Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUÐAGUR 8. FEBRÚAR 1991. Útlönd Vamarmálaráðherra Bandaríkjanna: Upplausn í Sovétríkjunum ógnar nágrannaríkjunum viU tryggja nær óskert framlög til vamarmála Dick Cheney, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í banda- ríska þinginu í gær að upplausn og ólga í Sovétríkjunum gæti skapað verulega hættu gagnvart nágranna- ríkjum þeirra. Sú ógn sem nágranna- ríkjunum standi af Sovétríkjunum tengist mun frekar vanhæfni til að stjórna þróuninni innanlands en meðvitaðri útþenslustefnu þar sem stuðst er við vopnavald. Ráðherrann sagði þetta í fyrir- spurnum um fjárframlög til varnar- mála. Eins og oft áöur var hann svartsýnn gagnvart þróuninni í Sov- étríkjunum. Hann sagðist halda að efnahagsleg afturfór héldi þar áfram. Algjört skipbrot væri óumflýjanlegt, það væri aðeins spuming um hve- nær það yrði. í kjölfariö myndi síðan fylgja ólga og möguleiki á nokkm sem Sovétborgarar tala um sín á milh, nefnilega borarastyrjöld. Cheney var svartsýnn á þróun af- vopnunarviðræðnanna og það yrði ekki fyrr en menn væru vissir um heihndi Sovétmanna aö þær kæmust aftur á skrið. Cheney kom inn á öflugt vopnabúr Sovétmanna í tengslum við ólguna þar og nauðsyn þess að Bandaríkjamenn tryggðu hervarnir sínar gegn hvaða ógn sem væri. í Pentagon hafa menn lagt fram fjárhagsáætlun þar sem útgjöld til varnarmála em aðeins skorin niður um örfá prósent. George Bush forseti segist enn bera traust til Gorbatsjovs Sovétforseta. Opinberlega var sú skýring gefin á frestun fyrirhugaðra afvopnunarvið- ræðna í Moskvu aö Bush væri mjög upptekinn af Persaflóastríðinu en víst þykir aö orsök frestunarinnar megi að verulegu leyti rekja til upp- lausnarástandsins í Sovétríkjunum, ekki síst ástandsins í Eystrasaltsríkj- unum. Þó Bush beri traust til Gor- batsjovs en Cheney og James Baker utanríkisráðherra séu á sama tíma harðoröari þykir það ekki bera vott um ágreining innan Bandaríkja- stjómar. Stjómmálaskýrendur telja að hið nána samband sem Bush hef- ur náð við Gorbatsjov sé nokkuð sem hann vilji ekki fyrir nokkurn mun fórna. Ritzau Kona ryður braut í gegnum snjóskafl í Búkarest. Verkfærið, sem konan notar, mynd af Elenu Ceausescu, er kannski ekki ýkja hentugt en það má bjargast við það. Símamynd Reuter Mikið vetrarríki 1 Evropu: Minnir rúmenskar hús- mæður á Ceausescu Nístingskalt loft frá Sovétríkjun- um hefur orsakað mikið vetrarríki í Evrópu þar sem hitinn hefur fallið langt undir frostmark og snjó hefur kyngt niður. Víða í Evrópu er þetta harðasti vetur í mörg ár. Vandræðin hafa ekki látið á sér standa þar sem fjöldi manns hefur þegar látist vegna kulda eða í umferðarslysum sem má rekja til hálku og snjóa. Þá hafa sam- göngur truflast vérulega þar sem umferðin rétt mjakast viða áfram. íbúar á frönsku Rivierunni ráku upp stór augu í gær en þá snjóaði þar í fyrsta skipti í fimm ár. Um 20 sentímetra snjór féll á Rivierunni þar sem yfirleitt er milt veöur. Samgöng- ur yfir til Íalíu lágu niðri þar sem 700 vöruflutningabílar sátu fastir á veg- inum. Við París voru vegir tepptir þar sem olía á íjölda flutningabíla haföi hreinlega forsið. Vetrarhörkumar hafa þegar kost- aö fjölda mannslífa. í suðurhluta Pýreneafjalla létust fjögur spænsk skólaböm og 19 meiddust þegar skólarúta er flutti börnin heim úr skíðafríi lenti í árekstri á flughálum veginum. í Rúmeníu minnast húsmæður stjórnartíma Ceausescus en þar er mikill skotur á gasi og erfitt um vik við eldamennskuna. 