Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. EEBRÚAR 1991. 3 DV Búvörusamningur: Fréttir Tryggir bændum greiðslu fyrir offramleiðslu í gildandi búvörusamningi nær verö- ábyrgð ríkissjóðs til 11 þúsund tonna af kindakjöti og 104 milljóna lítra af mjólk á ári. Samkvæmt samningnum ber því ríkissjóði að greiða bændum fullt verð fyrir framleiðslu sína hvort sem markaður er fyrir hana eða ekki. Búvörulögin og verðábyrgð ríkissjóðs Þessi umdeildi samningur milli bænda og landbúnaðarráðherra fell- ur fyrst úr gildi 31. ágúst 1992. Hann byggist á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum frá 1985 sem meðal annars heimila stjórnvöldum að tryggja bændum fullt verð fyrir mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu sína gegn því að framleiðslan verði takmörkuð við Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðarráðherra segir nauðsynlegt að gengið verði frá nýjum búvöru- samningi fyrir þinglok. - átta milljarðar í útflutningsbætur og niðurgreiðslur 1 ár Niðurgreiðslur ríkissjóðs á Iandbúnaðarafurðum1985-'91 - uppreiknaðar miðað við þróun lánskjaravísitölu til jan. 1991 - 6000 5000 4000 3000 2000 1000 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991* ' Aætlun í fjárlögum fyrir 1991 Megintilgangurinn með niðurgreiðslum er að lækka vöruverð á landbunað- arvörum, auka neysluna og draga á þann hátt úr offramleiðslunni. Þær fara einkum í að greiða niður verðið á lambakjöti og mjólkurvörum. Einnig er hluta þeirra ráöstafað til að greiða niður ullarverð. Auk þessa renna umtalsverðir fjármunir í Lifeyrissjóð bænda í nafni niðurgreiðslna. Rétt er að taka fram að á árinu 1985 tóku niðurgreiðslurnar til fleiri þátta en hér hefur verið greint frá. Uppbætur á útfluttum Iandbúnaðarafurðum1985-'91 - uppreiknaðar miðað við þróun lánskjaravísitölu til jan. 1991 - 2500 ÉHI 2000 B u 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991* * Áætlun i fjárlögum fyrir 1991 Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir eru greiðslur úr rikissjóði og koma til vegna mikillar offramleiðslu, einkum á kindakjöti. Annarsvegar eru þær notaðar til að greiða niður verð á landbúnaðarvörum á erlendum mörkuð- um og hinsvegar renna þær í Framleiðnisjóð landbúnaðarins sem tekur meðal annars að sér að greiða bændum fullt verð fyrir það sem þeir fram- leiða ekki. þarfir markaðarins. Þrátt fyrir að tilgangur búvörulag- anna og búvörusamninga hafi verið að draga úr umframframleiðslu á landbúnaðarafurðum er ljóst að það hefur mistekist að mestu. Til dæmis er framleiðsluréttur bænda á kinda- kjöti um þúsund tonnum meiri en verðábyrgð ríkisins tekur til. Engu að síður fá bændur að fullu greitt fyrir þennan rétt. í kindakjötsfram- leiðslunni er framleitt allt að þvi helmingi meira magn en þörf er fyrir á innanlandsmarkaði. Þar sem ríkið er í beinni verð- ábyrgð á mestallri framleiðslu bænda er það þess vandi að draga úr umframframleiðslunni með nið- urgreiðslum á innanlandsmarkaði og útflutningsuppbótum á erlenda markaði. Útgjöld ríkisins vegna þessa hafa numið tugum milljarða á undanfórnum árum og einungis í ár er ráðgert að verja minnst 5 milljörð- um í niðurgreiðslur og á þriðja mUlj- arð í uppbætur á útíluttar land- búnaðarafurðir. Búvörusamningurinn hitamál í ríkisstjórninni Miklar deilur hafa verið innan rík- isstjórnarinnar um það hvort gera eigi nýjan búvörusamning við bænd- ur í ljósi þess slaka árangurs sem náðst hefur í framleiðslustjórnun- inni á undanfornum árum. Hefur Jón Baldvin Hannibalsson ítrekáð gagnrýnt þessa samninga og jafnvel hafnað að gerðir verði nýir. Síðast í gær lýsti hann því yfir að nýr samn- ingur yrði ekki gerður án þess að um það næðist full samstaða innan ríkis- stjórnarinnar. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráðherra hefur mikil vinna verið lögð í gerð nýs samnings bæði innan ráðuneytisins og utan. Hann segir að á næstu dögum megi vænta áfangaskýrslu frá nefnd sem skipuð var í kjölfar þjóöarsáttar- samninganna og að í kjölfarið verði hægt að ganga frá samningi við bændur. Þess má geta að nefndinni var kom- ið á fót að beiðni aðila vinnumarkaö- arins og hefur hún þaö hlutverk aö setja fram tillögur um stefnumörkun sem miði að því að innlend land- búnaðarframleiðsla verði hagkvæm- ari og leiði til minni kostnaðar á öll- um stigum framleiðslunnar. -kaa Sparileið sem ber ríkulegan ávöxt! Vextir 6,5% Á Sparileiö 4 áttu kost á bestu ávöxtuninni innan Sparileiöanna. Reikningurinn ber nú 6,5% verötryggöa vexti. Vaxtatrygging á bundiö fé Vextir á Sparileiö 4 eru ákveönir til 6 mánaöa í senn, 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Þannig er tryggt aö vextir lœkka ekki innan þessara tímabila. Eignaskattslaus innstœöa Innstœöa á Spaýleiö 4 er eignaskattsfrjáls, aö uppfylltum ákveönum skilyröum, eins og aörar innstœöur í bönkum og sparisjóöum. Úttektir og úttektartímabil Þegar aö minnsta kosti 24 mánuöir eru liönir frá stofnun reikningsins opnast hann til úttektar í I mánuö og eftir þaö á 6 mánaöa fresti á meöan innstœöa er fyrir hendi. s A Sparileiö 4 vinnur tíminn meö þér. Sparileiö 4 er góöur kostur fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sparnaöi! ÍSLANDSBANKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.