Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Blaðsíða 24
.006r }iMHMllVO/. £ HUOAaUTSÖÍ
FOSTUDAGUR 9. NÖVEMBER 1990.
Á þessum tíma árs þegar hestar
eru hvorki komnir á hús, né eru
þeir í sumarbrúkun, gefst góður
tími til hugleiðinga um hlutverk
þeirra í skemmtun manna.
Keppnisandi horfinn
Áður en þýska hringvallarkerfið
kom hér til sögunnar voru haldin
kappreiðamót með veðbönkum og
miklum keppnisanda meðal áhorf-
enda. Nú eru engar kappreiðar
lengur sem púður er í. Allt snýst
um sirkusþjálfaðar gangskipting-
ar, sem aðeins knaparnir hafa gam-
an af, en verður mjög leiðigjarnt
fyrir áhorfendur þar sem um sí-
felldar endurtekningar er að ræða.
Og staðreyndin er sú að hestamót
eru ekki lengur sótt vegna hest-
anna, sem þar koma fram, heldur
vegna þess að útiskemmtanir eru
vel til þess fallnar að skála við
kunningjana. Og fullyrða má að
flestir þeir sem hestamót sækja
hafa ekki hugmynd um hver úrslit
urðu í einstökum greinum að móti
loknu. Það er eitthvað annað en var
þegar Geir í Gufunesi, Jón í
Varmadal, Sigurður Ólafsson o.fl.
voru upp á sitt besta. Þá var fylgst
með því sem fram fór á keppnis-
brautinni.
Leiðigjarnar
endurtekningar
Auðvitað er gaman að sjá fallega
hesta undir vel búnum knöpum
sýna fjölbreytni í gangtegundum.
En eins og hvað annað getur þetta
orðið leiðigjamt við sífelldar end-
urtekningar.
Á hverju ári era haldin hvíta-
sunnumót hjá Fáki. Þessi mót voru
mjög vel sótt á árum áður. Nú hafa
þeir einir áhuga á þeim sem á ein-
Hestar og menn
KjaUarinn
Andrés Guðnason
stórkaupmaður
vahð ur öllum þessum hopi og sýnt
á sama hátt aftur. Þá eru dæmd
yfir flmmtíu hross.
Og lái svo hver sem vill því fólki,
sem þó hefur gaman af hestum,
þótt það sjái tíma sínum betur var-
ið í eitthvað annað en að hanga
yfir dómarugli af þessu tagi. Og
sem kemur engum til góða nema
þeim sem ætlar að selja viðkom-
andi hest til útlanda. Góður dómur
getur hækkað verð á hesti vera-
lega. Þannig eiga dómar á gang-
skiptingum hesta að sjálfsögðu
fullan rétt á sér og ætti þá að vera
boðað til þeirra sem sölusýninga.
Keppnismót
annar handleggur
Allt öðruvísi á að standa að
keppnismótum. Þar þarf að ríkja
„Sá vælukjóaháttur að ekki megi afla
peninga með kappreiðum, vegna ein-
hverrar ímyndaðrar íþróttamennsku
er bábilja sem á að kveða niður hið
snarasta.“
hvern hátt tengjast knöpum eða
hestum sem fram eiga að koma. Á
þessum mótum mæta helstu knap-
ar höfuðborgarinnar með yfir 100
hesta í A og B flokkum. Auk þess
eru sýndir um 40 hestar í barna-
og unglingaflokkum. Og svo er sér-
stök töltkeppni þar sem milli fjöru-
tíu og fimmtíu hestar eru sýndir
sem flestir hafa þó áður komið
fram í B flokki. Það tekur heila
þrjá daga að dæma alla þessa hesta.
Og á flórða degi er síðan tekið úr-
spenna og keppnisandi, þar sem
sekúndubrot getur ráðið úrslitum.
Menn þurfa að geta veðjað og spáð
í gæðingana. Þar byggist allt á
hraða eins og í öðrum löndum þar
sem kappreiðar eru stundaðar. Það
þyrfti að koma upp 1000-1500 m
beinni braut fyrir kerruhesta.
(Kerruhestakeppni er svo vinsæl á
Norðurlöndum að fyrirtæki sem að
slíkri keppni standa velta mörgum
milljónum króna í viku hverri).