247 þúsund verkamenn í iðnaði hafa verið sendir heim en verksmiðjum hefur verið lokað til að spara orku. í Grikklandi er fjöldi fjallaþorpa einangraður vegana snjóa. Utihús hafa víða látið undan fannferginu og húsdýr drepist. Þá frusu hundruð þúsunda kjúkhnga í hel á kjúkhnga- búi skammt frá Aþenu. Bretar hríðskjálfa og veðurfræö- ingar spá harðnandi frosti. í Ölpun- um hefur frost náð allt að 24 stigum. Fjallakláfur stoppaði vegna frosta í Sviss þannig að fólk varð að láta sig síga niður í kaðli. Reuter Kuldar á Bretlandi: Öttastmann- felli um helgina Bretar búa sig nú undir hið versta veður um helgina með áframhaldandi kuldum og snjó- kotnu. Hjálparstofnanir hafa gef- ið út aðvaranir um að gamalt fólk og lasburða kunni að látast vegna kuldans því það býr víða við slæm kjör. Húshitun er oft tak- mörkuð og húsin illa einangruð. Yfirvöld hvetja gamalt fólk til að halda sig ínnandyra um helg- ina. Elhlífeyrisþegar eru um 12 milljónir í Bretlandi og margir illa búnir undir að mæta hörðum vetri. Ef spár ganga eftir veröa næstu dagar þeir köldustu á Bretlands- eyjum frá árinu 1986. Þá létust tnargir vegna kuldanna og hjálp- arstofnanir segja að ástand mála sé síst skárra nú. Síðustu daga hefur frostið náð 10 til 12 gráðum á Celcíus. Tölu- verður stijór hefur falliö og um- ferð gengið treglega. Flugvöllum hefur veriö lokað aftur og aftur vegna snjóa. Mexíkóborg: Súrefni til sölu Hópur umhverfissérfræðinga í Mexíkó vill að íbúum höfuðborg- arinnar verði boðið súrefni til kaups vegna kæfandi mengunar. Hugmyndin er að setja upp sjálf- sala þar sem fólk getur fengið sér skammt af súrefni ef því liggur víð köfnun á ferð um stræti borg- arínnar. „Þetta gætu oröið ábatasöm viðskipti og th mikilla þæginda fyrir borgarbúa,“ segir Alfonso Cipres Villareal, talsmaður hóps- ins. Mexíkóborg er einhver skítug- ast borg í heimi. Yfir henni grúfir aha daga dökkt mengunarský og í önn dagsins hættir fólki við and- köfmn vegna þess hve lítið súr- efni er i loftmu. Taliö er að götusalar og lög- reglumenn verði verst úti í súr- efnisleysinu og menguninni. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álfheimar 52, 4. hæð t.v., þingl. eig. Sigurjón Jóhannsson, mánud. 11. fe- brúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. Alftamýri 65, þingl. eig. Franch Mic- helsen, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Bjöm Jónsson hdk_____________________________ Ármúh 38, hluti, þingl. eig. Hljóð- færaversl. Pálmars Áma hf., mánud. 11. febrúar ’91 kl. 11.30. Uppboðs- beiðendur em Gjaldheimtan í Reykja- vík, Valgeir Pálsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hrl. Brautarholt 6, hluti, þingl. eig. Rún sf., Prentsmiðja, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Fjár- heimtan hf. og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Drápuhlíð 8, ris, þingl. eig. Sigrún H. Gunnarsdóttir, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur era Veðdehd Landsbanka íslands, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Trygginga- stoftiun ríkisins og Steingrímur Ei- ríksson hdl. Fííusel 39,3. hæð t.h., þingl. eig. Guð- jón Þ. Guðjónsson og Halla Hjalt- ested, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. Grandavegur 37, 1. hæð suðurendi, þingl. eig. Áslaug Jónsdóttir, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 11.15. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka ís- lands. Hólaberg 24, hluti, þingl. eig. Hjálm- týr G. Hjálmtýsson, mánud. 11. febrú- ar ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hólmgarður 35, hluti, þingl. eig. Þor- björg Kristjánsdóttir, mánud. 11. fe- brúar ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Jakasel 26, þingl. eig. Guðlaugur Ólaf- son, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Borgarsjóður Reykjavíkur, Gjaldheimtan í Reykja- vík, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Svanhvít Axelsdóttir lögfr., Róbert Ami Hreiðarsson hdl., Brynjólfur Kjartansson hrl., Ámi Einarsson hdl. og íslandsbanki hf. Kríuhólar 2, 2. hæð D, þingl. eig. Helgi Eðvarðsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Kögursel 22, þingl. eig. Vilborg Bald- ursdóttir, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Langholtsvegur 87, kjallari, þingl. eig. Guðjón Ámason og Rannveig Gunn- laugsd., mánud. 