Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990. Afmæli Viðar Ágústsson Viöar Ágústsson, eðlisfræöingur og forstöðumaður vélbúnaðardeiidar SKÝRR, Hrafnhólum 8, Reykjavík, erfertugurídag. Starfsferill Viðar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk landsprófi frá Hagaskóla 1965, kenn- araprófi frá KÍ1970, stúdentsprófi frá KÍ1971, BSc-prófi í eðhsfræði frá HÍ1975, stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við HÍ1980-82, lauk námi í eðlisfræðikennslu við Worc- hester College 1980 og stundaði námskeið úr fjórða árs námi í eðlis- fræði viðHÍ 1982-84. Viðar var kennari viö MÍ1975-78, skólastjórnarfulltrúi þar 1976-78, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1978-85, aðstoðardeildar- stjóri raungreinadeildar þar 1979-81, skólastjómarfulltrúi þar 1979-81, deildarstjóri raungreina- deildar FB1981-83, sat í námsmats- nefnd FB1981-83, var sviðsstjóri tæknisvlðs FB1983-85, var fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs SKYRR 1985-90 og hefur verið forstöðumað- ur vélbúnaðardeildar SKÝRR frá 1990. Viðar var gjaldkeri Framfarafé- lags Breiðholts III1979-82, formaður Kennarafélags FB1981-82; formað- ur Félags raungreinakennara 1982-83, á sæti í almannavarna- nefnd Reykjavíkurdeildar Rauða krossins frá 1980 og var formaður nefndarinnar 1983-86, var vara- formaður Foreldrasamtakanna í Reykjavík 1985-88. Fjölskylda Viðar kvæntist 1975 Agnesi Braga- dóttmvf. 19.9.1952, en þau slitu sam- vistum 1986. Kona Viðars er Ólöf Kristinsdótt- ir, f. 19.2.1965, dóttir Kristins Ing- ólfssonar smiðs og Emmu Gústafs- dótturhúsmóður. Börn Viðars em Sunna Viðars- dóttir, f. 1982 og Sindri Viðarsson, f: 1984. Alsystkini Viðars eru Hilmir, f. 9.2.1952, sjúkraþjálfari, búsettur í Mosfellsbæ, en kona hans, María Ölvisdóttir fóstra, og á hann þrjú börn; Auðna, f. 18.7.1957, í doktors- námi í hjúkrunarfræðum í Banda- ríkjunum. Hálfsystkini Viðars em Baldur, f. 16.9.1944, forstjóri Vara í Reykjavík og á hann eina dóttur; Helga, f. 5.5. 1947, forstöðumaður Hugræktar- hússins í Reykjavík, gift Óla Ant- onssyni, framkvæmdastjóra hjá Atlantic, og eiga þau tvö börn. Foreldrar Viðars: Ágúst Sigurðs- son, f. 29.4.1906, d. 1977, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, og Pálína (Stella) Jónsdóttir, f. 28.7.1924, kennari og fyrrv. endurmenntunar- stjóri hjá KHÍ. Ætt og frændgarður Ágúst var sonur Sigurðar, prests í Lundi í Lundarreykjadal, Jónsson- ar, b. á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, Sigurðssonar, b. í Kórreksstaða- gerði í Hjaltastaðaþinghá, Sigurðs- sonar. Móðir Sigurðar í Lundi var Hólmfríður Jónsdóttir, b. á Bakka í Fljótsdal, Jónssonar. Móðir Ágústs var Guðrún Metta Sveinsdóttir, trésmiðs í Reykjavík, bróður Hallgríms, biskups og al- þingismanns, og Elísabetar, konu Bjöms, ritstjóra og ráðherra, og móður Sveins Bjömssonar forseta og Ólafs ritstjóra, afa Ólafs B. Thors forstjóra og Ólafs Mixa læknis. Sveinn var hálfbróðir Sigríðar, móður Haraldar Níelssonar, próf- essors og rektors HÍ, foður Jónasar Haralz hagfræðings og Soffiu, móð- urþeirra Völundarbræöra, Sveins forstjóra, Leifs hrl. og