Og það þarf að endurvekja gamla
„Auðvitað er gaman að sjá fallega hesta undir vel búnum knöpum sýna
fjölbreytni i gangtegundum ..segir greinarhöf. m.a.
keppnisandann, sem ríkti fyrr á
kappreiðum, með því að veita rífleg
verðlaun. Og það á að vera veð-
banki í gangi svo menn geti vahð
sér líklegan sigurvegara.
Sá vælukjóaháttur að ekki megi
afla peninga meö kappreiðum,
vegna einhverrar ímyndaðrar
íþróttamennsku er bábilja sem á
að kveða niður hið snarasta. Svo
geta menn haldið sín hestaíþrótta-
mót, að þýskri fyrirmynd, svo oft
sem þeir hafa nennu tíl.
Frjálsar útreiðar
Einn er sá þáttur í hestanotkun,
sem ekki hefur þótt mjög fréttnæm-
ur, en er þó vaxandi. En það eru
skipulagðar ferðir á hestum vítt og
breitt um landið. Er þetta atvinnu-
grein sem talsverðar vonir má
binda við ef vel er að hlutunum
staðið. Eftirtektarvert er hve út-
lendingar sækjast í slikar ferðir.
En umfram allt er það mikið gleði-
efni hve hesturinn nýtist vel tll
skemmtiferða íslendinga sjálfra
um eigið land. Þannig er góður
hestur bestur í frjálsri reið í frjálsri
náttúru.
Andrés Guðnason
Meiming
Sviðsljós i>v
Bíóborgin - Góöir gæjar: ★★★★
Innanhúss hjá mafíunni
Augnablik sannleikans. Henry Hiil (Ray Liotta) ræðir hér við vin sinn, Jimmy Conway (Robert
De Niro), og gerir sér grein fyrir að meira að segja besti vinur hans er tilbúinn að fórna honum.
Góðir gæjar (GoodFellas) er tvímælalaust
besta kvikmynd Martin Scorsese frá því hann
sendi frá sér Raging Bull fyrir tíu árum. Allir
bestu kostir hans sem leikstjóra koma hér ljós-
lifandi í stórfenglegri kvikmynd sem gefur okk-
ur raunsæja mynd af því hvernig það er að vera
„gangster" á mála hjá mafiunni.
Þegar Scorsese tekst best upp er þaö geysi-
sterkt og áhrifamikið myndmál sem hrífur
áhorfandann og myndmálinu fylgir oftast magn-
aður leikur í aðalhlutverkum. Þetta er allt til
staðar í Góöum gæjum og gerir það að verkum
að það fer vellíðunarhrollur um mann þegar
sýningu á myndinni lýkur.
í myndinni er sögð mafíusaga, ekki séð utan
frá heldur innan úr innsta hring. Ray Liotta
leikur Henry Hill sem strax í æsku er ákveðinn
að verða liðsmaður mafíunnar. Eftir ruddalegt
byrjunaratriði, sem endurtekið er síðar í mynd-
inni, koma hans fyrstu orð: „Mig langaði alltaf
til að verða bófi.“
Hill byrjar á að snattast fyrir „fjölskylduna"
sem stjómar hverfinu sem hann býr í en hækk-
ar smám saman í tign. Hann getur þó aldrei
orðið fullgildur félagi þar sem hann er hálfírsk-
ur. Á þrjátíu ára ferli, þar sem ofbeldi og hið
ljúfa líf blandast saman, eignast hann tvo vini,
annar þeirra, Jimmy Conway (Robert De Niro),
er atvinnumorðingi númer eitt hjá „fjölskyld-
unni“ og sá sem Henry lítur mest upp til. Hinn
er Tommy DeVito (Joe Pesci) sem er jafnaldri
Hills. Sá er grófur og miskunnarlaus fantur og
er ekki laust við að Henry sé hálfsmeykur við
hann, þótt ekki sé hann neitt gæðablóð sjálfur.
Sá sem ræður yfir lífi þeirra er guöfaðirinn sjálf-
ur, Don Paul Cicero (Paul Sorvino), sem þeir
félagar þjóna í blindni.
