Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Frestur er beztur Blönduvirkjun var upphaflega afsökuö með því, að við þyrftum að vera byrjaðir að virkja fyrir stóriðju til að geta farið út í tugmilljarða samninga á borð við þá, sem nú standa yfir milli Landsvirkjunar og Atlantals. Sjálfir höfum við ekkert að gera við orku frá Blöndu. Samt var ekki gert ráð fyrir kostnaði við virkjun Blöndu, þegar reiknað var út, hvað mundi kosta að selja orku til álversins á Keihsnesi. Þeir, sem áður höfðu ýtt okkur út í þessa virkjun, sögðu, að Blönduvirkjun væri bara mistök, sem ekki mætti reikna upp á álverið. Þetta minnir á aðferðir Vegagerðar þingmanna, þegar hún lætur fyrst undirbyggja vegi í strjálbýli, afskrifar svo framkvæmdirnar sem sagnfræðilega vitleysu úr þingmönnum og reiknar arðsemi í slitlagið eitt og sér, því að undirbyggingin hafi verið til á staðnum. Landsvirkjun hefur alltaf þurft að hafa orkuver í smíðum, meðal annars til að halda uppi verkefnum fyr- ir fjölmennt starfslið. Hún hefur vanáætlað kostnað við allar virkjanir til að selja stjórnmálamönnum og al- menningi hugmyndina um að láta reisa orkuverin. Sigalda fór mjög langt fram úr áætlun. Hún átti að vera fremur ódýr, en samt kostar rafmagnið frá henni sem svarar 25 mills. Hún jafnast þó engan veginn á við Blöndu, sem er þegar komin 50% fram úr kostnaðar- áætlun, án þess að öll kurl séu komin til grafar. Landsvirkjun er meðal annars búin að greiða meira en 700 milljónir króna í ýmsar skaðabætur til landeig- enda á svæðinu. Fulltrúi þeirra er þingmaðurinn á Höllustöðum og stjórnarmaður Landsvirkjunar, sem nú er að semja við Atlantal til að koma Blöndu í rekstur. Undirbúningur samninganna við Atlantal hefur verið sérkennilegur í meira lagi. Hann byrjaði með því að Landsvirkjun flutti vinnuskúra til Búrfells. Þetta óðagot sagði aðstandendum Atlantals, að þeir gætu verið harð- ir í samningum af því að okkur væri svo mikið mál. Næst efndi Jón Sigurðsson orkuráðherra til mikils kapphlaups sveitarfélaga og samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum, í Eyjafirði og á Austurlandi um að bjóða niður lóð, höfn og aðra þjónustu hvert fyrir öðru, svo að Atlantal fengi sem hagstæðust kjör á Keilisnesi. Síðan ritaði orkuráðherra í október á síðasta ári und- ir rammasamning, sem gerði ráð fyrir fremur litlum mengunarvörnum og allt of mikilli áhættu íslendinga vegna tengingar orkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli, án nokkurs verðlágmarks á innlendu orkunni. Þegar farið var að rífast í þessum atriðum, fór for- stjóri hins sænska Gránges í fýlu í sænska útvarpinu og hélt því fram, að íslenzkir þingmenn væru að klúðra máhnu með sjálfsfremdarpoti og ósamlyndi. Sú fýla lýs- ir sér nú í sífelldum töfum á undirritun samnings. Því miður tefst málið varla svo, að við missum af þátttöku í happdrætti, þar sem miðinn kostar 42 millj- arða króna og vinningur er jafn ósennilegur og í hverju öðru happdrætti. Okkar menn þykjast þurfa að finna kaupanda að orkunni frá Blöndu, hvað sem það kostar. Því miður er Atlantal ekki reiðubúið að greiða fyrir raforku það verð, sem við þurfum að fá til að standa undir virkjanakostnaði. Þetta neita samningamenn okk- ar að viðurkenna og hörfa því úr einu víginu í annað til að ná einhvers konar nauðungarsamningum. Það er gott, að niðurstaða skuli frestast til hausts, því að alltaf er á meðan fræðilegur möguleiki á, að máhð eyðist af sjálfu sér. Frestur er á ihu beztur. Jónas Kristjánsson Nefna má að 2ja herbergja þjónustuíbúð með bílskýli kostaði á síðasta ári u.