Haraldar, framkvæmdastjóraÁrvakurs, en bróðir Haraldar Níelssonar var Hallgrímur, afi Hallgríms tónskálds og Sigurðar, stjómarformanns Flugleiða, Helgasona. Sveinn tré- smiður var sonur Sveins, prófasts á Staðastað, Níelssonar, ogseinni konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, prests í Steinnesi, Péturssonar. Pálína (Stella) er dóttir Jóns, loft- skeytamanns og símstjóra á Hest- Viðar Agústsson. eyri, síöar á ísafirði, og verslunar- manns í Reykjavík, Guðjónssonar, útvegsb. á Langavelli, Kristjánsson- ar, b. á Steinólfsstöðum, Guðmunds- sonar. Móðir Guöjóns var Kristjana Jónsdóttir. Móðir Jóns var Pálína Guðrún, systir Guðbjarts, langafa Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar lektors. Pálína var dóttir Péturs, b. á Leiru í Gmnnavíkurhreppi, bróður Elíasar, afa Elísabetar Hjaltadóttur, konu Einars Guð- finnssonar, forstjóra í Bolunugar- vík. Pétur var sonur Eldjárns, b. í Hlöðuvík, Sigurðssonar. Móðir Pál- ínu var Helga Sigurðardóttir, vinnumanns á Melum í Skagafirði, Jónssonar, og Guðrúnar Rósu Arn- grímsdóttur frá Klaufabrekkukoti. Guðbrandur Einar Hlíðar Guðbrandur Einar Hlíðar dýra- læknir, Álfheimum 66, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guöbrandur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA1935 og dýralækna- prófi frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn 1944. Guðbrandur var skipaður dýra- læknir í Norðlendingafjórðungi 1.10.1944 og varð héraðsdýralæknir er lög um dýralækna gengu í gildi 1947. Vegna lömunarveiki 1948 neyddist Guðbrandur til að leita sér léttari starfa og varð því aðstoðar- dýralæknir við Statens Veter- inármedicinska Anstalt í Stokk- hólmi í Sviþjóð 1952-58 og 1960-63, auk þess sem hann gegndi þar um skeið starfi tilraunastjóra. Hann var aðstoðardýralæknir í Skagafjarðar- umdæmi 1958-60 og forstöðumaður Rannsóknarstofu Mjólkursamsöl- unnar 1963-82 er hann lét af störfum fyriraldurssakir. Guðbrandur sat í stjórn Dýra- vemdunarfélags Akureyrar 1948-52 og í stjóm hhðstæðra samtaka í Skagafirði 1958-60. Fjölskylda Systkini Guðbrands: Brynja Hlíð- ar, f. 9.11.1910, en hún lést í flugslys- inu í Héðinsfirði 29.5.1947, forstjóri Lyfjabúðar KEA á Akureyri; Skjöld- ur, f. 6.6.1912, lést í Kaupmanna- höfn 1983 en ekkja hans er Henný Hlíðar; Gunnar, f. 20.5.1914, lést af slysfórum 22.12.1957, póst- og sím- stjóri í Borgarnesi, en ekkja hans er Ingunn Hlíðar hjúkrunarkona og eignuðust þau hjón fimm dætur, og Jóhann Hlíðar, f. 25.8.1918, prestur, nú búsetturáSpáni. Foreldrar Guðbrandsr voru Sig- urður Einarsson Hlíðar, f. 4.4.1885, d. 18.12.1962, yfirdýralæknirogal- þingismaður, og kona hans, Guðrún Louisa, L 18.9.1887, d. 6.6.1963. Ætt og frændgarður Föðursystir Guðbrands var Guð- finna, móðir Jóhanns Pálssonar, garöyrkjustjóra Reykjavíkur. Sigurður var sonur Einar Einars- sonar, smiðs í Hafnarfirði, Einars- sonar, b. í Laxárdal í Gnúpveija- hreppi, Einarssonar, b. í Laxárdal, Jónssonar, ættföður Laxárdalsætt- arinnar. Móöir Einars smiðs var Rannveig Einarsdóttur á Urriða- fossi, Magnússonar, ættfóður Ur- riðafossættarinnar. Móðir Sigurðar var Sigríður Jóns- dóttir, b. í Hörgsholti í