Trúfestin viö mafíuna er hinn logandi þráður
í lífi Henrys. Öfugt við vini sína kvænist hann
en eiginkonan stendur ekki jafnfætis honum.
Hún er virt sem móðir en Hill þykir samt sjálf-
sagt aö hafa hjákonu. Þegar eiginkonan kvartar
tekur Henry það óstinnt upp og segir að henni
komi ekki við hvað hann geri þegar hann er
ekki með henni.
Góðir gæjar er byggð á sönnum atburðum.
Henry Hill er til og er í felum. Hann bjargaði
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
eigir. skinni með þvi að kjafta frá, skiljanleg
afstaða eins og málum var komið hjá honum.
Það er einkennandi fyrir myndina í heild hvað
Scorsese tekur hlutlaust á efninu. Áhorfandinn
fylgist með uppgangi Henry Hill innan mafíunn-
ar, án þess nokkum tíma aö fá samúð með hon-
um og allra síst þegar leiðin niður á við verður
brött. Það er frekar að maður finni til með eigin-
konunni sem þó leiöist sjálf út í sukkið í lokin.
Það er margt sem gerir Góða gæja að slíku
stórvirki sem myndin er og þótt vissulega megi
þakka Scorsese að mestu fyrir, þá má ekki
gleyma aðalleikurunum þremur sem era hreint
út sagt frábærir.
Martin Scorsese og Robert De Niro hafa áður
gert góða hluti saman. Má þar nefna Mean
Streets, Taxi Driver, Raging Bull og nú Good-
Fellas. Þetta era bestu kvikmyndir Scorsese og
Robert de Niro er í þeim öllum. Og sem fyrr
bregst De Niro ekki, eins og hans er von og vísa.
Hann sýnir góðan leik, leik sem kemur engum
á óvart sém til þessa úrvalsleikara þekkja. Það
eru aftur á móti hinir aðaReikaramir tveir, Ray
Liotta og Joe Pesci, sem koma manni á óvart
með geyáisterkum leik.
Liotta, sem er þekktastur fyrir leik sinn í
Something Wild og Field of Dreams, fær hér
stóra tækifærið og nýtir það til fuUnustu. Nær
stundum að skyggja á sjálfan De Niro. Henrj'
Hill er ekki mjög harður eða vUjasterkur þótt
hann starfi í mafíunni. Þessa eiginleika ásamt
þeim undirlægjuhætti, sem einkennir störf
hans, nær Liotta aö sýna eftirminnUega og
greinUegt er að hér er á ferðinni framtíðar-
stjarna. Tommy DeVito, sem Joe Pesci leikur,
er aftur á móti samviskulaus morðingi sem
einskis svífst. Pesci leikur þennan þijót srúlldar-
lega og era atriðin,.þegar DeVito sýnir hvað í
honum býr, kannski þau eftirminnUegustu þeg-
ar upp er staðið.
Fleira má telja sem vel er gert, tíl að mynda
frystingu myndavélarinnar á hárréttum augna-
blikum og þá er tónUstin vel vaUn, tónhst sem
drífur myndina áfram. í heUd heppnast aUt svo
úr verður kvikmynd sem ekki gleymist neinum
sem hana sér.
Ami Helgason tekur við viður-
kenningarskjali úr hendi séra
Björns Jónssonar, stórtemplars
áAkranesi. DV-mynd-ih
Stórstúka fslands:
Ámi gerð-
ur að heið-
ursfélaga
Ámi Helgason í Stykkishólmi
var nýlega gerður að heiðurs-
félaga í Stórstúku íslands. Af því
tilefni komu fuiltrúar frá Stór-
stúku íslands, íslenskum ung-
templuram, Áfengisvarnarráði,
SÁA og Landlæknisembættinu á
stúkufund í barnastúkunni Björk
í Stykkishólraí.
Þar var Árna afhent viðurkenn-
ingarskjal og færðar þakkir fyrir
langt og gott starf í þágu stúkunn-
Ámi sagði í þakkarávarpi að
án þeirrar aðstöðu sem hann hef-
ur haft í barnaskólanum i gegn-
um árin hefði þetta starf verið
ómögulegt og færði hann yfir-
mönnum skólans bestu þakkir
fyrir samstarfið.