Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. Utlönd Nýjar upplýsingar um flótta íraskra herflugmanna: Reyndu að sprengja Saddam á f lóttanum - enn efasemdir um hvort hernaður á landi reynist nauðsynlegur Hermenn bandamanna bíða í Saudi-Arabiu eftir að kallið komi um innrás í írak og Kúvæt. Dick Cheney og Colin Powell eru nú að kanna stöðu mála á vettvangi áður en þeir gefa Bush forseta ráð um innrás eða ekki. Símamynd Reuter Norman Schwartskopf, yfirmaður herafla bandamanna við Persaflóa, segist hafa vitneskju um að íraksir herflugmenn hafi varpað sprengjum á stöðvar Saddams Hussein áður en þeir lögðu á flótta til írans. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir íröskum liðhlaupum, sem leitað hafa hælis hjá bandamönnum í Saudi- Arabíu. Flóttamennirnir segja að Saddam haldi enn til undir rústum forsetahallarinnar í Bagdad en þar á hann rammgert neðanjarðarbyrgi. Schwartskopf sagðist ennfremur í sjónvarpsviðtali í gær ekki vera viss um hvort innrás landherja banda- manna í írak og Kúvæt sé nauðsyn- leg til að bijóta íraka á bak aftur. Skoðun sína byggir hershöföinginn á því að enn sé möguleiki á að írskir hermenn steypi Saddam Hussein af stóli. Schwartskopf hefur alla tíð dregið heldur úr bollaleggingum um vænt- anlega innrás af landi og sjó í írak. Aðrir háttsettir menn í liði banda- manna virðast líta á hernaðinn á landi sem óhjákvæmilegan þótt enn hafl menn ekki gefið upp alla von um að loftárásirnar einar dugi til að neyða íraka til uppgjafar í Kúvæt. Francois Mitterand, forseti Frakk- lands, sagði í gær að árás yrði gerð á landi í þessum mánuði. Bretar hafa tekið í sama streng. Helstu ráðgjafar Bush Bandaríkjaforseta eru nú í Saudi-Arabíu að meta aðstæður. Þeir eru væntanlegir heim um helgina og þá verður að öllum líkindum tekin ákvörðum um hvort og hvenær lagt verður til atlögu á landi. Schwartskopf segir að enn sé of snemmt að segja til um hvort loft- árásirnar á herliö íraka muni skila árangri. Sprengjum er enn linnu- laust varpað á stöðvar hersins og einnig á brýr og vegi. Síðustu tvo daga hefur áhersla verið lögð á að rjúfa samgönguæðar til að hindra birgðaflutninga til hersins. Þetta þykir benda til að undirbúningur fyrir árás á landi sé á lokastigi. Enn eru fréttir óljósar af usla í liði íraka vegna loftárásanna. Banda- rískir embættismenn hafa enn látið hafa eftir sér að einungis 10% þjóð- varðliðs íraka sé úr leik en Frakkar tala um 30%. Upplýsingarnar stang- ast mjög á þótt talið sé að bandamenn hafi allgóða hugmynd um hvaða ár- angri þeir hafa náö frá því gagnsókn- in gegn írökum hófst 17. janúar. Reuter Scud* Ríjad írakar reyndu að skjóta Scud- eldflaug að Ríjad, höfúðborg Saudi-Arabíu, seint í gærkvöldi. Flaugin var skotin niður með Patriot gagnflaug og olli ekki umtalsverðu tjóni. Vika var líðin frá því írakar reyndu síðast aö nota Scud-flaug- ar til árása á nágrannaríkin og var jafnvel taliö að þeir ættu enga nothæfa skotpalla eftir. Þetta var niunda árásin á höfuöborg Saudi-Arabíu en alls hefur 29 flaugum verið skotiö að borginni. Reuter dreka i skjól Flugmenn bandamanna segja að írakar reyni nú allt hvað þeir geta til að koma skriðdrekum sín- um af helstu árásarsvæðunum við landamæri Kúvæts og íraks. Þetta bendir til að vamir íraka séu að bresta. Reuter rm Spá erfiðri landgöngu við botn Persaflóans Hernaðarsérfræðingar segja að landganga Bandaríkjahers við botn Persaflóa gæti orðið einhver áhættu- samasta hernaðaraðgerð sögunnar. Talið er að þessi þáttur hernaöarins gegn írökum i Kúvæt gæti orðið sá mannskæðasti. Fullvíst er talið að Bandaríkja- menn reyni að komast á land fyrir botni Flóans til að króa her íraka af í Kúvæt. Hugmyndin er að beita tangarsókn þannig að herinn, sem gengur á land, mæti sókninni frá Saudi-Arabíu á miðri leið í írak. Landganga af sjó hefur í gjörvallri sögu hemaðar reynst mjög áhættu- söm. Aðferðirnar hafa ekkert breyst á liðnum árum. Bandaríkjamenn verða að fara eins að og þegar gengið var á land í Normandí 6. júni árið 1944 á lokakafla síðari heimsstyijald- arinnar. Sú árás reyndist mjög mannskæð. í gær hófust miklir herflutningar á sjó í Persaflóanum. Um 17 þúsund manna landgöngulið var flutt nær þeim stað sem ætlunin er að taka land. Ekki er þó enn vitað