Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 7
jrt'i i'nmw c FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. 7 “ífífSi Fréttir Loðnuveiðibaimið: Það er verið að láta okkur blæða út hægt og rólega - segirBjamiBjamason,skipstjóriáSúlunniEA-300 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö er einfaldlega verið aö láta okkur blæða út hægt og rólega, ég sé ekki betur. Viö erum búnir að sitja og bíöa síðan 4. desember og fáum ekkert að vita,“ segir Bjami Bjarnason, skipstjóri á loðnuskip- inu Súlunni EA-300 um það ófremdarástand sem ríkir meðal loðnuveiðisjómanna. „Ég er búinn að tala við marga menn og heyra í mörgum togara- mönnum sem segjast hafa orðið varir við loðnu um allan sjó. Þeir hafa orðið varir við loðnu allan janúarmánuð út af Langanesi svo dæmi sé nefnt. Hún er að vísu dreifð þar en það er eins og það komist ekki inn í skelina á þessum mönnum að þessi kvikindi geti dreift sér. Það er alveg örugglega nóg til af loðnu til þess að hægt sé að taka eitthvað af henni og létta þessari óvissu af flotanum, og það átti auð- viðað að vera búið að því fyrir löngu. Þessir spekingar ganga hinsvegar algjörlega fyrir getgát- um en orð þeirra eru lög í augum ráðherra." Hafa loðnusjómenn yfirleitt mikla vantrú á þvi sem fiskifræðingamir segja um ástand stofnsins? „Ég leyfi mér aö fullyrða að a.m.k. 90% skipstjórnarmanna sem hafa unnið við loðnuveiðar hafa vantrú á þessum mönnum. Ég hefði gaman af að sjá niðurstöðu könn- unar á því meðal skipstjómar- manna hvort hægt er að mæla loðnustofninn með þeim tækjum sem fiskifræöingarnir hafa yfir að ráða. Þegar stór meirihluti þeirra sem hafa fengist við þessar veiðar lýsir frati á mæhngar fiskifræðing- anna þá hlýtur eitthvað að vera að þeim mæhngum, annað getur ekki verið. Það er gjörsamlega útilokað mál að þessir fræðingar séu þeir einu sem hafa eitthvert vit á þessum málum, þótt þeir hafi setið á há- skólabekkjum í Edinborg eða ann- arstaðar. Éina vitið í máhnu í dag er að leyfa einhverjar veiöar þá daga sem eftir eru af þessari vertíð í stað þess að halda mönnum í þess- ari spennitreyju. Það hefur fundist loðna um ahan sjó og það er alveg ómögulegt að það sé algjörlega á valdi eins eða tveggja manna hvort þessi floti lifir eða deyr. Þetta geng- ur ahs ekki og ég held að þessir menn viti ekkert hvað þeir eru að gera. Það skal engan undra að það sé orðið þungt í okkur loönusjó- mönnum. Það er ekkert hlustað á okkur, en öll speki ráðherra kemur frá einhverjum mönnum sem sitja á 2. hæð í brúnni á Bjama Sæ- mundssyni eða Árna Friðriks- syni,“ sagði Bjarni Bjamason. Bruninn 1 Krossanesverksmiðjunni: Brunamálastof nun átti líka að vera með eftirlit þarna - segir slökkviliðsstjórmn á Akureyri um gagnrýni Brunamálastofnunar Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyxi: „Ég er í rauninni ekkert óhress með gagnrýni brunamálastjóra. Þaö er rétt að eftirht af okkar hálfu með verksmiðjunni var of lítið, það er staðreynd sem ég ætla ekki að neita. Hinsvegar átti Branamálastofnun hka að vera með eftirlit þarna en mætti aldrei á staöinn, það gerðum við þó. Brunamálastofnun hafði sömu möguleika og við til að gera eitthvað en geröi ekkert, það verður að horfa á máhð í heild,“ segir Tóm- as Búi Böðvarsson, slökkvihðsstjóri á Akureyri um gagnrýni Brunamála- stofnunar varðandi brunann er varö í Krossanesverksmiðjunni á Akur- eyri fyrir rúmlega ári síðan. í skýrslu Brunamálastofnunar seg- ir m.a. að eftirliti slökkvhiðsstjóra og eldvamareftirlits hafi verið mjög ábótavant en fullt eftirlit heföi þurft með verksmiðjunni þar sem hún var í fullum rekstri jafnframt þeim fram- kvæmdum sem þar fóru fram. „Það er rétt að eftirlitið með verk- smiðjunni var ekki mikið. Hinsvegar minnir þetta mig á aö lögreglan á að hafa eftirht með því að menn aki á löglegum hraða, en ef menn gera það ekki og valda tjóni þá er það ekki lögreglan sem er sökuð um tjónið heldur sá sem því olli. Það er auðvit- að sá sem veldur sem er ábyrgur að mínu mati. Hitt er rétt að við vorum ekki nógu harðir í þessu máh, ég ætia ekki að þvo hendur mínar af því.