Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. Spumingin Stundar þú einhverjar íþróttir? Dóra Dröfn Skúladóttir nemi: Nei, ekki neinar íþróttir en ég skokka þó af og til. Edda Sveinsdóttir nemi: Nei, bara leikfimi í skólanum. Anna G. Sigurvinsdóttir nemi: Ég hljóp alltaf eftir strætó í gamla daga en er hætt því nú. Gisli Þráinsson tónlistarmaður: Já, skokk, öðru hvoru í líkamsrækt og útréttingar. Þorkell Snorri Sigurðarson nemi: Já, ég stunda og æfi golf. Guðlaugur Birgisson brunavörður: Já, fótbolta með starfsmönnum í vinnunni. Lesendur____________ Ágætt að vinna áVellinum Er íslenska ríkisstjórnin reiðubúin til að leggja til atlögu gegn bandaríska fjárlagafrumvarpinu? Þórður Kristjánsson skrifar: Nú stefna Bandaríkjamenn að veru- legri fækkun borgaralegara starfs- manna í öllum herstöðvum sínum erlendis. Hér gæti því iíka þurft að fækka verulega, jafnvel um á annað hundrað manns eða meira. - Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir okkur sem erum smám saman að missa fisk- vinnsluna úr landi og fátt eftir af arðbærum störfum. Það sem mér finnst þó einna grát- broslegast er það aö um leið og þetta var gjört kunnugt brá svo við að ákveðið var að senda nefnd íslend- inga til Bandaríkjanna til að kanna málið til fulls og þá sennilega aö biðja enn einu sinni um „gott veður“. Það verður reynt aö tína eitthvað til, „sérstaka legu landsins" eða mikil- vægi landsins sem „flugmóðurskips" eða annað í þeim dúr. Ekki er ég á móti veru hins erlenda herliös hér á landi en margir þeirra sem hæst hafa hrópað um að hér skuli ekki vera vamarlið á friðartím- um hafa verið ákafastir í að þiggja þá mola sem af borðum vamarliðsins hijóta. - Einn kunningi minn, sem þannig er sinnaður, svarði því til þegar ég spurði hann hvort honum fyndist ekki öfugsnúið aö vinna hjá vamarliðinu en vera sífellt aö hnýta í bandaríska utanríkisstefnu: „Það er ágætt að vinna á Vellinum". - Meira vildi hann ekki leggja til mál- anna. En það er eins og oft áður að „það sem helst hann varast vann varð aö koma yfir hann“. Nú munu ríkis- stjórnarflokkarnir sem sé beijast hatrammri baráttu fyrir því aö á Keflavíkurflugvelli verði ekki fram- kvæmdur sá mikli niðurskurður í störfum hjá vamarliöinu sem fyrir- hugaður er. Ríkisstjómin mun því að líkindum senda flokk manna vest- ur um haf til viðræðna við ráðamenn þar um hvað til bragðs megi taka til að ekki breytist ástandið til hins verra á Keflavíkurflugvelli. - Nú eru hæg heimatökin þegar Alþýðuflokk- urinn á orðið innangengt í Aðalverk- taka og Sameinaða verktaka og ríkið er jú orðið aðili að framkvæmdum á Vellinum. Sem betur fer, myndu sumir segja, því þá er engin hætta á að vamarliðið fari 1 bráð. Landganga úr f lugvél á íslenska vísu Þorvaldur Guðmundsson skrifar: Mig langar að nota tækifærið og þakka Ferðaskrifstofunni Veröld fyr- ir góða ferð og ódýra til Kanaríeyja, svo ódýra að ég átti allt eins von á því að þurfa að búa þarna í tjaldi eða hjólhýsi. Svo var þó aldeilis ekki. Flogið var með spænska flugfélag- inu OASIS og millilent í Malaga á Spáni. Þar fengu farþegar að fara út úr véhnni til að teygja úr sér og fá sér hressingu þeir er vildu. Þetta er nýtt í flugi til Kanaríeyja að ég tel og var vel þegið. Engin vandræði sköpuðust við að fara frá borði eða um borð í flugvélina aftur. Á undaníornum árum hefur það innlenda flugfélag sem auglýst hefur beint flug þarna suður eftir millilent í flestum tilfellum og þá á írlandi, Englandi eða í Portúgal. Hafa þá far- þegar orðið að dúsa í flugvélinni á meðan, svo óþægilegt sem þaö nú er. Enda þótt flogið væri með erlendu flugfélagi í þetta sinn urðum við far- þegamir fangar þess séríslenska fyr- irbæris þegar farþegum er hleypt út úr flugvél. Er skemmst frá því að segja að eftir að lent var í Keflavík við heimkomuna og rennt upp að Leifsstöð streymdu að tæki úr öllum áttum til að selja þessum erlenda aðila þjónustu sína. En farþegamir virtust ekki njóta góðs af því. Tæpar 20 mínútur tók að tengja „stolt þjóð- arinnar“, flugstöðina sjálfa, við skrokk vélarinnar svo að hægt væri að ganga inn í dýrðina. Meöan á töfinni stóð héldu far- þegar þó ró sinni sem ég tel að skýr- ist með þvi að viö vorum stödd í þessu klúðri á íslandi og innra með sér fann maður fyrir sárindum yfir því að láta fólk annars staðar frá sjá þau afglapavinnubrögð sem þama voru viðhöfð. Þessi vinnubrögð eru slæm auglýsing fyrir annars vel heppnaða og skipulagða ferð. Teygist úr skreiðarskuldum Jón Sigurðsson skrifar: Það ætlar að