Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 14
14; FQS'fL^AjQU^-f FEBRÚAR 19^ Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarrrtstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Lögmálin gilda ekki Erlendis hafa tryggingafélög á sínum snærum svo- kallaða tryggingafræðinga. Það eru stærðfræðingar, sem reikna líkur á, að upp komi tilvik, er leiði til bóta- greiðslna. Útreikningar tryggingafræðinganna endur- speglast síðan í misháum iðgjöldum eftir áhættu. Svo virðist sem íslenzk tryggingafélög notfæri sér ekki slíka þjónustu. Mjög htið er um, að þau bjóði við- skiptamönnum sínum misháar iðgjaldagreiðslur eftir áhættuflokkum. Sá, sem hefur eld- eða fokvarnir í lagi, borgar hið sama og hinn, sem ekki hefur það. í fárviðrinu um síðustu helgi kom enn einu sinni í ljós, að sum þök í landinu eru fest með hnykktum saum og jafn þétt og reglur mæla fyrir um. Önnur þök eru fest með lélegum saum og mun gisnar, til dæmis á rúm- lega 100 sentímetra bili í stað 70 sentímetra bils. Þetta skiptir ekki aðeins máli vegna tjónsins, sem verður á húsinu sjálfu. Þegar þakplötur fljúga um, valda þær tjóni á öðrum húsum og bílum, þannig að kostnað- urinn hleður utan á sig. Auk þess er mikil hætta á mannskaða, þótt svo hafi ekki orðið um helgina. í fárviðrinu um helgina kom líka í ljós, að skortur er á leiðbeiningum og stöðlum um frágang mannvirkja, einkum í sveitum landsins. Sum hús eru eins og spila- borgir, sem hrynja, ef þau gefa eftir á einum stað. Eng- inn aðili virðist halda uppi aga að þessu leyti. Áður hefur komið fram, að tryggingafélög gera engan greinarmun á forvörnum, þegar þau gera upp tjón vegna bruna. Frægt er dæmið um Réttarhálsbrunann, þar sem brotnar höfðu verið flestar reglur, sem hægt er að brjóta. Og þannig hefur hvert frystihúsið brunnið af öðru. Öll greidd tjón, sem stafa af slælegum forvörnum, hækka iðgjöld þeirra, sem hafa sín mál í lagi. Þess vegna verða iðgjöld hærri en þau þyrftu að vera og fæla fólk frá því að taka tryggingar á borð við húsa- eða foktrygg- ingu. Málið verður að vítahring, sem skaðar alla. Samkvæmt lögmálum markaðarins ætti þetta alls ekki að vera svona. Þau segja, að tryggingafélög eigi að hafa hag af, að viðskiptamenn þeirra hafi sína hluti í sem beztu lagi. Þess vegna eigi þau að bjóða upp á mis- há iðgjöld eftir líkum á, að tjón hljótist. Markaðslögmáhn segja, að viðskiptamenn, sem standa andspænis misháum iðgjöldum, leitist við að ganga betur frá atriðum eins og eldvörnum og fokvörn- um til að spara sér iðgjöld. Markaðslögmálin eiga að breyta vítahring í jákvæðan hring, sem allir græði á. Lögmálin segja, að tryggingafélög séu í samkeppni um að fá sem flesta og bezta viðskiptamenn. Þess vegna muni þau bjóða mishá iðgjöld og hafa á sínum snærúm skoðunarmenn, sem meti hið tryggða, svo sem hús, með tilliti til áhættu, svo sem af bruna eða foki. Markaðslögmálin segja raunar, að ekki þurfi nein boð og bönn um frágang húsa, heldur eigi samkeppni trygg- ingafélaga að nægja til að hvetja húseigendur til að ganga þannig frá málum, aðækki hljótist af eldsvoðar eða foktjón. En lögmáhn virka því miður ekki hér. Forstjóri annarrar samsteypunnar, sem