er«nánast ekkert nema stillimynd! (gæti svo sem líka verið vonlaust í útvarpi). Teljið t.d. bara hve oft orðið ÉG kemur fyrir. Mér er sagt að þeir hjá í Gutenbergprenti séu meö orðið ÉG á „auto“, þeir setji „þingromsurnar", þetta innihalds- lausa blaður, að mestu en svo sé uppfullt af „ég“-um. Það er að vísu ein leið fær, hún er að loka fyrir hljóðið og skoða svo myndina. Það er lærdómsríkt! En ein hógvær beiðni í lokin: Farið nú að vanda ykkur við efnið, eða hættið þessu! íslenskt fé erlendis Sárreið fyrrv. bóndakona skrifar: Við íslendingar erum oft sein- heppnir. Ég hló, og þó var mér ekki hlátur í huga, er ég horföi á frétta- mynd Sjónvarpsins frá Danmörku. Já, Danir eru farnir að rækta ís- lensk: fé! Og það vegna hollustu kjötsins og ekki síður vegna gæða ullarinnar. Kannski er ræktunin ekki í stórum mæli, en það er þó vaxtarbroddur í ræktuninni. Það skyldi þó ekki fara svo, að ís- lenkst fé verði alfarið ræktað á er- lendri grundu, jafnvel á menguðustu svæðum, vegna sofandaháttar okkar sjálfra, til þess m.a. að fá kjöt í úr- valsflokki. Hvað með okkar ómeng- uðu afréttarlönd, eiga þau bara að verða svæði fyrir torfæruaksturs- keppni? Eða ullin sem gæti verið sú besta í heimi? Um hana skeytum við 'næsta lítið. Það er óhugnanlegt að sjá féö við þjóðvegi landsins ganga í ullinni sumar eftir sumar og sýnir hvorki áhuga bænda á velferð dýr- anna né heldur áhuga á auknum tekjum þeirra sjálfra. Nei, bændur góðir, það er kominn tími til aö snúa blaðinu viö. Takið þessi mál í ykkar hendur. Látiö ekki milliliðina hirða það besta af kök- unni og fáið svo molana sem hrjóta af borðum þeirra. Sláið á hendur þeirra sem vasast í ykkar málum. Sendið íslenskt lambakjöt út í heim til þeirra sem vilja fá það til neyslu t.d. á hótel. Það er besta kynning af- urða ykkar. Látiö ekki skriffinna eyðileggja alla möguleika ykkar til bættrar lífsafkomu. Þeir eru löngu staðnaðir við skrifborð sín, og hugs- un þeirra nær ekki út fyrir dyr Bændahallarinnar. Liggur framtiö íslenska fjárstofnsins í útlöndum? Gottútvarpsfólk Stjörnu-aðdáandi skrifar: Ég vil mótmæla því sem Þór- hallur Már skrifaði í DV 30. okt. sl. Þótt varla sé svara vert get ég hreinlega ekki setið á mér. - Ég er hins vegar aðdáandi Stjöm- unnar sem mér fmnst hafa bætt sig mikið að undanfórnu. Tek sem dæmi „Geðdeildina“ og þátt Sigurðar Ragnarssonar. Eg hlusta mikið á útvarp í vinn- unm og þá einkum á þessa þætti. Hver getur t.d. hlustað á Sigurð án þess að brosa? Ég bara spyr. Og fagmennskan er gegnum- gangandi. Þrátt fyrir að útvarpsstöðvar gefi bíómiða eöa annað slikt þarf það ekki að bitna á dagskránni. Ég veit ekki betm- en þetta tíðkist víöa, þ.á.m. í Bandaríkjunum. Að lokum vil ég nota tækifærið og segja: Farðu til þínnar heitt- elskuðu Ameríku og leyfðu okkur að hafa „okkar“ íslensku út- varpsstöðvar í friði. - Útvarps- fólk, haldið áfram á sömu braut - þið standið ykkur vel. Hvertók sófasettið? Reynir Bjarnason skrifar: 75% öryrki, sem stóð í búslóðar- flutningum um kvöldmatarleytið miðvikudaginn 10. okt. sl, varð fyrir þeirrí bitru reynslu aö sófa- setti var stolið frá honum við Holtsgötu 31 hér í Reykjavík (ekki Hofsvallagötu eins og fram kom í frétt í DV 11. sama mánaðar). - Húsgögnin voru tekin á bilinu milli kl. 18.30 og 19.30. Þetta er 3 sæta sófi og tveir stól- ar. Annar stóllinn er með brotinn arm. - Settið er vínrautt að lit. Sófaborðiö er með 2 sívala fætur. Armar og fætur eru útskornir. Ég trúi ekki að nokkur maður geti verið þekktur fyrir að bjóða gestum sínum upp á sæti í stoln- um húsgöpum! - Upplýsinga um þetta er vinsamlega óskað og má hringja i sítna 672978 eða 675584. Lengri „Stund“ íSjónvarpi Guðrún Einarsdóttir skrifar: Það ríkti mikil hamingja á mínu heimili sl. sunnudag þegar „Stundin okkar“ byrjaöi aftur. - Ég á fiögur börn, frá ?ja ára til 10 ára, og þau sátu hreyfingarlaus allan tímann og þátturinn hreif þau öll. Oft er kvartað yfir barnaefni Sjónvarpsins en ég-vil þakka fyr- ir allt sem vel er gert. - Samt vildi ég mega óska þess að „Stundin" gæti verið lengri. - Þaö var þaö eina sem börnin mín kvörtuöu yfir! Að öðru leyti prýöisstund yfir sjónvarpi. Krýningeða kynning? Baldur Guömundsson hringdi: í sambandi við nýjustu íslands- kynninguna sem nú á að fara fram í Japan um miðjan mánuð- inn finnst mér gæta nokkurs ós- amræmis í fréttaílutningi. Oftast er talaö um að íslenski forsetinn verði viðstaddur vegna þessarar sýningar, Sannleikurinn er hins vegar sá, að megintilgangur for- setans er að vera viðstaddur krýningu Japanskeisara. Fyrrv. keisari lést fyrir all löngu síðan. Forsetinn íslenski hafði einmitt heimsótt hann og þá var einnig haldin íslandskynning í Japan. Hér á við að eins dauði er ann- ars brauð og ekki hefðum við fengið nýja Islandskynningu, ef keisarinn hefði ekki látist, og nú látum við verða af því í annað sinn með stuttu millibili að halda Islandskynningu í Japan. Við fór- um að verða vel kynnt þarna á „eystra horni“. Hvernig væri að bjóða Japönum saltsíldina sem átti að fara til Rússlands?’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.