þ.b. 7 milljónir króna. Lækkun f ast- eignagjalda fyrir aldraða Á síðasta borgarstjórnarfundi þann 7. febrúar létu borgarfulltrú- ar Nýs Vettvangs enn á það reyna hvort ekki mætti ná fram lækkun fasteignagjalda fyrir þá Reykvík- inga sem náð hafa 67 ára aldri. Á fundinum var borin fram vara- tillaga okkar þar sem slegið var af ýtrustu óskum varðandi niðurfell- ingu fasteignagjalda fyrir aldraða Reykvíkinga en áður höfðum við flutt tillögu sem gekk mun lengra. Markmið þeirra var að gera sem flestum kleift að búa í eigin hús- næði eftir að komið er á efri ár, án þess að íþyngja þeim um of með opiriberum álögum. Báðar voru til- lögumar felldar. Réttlátara tekjumark Upphaflega lögðum við til að ein- staklingur með tekjur undir sextíu þúsund krónum á mánuði fengi fulla niðurfellingu fasteignagjalda og að hið sama gilti um hjón sem sameiginlega hefðu allt að níutíu- þúsund krónur mánaðarlega. í var- atillögunni hefur tekjumarkið hins vegar verið lækkað í 56 þús. króna mánaðartekjur einstaklings. Sú til- laga gengur auk þess mun lengra til móts við núverandi kerfi en sú fyrri, enda var okkur máhð hug- leikið og vildum frekar sjá ein- hvern árangur en engan. Þess má geta að skattleysismörk- in eru um 57 þúsund krónur á mánuði og með tilliti til þess töld- um við sanngjamt að miða niður- fellingu fasteignagjalda við sam- bærilegt tekjumark. Samkvæmt tillögu sjálfstæðismanna - en hún gerir ráð fyrir óbreyttu ástandi - miðast full niðurfelling við 39.700 króna mánaðartekjur einstaklings og 62.700 króna mánaðartekjur hjóna. Sú tilhögun gerir einungis ráð fyrir þremur afsláttarþrepum (100%, 80% og 50%). Tillögur Nýs vettvangs gera hins vegar ráð fyrir fjórða afsláttarþrepinu (30% niður- felhngu). Með því hugðumst við ná réttlátari niðurstöðu fyrir þá sem eru í útjaðri tekjuviðmiðunar. Ekki er að orðlengja það að máhð var feht á síðasta borgarstjórnar- fundi með öllum atkvæðum ann- arra en borgarfuhtrúa Nýs vett- vangs. Þar með var fyrir borð borin sú von að Reykjavíkurborg myndi KjaUariim Olína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs getur verið dýrt í rekstri og við- haldi. Sá kostnaður minnkar ekki við það að tekjurnar rýrna með aldrinum, þannig að margt aldrað fólk býr í húsnæði sem er í sára- htlu samræmi við tekjur þess nú. Engu að síður er oft óhagstætt fyrir fólk að minnka við sig. Fast- eignaverð er hátt og má nefna að 2ja herbergja þjónustuíbúð með bílskýli kostaði á síðasta ári u.þ.b. 7 milljónir króna. Er þá ónefndur tilfinningaþátturinn sem bindur margan þéttingsfast viö híbýh sín. Eitt í orði - annað á borði Það er umhugsunarefni í þessu sambandi hversu stjórnmála- mönnum hefur orðið tíðrætt um það í seinni tíö að gera öldruðum kleift að búa heima svo lengi sem „Reykjavíkurborg hefur afar lítil úr- ræði fyrir aldrað fólk og ekki fyrirséð að úr rætist í bráð. Þau vandkvæði eru flestum ljós - ekki síst borgarfulltrú- um. koma th móts við aldraða þegna sína með lægri álögum. Mótrökin voru m.a. þau að sú lækkun sem lögð var til fæh í sér misrétti þar sem ungt fólk á lágum launum með þunga skuldabyrði greiddi full fast- eignagjöld af eignum sínum. Gerum fólki kleift að búa heima Við þessa röksemd er ýmislegt aö athuga. í fyrsta lagi ber á þaö að líta að fólk er tæplega komið með skuldlausar eignir sem bera fulla eignarskatta fyrr en þaö er komið vel á fuhorðinsár. Síst þeir sem eru meö tekjur undir 76 þús. krónum á mánuði. Eignaskattur- inn, sem greiðist th ríkisins, kemur ofan á fasteignagjöldin sem fólk greiðir th borgarinnar. Aldrað fólk greiðir þ.a.l. fuha eignarskatta og fasteignagjöld aö auki. Flest hefur þetta fólk haft meiri tekjur um dagana heldur en í ell- inni. Það hefur byggt yfir sig hús- næði i samræmi við þáverandi efnahag; húsnæði sem þar að auki kostur er. Allir vita hversu hart er í ári varðandi öldrunarþjónustuna sem annar engan veginn eftir- spum. Margir eru þeirrar skoðun- ar að í stað þess að leggja alla áherslu á uppbyggingu stofnana beri að bæta og efla heimaþjónustu við aldraða, þó ekki væri nema til þess að fresta innlögn á hjúkrunar- heimhi eða vistun á elliheimhi. Þetta er skiljanlegt sjónarmið - sem ég hef tilhneigingu th að taka und- ir, svo framarlega sem tryggt er að allir fái aðbúnað og þjónustu við hæfi. Því miður er reyndin ekki sú. Reykjavíkurborg hefur afar líth úrræði fyrir aldraö fólk og ekki fyrirséð að úr rætist í bráð. Þau vandkvæöi eru flestum ljós - ekki síst borgarfuhtrúum. Því hlýtur það að valda verulegum vonbrigð- um þegar borgaryfirvöld eru ekki reiðubúin að mæta þörfum þessa stóra hóps sem fyrir löngu hefur lagt dijúgan skerf th samfélagsins og skilaö sínu verki vel. Ólína Þorvarðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.