Hmna- mannahreppi, Jónssonar, ættfóður Hörgsholtsættarinnar. Móðir Sig- ríðar var Guðrún, systir Guðlaugar, ömmu Ásgríms Jónssonar listmál- ara. Guörún var dóttir Snorra, b. á Kluftum, bróður Helgu, ömmu Ein- ars Jónssonar myndhöggvara. Snorri var sonur Halldórs, b. í Jötu, Jónssonar, ættfóður Jötuættarinn- ar. Guðrún Louisa var dóttir Guð- brands, verslunarstjóra í Reykjavík, Teitssonar, fyrsta lærða dýralækn- isins hér á landi, Finnbogasonar, bróður Jakobs, langafa Vigdísar Guðbrandur Einar Hlíðar. Finnbogadóttur. Móðir Guðbrands var Guðrún Guðbrandsdóttir, járn- smiðs í Rvík, Stefánssonar og konu hans, Ástríðar Guðmundsdóttur, systur Helga Thordersen biskups. Móðir Guðrúnar var Louise Zim- sen, af ætt hollenskra skógræktar- manna sem settust að á Jótlandi, systir Christians, föður Knuds Zimsen borgarstjóra. Móöir Louise var Johanne Duedóttir Havsteen, talin aíkomandi Heina hafreka og skyldur færeysku Heinesen-ættinni, kaupmannsíReykjavík,bróður - Jakobs, afa Hannesar Hafstein ráð- herra og langafa Júlíusar, föður Jóhanns Hafstein forsætisráðherra. Móðir Johanne var Johanne Birch, systir Marenar, konu Jakobs, bróð- urDue. Guðbrandur tekur á móti gestum í Félagsheimili tannlækna, Síðu- múla 35, uppi, milli klukkan 16 og 19. Til hamingju með afmælid 9. nóvember qq ám Nónvörðu 2. Keflavík. Theódóra HaHgríinsdóttir, 60 ðTð Qr Skarðshlíð 16B, Akureyri. ÖO 3l3 Stefnir Helgason, Hlíðarvegi 8, Kópavogi- Kristrún Guðmundsdóttir. Grandavegi 39, Reykjavík. |-#* ou ara 75 ara BirkirFanndalHaraldsson, SKulaiuauiU 14, KeyKjaluið. Ástbjörg Geirsdóttir, Birgir Antonsson, Hæðargarði 8, Reykjavík. Stórholti 9, Akureyri. Hiín' tekur á móti gestum f sal Starfs- mannafélagsins Sóknar, Skipholti 5011, .a » í dag milli klukkan 19 og 21.00. 9U CÍla Kristinn Guðjónsson, Brekkustig 3, Sandgerði. Svanhildur Einarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Hlíðarvegi 24, Njarðvíkum. Ennisbraut 18, Ólafsvík. ' Sigrún Magnúsdóttir, VI11nUa|iv(>r:irstrmti 93 Akuroyri Elinborg Jónsdóttir, l U ara Vestmannabraut60,Vestmannaeyjum. Inga Bima Tryggvadóttir, Kristján Stefánsson, Húnabraut 40, Blönduósi. Skólavegi 76, Fáskrúösfirði. Baldvin Stefán Júlíusson Baldvin Stefán Júlíusson, fyrrv. bóndi, til heimilis að Fossheiði 28, Selfossi, er áttræður í dag. Baldvin fæddist í Reykjavík en ólst upp að Bíjaskeri á Miðnesi. Hann hóf búskap í Sandgerði en flutti að Hamarshjáleigu í Gaulveijabæjar- hreppi 1950 og stundaðf þar búskap til 1974 er hann flutti til Selfoss þar sem hann hefur búiðsíðan. Baldvinkvæntist 13.11.1943 Margréti Ólafsdóttur, f. 29.9.1925, verslunarstjóra, en hún er dóttir Ólafs Sveins Sveinssonar, b. að Syðra-Velli í Gaulveijabæjarhreppi, og Margrétar Steinsdóttur. Kjörsonur Baldvins er Júlíus Hólm Baldvinsson, f. 7.8.1948, bíl- stjóri á Selfossi, kvæntur Guðlaugu Jónu Ásgeirsdóttur, f. 17.4.1950, en börn þeirra eru Helena Hólm, f. 16.8. 