verða djúpt á skulda- skilum vegna skreiðarviðskiptanna við Nígeriu og allt útlit er nú fyrir að ríkissjóður, þ.e. við öll, verðum að taka á okkur tæpar 200 milljónir króna sem ábyrgðir voru fyrir. - Annars má furðu sæta hvernig þessi viðskipti hafa gengið fyrir sig gegn- um árin. íslenskir útflytjendur hafa haldiö áfram aö flytja skreið til Nígeríu þrátt fyrir hríðversnandi efnahag Nígeríumanna og stjómarfar þar syðra sem reyndar hefur jaðrað við stríðsásand lengst af. Og þegar svo greiöslur hættu að berast í dollurum og notaður var heimagjaldmiðill Níg- eríumanna versnaði ástandið vem- lega því sá gjaldmiöill er nánast jafn- lítils virði og íslenska krónan. Það sem mest er hægt að gagnrýna er þó sú staðreynd að alltaf var hald- ið áfram að senda skreið til Nígeríu þótt vitað væri að stjómvöld þar hefðu í raun bannað innflutning og því var meira en líklegt að aldrei fengist nein greiðsla fyrir sending- amar þótt varan kæmist inn í landið. - Viðskiptin enduðu svo með mála- ferlum á báða bóga og lögfræðingar hérlendir og þó kannski ekki síður erlendir fengu ærið verkefni og pen- inga fyrir að „útrétta" fyrir íslenska útflytjendur. Skreiðarframleiðendur hafa verið studdir af íslenska ríkinu, með því að fella niður vexti og dráttarvexti, og þrátt fyrir allar ráðstafanir Seðla- bankans eru þessi viðskipti enn í ein- um hnút. - Og nú er komiö að okkur öllum eina feröina enn, við verðum að greiða fyrir óhagkvæmstu utan- ríkisviðskipti aldarinnar. DV Eftir hverjum bíðumvið? Lárus Sigurðsson skrifar. Nú hefur verið rætt um það nokkuð lengi að við íslendingar styddum Litháa og fleiri þjóðir baltneskar til að rífa sig lausar frá Sovétrikjunum og lýsa yfir sjálfstæði. Eitthvert hik viröist þó á okkar mönnum hér heima. Varla trúi ég að síldin i Sovét spili hér einhverja rullu eöa þá sendinefndarmenn sem fara þangað í árlegar samningaferðir. En þaö skyldi þó aldrei vera? Eða erum við aö bíða eftir hin- um Norðurlöndunum? Getum við aldrei ákveðið neitt á eigin spýt- ur? Auðvitaö þora Norðmenn og Svíar lítiö aö gera, þeir bíða sennilega eftir okkur Islending- um um ákvarðanatöku. Sýnum nú manndóm og tökum upp stjórnmálasamband við Litháa án þess að spyija kóng eða prest. Fjölmiðla- naggararnir Guðný hringdi: Þeir eru orðnir fyrirferðarmikl- ír íjölmiðla-naggararnir sem ég kalla svo. Þeir hringja inn á hverja útvarpsstöðina eftir aðra bara til að láta vita af sér og í leiðinni að væla um hvað þessi eða hinn þátturinn sé nú orðinn leiðinlegur. En hver biður þessa vælukjóa að hlusta? Ekki nokkur maður fæddur eftir aldamót! Nú vil ég segja það að hér er oft um hina þörfustu þætti að ræöa, fólk hringir í' umsjónarrnenn þeirra, stundum til að létta á eigiri samvisku, dreifa einverunni, tjá sig um vandamál sitt og þar fram eftir götunum. Þetta eru hinir mannlegu þættir sem síst mega missa sín héðan af. Þeir eru marg- ir sem virðast hafa haft verulega þörf fyrir að fá einmitt þessa þætti í Ijósvakamiðlana. Einerkonan út í vindinn fer P.H. skrifar: Ég stóð við glugga sem snýr í áttina að Hallgrímskirkju, Skóla- vörðuholtinu og aöliggjandi göt- um einn mesta rokdaginn. Skyndilega sá ég konu sem átti í vök að verjast vegna ofsans, hún bókstaflega hélt sér dauðahaldi í eitt umferðarmerkið. Var þetta kannski táknrænt? Ég dokaði ögn viö því mér datt ekki annað í hug en einhver þeirra ökumanna sem óku framhjá stansaði til aö að- stoða manneskjuna. En ónei, ekki einn einasti. Eftir að hafa horft á þetta agndofa snaraðist ég út og kom konunni til aðstoðar því að hún þorði sig ekki að hreyfa. Við gengum svo saman þar til hún var óhult fyrir rokinu. En mér flaug í hug: Hvernig er þjóöfélagið orðiö? Al- veg sér á parti í sjálfselskunni. Hvaðeru það mörgvindstig? Eiríka Á. Friðriksd. hringdi: Ég hringdi á Veðurstofuna til að afla mér upplýsinga um mæli- kvarðann á vindhraða í hnútum, kílómetrahraða á klukkustund og svo til að fá samanburð viö vind- stigin sem hér eru mest notuð í fréttum. Mér voru vinsamlega gefnar þessar upplýsingar allar og því vil ég láta aöra njóta þess lika. Best væri þó aö vindstyrkur birtist daglega í dagbókum blað- anna og annars staðar þar sem veðurlýsingar eru gefnar. Hér koma svo upplýsingarnar: 100 hnútar jafngilda 185,3 km/klsL 10 vindst, jafngilda 95 km/klst. 11 vindst. jafngilda 110 km/klst. 12 vindst. jafngilda 125 km/klst. 13 vindst. jafngilda 141 km/klst. 14 vindst. jaíhgilda 158 km/klst. 16 vindst. jafngilda 175 km/kist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.