“ Kom einhvern tíma til greina að loka verksmiðjunni? „Nei, ekki af minni hálfu. Þegar hús er byggt er farið að kynda það löngu áður en það er tekið í notkun, og það var kyndiklefinn sem var or- söltin að þessu öllu saman. Þótt . reksturinn hefði verið stöðvaður hefði kyndingin ekki verið tekin af húsinu. Það sem við vorum óánægð- ir með var að öryggisatriðunum var ahtaf slegið á frest en það hefði þurft að leggja áherslu á þau atriði vegna þess að verksmiðjan var í rekstri. En það er því miður alltof algengt að svona sé staðið að verki, og örygg- isatriðin komi síðast.“ Verður þetta th þess að þið farið að taka þessi mál fastari tökum? „Það verður engin stökkbreyting, við reynum að vinna þetta eins og við getum við erfiðar aðstæður og úrelt lög. Ég tel mig ekki hafa heim- hd til að stöðva rekstur fyrirtækja, ég hef heimhd að fengnu samþykki Brunamálastofnunar til að beita dag- sektum en þaö tekur mánaðartíma að koma slíku í gegn og ég hef heim- ild th að stoppa rekstur ef líf og hm- ir fólks eru í hættu. Brunamálastjóri hefur sömu völd í þessum efnum og ég, og hann ætti sjálfur að lesa lögin ogkynnasérþau. Bmnamálastofnun á að hafa eftirlit með meiriháttar at- vinnufyrirtækjum en það gerir stofn- unin ekki. Ég ætla ekki að þvo minar hendur af þessu máh en þaö er ahtaf spurningin hver á að kasta fyrsta steininum," sagði Tómas Búi Böð- varsson slökkvihðsstjóri. Frá brunanum í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri um áramótin 1989- 1990. DV-mynd, gk. Akranes: Reykt í sjúkrahúskjallaranum Siguxður Sveixissan, DV, Akranesú Reykingar starfsmanna Sjúkra- húss Akraness verða ekki bannaðar. Reykingafólki veröur hins vegar gert skylt að reykja í sérstöku herbergi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnun- ar sem framkvæmd var á meðal starfsfólks sjúkrahússins fyrir stuttu um hvort leyfa ætti reykingar eða ekki. Sigríður Lister hjúkranarforstjóri sagði í samtali við DV að í kjölfar niðurstöðunnar kæmi helst til greina að úthluta reykingafólki aðstöðu í kjallara hússins. Yrði þá útbúin vist- leg aðstaða með góðri loftræstingu. Sigríður sagði takmarkið aö koma þessari aðstöðu upp fyrir svokallað- an árlegan reyklausan dag sem verð- ur í byrjun apríl. Hvað varðaði reykingar sjúklinga sagði Sigríður það ótengt mál, þaö yrði að skoða sérstaklega og án sam- hengis við niðurstöðu könnunarinn- ar. Hann er fallegur, rauðmaginn sem Jón Bjarnason, eigandi Smára RE 14, 9,5 tonna trillu, fékk i þorskanet sín í Faxaflóa nú fyrir skömmu. DV-mynd S Akureyri: Málþing um menningu Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyxi: Menningarmálanefnd Akureyrar gengst fyrir „málþingi um menn- ingu“ í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju nk. laugardag og er til- efnið margþætt eins og segir í fund- arboði. Þar verður m.a. rætt um hvar staðsetja skuli ýmiss konar aðstöðu sem ennþá vantar í bænum fyrir hinar ýmsu hstgreinar. Fyrir liggja teikningar að viðbyggingu við Amtsbókasafnið þar sem m.a. er gert ráð fyrir myndlistar- og fjöl- nýtisal. Rætt hefur verið um mögu- leika á nýtingu húsa í Grófargih fyrir ýmsar listgreinar, frumdrög að viðbyggingu við Samkomuhús bæjarins hafa verið th skoðunar og þessi og fleiri atriði munu verða til umræðu á málþinginu. Meðal þeirra sem flytja erindi á málþinginu eru Þröstur Ásmunds- son, formaður menningarmála- nefndar bæjarins, Helgi Vhberg, skólastjóri Myndlistarskólans, Ro- ar Kvam, skólastjóri Tónlistarskól- ans, og Sunna Borg, formaður Leikfélags Akureyrar, en einnig verða opnar umræður og fleira á dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.