eru ahs ráð- andi á íslenzka tryggingamarkaðinum, sagði í viðtali við DV í fyrradag, að ekki væri hægt að flokka hús í mismunandi áhættuflokka. Á íslenzku þýðir þetta, að hann nennti ekki að flokka hús eftir áhættu. Hann nennir ekki að flokka hús eftir áhættu, af því að markaðslögmálin gilda ekki hér á landi að þessu leyti, vegna þess að tryggingafélögin eru of fá. Jónas Kristjánsson „Þess er að vænta i næstu viku að ákvörðun verði tekin um sókn á landi inn í Kúvæt“, segir m.a. í grein Gunnars. Svart og hvítt í gráu Markmið stríðsins við Persaflóa eru í augum Bush Bandaríkjafor- seta og þeirra sem honum fylgja algerlega augljós. Þetta er barátta góðs og ills, yfirgangsseggur skal sviptur herfangi sínu, og svo búið um hnútana að hann geti aldrei aftur ógnað nágrönnum sínum. í þessum tilgangi skal allur iðnaður, ailar samgöngur, öll raforkufram- leiðsla og yflrleitt allur efnahagur í írak lagður svo gersamlega í rúst að landið sé ófært um það fram- vegis að halda úti her. f leiðinni er öfl uppbygging, sem orðið hefur í írak síðustu áratugi, sprengd í loft upp og landinu kippt aftur á bak á þróunarbrautinni um 30 til 40 ár. Þessu markmiði hafa bandamenn. þegar náð með loftárásum áður en hiö raunverulega stríð hefst, það er ljóst að írak hefur ekki lengur efnahagslegar forsendur til að heyja langvinnt stríð. Nú eru þátta- skil í nánd. Þess er að vænta í næstu viku að ákvörðun veröi tek- in um sókn á landi inn í Kúvæt. Þá mun hefjast mikið blóðbað, og sú stifling, sem þrátt fyrir allt hefur verið ríkjandi í ummælum og af- stöðu stríðsaðfla hingað til, mun víkja fyrir heitum tilfinningum, hatri, beiskju og ástríðum. Þau markmið, sem ætlunin er að ná með stríöinu, munu mótast af því hvemig landhemaðurinn geng- ur, því meira sem mannfallið verð- ur því ósveigjanlegri verður af- staða allra aðila, og því meira mimu allir sigurvegararnir vilja fá í sigurlaun, því aö endanleg úrsflt em þegar ráðin. En galflnn er sá að væntanlegir sigurvegarar hafa fjarri því allir sama tilgang með stríðinu - hver skarar eld aö sinni köku, og jafnvel má búast við að það verði ríki sem standa utan við átökin sem hagnast mest, svo sem íran og Tyrkland. Réttlæti og samhengi í augum araba er frelsun Kúvæts að sönnu mikið réttlætismál, en í augum margra þeirra er enn mikil- ■vægara að breyta því ástandi að örfáar arabískar fjölskyldur í Kú- væt og Saudi-Arabíu sitji einar að mesta olíuauði veraldar sem marg- ir þeirra telja sameign allra araba, á meðan tugmilljónir araba í Egyptalandi, Sýrlandi eða Jemen lepja dauðann úr skel. Þau araba- ríki sem þátt taka í að frelsa Kúvæt munu ætlast til að fá nokkuð fyrir sinn snúö, afturhvarf til fyrra ástands er óhugsandi. Stríðið hefur skerpt andstæöur í arabaheiminum. Strangtrúarmenn meðal múslíma allt frá Marokkó til Sýrlands espa til haturs á öllu vest- rænu, en hófsamari framfarasinn- aðir arabar eru í vamarstöðu vegna loftárásanna á írak og dvalar KjaUarirm Gunnar Eyþórsson fréttamaður vestrænna herja í næsta nágrenni við helgustu vé múslíma í Saudi- Arabíu. Jafnframt eru öll arabarík- in á þeirri skoðun, þvert ofan í áflt Bush forseta, að beint samhengi sé á milli þess