Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991.
15
Rólega nú
„Með þolinmæði má halda áfram að nota lofthernað til að ná skyn-
samlegum markmiðum i þessu striði," segir greinarhöfundur m.a.
Þaö sorglega viö Persaflóastyrj-
öldina er að viö vitum líklega aldr-
ei meö vissu hvort hún var nauð-
synleg eöa ekki. Sameinuðu þjóö-
irnar höföu hrint í framkvæmd
gegn írak umfangsmesta viðskipta-
banni sögunnar, en því var í raun
aldrei leyft að hafa áhrif.
Allt benti til þess aö þetta viö-
skiptabann gæti orðið skólabókar-
dæmi og merkilegt fordæmi um
friðsamlegar refsiaögerðir gegn
þrjótum á borö við Saddam Hus-
sein. Bannið haföi hins vegar ekki
staðiö nema í þrjá mánuði í nóv-
ember þegar Bandaríkjaforseti til-
kynnti að hann ætlaði að tvöfalda
í herliði Bandaríkjamanna í Saudi-
Arabíu og búa það til árásar á írak.
í kjölfarið fylgdi fresturinn sem
Öryggisráðiö setti íraksforseta.
Með þessu tvennu höfðu Banda-
ríkin og Sameinuðu þjóðirnar
þrengt svo sitt eigið svigrúm til
friðsamlegrar lausnar að styrjöldin
var í raun óumtlýjanleg.
Kúvæt er ekki vandinn
En stríðið er byrjað og nú ríður
á að ná markmiðunum með sem
minnstu mannfalli. Það er ekki ein-
falt mál, sérstaklega af því að þetta
stríð snýst ekki um hið einfalda
Tnarkmiö Sameinuðu þjóðanna,
þ.e. að koma íraksher burt frá Kú-
væt.
Innrásin í Kúvæt var afleiðing en
ekki orsök hættunnar sem um-
heiminum stafar af írak. Vandinn
var og er herstyrkur sá sem Sadd-
am Hussein hefur byggt upp á liðn-
um árum og gerir honum kleift að
ógna nágrönnum sínum og þar með
efnahagslífi heimsins. Hussein
stýrir milljón manna her, þeim
fjórða stærsta í heimi, og býr yfir
Kjallarinn
Karl Th. Birgisson
stjórnmálafræðingur
efna- og sýklavopnum sem hann
hefur ekki skirrst við að nota.
Hann hefur haft uppi burði til að
framleiða kjarnorkuvopn, en vant-
ar töluvert á enn að takast það.
Hussein hefur heldur ekki veigr-
að sér við að nota herinn til land-
vinninga. Hann réðst inn í íran
þegar klerkastjórnih var nýtekin
við völdum, en misreiknaði sig
herfilega. Hann hefur notað herinn
gegn Kúrdum í sjálfstæðishug. Og
nú síðast réðst hann inn í Kúvæt,
mætti lítilli mótspyrnu, en reiknaði
áreiðanlega ekki með að umheim-
urinn myndi bregðast svo viö sem
raunin varð.
Mikilvægt valdajafnvægi
Markmiðið með Persatlóastríð-
inu er því ekki aðeins aö koma ír-
aksher í burt frá Kúvæt, heldur það
sem mikilvægara er, að brjóta nið-
ur hernaöarmátt landsins svo
rækilega að Saddam Hussein geti
ekki haldið uppteknum hætti,
hugsanlega með kjarnorkusprengj-
ur í vopnabúrinu eftir nokkur ár.
Bandamenn eru reyndar langt
komnir í þessu verki með áhrifa-
ríkum loftárásum. Það efast heldur
enginn um að bandamenn muni
hafa sigur í þessu stríði; hættan
liggur helst í því aö ekki verði látið
staðar numið fyrr en íraksher hef-
ur verið.lagður í rúst og þannig
skapist hernaðarlegt tómarúm sem
grefur undan valdajafnvægi og
stöðugleika á svæðinu.
Sitt hvorum megin við írak eru
nefnilega tvö herveldi og engu
minni harðstjórnir, Sýrland og Ir-
an, reiðubúin að taka viö forystu-
hlutverki á svæöinu ef írak hverf-
ur af sjónarsviðinu. Norðan til er
Tyrkland, sem vel gæti hugsað sér
að komast yfir olíulindir norðar-
lega í Irak.
Bandamenn þurfa því að stíga
þann línudans að veikja hernaðar-
mátt íraka sem mest má veröa, en
hlífa þó nægilega rniklu til að
landið geti varist árásum að vestan,
norðan og/eða austan. Ef gengið er
lengra standa bandamenn framrni
fyrir því að þurfa að hernema
landið og koma þar fótunum undir
nýja ríkisstjórn.
