Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 32
■4* Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. Oddsskarðsgöng: Játuðuaðhafa settröra- — sprengjuvið neyðarsíma Þrír piltar. 17-18 ára. haí'a gengist viö þvi hjá lögreglu aö haíá sprengt neyðarsíma í göngunuin við Odds- skarð fyrir sköntmu. Piltarnir fóru i göngin með sér- stakan blyshólk sem þeir höfðu sett sprengiefni í og smápeninga til að hun yrði sem kraítmest. Yið svo Iniið' kveiktu þeir í og sprengdu neyðar- sinumn en fóru svo á brott. Búnaður- inn lá í tætlum þegai' næsti vegfar- andi kom að í göngunum. Sími þessi hefur verið notaður þegar þeir sem fara um skarðið hafa lent í neyö og »*því talinn mikið öryggisatriði. Odds- skarð er einn liæsti fjallvegur lands- ins og þar veröur gjarnan illfæn. Lögreglan í Neskaupstað og á Eski- firði hafa unnið i sameiningu við að upplýsa þetta mál. Þremenningarnir. sem játuðu á sig verknaðinn. eru all- ir frá Norðfirði. Tveir þeirra voru i fyrra uppvísir að því að kasta sprengju út úr bil að unglingum á Eskifirði. Btiist er \1ð að Vegagerð ríkisins leggi bráðlega fram bóta- kröfu á hendur piltunum vegna neyðarsimans sem gjöreyðiiagðist ~Við sprenginguna. _óxj Ullarvörusala Álafoss: Viðræðum í Moskvu frestað Sovéska samvinnusambandiö írestaði í gær samningaviðræðum \1ð fulltrúa Álafoss sem staddir eru í Moskvu. Viðræðurnar hófust síð- astliöinn þriöjudag og taka til sölu á uUarvörum fyrir á annað hundrað milljónir. Að ósk sovésku samninga- '•mannanna var viðræðunum frestað í tíu daga til hálfan mánuð. Gífurlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Álafoss urn að samningar takist við Sovétmenn. Gætu þeir skipt sköpum fyrir áframhaldandi rekstur þess. Á síðasta ári var fyrirtækið rekið með 250 milljón króna tapi og tvö árin á undan nam tapið samtals ríflega 1,9 milljörðum. Skuldir þess eru vel á þriðja milljarð. Auk þess sem Álafoss hefur verið í samningaviðræðum við sovéska samvinnusambandið hefur fyrirtæk- ið um nokkurra \1kna skeið staðið í viöræöum við rússnesku innkaupa- stofnunina um sölu á ulllarvörum fyrir um 650 milljónir á næstu tveim -árum. -kaa - sjá nánar blaðsíðu 5 LOKI Islensk stjórnvöld eru höfð að lit-háði ogspotti! Viöiorkenningin á sjálfstæði Litháen: Stjórnvöld algerlega ráðþrota í málinu - finna ekki leið til að framkvæma stjórnmálasamskiptin sem lofað hefur verið „Það er fjarri öllu lagi að kunn- ingskapur minn við Gorbatsjov og andstaða mín viö að styggja hann eigi einhvern þátt í því að við ltik- um við að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Ég batt vonir við þær þjóðfélagsumbætur sem hann stóö fyrir en hef líka orðið fyrir miklum vonbrigðum með þaö sem Sovét- stjórnin hefur verið að gera undan- farið. Litháenmálið er bara mjög flókið mál og ég vil að memt skoði hvert skref í því vandlega og vona að niðurstaða fáist sem allir geta sætt sig við. Meíra vil ég ekki segja á þessari stundu um málið,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra í morgun. Samkvæmt heimildum DV er staðan sú í Litháenmálinu að þegar ríkisstjórnarfimdui' hofst í morgun höfðu ráðherrar og aðrir stjórn- málamenn ekki fundið neina leið til lausnar. Fundur ráðherra og formanna stjórnmálaflokkanna í gær endaði í ráðleysi að öðru leyti en því aö halda áfram í dag að leita