Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991. Spumingm Hvað er rómantík? Þiðrik Emilsson dagskrárgerðar- maður: Að varðveita þetta leyndar- dómsfulla. Jón Guðmundsson öryrki: Eigin- gjörn ást. Jóhann Bjarnason nemi: Fagur- fræðileg upplifun. Kristín Bjarnadóttir nemi: Það er eitthvað sem gerist þegar rafmagnið fer. Laufey Dís Ragnarsdóttir nemi: Dá- samlegt samband milli tveggja ein- staklinga. Hildur Kjartansdóttir nemi: Að sitja við kertaljós og spjalla. Lesendur Leifur Guðjónsson og Guðmundur J. Guðmundsson Dagsbrúnarmenn. Sjá þjóðarsáttina i andarslitrunum. - Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ. - Sáttur við þjóðarsátt. Þjóðarsáttin og launþegamir: Dagsbrún ætlar að duga best Einar Magnússon skrifar: Mér finnst æ fleiri taka undir skoð- un þeirra Leifs Guðjónssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar hjá Dagsbrún um að þjóðarsáttin sé í þann veginn að syngja sitt síðasta og ekki verði langt þar hún verði liðið lík. - Það er eins og stjórnarliðar með ráðherra í broddi fylkingar séu hvað ákafastir í að stuðla að því að samn- ingum sem gerðir voru við launþega verði sagt upp hið bráðasta. Er enda um lítið um annað að ræða úr því sem komið er. Eini maðurinn, sem ekki virðist vilja átta sig á hvert stefnir, er for- seti ASÍ, Ásmundur Stefánsson. Hann fullyrðir í viðtölum að laun- þegar geti verið nokkuð sáttir við stjórnvöld, þau hafí staðið við sitt og því sé ekki ástæða til að gera neinar sérstakar kröfur um eitt né neitt. - Hann er nánast einn um þá skoðun, utan kannski forustumenn VR og annarra aumingjasamtaka, sem ekk- ert hafa gert fyrir sitt fólk svo áratug- um skiptir. Einar Oddur hjá VSÍ er meira að segja hreinskilnari en forseti ASÍ og ögn raunsærri, því hann segir að vísu að lítiö verði um fjármuni til launahækkana, en hann leggur þó til að til þess að hægt verði að koma til móts við þá launalægstu verði hætt að „greiða með“ fuilfrísku fólki sem sé á bótagreiðslum og styrkjum frá hinu oginbera. - Undir þetta skai tekið. Á þetta þora verkalýðsleið- togar aldrei að minnast, og sér hver heilvita maður að þeir eru ekki hreinskiptnir þegar slík mál eru dregin upp á borðið. Um þjóðarsáttina vil ég segja það að lokum að hún var í upphafi and- vana fædd, og það veit Einar Oddur jafnvel og aörir. - Hún var gerð í þeim eina tilgangi að halda öllu „föstu“ í skamman tíma, svona rétt til að ríkisstjórnin heföi frið til að ljúka kjörtímabilinu í friði. - Og sannið þið til. Um leið og því lýkur eru núverandi stjórnarflokkar til- búnir til að æsa allan vinnumarkað- inn til átaka á ný og stuðla að gömlu góðu verðbólgunni sem hefur verið svo sárt saknað af mörgum. Frjálsræði og samkeppni í flugi Björn Sigurðsson skrifar: Ég vil taka undir forystugrein í DV sl. miðvikudag (30. jan.), þar sem teknar eru fyrir flugsamgöngur okk- ar íslendinga til og frá landinu. Þegar Arnarflug hefur nú verið lagt niður taka samstundis aðrir við og reyna fyrir sér því sannleikurinn er sá að landsmenn una því ekki að hér sé ekki nema eitt innlent flugfélag sem sinnir samgöngum okkar við útlönd. Jafnvel þótt þetta eina flugfélag gæti annað eftirspurn hvað varðar sætaframboð er þaö ekki nema hálf sagan. Fargjaldaverð verður aldrei það sama eða framboð á mismunandi veröum fyrr en samkeppni er til stað- • ar. - Einokun markaðarins dregur allan mátt úr þjónustu og samkeppni og það sannaðist einmitt nú þegar Arnarflug hætti starfsemi. Nú hefur verið stofnað annað flug- félag, ekki eitt heldur tvö. Þeim hefur verið tekið tveim höndum af markað- inum eins og fréttir hafa greint frá. Samvinnuferðir-Landsýn hefur t.d. samið við annað þeirra um leiguflug næsta sumar á lægra verði en Flug- leiöir gátu boðið. Það er svo spurningin hvaða hlut- verki hið opinbera á að þjóna í sam- göngum við útlönd. Hvers vegna á ríkið að úthluta leyfum til flugferða til útlanda, fremur en það ætti að úthluta leyfum til ferðalaga einstakl- inga til útlanda. Einu sinni úthlutaði ríkið gjaldeyri til íslenskra ferða- langa. Það er liðin tíð. - Eins kemur að því að það verður ekki í valdi rík- isins að setja hömlur á flugstarfsemi í landinu. Þegar sá dagur rennur upp verður þrúgandi fargi létt af þjóðinni sem þarf öörum fremur að vera laus undan ríkisafskiptum í flugmálum og geta valið milli keppinauta í þess- ari starfsgrein eins og