Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. fþróttir Úrvalsdeild Staöan í úrvalsdeildinni er þann- ig eftir síöasta leik: KR-Valur................87-78 Njarövík . KR........ Haukar.... Snæfell... ÍR........ A-riðill: 20 16 4 1870-1507 32 20 12 8 1648-1585 24 20 9 11 1667-1702 18 19 4 15 1483-1708 8 19 4 15 1518-1765 8 B-riðill: Keflavík.19 15 4 1868-1702 30 Tindastóll...20 14 6 1904-1808 28 Grindavík...20 13 7 1711-1658 26 Valur....21 6 15 1739-1854 12 Þór.....18 5 13 1675-1734 10 Efnilegur risi hjá Utah Þessi risi er bandarískur og heitir Shawn Bradley. Hann leikur með bandarísku mennta- skólaliði i Utah og er hvorki meira né minna en 2,28 metrar á hæð. Hann er talinn eitt mesta efni sem lengi hefur komið fram í bandaríska körfuboltanum. Eins og sjá má á myndinni á hann ekki i miklum erfiðleikum með að ná upp í körfuna. -SK l.deild karla í gærkvöldi léku Víkverji og ÍS í íþróttahúsi Hagaskóla og sigraði Víkverji með 74 stigum gegn 67. Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir Víkveija en aö sama skapi slæmt tap hjá ÍS og möguleikar hðsins á úrvalsdeildarsæti minnkuöu verulega. Staðan er þannig: Víkverji....10 7 3 774-728 14 UÍA.........10 6 4 681-662 12 Skallagr.... 8 5 3 600-537 10 ÍS.......... 9 4 5 646-617 8 Akranes..... 7 3 4 553-583 6 UBK......... 8 3 5 536-581 6 Reynir...... 8 2 6 548-626 4 • Leik Snæfells og ÍR í bikar- keppni kvenna, sem fara átti fram í Stykkishólmi í gærkvöldi, var frestaö vegna veðurs. Sport- stuf cir @Portland Trailblazers beið óvæntan ósigur fyrir Sacramento Kings í bandariska körfuknattleiknum í fyrrinótt. Þetta var níunda tap Portlands á tímabilinu en Sacramento hefur hins vegar gengið allt í óhaginn og því var þessi sigur afar kær- kominn svo að ekki sé meira sagt. Sjö leikir fóru fram í fyrrinótt og urðu úrslit sem hér segir: Boston - Charlotte..133-117 New Jersey - Miami..119-134 76ers - Washington..-.108-100 Milwaukee - Houston.109-111 Utah Jazz - Phoenix..103-99 Seattle-l.AClippers.107-104 Saeramento - Portland.97-93 Liverpool - Everton í sjónvarpinu Sjónvarpsleikurinn á laugardag- ínn verður viðureign Liverpool og Everton á Anfield Road i Li- verpool. Þetta verður 144. viður- eign liðanna og er ávallt mikil eftirvænting þegar þessi tvö borgarlið mætast. Annars er eins víst aö fresta verði leíkjum í ensku knattspymunni á laugar- dag vegna þess að veðurguðirnir hafa verið afar óhagstæöir Eng- lendingum að undanförnu. Frost- hörkur og snjókoma því samfara hafa einkennt veðurfariö á síð- ustu dögum. Spáin er ekki til að auka bjartsýnina en á sunnudag eiga Englendingar von á því að hitna fari í veðri. Allir titlar útí hjá Napoli? Napoh tapaði á heimavelli fyrir Bologna í átta liða úrslitum ít- ölsku bikarkeppninnar í fyrra- kvöld. Allar líkur eru á því að liðið sé þar með úr leik en síðari leikurinn er eftir í Bologna. Ofan á aht saraan ríkir mikil óeining innan Napoli, ekkert gengur hjá félaginu í 1. deild og sem stendur er hðið í tólfta sæti. Maradona lék ekki í fyrrakvöld og ekki heldur Giovanni Galli markvörður sem missti sætið sitt eftir að hafa látið í ljós í viðtali að hann hefði í hyggju að yfirgefa Napoh eftir þetta keppnistímabil. Firma-og hópakeppni FH í innanhússknattspyrnu Firma-og hópakeppni FH í innan- hússknattspyrnu fer fram laug- ardaginn 23. febrúar. Keppt verð- ur í hinu nýja glæsilega íþrótta- húsi FH í Kaplakrika og veröur spilað í tveimur sölum samtímis þannig að keppnin klárast á ein- um degi. