Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Page 2
2 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991. Fréttir________________________________________________________________________________dv Gífurlegt eignatjón á Flateyri og í Önimdarfirði: Sumarbústaður fauk á haf út - milljónatjón þegar þak fauk af verksmiðjuhúsi Hjálms hf. og gafl lagðist inn Gífurlegt eignatjón varð á Flateyri í óveðrinu í gær. Óruggt má telja að tjónið nemi tugum milljóna króna. Skemmdir höfðu ekki verið full- kannaðar í gærkvöldi en á tímabili í gær var talið að eitthvert tjón hefði oröið á fjórða hverju húsi í þorpinu. „Þetta brast á um þijúleytið eins og hendi væri veifað - alveg snarvit- laust. Það urðu mjög miklar skemmdir á mannvirkjum hér. Mest varð tjónið í beinamjölsverksmiðju Hjálms hf. Þar fauk þakið alveg í heilu lagi af verksmiðjunni og efri hlutinn af suðurgafli hússins lagðist inn. Það eyðilagðist líka stór harð- fiskhjallur sem stóð niðri á Odda- tánni skammt frá verksmiðjunni. Þarna varð milljónatjón. Mikið af jámi fauk auk þess af fiskverkunar- húsum í eigu Hjálms hf.,“ sagði Kristján J. Jóhannesson, sveitar- stjóri á Flateyri, í samtah við DV í gærkvöldi. Kristján varð vitni aö því þegar þak fauk af einbýlishúsi í Hafnarstræti 45 þar sem öldruð kona var stödd einsömul inni: „Ég var staddur í næsta garði þegar þetta gerðist. Það varð bara spreng- ing. Helmingurinn af þakinu sviptist í burtu. MiUiloftið stóð eftir þannig að konan sem býr í húsinu varð að flytja út. Ég veit ekki alveg hvað varð um innanstokksmunina en það urðu örugglega einhveijar skemmdir. Það er búið aö fenna inn í þetta í dag,“ sagði Kristján. Sumarbústaðúr, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk einn- ig á haf út í innanverðum Önundar- firði. Sumarbústaðnum hafði verið fest á grunni. Bændur í nágrenninu sáu hann takast á loft í heilu lagi, fjúka um 200 metra vegalengd og lenda síðan á grunnsævi fyrir utan þar sem hann maraði í sjónum eftir sitt hinsta ferðalag. Kristján sagði að útihurð á kirkj- unni á Flateyri hefði brotnaði í sund- ur þar sem hún stóð beint upp í veðr- ið: „í sama mund fuku jámplötur öömm megin af þaki kirkjunnar. Nærstaddir menn bmgðu skjótt við og gátu komið í veg fyrir að skemmd- ir yrðu á innanstokksmimum. Ég held nú að það hafi sloppið," sagöi Krisfján. Kona með þijú börn var nýbúin að setja límband á 5 fermetra stofu- glugga í húsi sínu í Ólafstúni 9 og fara með börnin inn í eldhús þegar rúðan sprakk. Ekki var vitað hvort eitthvað fór í rúðuna eða hvort hún gaf sig undan þrýstingnum. Konunni tókst ekki að ná sambandi við al- mannavamamefnd en hún fékk hjálp hjá íhúa í næsta húsi og fleirum sem komu til að negla fyrir glugg- ann. Búið var að þétta til bráðabirgða um klukkan tíu í gærkvöldi. Þakplötur fuku af húsi Sparisjóðs- ins í Hafnarstræti 1. Þar brotnaði rúða á skrifstofu sparisjóðstjórans. Fólksbíll fauk einnig 30-40 metra vegalengd eftir götunni við Ólafstún. „Það voru járnplötur og fiskikassar á fleygiferð um allt þorp. Þaö er mik- ið um rúðubrot og skemmdir á klæðningum. Björgunarsveitin er búin að vera að í allan dag við að bjarga því sem bjargaö verður.“ Kristján sagði að klæöning hefði flest af Flateyrarvegi skammt fyrir utan þorpiö. Skemmdimar höfðu ekki verið fullkannaðar þegar DV ræddi við hann í gærkvöldi en þá voru björgunarsveitarmenn og íbúar á Flateyri í óöaönn að taka til efdr óveðrið. Flateyringar hafa varaafls- stöð þannig að þar varð ekkert raf- magnsleysi. -ÓTT Magnús Tulinius sýnir blaðamanni trén sem rifnuðu upp með rótum við Skothúsveginn. Trén voru gróðursett árið1936- DV-mynd S Tré lokuðu inngangi við Skothúsveg - níutréfukuumkollíKarfavogi41 „Eg heyrði mikinn hávaða þegar trén féllu á húsið. Þau vom gróður- sett áriö 1936 þannig að það er mikil eftirsjá að þeim,“ sagði Magnús Tul- inius, íbúi að Skothúsvegi 15, í sam- tali viö DV í gær. Þijú myndarleg reynitré, sem stóðu viö steinvegg með austurhlið hússins, fuku um koll og lögðust upp að húsinu um klukkan þrjú í gær. Trén lokuðu algjörlega gangstétt við inngang hússins. Magnús sagðist ekki sjá annað fært en að fá krana til aö fjarlægja trén. Skammt frá brotnaði einnig stórt grenitré, í garö- inum að Fríkirkjuvegi 11, um svipaö leyti og reynitrén í garðinum hjá Magnúsi. í Karfavogi 39 var Sveinn Guð- mundsson, íbúi þar, að koma kaðli á stóra ösp sem var í garðinum hjá honum til að afstýra því aö tréö fyki. í næsta garði, við hús númer 41, höfðu níu reynitré og aspir fokið á hliðina og var garðurinn þar nánast eins og jarðýta hefði rutt öllu niður. Ljóst er að gróður fór víða