leiða út úr málinu með einhverjum hætti. Reynt verður að semja þingsályktunartillögu sem utan- ríkismáianefnd verður látin bera fram á Alþingi. Vandinn er hins vegar hvernig á að orða hana Þeir íjöilar sem DV ræddi við í morgun sögðu ríkisstjórnina benda á að það væri vandalaust að senda bréf og viöurkenna Litháen. Þá um leið kæmi upp sú staða að enginn Islendingur kæmist til landsins. Hvorki sendiherra né nokkur ann- ar. Litháar ráða ekki í reynd landi sínu og landamærum. Eftir að við hefðum viðurkennt sjálfstæði Lit- háens gætum við ekki leitað til Moskvuvaldsins um vegabréfsárit- un þangaö. Að leita til annars lands um vegabréfsáritun tii lands sem við viðurkennum að sé sjálfstætt riki gengi ekki. Samkvæmt Vínar- sáttmálanum um viðurkenningu ríkia og stjómmálasaraband þarf viðkomandi ríki að ráða landa- mærum sínum. Þetta eru þau atriöi sem menn leita leiða út úr. Þá munþað einnig hafa verið kannað hvort önnur vestræn ríki munu fylgja í kjölfarið ef við viðurkennum Litháen. Svo mun ekki vera. Landsbergis, forseti Litháen, fuil- yrðir að bæði Tékkar og Pólverjar muni fylgja í kjölfar okkar og við- urkenna Litháen. Þetta draga ráð- herrar í efa vegna þess að sovéskur her er enn i báðum þessum löndum og ráðamenn þeirra óttast að hon- um verði beitt gegn þeim. Það er einmitt vegna þessa sem Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra vill bíða eftir því aö Jeltsín Rússlandsforseti komi viðurkenn- ingu á Litháen í gegnum rússneska þingið. Menn vilja að hann ryðji brautina. -S.dór Mikil flóð hafa verið i Borgarfirði síðustu daga og flæddi Hvitá yfir bakka sína hjá Ferjukoti. í Lundarreykjadal fór vegurinn i sundur og myndaðist stórt skarð þar þegar vatnið flæddi yfir veginn. Unnið var að því í gær að fylla upp i veginn aftur og þurfti að ná i nokkur þílhiöss af möl og sandi, svo illa var vegurinn farinn. DV-mynd Brynjar Gauti Innbrotafaraldur á heimili íSeljahverfi Brotist hefur verið inn á á annan tug heimila í Seljahverfi á síðustu 10 dögum. Myndband, hljómfiutnings- tæki og geislaspilari er meðal þess sem stolið hefur verið. Einnig virðist ljóst að þjófarnir hafa verið á höttun- um eftir áfengi. Sparibaukur barns hefur einnig orðið fyrir barðinu á þjófunum, hann brotinn upp og úr honum stolið peningum. Talið er að ungmenni hafi verið hér að verki. Rannsóknarlögregla ríkis- ins vinnur við rannsókn þessara inn- brota. Að sögn Jóns Snorrasonar hjá RLR hefur rannsókninni miðað tölu- vert áfram og er hluti af innbrotun- umþegarupplýstur. -ÓTT Kaka í raf magnsleysi Kona nokkur í Reykjavík hringdi til lögreglunnar þegar óveðrið var sem mest um helgina. Hún spurði hvort lögreglunni væri kunnugt um hvort rafmagn hefði farið af í hverf- inu og vildi fá að vita nákvæmlega hvenær það kæmi á aftur - hún væri með köku í ofninum og ætti von á gestum. Konunni var vinsamlega bent á að leita á náðir Rafmagns- veitunnar. -OTT Veðrið á morgun: Léttskýjað nyrðra Á morgun verður suðaustan stinningskaldi vestanlands en hægari austlæg átt austanlands. Lítils háttar rigning eða slydda verður suðvestanlands og skurir suðaustanlands en léttskýjað nyrðra. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. /SM\ > C 7*177 'l*t SMIÐ JUKAFFI SBNDUM FRÍTT HFtM OPNUM KL. 18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.