Nú þarf þolinmæði
Það er veruleg hætta á að sú verði
útkoman vegna þess hversu mik-
inn krossferöarblæ þetta stríð hef-
ur fengið á sig. Bush Bandaríkja-
forseti hefur persónugert deilurnar
viö Saddam Hussein og talar eins
og hann sé í krossferð gegn öllu
vondu í heiminum. Þessi hugs-
unarháttur, að þetta sé barátta um
rétt og rangt, barátta góðs og ills,
eykur hættuna á að ekki verði
numið staðar fyrr en írak sjálft er
fallið. Það verður mikill þrýstingur
uppi umað ekki verði miðlað mál-
um við „mesta illvirkja sam-
tímans“ og þegar er farið að ræða
í alvöru um stríðsréttarhöld hér í
Washington.
Við skulum vona aö bandamenn
sýni nú ekki sömu fljótfærni i
stríðsrekstrinum og þeir sýndu í
aðdragandanum. Með þolinmæði
má halda áfram aö nota lofthernað
til að ná skynsamlegum markmið-
um í þessu stríði. Með látlausum
lofthernaði má einnig svelta inni
þann hluta írakshers sem hefur
grafið um sig í Kúvæt. Þetta krefst
langlundargeðs og getur tekið
nokkra mánuði en hefur þann
óumdeilanlega kost aö tiltölulega
fáum mannslífum yrði fórnaö.
Ef hafinn er landhernaöur að
auki með tilheyrandi slátrun á
báða bóga, svo ekki sé minnst á
efnavopnahernað, eykst hættan á
því að ekki verði linnt látum fyrr
en írak er rjúkandi rústir.
Ef sú verður niðurstaðan er
Persaflóastyrjöldin ekki endirinn á
úþenslustarfi íraka, heldur byrjun-
in á enn frekari óróleika og ofbeldi
í þessum mikilvæga heimshluta.
Karl Th. Birgisson
„Ef hafmn er landhernaöur að auki
með tilheyrandi slátrun á báða bóga,
svo ekki sé minnst á efnavopnahernað,
eykst hættan á því að ekki verði linnt
látum fyrr en írak er rjúkandi rústir.“
Bjargasf aðeins einn af hverjum f imm?
Tilefni þessarar greinar er viðtal
við séra Jónas Gíslason, vígslu-
biskup og prófessor, í DV laugar-
daginn 26. jan. sl. en útskýringar
hans á nýöld stangast á við þær
sem ég hef áöur heyrt.
Lausnina er að finna
hjá manninum sjálfum
Séra Jónas segir m.a. „að nýöld
sé notað sem heiti yfir ýmsar hreyf-
ingar í nútímanum sem eiga það
sameiginlegt aö telja að lausnina
að vanda mannsins sé að finna í
honum sjálfum og afneita guðdómi
Krists“.
Lausnina aö vanda mannsins er
sahnarlega að finna í honum sjálf-
um, því hver einstaklingur býr til
orsakir sem síðan eiga sér afleið-
ingar. Hver og einn verður að
breyta eigin lífi, enginn gerir það
fyrir hann. Alkóhólistinn fer ekki
í meðferð fyrr en hann ákveður það
sjálfur og hann skynjar ekki hjálp
guðs, nema hann sé opinn fyrir
henni.
Það er áberandi að þeir sem eru
í andstöðu við nýöld hér á landi eru
sífellt að benda á „að fólk sem hafi
verið á námskeiðum nýaldarsinna
hafi beðið af því andlegt tjón“.
Námskeið um andleg málefni geta
verið fróðleg og bætandi fyrir ein-
staklinginn og ég sé ekki hverjum
það er til góðs að halda fólki fáfróðu
um þau efni. Ef dæmin um andlegt
tjón eru svona mörg, hvar er þá
allt þetta fólk? Jónas segir m.a. í
viðtalinu: „það er í mörgum tilfell-
um mikið starf að koma því á rétt-
an kjöl á ný.“ í ljósi þessarar yfir-
lýsingar vil ég spyrja hvort kirkjan
hafi tekið að sér endurhæfingu fyr-
ir þetta fólk og hvar hún fari þá
fram.
Einungis kristnir
sem sækja kirkjur?