öðrum. Lagt í hvert skot við Amtmannsstíg. Ófremdarástand við Amtmannsstíg Á.P. skrifar: Verulegt ófremdarástand er nú á lóöinni fyrir ofan Amtmannsstíg 2 síðan KFUM seldi húsið Amtmanns- stíg 2 B. Nemendur í MR leggja t.d. bílum sínum þarna og loka allri lóð- inni þannig að hvorki sjúkrabflar né brunabílar kæmust að. í þessu hverfi eru eingöngu ein- býlishús og því er þarna hættu- svæði. - Varla verður þessu betur lýst en með því að láta mynd fylgja af hluta svæðisins til að rökstyðja máhð. Símareikningarog persónuvernd! Hulda Sigurðardóttir skrifar: Enn getum við ekki fengið sundurliðaða reikninga frá Pósti og síma. Þetta hefur verið í bígerö svo lengi sem ég man, a.m.k. hin síðustu ár, en hvorki gengið né rekið. Nú er það hins vegar komið í ljós að það er ekki að öllu leyti Pósti og síma aö kenna að þessi dráttur hefur orðið. Þar á bæ er í raun allt tilbúið til úrvinnslu. - Svokölluð tölvunefnd hefur hindrað afgreiðsluna. Talsmaður tölvunefndar segir nefndina bíða úrskurðar Evrópuráðsins um sundurliðun símreikninga. Einn- ig tala þeir í nefndinni um að sundurliðun símreikninga verði að samræma kröfum um „per- sónuvernd“! Ég get ekki skilið hvernig per- sónuvernd kemur inn í dæmið um sundurliðun símreikninga. Er þetta ekki dæmigert fyrir nefnd á vegum hins opinbera? Engin niðurstaða er því sjáanleg í máhnu. - En það er enginn dráttur á 3,5% hækkun hjá Pósti og síma. Hún tekur gildi um þessi mánaöamót. Lokiðbjórkrám ásunnudögum! Knstinn Sigurðsson skrifar: Ég skora á yfirvöld að láta loka bjórkrám á sunnudögum. Fjöldi manns mætir ekki til vinnu á mánudögum eða er flla á sig kom- inn vegna aukinnar drykkju um helgar. Ég þarf ekki að minnast á vandamál heimilanna þar sem svo er ástatt. - Það er óþarfi fyrir borgaryfirvöld að bukka sig fyrir eigendum bjórkráa þótt þeir greiði há gjöld til borgarinnar. Einnig er fuh ástæða til.að hin- ir svoköhuðu „hádegisbarir" séu lokaðir. Þetta er ósómi sem er öhum til smánar og mjög mörg- um til mikils ama. - Það væri lík- lega þjóðhagslega hagkvæmt að fara að þessum ráðum, ekki síst með tilliti til þeirra aðstæðna sem hér eru að skapast einmitt þessar vikumar. Væri ekki ráð að skoða máhð eilítið nánar? Ólýsanleg auðæfi Hannes hringdi: Það hefur komið fram í fréttum aö stríðsreksturinn við Persaflóa er afar kostnaðarsamur. Má minnast á sem dæmi að meðal- verð þeirra stýriflauga, sem not- aðar eru til að hitta skotmörk, er talið vera um 80 mihjónir ísl. króna. - Það er líka vitað að meg- inþungi alls þessa kostnaðar er borinn uppi af Bandaríkjunum. Margir spyrja sem svo: Hvernig geta Bandaríkin kostað allan þennan útbúnað og haldið uppi vörnum og hermönnum í mörg- um löndum? - Því er til að svara að hvergi í heiminum eru jafn- gífurleg auðæfi til staðar og í Bandaríkjunum. Mörg þeirra, svo sem auðæfi á og í jörðu, eru enn mikið til ónotuð. Án þessara auðæfa gætu Bandaríkjamenn ekki kostað alla þá eyðslu sem þeir taka þátt í, jafnt heima fyrir og erlendis. í hring á þingi L.K. skrifar: Kunningi minn, sem ég hitti á þorrablóti nýlega, vildi ekki enda borðhaldið svo að hann gæfi ekki þingmönnum okkar einhverja einkunn um leið og hann blessaöi þá í bak og fyrir. Sagði hann að ekki gætum við nógsamlega þakkað þeim og stjórnmála- mönnum okkar og ekki sætum við hér við allsnægtir og ætum súrt og drykkjum sterkt nema því aðeins að þeir væru vaktir og sofnir yfir velferð okkar. Hann stóð síðan upp tók lagið og söng við raust (við lagið Nú er hún Gunna á nýju skónum): Hvað er líkt með korktrekkjara og kjörnum manni á þing? Hann gengur alltaf lengra og lengra um leið og hann snýst í hring. Kæfan góð hjáKA Margrét skrifar: Þegar við forum austur í sumar- bústað vill nú margt gleymast hjá fólki sem vinnur aha daga og get- ur bara skroppið í búðir í matar- tímanum í hádeginu til að útbúa sig meö mat í sumarbústaðinn. Þannig var eitt sinni sl. sumar að ég gleymdi að kaupa kæfu sem er uppáhalds álegg mitt. Ég komst inn í kaupfélagið á Selfossi rétt fyrir lokun og keypti þar kæfu. Það er ekki að orðlengja það aö þetta var sú besta kæfa sem ég og fjölskylda mín höfum smakkað. - Þökk sé fyrir góða verslunarþjónustu á Selfossi. Ég vil í leiðinni þakka hinar góðu Vilhelmínuflatkökur sem fást í versluninni Horninu á Sel- fossi og eru alveg frábærar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.