Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991.
Andlát
Justa Mortensen, Bræöraborgarstíg
9, andaðist í Hafnarbúöum aöfara-
nótt sunnudagsins 10. febrúar.
Viðar Sigurðsson prentari, Suöur-
braut 28, Hafnaríiröi, lést af slys-
fórum laugardaginn 9. febrúar.
Sigurður Kristinn Þórðarson,
Hraunbæ 102A, Reykjavík, lést á
Landakotsspítala 7. febrúar.
Ólafur Danielsson, Sólbakka, Víði-
dal, lést á sjúkrahúsinu á Hvamms-
tanga laugardaginn 9. febrúar.
Gunnar Magnússon, Laufskógum 32,
síðast til heimilis í Ási, Hverageröi,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands föstu-
daginn 8. febrúar.
Sigríður Jörgensdóttir Kjerúlf
sjúkraliði, lést á heimili sínu, Sam-
túni 18, Reykjavík, föstudaginn 8. fe-
brúar_
Tilkynningar
Kvenfélag Kópavogs
Spilað verður í kvöld í félagsheimili
Kópavogs. Byrjað veröur að spila kl.
20.30. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag í Risinu frá kl. 13. Skálda-
kynning hefst ki. 15. Helgi Sæmundsson
fjallar um skáldið Þorstein Erhngsson.
Lesarar eru Andrés Bjömsson, Baldvin
Halldórsson og Guðjón Halldórsson.
Leikfimi hefst kl. 16.30 og leikhópurinn
hittist kl. 17. 15.-22. febrúar og 20-27.
mars verða farnar ferðir til Lúxemborg-
ar. Upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Verður með spilakvöld í kvöld í Kirkjubæ
kl. 20.30. Kaffiveitingar á eftir.
Tónleikar
Jarðarfarir
Valdimar Halldórsson, Hofsvallagötu
19, lést 24. janúar á Borgarspítalan-
um. Jarðarförin hefur fariö fram í
kyrrþey aö ósk hins látna.
Karl Bjarnason, Blómvallagötu 12,
Reykjavík, verður jarösunginn frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. fe-
brúar kl. 15.
Útför Hauks Matthíassonar veröur
gerö frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 13. febrúar kl. 10.30.
Jarðarför Viggós K. Ó. Jóhannesson-
ar frá Jófríöarstöðum, Hlíöardal I,
Kópavogi, fer fram frá Kópavogs-
kirkju miövikudaginn 13. febrúar kl.
13.30. Jarðsett veröur í Göröum,
Garöahverfi.
Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti,
Þingvallasveit, Nýbýlavegi 104,
Kópavogi, verður jarösunginn frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 14.
febrúar kl. 13.30.
Ingibjörg Jónsdóttir frá Bíldudal,
Háengi 4, Selfossi, sem lést aöfara-
nótt 5. febrúar, verður jarösungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 13.
febrúar kl. 15.
Þórunn H. Gísladóttir, Bústaðavegi
67, verður jarösungin frá Bústaöa-
kirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl.
13.30.
Erla Jónsdóttir lést 4. febrúar. Hún
var fædd í Hafnarfiröi 10. maí 1932.
Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Sigurgeirsson og Ólöf Jónsdóttir. Eft-
irhfandi eiginmaður Erlu er Þorvald-
ur Ó. Karlsson. Þau hjónin eignuöust
tvö börn. Útför Erlu veröur gerö frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl.
13.30.
María G. Hjáltýsdóttir Heiðdal lést
1. febrúar. Hún var fædd í Reykjavík
29. september 1913, dóttir Hjálmtýs
Sigurössonar og konu hans Lucinde
f. Hansen. Eftirlifandi eiginmaöur
Maríu er Vilhjálmur Heiödal. Þau
hjónin eignuðust fimm börn. Útför
Maríu verður gerð frá Neskirkju í
dag kl. 15.
ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA
AÐ VERA ÚSKEMMD
og þau þarf að hreinsa reglulega.
Slitin þurrkublöð margfalda áhæftu
í umferðinni.
UMFERÐAR
RÁÐ
Háskólatónleikar
Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 12.30 verða
Kraft-miklir tónleikar í Norræna húsinu.
Þar koma fram Eiríkur Örn Pálsson sem
leikur á trompet og Pétur Grétarsson á
slagverk. Flutt verður amerísk samtíma-
tónlist eftir William Kraft og Leo Kraft.