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Hlyn í Vitanum í síma 50404, Ólafi í síma 53951 og Guðmundi í síma 652023. Bæjakeppni í badminton i Keflavik Ægir Már Karaaan, DV, Suðumeígum: Hið nýstofnaða Badmintonfélag Keflavíkur heldur bæjakeppnl í badminton í íþróttahúsinu í Keflavík á sunnudagim Þar keppir badmintonfólk frá Kefla- vík, Hafnarfirði, SehössiogBorg* arnesi og víst er aö keppnin verð- ur jöfn og spennandi. Mikih áhugi er á badminton í Keflavík og hjá hinu nýstofhaða badmin- tonfélagi komast færri að en vilja. Keílvikingar hafa ráðiö Sigurö Haraldsson sem þjálfara og stjómar hann æfingum tvisvar í • Jonathan Bow skoraði 19 stig • Magnús Matthíasson var bestur gegn Valsmönnum í gærkvöldi. Valsmanna og skoraði 26 stig. Valsmenn í fallbaráttu - eftir tap gegn KR í úrvalsdeildinni Valsmenn eru komnir í fahbaráttu úrvalsdeildar. í gærkvöldi tapaði lið- ið 15. leik sínum í úrvalsdeildinni í vetur er KR-ingar sigruðu meö 87 stigum gegn 78 í Laugardalshöh. Sig- ur KR var öruggur og nú hafa KR- ingar svo til tryggt sér þátttökurétt í úrshtakeppninni og líklega sitja Haukar eftir með sárt ennið. KR var alltaf yfir í fyrri hálfleik en þá var staðan 43-37, KR í vil. Bow fékk sína 4. villu strax í upphafi síðari hálfleiks og Valsmenn náðu að komast yfir 43-44 í eina skiptið í leiknum. Jafnt var síðan 65-65 en eftir það sigu KR-ingar fram úr og unnu ömgglega. Hjá KR var Bow bestur ásamt Lár- usi Árnasyni og Hermanni Hauks- syni en Magnús Matthíasson var yfirburðamaður í hði Vals. • Stig KR: Bow 19, Láms 15, Her- mann 13, Benedikt 12, Páll 11, Matthí- as 8, Haraldur Kristinsson 5, Guðni 4. Guðni Guönason lék með KR á ný eftir meiðsli en Axel Nikulásson lék ekki vegna meiðsla. • Stig Vals: Magnús 26, Grissom 15, Ragnar 14, Matthías 13, Bjarni 6, Helgi 2, og Jón 2. • Leikinn dæmdu þfeir Árni Freyr Sturlaugsson og Guðmundur Stefán Maríasson og höfðu þeir góð tök á leiknum. -SK/-KG Handkna Ungve mæta -ítvo landsleiki£ íslendingar mæta Ungverium í tveimur landsleikjum í hand- knattleik á mánudag og þriöju- dag. Núna er orðið ljóst að Sig- urður Sveinsson og Kristján Arason geta ekki tekið þátt í þesum leikjum en þeir em báðir að keppa meö sínum félögum á Spáni á sama tíma. Að öðru leyti verður íslenska landshðið skipað okkar sterkustu hand- knattleiksmönnum. Lítill undirbúningur fyrir Ungverjaleikina Heil umferð verður á íslandsmótinu um helgina og því ljóst að undirbúningur landshðsins fyrir leikina gegn Ungverjum verður í algjöru lágmarki. Ungverjar hafa á að skipa einu sterkasta landsliði í heim- inum í dag. Á síðasta heimsmeistaramóti höfnuðu Ungverjar í sjötta sæti en í keppn- inni í Sviss 1986 léku Ungverjar til úrslita við Júgóslava en töpuðu með fjórum mörkum. Sjö leikmenn sem léku á heimsmeistaramótinu Ungverjar koma hingað til lands með sjö leikmenn innanborðs sem léku með liðinu í heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvak- íu. íslendingar og Ungveriar áttust síðast við á heimsmeistaramótinu í Sviss 1986 og þá sigruðu Ungverjar, 21-20, eftir æsi- spennandi leik í Basel. Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ís- Allir þeir bestu mætast í stjörnu- Glæi Lewi leiknum • Franc Booker hefur skorað ótrú- lega mikið í leikjum ÍR. Hvað gerir hann á sunnudag? DV-mynd GS - í Grindavík á sunnudag Landsins bestu körfu- knattleiksmenn veröa samankomnir í Grindavík á sunnudaginn kemur en verður háður svokahaður stjömuleikur. Liðin sem eigast við verða annars vegar úrvalshð af Suð- umesjum og hins vegar úrval af landsbyggðinni. Það eru KKÍ og sam- tök íþróttafréttamanna sem standa fyrir þessari körfuknattleikshátíð en fyrir utan stjörnuleikinn sjálfan veröur margt annað til skemmtunar. Sjálf hátíðin hefst klukkan 15 með undankeppni í þriggja stiga skori og troðslukeppni. Úrshtakeppnin verð- ur svo á mhli leikhluta í stjömu- leiknum. NBA-búðin og Free sport gefa verðlaun í þessar keppnir auk verðlauna fyrir besta leikmann stjömuleiksins. Verðlaunin era 20 þúsund króna vöruúttekt á Nike- og Spalding-vörum. Stjömuhðin vora vahn í gær og verða þau skipuö eftirtöldum leik- mönnum: Úrvalshð Suðurnesja:Teitur Örl- ygsson, UMFN, Ronday Robinson, UMFN, Falur Harðarson, ÍBK, Jón Kr. Gíslason, ÍBK, Guömundur Bragason, UMFG, Tom Lyttle, ÍBK, Dan Krebbs, UMFG, Sigurður Ingimundarson, ÍBK, ísak Tómasson, UMFN, Friðrik Ragnarsson, ÍBK, Albert Óskarsson, ÍBK, Jóhannes Kristbjömsson, UMFG. Varamaður er Steinþór Helga- son, UMFG. Þjálfari liðsins er Friörik Rúnarsson frá UMFN. LandsúrvabFranc Booker, ÍR, Jón Amar Ingvarsson, Haukum, Damon Vance, Haukum, Pétur Guðmundsson, UMFT, Einar Einarsson, UMFT, Brynjar Harðarson, Snæfelli, Páll Kol- beinsson, KR, Axel Nikulásson, KR, David Grissom, Val, Sturla Örlygsson, Þór, Magnús Matthíasson, Val, Valur Ingimundarson, UMFT. Varamaður er Jonathan Bow, KR. • Áhugafólki á Suðurnesjum ann- ars staðar frá en Grindavík skal bent á að áætlunarbifreið leggur af stað frá íþróttahúsinu í Keflavík á hátíðina kl. 14.30. -JKS -CarlLewií Þaö virðist enn langt milli spretthlauparan: unum og Ben Johns hlauparar hafa lengi þeir enn. I gær lét Carl Lewi Johnson sem varla eiga eftir ai „Johnson lítil ógnun“ Lewis sagði að Ben Johnson yrði lítil ógnun fyrir sig á hlaupabrautinni á þessu ári ef tekið væri mið af árangri hans innanhúss undanfamar vikur. „Sjáfkrafa hefur hann notið hylli fyrir það sem hann gerði á hlaupabrautinni er hann var á lyfjum. Við vitum að hann getur ekki gert sömu hluti án lyfja ef hann er þá án lyfja. Fólk verð- ur að gera sér grein fyrir því að Ben Johnson er ekki sami íþróttamaðurinn Kvennasveit ÍR tekur um helgina þátt í Evrópukeppni félagsliða í viöavangs- hlaupum. Þetta er í annað skipti sem ÍR er meðal þátttakenda en í fyrra varð sveitin í 14. sæti af 18 hðum. Keppnin um helgina fer fram í San Marínó. Keppnislið ÍR skipa þær Martha Ernstdóttir, Bryndís Ernstdóttir, Hulda Pálsdóttir og Lillý Viðarsdóttir. Þjálfari liðsins er Gunnar Páll Jóakimsson. í fyn-a náöi Martha bestum árangri íslensku stúlknanna en hún varö í 18. sæti af um hundrað keppendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.