að frelsa Kúvæt undan hernámi íraka og frelsa Palestínu- menn undan hemámi ísraels- manna. Úr því að samþykktir Sameinuðu þjóðanna skuli gilda um Kúvæt, skuli þær gilda um hernám ísraels líka, og það era Bandaríkjamenn, sem með neitunarvaldi hafi hindr- að aðgerðir Sameinuðu þjóðanna í málum Palestínumanna. Pólitík og óskhyggja Það er gamall sannleikur að stríð sé pólitík eftir öðrum leiðum. Bandaríkjamenn hafa ákveðin hemaðarleg markmið og munu ná þeim, en pólitísk marmið með stríðinu viröast ekki vera annað en innantóm óskhyggja um betri tíð með blóm í haga eftir að Saddam Hussein hafi fengið makleg mála- gjöld. Reyndar hafa Bandaríkjamenn ekki haft neina ákveðna stefnu í Miðausturlöndum aðra en styðja ísrael skilyrðislaust, þaö hefur ver- iö forgangsatriði númer eitt, tvö og þrjú, númer fjögur hefur verið að halda góðu sambandi viö olíuríkin við Persaflóa. Stríðið mun eyði- leggja það valdajafnvægi sem verið hefur í Miðausturlöndum, og ekki er annað að sjá en Bandaríkjamenn séu því alveg óviðbúnir. Ekkert ríki á þessum slóðum, ekki einu sinni ísrael, mun viðurkenna rétt Bandaríkjanna til að knýja fram vilja sinn um skipan mála í Mið- austurlöndum. Forgangsverkefni allra ríkjanna við Persaflóa verður að losna sem allra fyrst við banda- ríska herinn eftir að írakar hafa verið reknir frá Kúvæt. íran Það er mesti óvinur Bandaríkj- anna sem hagnast mest á stríðinu. Það er allt í einu runnið upp fyrir mönnum að mesta stórveldið við Persaflóa er íran. íranar hafa verið útskúfaðir meðal þjóða heims allt síðan 1979, þegar öfgafullir mús- flmar hertóku bandaríska sendi- ráðið í Teheran og héldu sendiráðs- mönnum í gísflngu í meira en ár. Khómeini ajatofla varð sá ísl- amski leiðtogi sem umheiminum stóð mestur stuggur af, ekki síst nágrannaríkjum írans. Þau öll nema Sýrland studdu Saddam Hussein í stríðinu við íran, og Saddam sagðist hafa borgað í blóði þær stríðsskuldir sem Kúvætar vildu innheimta hjá honum. íranar töpuðu því stríði, en nú em Banda- ríkin, hinn mikli satan, sem Khó- meini formælti við góðar undir- tektir allt fram í andlátiö, að vinna stríðið fyrir hönd írans. Að auki hafa íranar fengið heilan flugher gefins frá Saddam. Mikill er Allah og vegir hans eru órannsakanlegir, geta íranar sagt. En þótt þeir hati Saddam og ætli ekki að blanda sér í stríðið, hata þeir Bandaríkin ennþá meira. Ef hernaðurinn gegn írak snýst upp í stríð íslams við Vesturlönd, verða íranar leiötogar í því stríði. Það var ekki markmiö Bush forseta að efla íran, en samt er það rökrétt afleið- ing af að eyðileggja hemaðarmátt íraks. Önnur afleiðing getur orðið sú að Tyrkir, í samkmlli með Sýrlend- ingum, hyggi á landvinninga í norðurhluta íraks, þar sem eru mikil olíusvæði. Bush forseti hamrar stöðugt á illmennsku Sadd- ams og málar stríðið í svörtu og hvítu. - Kúvæt verður endurreist og írak eyðilagt, en hvort það er sigur hins góða yfir hinu illa í svörtu og hvítu er allt annað mál. Gunnar Eyþórsson „Það er mesti óvinur Bandaríkjanna sem hagnast mest á stríðinu. Það er allt í einu runnið upp fyrir mönnum að mesta stórveldið við Persaflóa er íran.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.