Fundir
Opinn fundur hjá
íþróttalæknisfræðifélaginu
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 14.
febrúar í húsnæði Í.S.Í. í Laugardal 2.
hæð, veitingasal kl. 20. Fundarefni: Hvað
er íþróttalæknisfræði? Hvemig nýtist
hún íslensku íþróttafólki? Frummæl-
endur: Janus Guðlaugsson iþróttakenn-
ari, Jón Ingi Benediktsson, lífeðlisfræð-
ingur, Gísli Einarsson, endurhæfmga-
læknir, Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari
og Öm Ólafsson stoðtækjafræöingur.
KR-konur
Fundur í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.30
í Félagsheimilinu.
ITC-deildin Harpa
Heldur reglulegan deildarfund sinn í
kvöld kl. 20 að Brautarholti 30, Reykja-
vík. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar
gefa Ágústa s. 71673 og Guðrún s. 71249.
Tapað fundið
Kvenveski tapaðist
Svart kvenveski tapaðist fyrir utan fé-
lagsheimilið Festi í Grindavík aðfaranótt
sunnudagsins sl. í veskinu em gleraugu
og fl. Finnandi er vinsamlega beðinn að
hringja í síma 91-24569 eftir kl. 19.
Leðurkápa tapaðist
íbíl
Stúlka tapaði brúnni leðurkápu í bíl sem
útlendingar óku. Þeir tóku stúlkuna upp
í bílinn fyrir utan Danshöllina laugar-
dagsnóttina 2. febrúar. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 679421.
Gleraugu og linsur
fundust
Gleraugu í grænbláu hulstri og linsur í
boxi fundust í strætisvagnaskýli á Hring-
braut gegnt Landspitalanum um kl. 19 á
sunnudagskvöldið sl. Upplýsingar í sím-
um 687408 og 604355.
Ráðstefnur
Ráðstefna um opinber
útgjöld
Fjármálaráðuneytiö gengst fyrir ráð-
stefnu í dag, þriðjudag kl. 13-17 um „Op-
inber útgjöld: ísland í norrænu ljósi: -
uppstokkun, nýjar aðferðir og endur-
mat.“ Á ráðstefnunni verður reynt að líta
á opinber útgjöld í nýju ljósi, velta fyrir
sér hlutverki hins opinbera í framtíðinni
og aðferðum sem bestar virðast til að
leysa þann vanda sem blasað hefur við
velferðarsamfélagi okkar á undanfóm-
um aðhaldstímum.
t
Jarðarför mannsins mins og föður okkar,
Viggós K. Ó. Jóhannessonar
frá Jófríðarstöðum, Hlíöardal, Kópavogi,
fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 13. febrúar
. klukkan 13.30.
Jarðsett verður i Görðum, Garðahverfi. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans láti
liknarstofnanir njóta þess.
Rebekka ísaksdóttir og börn
,Hvað okkur varðar, þá eigum við fiskislóðirnar til framfærslu okkar litlu þjóðar...“
Þjóðin kýs
Við höldum áöur uppteknum
hætti í Þjóöarflokknum að berjast
fyrir sjálfstæði lands og þjóöar,
jafnrétti og sjálfstjórn héraða, frelsi
einstaklinga og samtaka þeirra og
að hver og einn fái og veröi að bera
fulla ábyrð á orðum sínum og gerð-
um.
Það eru tæp 47 ár síðan viö ís-
lendingar öðluöumst fullveldi eftir
margra alda áþján undir erlendu
valdi. Nú blása stjórnmálamenn og
hagspekingar í uppgjafalúðra, þeir
vilja selja sjálfstæði lands og þjóðar
til Evrópubandalagsins fyrir niður-
fellingu á tollum af fiskútílutningi
okkar, sem mun nema um fjórum
þúsundum króna á mann.
Ekki er hægt aö segja að þeir
verðleggi sjálfstæöi þjóðarinnar
hátt.
EB-löndin
Það er öllum hugsandi íslending-
um ráögáta aö á sama tíma og farið
er að losna um þrúgandi miðstjórn-
arveldi Austur-Evrópuþjóðanna þá
er verið að hneppa Vestur-Evrópu
í efnahagslega og menningarlega
fjötra, þar sem lög stóra bróður
veröa á öllum vettvangi gildandi
yfir lögum hvers bandalagsríkis.
Hvaö okkur varðar, þá eigum viö
fiskislóöirnar til framfærslu okkar
litlu þjóöar um ókomin ár, en ef
skipta á þeirri auölegð á milli allra
Evrópuþjóöanna er ég hrædd um
að lítiö komi í okkar hlut eftir
nokkur ár óg þá veröi skammtur-
inn ekki stór, eða eins og hún
amma mín sagði: „Það fær enginn
stóran bita þegar skipta þarf einu
kindarhjarta á milli tólf munna."