11. febrúar ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Langholtsvegur 184, kjallari, þingl. eig. Ingólfur Kristinsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Laugamesvegur 43, hluti, þingl. eig. Jón Ólafsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Gísh Bald- ur Garðarsson hrl., Landsbanki ís- lands og Búnaðarbanki íslands. Laugateigur 6, ris, þingl. eig. Ragnar Sigurgeirsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka íslands og Hró- bjartur Jónatansson hrl. Laugateigur 11, efri hæð, þingl. eig. Jón Sigurðsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl,_____________ Leifsgata 15, kjallari, þingl. eig. Þor- bjöm Þorbjömsson, mánud. 11. febrú- ar ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólfsson hrl. Ofanleiti 29,2. hæð, talinn eig. Ragn- ar Ingólfsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em ólaf- ur Gústafsson hrl., Gjaldheimtan_ í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka ís- lands, Tiyggingastoftnm ríkisins, Landsbanki Islands, Klemens Egg- ertsson hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík og Tollstjórinn í Reykjavík. Ránargata 5, þingl. eig. Tryggvi Agn- arsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Ásbúð hf., ís- landsbanki og Tollstjórinn í Reykja- vflc____________________________ Silungakvísl 18, þingl. eig. Einar B. Bimir, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki Islands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Skaftahlíð 9, hluti, þingl. eig. Hall- grímur Hansson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Steingrímur Þormóðsson hdl. og Jón Ingólfsson hrl. Skipasund 10, þingl. eig. Helga Ein- arsdóttir og Marteinn Jakobsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 14.45. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Sörlaskjól 5, þingl. eig. Karitas Magn- úsdóttir, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Ath Gíslason hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Vesturberg 72, hluti, þingl. eig. Jón Páll Ásgeirsson, mánud. 11. febrúar ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Tómas H. Heiðar lögfr, Veðdeild Landsbanka íslands, Jóhannes Sigurðsson hdl. og Tiyggingastofhun ríkisins. Þórufeh 18, íb. 03-03, þingl. eig. Stjóm verkamannabústaða, mánud. 11. fe- brúar ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Öldugrandi 1, íb. 024)3, þingl. eig. Kristín Hauksdóttir, mánud. 11. fe- brúar ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTI) í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Flugvaharv. Lager, þingl. eig. Amar- flug hf., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 11. febrúar ’91 kl. 17.00. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Flugvöllur vst. flugs., þingl. eig. Am- arflug hf., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 11. febrúar ’91 kl. 17.00. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 138, 3. hæð, þingl. eig. Elvar Hallgrímsson, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 11. febrúar ’91 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Ránargata 12, kjallari, talinn eig. Stef- án Þorsteinsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 11. febrúar ’91 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Steingrímur Þormóðsson hdl. Reykflugv., verkstæðisb. og flugskýli, þingl. eig. Amarflug hf., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 11. febrúar ’91 kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Ægisgata 10, 2. hæð t.h., þingl. eig. Eiríkur Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 11. febrúar ’91 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Innheimtustofti- un sveitarfélaga og Bergur Bjamason hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.