mjög illa á höfuðborgarsvæðinu í óveðrinu i gær. Tré lágu á hhðinni víös vegar í görðum, á opnum svæðum og í al- menningsgörðum. Tré, sem staðið hafa óveður af sér í marga áratugi, létu undan öllum ósköpunum sem dundu yfir í gær. Það voru því marg- ir sem urðu fyrir óbætanlegu tjóni. -ÓTT Guðjón Petersen um hrun langbylgj ustöðvarinnar: Hneyksli að búa svo illa að langbylgjunni „Það var búiö aö vara viö þessu fyrir 20 árum og reglulega síðan þá. Menn hafa einhvem veginn ekki haft í sér löngun til að setja upp nýja langbylgjustöð en það var orðið löngu tímabært. Það er auðvitað hneyksh að við skulum búá jafniha að svo mikhvægri öryggisstofnun sem Ríkisútvarpið er. Við höfum litið á það sem meginhlekk í upplýsinga- miðlun til almennings á hættutíma. Þó við höfum gott FM-dreifikerfl er þaö blettótt og getur dottið út í viss- um landshlutum. Langbylgjustöðin nær hins vegar til alls landsins. Þá má ekki gleyma að sendamir era úr sér gengnir líka, ekki aðeins möstrin. Það er óskaplegt th þess að vita að afskekktir staðir nái ekki Ríkisút- varpinu,“ sagði Guðjón Petersen, forstjóri Almannavama, um hran axmars langbylgjumastursins á Vatnsendahæð. Hrun langbylgjustöðvarinnar þótti dökkur blettur á almannavarnakerfi landsins, nokkuð sem menn höfðu reyndar búist viö í mörg ár. En var Guðjón ánægður með þátt Almanna- vama í óveðrinu í gær? „í svona tilfelh mæðir mest á al- mannavamanefndunum víðs vegar um landið og þeim mannafla sem er úti að vinna. Að því er virðist hefur þeim öhum gengið mjög vel að vinna sitt verk. Þetta var varnarbarátta en við búum að þvi skipulagi sem búið er að koma á umhverfis landið. Þetta er kerfi sem fer í gang og samræmir aðgerðir björgunarsveita, lögreglu, slökkvhiðs og annarra heima í hér- aði. Sums staðar vora ahir verkfærir menn einnig kallaöir út. Nefndirnar samræma aðgerðir og styðjast við ákveöið skipulag. Að vera undirbú- inn til að takast á við svona verkefni gerir að verkum að miklu markviss- ar er tekist á við vandamáhð. Það snýr síðan aö okkur hjá Almanna- varnanefnd ríkisins að vera í sam- bandi við ríkisstofnanir sem geta aðstoðað, Vegagerðina, Landsvirkj- un, Póst og síma og fleiri, til dæmis varöandi forgangsröðun orku meðan rafmagnsskömmtun er eða útvegun færanlegra rafstöðva." Almannavarnir leggja ríka áherslu á að menn athugi vel sitt næsta ná- grenni og fergi aht lauslegt eða bindi sé von á óveöri. Þá er fólk beðið um að hafa sterkt límband fyrir glugga- rúður við hendina auk hamars og saums. -hlh Fjárhúsið splundraðist - segir Þorvaldur Jónasson í Hrunamannahreppi „Það varð töluvert tjón á bænum. Það fauk heht fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur af íbúðarhúsinu. Fjárhúsið splundraðist hreinlega. Það sprakk upp af sökkhnum og brakinu rigndi yfir fjósið sem slapp með smáskrámur," segir Þorvaldur Jónasson, heimihsmaður á Syðra- Seli í Hrunamannahreppi. „Það voru á mihi 60 og 70 ær í fjár- húsinu. Það drapst engin af þeim og nú höfum við fengið pláss fyrir þær á öðrum bæjum í sveitinni. Þegar fjárhúsið sprakk fór gaflinn í hlöð- unni en það virðist sem það hafi ekki tapast neitt af heyinu sem var þar inni. Veðrið var svo mikið að við hættum okkur ekki út á meðan það var sem verst. Það veröur mikil vinna viö að byggja upp á nýjan leik en það verð- ur ekki síður mikh vinna að hreinsa upp brak sem hggur eins og hráviði um allar sveitir." -J.Mar Horfði á þökin hverfa - segir Þráinn B. Jónsson í Biskupstungum „Ég hef aldrei lent í öðra eins. Eg horfði á þakið á fjárhúsinu, sem stendur nær bænum, hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Það hvarf á fimm mínútum ásamt þaki og gafh á öðra fjárhúsi sem er hér á bænum. Á sama tíma rifnaði stórt tré upp með rótum í garðinum við íbúðar- húsið. Þegar það var hvassast var þurrt en þaö var samt eins og það væri slagviðri því vindurinn sópaði upp vatninu af túnunum og það rauk úr öhum lækjum," sagði Þráinn Bjargdal Jónsson, bóndi í Miklaholti í Biskupstungum. Það stóð níöþungur heyvagn hér úti á túni og honum hvolfdi í einni hryðjunni. Um 260 kindur vora í fjárhúsunum sem byggð voru rétt eftir 1960 og sluppu þær allar ósærðar. „Við höf- um fengið pláss víðs vegar í fjár- húsum hér í sveitinni fyrir æmar, svo þaö bjargast með þær, og þangað vora þær fluttar í gærkvöldi. Það er ljóst aö það hefur orðið mik- ið eignatjón hér í sveitinni og útihús á mörgum bæjum hafa skemmst. Ég man aldrei eftir að það hafi gert ann- að eins veður hér um slóöir, það var hreinlega allt á tjá og tundri og langt frá því að þaö væri stætt úti.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.