Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDÁGtÚR 8. FEBRUAR 1991. Útlönd írski lýðveldisherinn lýsir ábyrgð á tilræði við bresku stjómina: Ætluðu að koll- varpa lýðræðinu - sagði John Major forsætisráðherra á þingfundi eftir sprenginguna „Þetta var vísvitandi tilraun til að myrða ráðherrana og kollvarpa lýð- ræðinu í landinu," sagði John Major, forsætisráðherra Breta, á þingfundi skömmu eftir að hryðjuverkamenn úr írska lýðveldishernum vörpuðu þremur sprengjum að heimili hans við Downingstræti 10. Major sat þar á fundi með öðrum ráðherrum sem skipa hermálaráðu- neyti Breta. Sprengjurnar sprungu í bakgarðinum rétt við húsvegginn. Rúöur brotnuðu í fundarherbergi ráðherranna sem fluttu sig um set í húsinu og héldu áfram fundi á örugg- ari stað. Þetta er alvarlegasta árás IRA gegn ráðamönnum í Bretlandi frá því að öflug sprengja sprakk á hóteh í Brighton árið 1980 þegar íhaldsflokk- urinn hélt þar landsfund. Þá munaði htlu að Margrét Thatcher, þáverandi forsætisráðherra, færist í sprenging- unni. Árásin í gær var mjög mjög vel skipulogð og munaði minnstu að hryðjuverkamönnunum heppnaðist ætlunarverk sitt. Eitthvaö fór þó úr- skeiðis því að eldur blossaði upp í bílnum, sem sprengjunum var skotið úr, áður en fyrstu sprengjunni var skotið. Þjóöaratkvæðagreiðsla í Litháen: Sovétmenn ógna með heræfingum Sovéski herinn verður með heræf- ingar í öllum Eystrasaltsríkjunum á sunnudag, meðan talning í þjóöarat- kvæöagreiðslu þar sem Litháaer taka afstöðu til sjálfstæðis fara fram. Landsbergis forseti sagði frá heræf- ingunum á blaðamannafundi í þing- húsinu gærkvöldi og sagði þær enn eina tilraun til að hræða fólk frá kjör- stöðum. Kuskin herforingi tilkynnti yfir- völdum í Lettlandi um heræfingarn- ar seinnipartinn í gær en Lands- bergis segist ekki hafa fengið opin- bera thkynningu um þær. Þá upplýsti Landsbergis að sovésk herþyrla hefði dreift flugumiðum þar sem fólk er hvatt th að taka ekki þátt í atkvæöagreiðslunni. Sagði á mið- unum að ef Litháar segðu já við sjálf- stæði fylgdi efnhagsleg ringulreið í kjölfarið. Landsbergis hefur beðið þjóðir heims um að fygljast vel með tilraun- um Sovéthersins til aö hafa áhrif á framgang atkvæðagreiðslunnar. í tengslum við hana hefur fjöldi er- lendra sendinefnda komnið til Lithá- ens, þar á meðal frá Belgíu, Dan- mörku, Póllandi, Ungverjalandi, Ástrahu og Sovétlýðveldunum Ge- orgíu og Rússlandi. í augum Litháa eru sendinefndirn- ar og fjöldi erlendra blaöamanna eins og mannlegur skjöldur. Vonast þeir til að athyglin, sem beinist að at- kvæðagreiðslunni, muni gera Sovét- hernum mjög erfitt fyrir í möguleg- um tilraunum sínum til að hafa áhrif áhana. Kitzau SjáKsmorð „Dauða læknis“ Útfararstjóri í Taiwan, sem gengið hefur undir nafninu „Doctor death" eöa Dauði læknir framdi sjálfsmorð í borginni Chungh í gær. Dauði læknir eða Li Wen-lang fékk viðurnefni sitt þar sem hann bauð þeim er þjáðust af ólæknandi sjúk- dómum að koma og fá lausn sinna mála í eitt skipti fyrir öh. Útfararfyr- irtæki hans hét Bein leið til himna og hann bauð fyrrnefndum sjúkling- um líknardráp með því að neita þeim um mat og nauðsynleg lyf. Lögregla hafði rannsakað starf- semi Dauða læknis og yfirheyrt hann en ekki fundið óyggjandi sannanir um eðh starfsemi hans. í skilaboðum til íjölskyldu sinnar sagðist Dauði læknir óttast málssókn meira en nokkuð annað. Því hefði hann ákveð- ið að fyrirfara sér. Það gerði hann með því að leiða slöngu úr útblást- ursröri inn í bílinn sinn beint utan VÍð líkkistubúð. Reuter Svo virðist sem tveir menn hafi unnið verkið. Þeir komust báðir und- an á mótorhjóh og hafa ekki fundist þrátt fyrir ákafa leit. Þegar varð ljóst að IRA stóð fyrir árásinni því að- ferðin var sú sama og lýðveldisher- inn hefur oftsinnis notað á Norður- írlandi. IRA lýsti skömmu síðar ábyrgð á hendur sér. Möguleiki er talinn á að IRA hafi í árásinni gengiö erinda arabískra hryðjuverkasamtaka. Saddam Huss- ein hefur hvatt stuðningsmenn sína til árása á bandamenn. Vitað er að IRA hefur sambönd í Mið-Austur- löndum en ekki hefur tekist að sanna að verkið hafi verið unnið fyrir aðra íþessutilviki. Reuter Reykjarsúlur stigu til lofts við stjórnarbyggingarnar í miðborg Lundúna, bæði frá sprengjunum og eins frá árásarbilnum sem stóð í Ijósum logum þegar eftir árásina. Símamynd Reuter RYMINGAR- SALAN Síðasti dagur rýmingarsölunnar er á morgun, laugardag 0PÐTI LKL16 ''%X Otrulegt úrval áhalda í örbylgjuofna á einstöku verÖi Lítið útlitsgallaðir kæliskápar og þvottavélar með verulegum afslætti Eldavélar og innbyggingarofnar á tilboösverði GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar (91)622900 og 622901 - Næg bílastæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.