hvort þaö verður nyrst í Kúvæt eða á írösku landi fyrir botninum. Miklar grynningar eru á þessum slóðum og erfitt að beita stórum far- artækjum. Hernaðarsérfræðingar segja að Bandaríkjamenn ætli að velja sér stórstraumsflóð til land- tökunnar. Stórstraumur er um miðj- an mánuðinn þannig að flestir hall- ast að því að samræmd innrás af landi og sjó hefjist þegar líður á næstu viku. „Við vitum að verkefnið verður þegar stundin rennur upp,“ segir Edward Foster, hernaðarsérfræðing- ur í Lundúnum. „Það veröur að gera ráð fyrir kröftugri mótspyrnu því að strandlengjan þarna er stutt og ekki margir staöir sem koma til greina fyrir landtöku." Landgönguliðið mun þó njóta að- stoðar úr lofti þannig að óvíst er hve mikið herlið Iraka getur beitt sér. Bandamenn hafa nú full yfirráð í lofti og það kann að ráða úrslitum. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi þegar fundið staðinn fyrir innrásina. Samkvæmt gamalli og nýrri her- fræði verða sérsveitir sendar á land fyrstar til að kanna aðstæður. Liðs- menn sveitanna verða sannarlega í eldlínunni en þeim er m.a. ætlað að komast að hversu öflugar varnir ír- aka eru. Helsta breytingin, sem hefur orðið á landgöngu hers af sjó frá því í síð- ari heimsstyrjöldinni, er að nú er hægt að flytja lið á land með þyrlum. Áður varð að nota landgöngu- prammana eina eða varpa mönnum niður í fallhlífum. Reuter Persaflóastríöið: Atburða- 7. febrúar 9.00 - Orrustuskipið Wisconsin skaut af risastórum byssum sin- um i fyrsta skipti frá í Kóreustríð- inu. Talsmaður Bandaríkjahers segir skothríð skipsins hafa eyði- lagt íraska herstöð. 9.33 - írakar segjast hafa skotið eldflaugum að Israel í hefndar- skyni fyrir 33 árásarferðir ísraela í húmi nætur. ísraelar hafa ekki tilkynnt um eldflaugaárás frá því á sunnudag. 12.20 - PLO-samtökln ásaka Bandaríkjamenn um dómadags- fyrirætlanir með notkun kjarn- orkuvopna. 13.07 - Bandarikjaher tilkynnir mögulegar árásir á almenn bygg- ingasvæði sem her íraka notar. Bandarikjamenn segja að svo virðist sem írakar staðsetji loft- varnabyssur á þökum ibúða- blokka af ásettu ráðí. 13.15 - írakar hvefja íslama til að ráðast gegn hagsmunum Banda- ríkjanna og Vesturlanda yflrleitt. Ekki sé neitt pláss fyrir hlutleysi við Persflóa. 13.32 - íranskt dagblað hefur eftir Bush forseta að Bandaríkjamenn muni yfirgefa Persaflóasvæðið eftir lok stríðsins. 16.07 - Breskur herforingi segir íraka verða fyrir gríðariegum sprengjuárásum áður en ráðist verður til atlögu á landi. 16.10 - Sex íraskar orrustuvélar flugu inn í íranska lofthelgi en aðeins eru fréttir af einni giftus- amlegri lendingu. 16.15 - Utanríkisráðherra Sýr- lands segir ísraela verða að yfir- gefa herteknu svæðin ef tryggja á frið eftir stríðið. 16.48 - Tilkynnt að saudi-arab- ísk-ar hersveitir hafi skotið að 14. íröskum hermönnum þar sem þeir reyndu að fara inn í Saudi- Arabíu aðfaranótt fimmtudags. 17.12 - Bandarískar orrustuvélar granda tveimur íröskum orrustu- vélum á leið til íran. 17.13 - Alþjóðanefnd Rauða krossins segist munu senda meiri lyfjabirgðir til íraks á laugardag og matvælabirgðir í næstu viku. 17.38 - Nawas Sharif, forsætisráð- herra Pakistans, er undir þrýst- ingi vegan andíraskrar afstöðu sinnar og býðst til að heimsækja Bagdad í friðarumleítunum. 18.36 - Um 50menn úr þýska flug- hernum koma til Tyrklands ti) að aðstoöa við eldflaugapalla bandamanna. Stjórnvöld i Bonn segja þetta viðleitni til að hiálpa við varnir annars Nato-ríkis. 21.19 - írakar biðja Sameinuðu - þjóðirnar um að koma afriti af minnispunktum frá fundi Sadd- ams Husseins og aðalritara þeirra í umferð. 22.00 - Bandaríkin endurskoða fjárhagsaöstoð við Jórdani eftir að Hussein konungur lýsti yfir stuðningi við íraka og beygði þannig af leið hlutleysis. 0.15 - Bandarískar stýriflaugar granda Scud-eldflaug yfir Ríjad í Saudi-Arabíu. 0.50 - írakar færa hertæki sín í Kúvæt til að forða þeim frá loftá- rásum bandamanna, 4.00 - Schwartzkopf hershöfðingi segist hafa sannanir fyrir því aö íraskir liðhlaupar úr flughernum hafl reynt að ráða Saddam Hus- sein af dögum með sprengjum í forsetahölhnni. 7.10 - Sprengja springur i garði við stjórnstöðvar NATO í Tyrk- landi. Enginn meiðsl urðu á mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.