Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. 11 Utlönd Leyniþjónusta ísraels: Mossad skráir allt tjón í írak - missti tvo njosnara ísraelska leyniþjónustan Mossad segir að til þessa dags hafi tekist að eyðileggja um 600 skriðdreka í írak og að í það minnsta ein herdeild af þjóðvaröliði Saddams Hussein sé úr leik eftir loftárásir bandamanna á landið. Lengi hefur verið vitað að Mossad hefur betri upplýsingar um það sem er að gerast í Irak en aðrar leyniþjón- ustur, nema ef vera skyldi KGB og sovéska vamarmálaráðuneytið. Nú hafa ónefndir menn innan Mossad lálið blaðamenn við bandaríska stór- blaðið Washington Post vita um hvernig ísraelsmenn meta tjónið sem sprengjur bandamanna hafa valdið í írak. 40 þúsund tonn af skotfærum Mossad segir ennfremur að um 40 þúsund tonn af skotfærum hafi eyði- lagst. Leyniþjónustan áætlar að írak- ar hafi átt um 300 þúsund tonn í upphafi stríðsins. Til þessa hafa þeir lítið notað af birgðunum. Þá segja heimildarmennirnir hjá Mossad að nú séu um 4.000 skriðdrekar í Kú- væt. Það þýðir að bróðurparturinn af skriödrekaliði Saddams er þar saman kominn. Tahð var að skrið- drekar íraka væru um 5.000 í upp- hafi stríðsins. Deildin úr þjóðvarðliðinu, sem mest afhroð hlaut í undangengnum loftárásum, var við landamæri íraks og Kúvæts. Hún á að hafa tapað helmingi af öllum búnaði sínum og er ekki lengur bardagahæf. Hjá Mossad er því einnig haldið fram að írakar hafi flutt hergögn af helstu sprengjusvæðunum til að forða þeim. Þessu fylgir sú áhætta að hergögnin verða ekki tiltæk þegar kemur að því að mæta landher bandamanna. Syrlandi a dögunum Talsmenn bandamanna hafa til þessa neitað að segja nokkuð um tjón af völdum loftárásanna á írak. Stöku foringi hefur þó látið tölur frá sér fara. Þeir hafa gefið upp ákveðna prósentu um eyðilegginguna en jafn- an hefur borið mikið á milh og upp- lýsingunum því verið tekið með var- úð. Menn Mossad segja að Bandaríkja- menn vilji ekki gefa upp tölur um tjónið því að þá geti írakar ráðið af þeim hvenær ráðist verði til atlögu á landi. Bandaríkjamenn hafa margoft sagt að landorrustan hefjist um leið og þeir telja nóg aö gert með loftárás- um. Mossad hefur um langt árabh stundað þá iðju að lauma sínum mönnum inn í innstu raðir hjá óvin- um sínum í löndum araba. Þeir hafa menn á sínum snærum í írak og víð- ar, svo sem í Jórdaníu og Sýrlandi. Sviku Bandaríkjamenn Mossad í Sýrlandi? í gær hafði dagblaðið New York Times það eftir óstaðfestum fréttum að Sýrlendingar hefðu fellt tvo eða þrjá af mönnum Mossad þar í landi. Heimildarmenn blaðsins voru þó sagðir háttsettir í stjórnkerfinu. Það fylgdi einnig sögunni að mennirnir hefðu fallið í hendur Sýrlendingum vegna upplýsinga sem fengnar voru í Bandaríkjunum. Þannig hafi ný- stofnað bandalag Bandaríkjamanna og Sýrlendinga orðið útsendurum Mossad að falli. Opinberlega er þessu neitað í Bandaríkjunum og ísraelsmenn vhja ekkert segja um málið. Blaðið telur sig hins vegar vita með vissu að í það minnsta tveir af mönnum Mossad í Sýrlandi séu úr leik. Reuter Marktæk sovésk fréttastofa: Interfax lifir á leka í kerfinu Sovésku fréttastofunni Interfax hefur skotið upp á stjörnuhimininn á tímum umrótsins þar í landi. Þessi fréttastofa nálgast CNN að frægð en þó er tækni þeirra eins ólík og frek- ast getur orðið. Interfax sendir sínar fréttir á símafaxi til áskrifenda á meðan CNN sjónvarpar um allan heim. Áskrifendur að efni Interfax eru einkum aðrar fréttastofur og svo blöð í Sovétríkjunum. Þótt umfangið virð- ist ekki mikið þá gefa menn því gaum sem Interfax lætur frá sér fara. Styrkur fréttastofunnar hggur í því að fréttamenn þar hafa góð sambönd við ýmsar sjálfstæðishreyfingar í lýðveldum Sovétríkjanna um leið og þeir virðast vita flest markvert sem rætt er í æðstu stjórnarstofnunum. Einkum hafa sambönd innan varn- armálaráðuneytisins í Kreml reynst Interfax notadijúg. Upplýsingar stof- unnar um Persaflóastríðið eru t.d. taldar traustar vegna þess að sové- skir hernaðarráðgjafar eru enn í írak og fylgjast með framvindunni. Interfax er hálfopinber fréttastofa í þeim skhningi að sovéska ríkisút- varpið í Moskvu á hlut í henni. Fréttastofunni var komið á fót með samvinnu útvarpins og sameignarfé- lags sem kallast Interquadro. Það er í eigu aðila í Frakklandi, á Ítalíu og í Sovétríkjunum. Þrátt fyrir að fréttastofan teljist hálfopinber hafa yfirvöld mjög haft horn í síðu hennar undanfarnar vik- ur. Stofunni var lokað þann 11. jan- úar vegna fréttaflutnings af árásum Sovéthersins í Vhnius. Opinberlega var þó látið heita svo að Interfax hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar um arðgreiðslur til útvarpsins. Þeir hjá Interfax þögðu þó ekki lengi og fréttastofan starfar nú undir verndarvæng yfirvalda í Rússneska sambandslýðveldinu. Boris Jeltsín, forseti þar, ákvaö að þessi rödd mætti ekki þagna. ísraelsmenn vilja hafa vakandi auga með öllu sem gerist í rikjum araba. Um leið bíður her þeirra átekta eftir að skipunin komi um að beita sér. Simamynd Reuter Þetta erfjórða Úrvalsbókin, hörkuspennandi og vel skrifuð Nú er ný Úrvalsbók komin í verslanir. Bókin er 416 blaðsíður og er eftir höfundinn John Sandford. Sagan fjallar um geðveikan morðingja sem fremur hvert morðið á fætur öðru. Fórnarlömbin eru alltaf konur, áþekkar ásýndum. Það syrtir í álinn þegar morðinginn hugsar sér að bera niður þar sem lögregluna grunar síst... Þetta er mögnuð spennusaga sem fæst á næsta blaðsölustað. Bókin kostar aðeins kr. 880,- llklil^ÚRvÁlSBÆKra^ ^ Þessar Úrvalsbækur hafa áður komið út: Flugan á veggnum, i helgreipum haturs og Lygi bagnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.