Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 3
FÖáTÍJDÁGUR 8.' FEBRUAR1 ÍÓ91. 3' Fréttir Kostnaðaráætlanir virkjana á fslandi: Alltaf langt undir raun- verulegum kostnaði segir Ragnar Amason prófessor „Ég hef borið saman kostnaðar- áætlanir og raunverulegan kostnað við gerð síðustu virkjana hér á landi. Þá kemur í ljós að kostnaður hefur alltaf farið langt fram úr áætlun. Og í flestum tilfellum 10 til 20 prósent. Versta dæmið er svo nýjasta virkjunin, Blönduvirkjun, sem er komin einhvers staðar á bilinu 50 til 80 prósent fram úr kostnaðaráætlun,“ sagði Ragnar Árnason prófessor í samtah við DV. Hann sagði aö þvi kæmi það sér ekki á óvart þótt kostnaðaráætlun virkjunar vegna álversins á Keilis- nesi væri byijuð að bila. „Búrfellsvirkjun kemur einna best út. Kostnaður við hana fór ekki mjög mikið fram úr áætlun. Sigölduvirkjun kemur aftur á móti afar illa út. Þar fór saman aö kostn- aöur fór langt fram úr áætlun og virkjunin framleiddi einnig minna rafmagn en áætlað var. Rafmagnið frá henni er á 25 mill eða meira. Tæknileg vandamál, sem komu upp varðandi lónið við virkjunina, áttu stóran þátt í þessu. Það voru hins vegar engin tækni- leg vandamál með Hrauneyjafoss- virkjun. Samt fór kostnaðurinn við byggingu hennar um 15 prósent fram úr áætlun. Nú, alhr þekkja Kröfluævintýrið og svo kemur þetta hrikalega dæmi með Blöndu- virkjun. Stóran þátt í því hvaö kostnaðurinn hefur farið úr bönd- um við hana er hvað framkvæmd- irnar hafa dregist. Þar koma inn í, meðal annars, áfahnir vextir á byggingartímanum, sem hófst 1986. Þá hafa ýmsar framkvæmdir reynst dýrari en gert var ráð fyrir og einnig hafa bætur til bænda ver- ið miklu meiri en reiknað var með,“ sagði Ragnar. Ástæðunar fyrir þessu telur Ragnar að séu margar. Eina taldi hann vera þá að þeir sem gera kostnaöaráætlanimar miða ahtaf við hklegustu útkomuna, sem aftur væri alls ekki líklegasta meðalút- koman. Þetta væri að vísu afar flókið stærðfræðidæmi en við hk- ingadreifingu kostnaðar eru mun meiri hkur á að kostnaður fari fram úr áætlun en að hann verði lægri. Síðan væri það staðreynd að Landsvirkjunarmenn vilja virkja sem mest. Því væri freistandi fyrir þá aö vera frekar í lægri kantinum en þeim hærri með áætlanir. -S.dór Alþingi: Languróska- listihjá ríkisstjórninni Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir því að þingsht verði 15. mars næstkomandi. Ráöherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver um sig lagt fram hsta yfir þau mál sem þeir telja æskilegt að afgreidd verði fyrir þinglok. Listinn er langur eða rúm- Íega 80 mál. Svona hsta leggja ríkis- stjórnir vanalega fram bæði fyrir jólaleyfl og þinglok hverju sinni. Hann gengur undir nafninu óska- hsti. „Þaö er auðvitað borin von að öh þessi mál komist í gegnum þingið á þeim skamma tíma sem eftir er af þinginu. Þess vegna verða ráðherrar að velja einhver ákveðin mál, hver af sínum lista, sem þeir gera að for- gangsmálum. Nú og svo er vanalega reynt að ná samkomulagi við stjóm- arandstöðuna um að hleypa ákveön- um málum í gegnum þingið," sagði Guðrún Helgadóttir, forseti samein- aðs þings, í samtali við DV. Meðal stórra mála, sem DV veit að ráðherrar leggja höfuöáherslu á að verði afgreidd fyrir þinglok, er frum- varpið um fjárfestingu útlendinga hér á landi, upplýsingaskyldu stjórn- valda og grunnskólafrumvarpið. -S.dór Lögregla og slökkvUið: Tilkyniting um neyðarsímaef bilanirverða Bilanir í símakerfinu geta vald- iö sambandsleysi við neyðarsíma lögreglu, 11166, og neyðarsíma slökkviliðs, 11100. Ekki virðist hægt að tryggja að þessi númer verði ekki fyrir trufiunum ef bh- anir veröa í símakerfinu. Lögreglan í Reykjavik og Slökkvihð Reykjavíkur hafa þvi ákveðið aö kynna ný símanúmer sem má nota ef ekki er svarað í hinum venjulegu neyðarnumer- um viðkomandi aðila: Ef ekkí næst samband við lög- reglu í 11166 skal hringja x 671166. Náist ekki samband við slökkvi- hð eða sjúkrabifreið í síma 11100 á að hringja í 27287. Á það er minnt aö þessi símanúmer eru neyöarsímanúmer og notist ein- ungis sem slík. Fréttatllkynning. • • ÞAÐ BOGGLAST EKKERT FYRIR OKKUR FLATEYRI þri.. fim., fös.. sun. S °J00UR SIGLUFJOROUB alla daga nema laugard. BLÖNDUÓS þri *. fös., sun. BlLDUDALUR alla daga stykkishólmur\ miö., fös.*, sun.* \ RIF miö.. fim.. fös.. sun * VESTMANNAEYJAR alla daga ATH. Stjarnan *, merkir millilendingu. Stórir eða litlir bögglar, ferkanta&ir, sívalir eða kringlóttir - ekkert mál! Við flytjum allt fyrir þig, hvort sem það er hundur eða köttur sem þarf að komast í sveitina eða til læknis, varahluti í bílinn, bátinn, sjónvarpið og hvaðeina annað sem þú þarft að koma til skila eða fá til þín. Við hringjum svo í þig og látum þig vita þegar böggullinn kemur. sÉfiÞ' ARNARFLUG - FLUGTAK V REYKJAVÍKURFLUGVELLI, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 91-29577

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.