1969, Elísabet Hólm, f. 19.8.1976, Ásgeir Hólm, f. 22.5.1986, og Baldvin Hólm.f. 7.5.1988. ", Fósturbörn eru Ásgeir Ólafsson, Ingi Guðjónsson og Ólöf Guðjóns- dóttir. Systkini Baldvins: Steinunn Júl- íusdóttir, f. 18.11.1915, d. 7.8.1916, og Gunnar Guðsteinn Júlíusson, f. 25.9.1917, d. 3.3.1987, b. á Laugabóli í Laugardal í Reykjavík. Foreldrar Baldvins: Eiríkur Júl- íus Brynjólfsson, f. 30.7.1885, d. 29.11.1918, sjómaður í Reykjavík, og Guðrún Hólmfríður Benedikts- dóttir, f. 3.7.1874, d. 25.11.1918. Eiríkur var sonur Brynjólfs, verkamanns í Reykjavík, Eiríksson- ar, b. í Melhúsum í Reykjavík, Ei- ríkssonar, b. á Reynisvatni í Mos- fellssveit, Jónssonar. Móðir Eiríks Brynjólfssonar var Helga Elísabet Þórðardóttir, verkamanns í Bjarg- húsum við Klapparstíg í Reykjavík, Stefánssonar, b. á Grjótlæk í Flóa og síðar í Tjamarkoti í Njarðvíkum, Ólafssonar. Móðir Þórðar var Ing- veldur Jónsdóttir, b. í Geröum og síðar í Hamri, Árnasonar, prests í Baldvin Stefán Júlíusson. Steinsholti, Högnasonar, „prests- föður“ og prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móðir Ing- veldar var Helga Ólafsdóttir, b. og hreppstjóra á Eystri-Loftsstöðum, Vernharðssonar. Bald vin verður að heiman á af- mælisdaginn. Jens Guðmundsson Jens Guðmundsson í Kaldalóni, nú bóndi á Kirkjubæ í Skutulsfirði, er áttæðurídag. Starfsferill Jón fæddist á Lónseyri í Snæfjalla- hreppi í Norður-ísafjarðarhreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum en for- feöur hans og formæður hafa búið á Lónseyri óslitið í meira en tvö hundruöár. Jens kynntist ungur öllum al- mennum sveitastörfum þess tíma, sat hjá kvíánum á sumrin frá átta ára aldri og stundaði sjóróðra frá fermingaraldri. Hann hóf sjálfur útgerð átján ára en þá keypti hann helming í trillu með Gísla Hannes- syni á Ármúla. Jens hóf sjálfur bú- skap á Lónseyri árið 1930. Jens stundaði búskap á Lónseyri til árs- ins 1950. Hann hafði þá tveimur árum áður keypt að Bæjum í sömu sveit og flutti sig nú þangað og bjó þar til 1989. Þá flutti hann að Kirkjubæ í Skutulsfirði þar sem hann stundar enn búskap. Fjölskylda Jens giftist 20.11.1942 Guðmundu Helgadóttur, f. 15.1.1921, en hún er dóttir Helga Jónssonar frá Súðavík og konu hans, Pálínar Sigurðardótt- ur. Jens og Guðmundar eignuðust sex börn. Þau eru Sigríður Helga, f. 15. 4.1943, húsmóðir í Kópavogi, ekkja efdr Hermann Jakobsson ýtumann og eignuðust þau tvö böm en sam- býlismaður Sigríðar Helgu er Valur; Friöbjört Elísabet, f. 28.12.1944, húsmóðir í Reykjavík, gift Þóri Jens Guðmundsson. Kjartanssyni, íþróttamanni og kennara við Breiðholtsskóla og eiga þau þrjár dætur; Guðmundur Helgi, f. 22.3.1950, starfsmaöur á Grundar- tanga, búsettur á Akranesi, kvænt- ur Kristínu Ósk Gísladóttur hús- móður og eiga þau tvö böm á lífi; Freymóður, f. 24.7.1953, vélsmiður, búsettur í Garði í Gerði, kvæntur Ingu Jónu Björgvinsdóttur húsmóð- ur og eiga þau þijú böm; Pálína Jóhanna, f. 5.3.1955, húsmóðir á ísafirði, gift Þorbimi Jóhannssyni bæjarverkfæðingi og eiga þau þrjú börn; Margrét Bjamdís, f. 25.1.1959, húsmóðir og starfar við leikskóla, gift Kristni Guðna Ebenesarsyni vömbílstjóra og eiga þau tvö börn. Jens átti ellefu systkini og em þrjúþeirraálífi. Foreldrar Jens vom Guðmundur Engilbertsson, b. á Lónseyri, og kona hans, Sigríður Helga Jens- dóttir, húsfreyja. Jens er að heiman á afmæhsdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.