Og þannig veröa fleiri jaðarsvæöi
EB svelt og gert að verpa gulleggj-
um, í formi hráefnis, fyrir hinar
ríkari og öflugri þjóðirnar og þegar
skorin er niður landbúnaðarfram-
leiöslan í EB-löndunum þá verður
þaö gert á jaðarsvæðunum og þeiin
þjóðum gert aö kaupa landbúnað-
arvörur frá þeim stóru og ríku.
Þegar svo er komið aö jaðarþjóö-
irnar htlu geta ekki lengur brauð-
fætt sína þegna þá er ekki mikið
eftir af sjálfstæöinu. Þetta ættu
þeir stjórnmálamenn og hagspek-
ingar okkar, sem nú renna hýru
auga til glæsilegra embætta sér til
handa hjá EB, að hugleiða og líta
KjaUarinn
Sigríður Rósa
Kristinsdóttir
fyrsti maður á lista
Þjóðarflokksins á Austurlandi
í komandi kosningum
sveitarstjórnir, um sín heilbrigöis-
og tryggingarmál, menntamál,
samgöngumál, atvinnumál og
orkumál. Ríkisbankar veröi lagðir
niður og á grunni þeirra stofnaðir
landshlutabankar sem sjái m.a. um
húnsæðislán eftir aö Húsnæðis-
stofnun hefur veriö lögö niður.
Þegar búiö er að losa fjötra mið-
stjórnarvaldsins þá eykst frelsi ein-
stakhnganna og samtaka þeirra,
þar með taka menn á sig ábyrgö
orða sinna og gerða í ríkara mæli
en nú er og gerast þá framtaks-
samari, ábyrgari og betri þjóö-
félagsþegnar. Þá er brýn nauðsyn
aö jafna laun og lífsafkomu fólks.
Við getum ekki, sem ein af ríkustu
þjóöum heimsins, veriö þekkt fyrir
aö láta láglaunafólk standa að
mestum hluta undir hinni frægu
„þjóðarsátt“, sem allir njóta góös
af, á meðan lánastofnanir hækka
vexti langt upp fyrir verðbólgustig
,,Viö getum ekki sem ein afríkustu
þjóðum heimsins verið þekkt fyrir að
láta láglaunafólk standa að mestum
hluta undir hinni frægu „þjóðarsátt“,
sem allir njóta góðs af..
til framtíöarinnar og láta þjóðar-
hagsmuni ganga fyrir vanhugsuðu
eiginhagsmunapoti.
Við skulum því halda sjálfstæö-
inu og semja á jafnréttisgrunni um
okkar mál við aðrar frjálsar þjóðir.
Þjóðin er að rumska
Þjóðarflokkurinn berst fyrir
sjálfstæði landshlutanna með til-
komu þriðja stjórnsýslustigsins,
þar sem sveitarfélögin eru grunn-
einingar.
Nú er svo komið að mestmegnis
er framleitt úti á landsbyggðinni
en nær öll þjónustan er komin á
suðvesturhornið, þetta getur ekki
gengið lengur. Þjóðarflokkurinn
leggur til að sveitarstjórnir sjái um
innheimtu allra skatta en ríki og
landshlutastjómir fái greidda
ákveðna prósentu af skatttekjum
hvers sveitarfélags. Síðan sjái
landshlutastjómir, í samráði við
og sá sem safnaði sér löndum og
lausum aurum á óverðtryggðu
sparifé afa síns og ömmu og pabba
síns og mömmu er'með skattfrían
hagnað af fjármagninu og leggur
þar með á börn sín og barnabörn
að greiða lánskjaratryggð okurlán
með allt of háum raunvöxtum.
Nú vinnur Þjóðarflokkurinn að
framboði í öllum kjördæmum
landsins. Það er þjóðin sem er að
rumska og bera fram sína stefnu
opinskátt og heiðarlega.
Við verðum að spyrna við nú,
íslendingar, ef við viljum halda
sjálfstæði þjóðarinnar, fá sjálfstæöi
landshlutanna og ná jöfnuði í laun-
um og lífsafkomu þegnanna.
Þau okkar sem styðja þessa
stefnu eru öll velkomin til starfa
með Þjóðarflokknum. Þjóðin kýs.
Sigríöur Rósa Kristinsdóttir
Já... en ég nota
yfirleitt beltið!
UMFERÐAR
RÁO