Séra Jónas talar einnig um það
„að ungt fólk, sem leiti til truar-
Kjallarinn
Guðrún G. Bergmann
framkvæmdastjóri Betra lífs
bragða, leiti ekki til kristindóms
vegna þekkingarskorts á honum“
og hann talar einnig um höfnun
nýaldarsinna á kristni, sem ég tel
fráleita staðhæfingu. Þaö er fullt
af fólki sem leitar til kristinnar trú-
ar þótt það leiti hennar ekki í kirkj-
um landsins. Kirkjan á ekki guð
eða Krist og til þeirra er hægt að
biðja hvar sem við erum. Einu trú-
arbrögðin, sem kennd hafa verið
hér í skólum, eru kristindómur.
Kirkjan getur því ekki skýlt sér á
bak við fáfræði landsmanna þó
þeir leiti ekki til hennar.
. Samkvæmt skoðanakönnun, sem
Skáís gerði fyrir Stöð 2, telja 85%
íslendinga sig trúaða. í annarri
skoöanakönnun kom fram að að-
eins 11% þjóðarinnar eru sammála
kenningum kirkjunnar og aðeins
3% -þjóðarinnar sækja kirkju í
hverri viku.
Kristni er ekki einu trúarbrögðin
í heiminum. Aðeins einn af hverj-
um fimm jarðarbúum er kristinn
og því hljóta samkvæmt skýring-
um séra Jónasar 4/5 af jarðarbúum
að vera heiðnir. Hvernig telur pró-
fessorinn að þessum 4/5 muni reiða
af ef Jesús er eini vegurinn og leið
mannkyns til björgunar?
Hugsunarháttur nýaldar
ekki heiðinn
Þeir sem tengjast nýöld telja að
kraftur guðs sé í öllu sem hann
hefur skapað. Þá er ekki einungis
átt við þann guðsneista sem er í
manninum, heldur þá orku sem
guð hefur sett í allan heiminn. Það
þýðir ekki að við trúum á sólina
eða steinana, heldur aðeins skap-
ara þeirra, guð, en skynjum jafn-
framt að orka hans er alls staðar
og að við getum nýtt okkur hana.
Eldgöngur tengjast á engan hátt
trúarbrögðum, heldur hafa þær
verið notaðar sem sönnun þess að
hægt sé að yfirstíga ótta og efla ein-
béitingu einstaklingsins og af því
sennilega komiö orðtakið „að ein-
hver hafi hlotið eldskírn".
Vegna stríðsástandsins, sem nú
ríkir í Miðausturlöndum, er fólk
þaðan sífellt í fréttum og það er
sama hvort talað er við fólk í ísra-
el, Bandaríkjunum, írak eða
Saudi-Arabíu - allirtalg um að guð
sé með þeim. Þó er þetta fólk allt
tengt mismunandi trúarbrögðum.
Um hvaöa guð er þetta fólk að tala?
Flestar styrjaldir í heiminum hafa
á einn eða annan hátt verið tengdar
trúarbrögðum og skorti á umburð-
arlyndi annars aðilans gagnvart
trú hins. Fátækt og fáfræði hafa
líka tengst trúarbrögðum og því
ægivaldi sem þau hafa á fólki, með
sífelldum ógnunum um að þetta
eða hitt sé ekki guði þóknanlegt.
Er ekki mál að linni? Sá guð, sem
ég þekki og tala til á hverjum degi,
er fullur af umburðarlyndi og kær-
leika og dæmir engan.
Nokkur hugtök tengd nýöld
Ég vil enn og aftur ítreka að eng-
in skipulögö nýaldarhreyfing er til
í heiminum. Til að útskýra frekar
hvað nýöld er læt ég útdrátt úr
bókinni „Hvað er nýöld" eftir Jack
Clarke fylgja:
Nýöld er þegar fólk lítur á aðra
sem hvorki betri né verri en það
sjálft, þeir eru einungis öðruvísi,
en þó hluti af sömu heildinni.
Nýöld er ekki hreyfing sem bygg-
ir á sektarkennd, reiði, ótta eða
þjáningum; hún er leiðin að kær-
leikanum sem er guð.
Nýaldarfólk er fólk sem hugsar
um líkamann, þroskar hugann og
nærir andann til að skapa persónu
sem er heil og í jáfnvægi.
Guðrún G. Bergmann
„Þaö er fullt af fólki sem leitar tfl krist-
innar trúar þótt þaö leiti hennar ekki
í kirkjum landsins. Kirkjan á ekki guö
eða Krist..
Eldgöngur tengjast á engan hátt trúarbrögðum, heldur notaðar sem
sönnun þess að að hægt sé að yfirstiga ótta og efla einbeitingu.